fbpx

Mínir skór… eða þínir?

OOTD

Færslan er unnin í samstarfi við Kaupfèlagið..

Ég veit fátt betra en að kaupa mér fallega hluti á góðu verði! Mér líður eins & ég hafi unnið að einhverju leyti & grætt alveg rosalega mikið. Ég var því líklega ein af mjög mörgum sem að hoppaði hæð mína af gleði þegar ég frétti af átakinu sem S4S standa fyrir, þið getið séð hvaða merki falla þar undir HÉR. En átakið sem ber nafnið “við erum að standa okkur” , átakið snýst í raun um það að frá áramótum voru tollagjöld á fatnaði & skóm sem eru framleidd utan Evrópu felld niður, sem er gott & blessað eitt & sér, en S4S ákvað að gera enn betur & skila allri sinni lækkun til neytenda. Á mannamáli, þið eruð að fá vörurnar mikið ódýrari! Þetta er auðvitað frábært mál & ekki allir sem myndu fara þessa leið, það hefði verið mjög auðvelt að halda sömu verðum & græða bara aðeins með því að þurfa ekki að borga tollagjöld.

Mér finnst þetta mikilvæg færsla því það er alltof oft þannig að allt það neikvæða sem er í gangi er svo áberandi að það jákvæða sem er að gerast gleymist. Þetta er jákvætt, þetta er jákvætt fyrir okkur sem neytendur fyrir íslenska verslun, fyrir krónuna, þetta er jákvætt, dreifum gleðinni!

Ég ákvað að kíkja í Kaupfélagið & fá mér nýja skó fyrir haustið, er það ekki annars einhver regla? Það er svooo margt fínt & ég hefði getað labbað út með svona 19 pör af skóm en ákvað að vera skynsöm & fá mér góð stígvél. Ég keypti mér Vagabond stígvél í Kaupfélaginu árið 2013 sem að ég nota enn í dag & eru bestu skór sem ég hef átt, það eru stígvél með sólanum „Grace“ það er nefnilega málið með Vagabond að þó svo að skótýpurnar þróist & séu í allskonar útfærslum þá eru sólarnir alltaf eins. Það eru til nokkrar týpur af sólum svo ef þú átt þinn uppáhalds getur þú í rauninni keypt margar týpur af sama skónum (mesta snilld sem ég veit um).

Mig langaði samt að deila gleðinni með ykkur kæru lesendur, því að þið voruð svo ótrúlega margar sem voruð að fylgjast með á Snapchat & spurðuð um verð & fleira á stígvélunum svo að ég í samstarfi við Kaupfélagið ákvað að vera extra næs……Þið fáið stígvélin á 30% afslætti! Það eina sem þið þurfið að gera er að elta mig á Snapchat & screenshota myndina sem ég set þar inn með leiðbeiningum & þá fáið þið 30% afslátt þegar þið kaupið ykkur stígvélin.

14657798_10210488220190131_2087264428_n 14686322_10210488220150130_1554103214_n

Verð upphaflega: 24.995
Verð eftir tollalækkun: 21.495
Verð með 30%afslætti: 15.046

Eruði ekki að grínast hvað þetta er gott verð fyrir Vagabond stígvél???? Tilboðið gildir fram á sunnudag (sumsé út laugardaginn) & það er opið til 21:00 í kvöld! Sjáumst á Snapchat: steinunne

Fyrsta…

Lífið

Síðustu helgi héldum við litla fjölskyldan upp á fyrsta afmæli einkasonarins, já litli gaurinn minn er orðinn eins árs! Mér finnst það magnað að ég hafi átt þessa litlu fullkomnu mannveru í heilt ár, mér finnst hann hafa fæðst í gær. „Time Flies When You Are Having Fun“ er víst eitthvað orðatiltæki svo að ég ætla bara að leyfa mér að nota það í þessu tilviki.
Við buðum okkar fólki í köku, heita rétti & kaffi & eppnaðist veislan bara einstaklega vel. Ég fékk dásamlega fallegar skreytingar í Petit & Partýbúðinni, en Villta Fola kakan á sér skondna sögu þið sem eruð með mig á Snapchat (steinunne) hafið væntanlega verið með í því gríni.

En staðreyndin er sú, ég á eins árs gaur & tíminn heldur áfram að líða hratt, þá þurfum við að stoppa og njóta… HÚRRA fyrir Sigga <3

14627892_10210480143948230_590432383_n 14686133_10210480144068233_2126962361_n
14657649_10210480143748225_456307281_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

UPPÁHALDS Í SEPTEMBER…

FörðunVörur Mánaðarins

Jæja þá er komið að hinni mánaðarlegu „Uppáhalds“ færslu hjá mér á TRENDNET. Uppáhalds að þessu sinni er aðeins í styttri kantinum, þar sem að hún inniheldur hluti sem hafa verið í töskunni minni síðasta mánuðinn ÁN ÞESS AÐ VÍKJA. Það eru auðvitað fleiri hlutir sem að ég hef elskað í september, en þessir fastagestir í veskinu verða að fá sérfærslu.

numerin

1.Black Peony, ilmvatn frá Zara: Fyrsta ilmvatnið mitt var frá Zara. Neongræn löng flaska með glimmerögnum í, er einhver að tengja? Aldrei hélt ég að leiðin myndi liggja aftur þangað en viti menn þegar ég var að kippa með mér fallegum bol þaðan í síðasta mánuði rakst ég á tilboð sem að ég gat ekki hafnað. Ilmvatnsglas á 1990 krónur & sérstakur lítill stautur með “roll”on enda í sama ilm sem er hægt að taka með í töskuna á 900 krónur, þetta er gefins. Núna er ég hæstánægð með kaupin & elska ilminn.

2.Miracle Complexion Sponge frá Real Techniques: Dásamlegur svampur sem þarf vert að kynna, mýkir áferð farðans, fullkominn í hyljara & hin fullkomna förðunarvara til að grípa með sér í veskið til að lagfæra aðeins á ferð.

3.Take Me To Thread, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds Lady Like í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

4.Model Chics, gellakk (Gel Couture) frá Essie: Dásamlega fallegur litur sem svipar til uppáhalds BahamaMama í klassísku lökkunum, þessi er samt aðeins dýpri & dekkri en sama litapalletta. Gel Couture litirnir eru himneskir að mínu mati enda hef ég engan tíma til þess að vera stöðugt að lagfæra naglalakkið, en þessi lökk með rétta yfirlakkinu sem einnig er í línunni endast í 2 vikur, FULLKOMIN <3

5.Highlight & Contour Pro Palette frá NYX: HÆ FEGURÐ! Hvar er þessi palletta búin að vera allt mitt líf? Ég þoli ekki ofurýktar kremkenndar highlight & contour farðanir en viðurkenni þó að ég skyggi algjörlega nefið mitt & kinnbein dagsdaglega. Þetta er því fullkomin lausn, létt & náttúruleg áferð, sama niðurstaða! YESS

6.Butter Gloss númer 14, Madeleine frá NYX: Ég elska öll ButterGlossin, ég er gjörsamlega ástfangin. Ég er búin að nota nude liti mikið núna á ferðinni & þetta er uppáhalds uppáhalds uppáhalds, passar alltaf við, eitt & sér eða yfir aðra liti, sjúk í þetta. Mjúk sem silki & endast allan daginn!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Á MORGUN!

BarniðHeimilið

Á morgun fer í sölu nýjasta safn Mrs Mighetto í Petit á Suðurlandsbraut & á heimasíðu verslunarinnar Petit.is. Nýjasta safnið ber nafnið”Circus Mighetto” og inniheldur sex einstaka karaktera, hver með sína sögu að segja.

Líkt og venjulega er um takmarkaða útgáfu að ræða & mun verslunin ekki fá fleiri sendingar. Ég var svo hrikalega heppin að næla mér í eina mynd í þetta skiptið, (ég missti af þeim síðast) & ég er svo glöð! Myndirnar eru svo fallegar, vandaðar & einstakar, það er fátt fallegra til að prýða barnaherbergi verð ég að segja.

Ég var akkúrat í Petit að versla mér fallega steingráa himnasæng fyrir hann Sigga & myndin sem ég fékk mér passar fullkomlega við. Ég átti mjög erfitt með að velja enda hver einasta mynd einstök & heillandi en ég að lokum valdi mér ljónið.

Við vorum byrjuð að hengja upp þegar Siggi ákvað að vera mjög ósáttur & þreyttur þannig að verkefnið var pásað. Það verður þó klárað í fyrramálið svo að ég sýni ykkur á Snapchat/Instagram nú eða hér hvernig þetta lítur út allt saman.

Dear-Lion-576-620x742

Eins & ég sagði áður hefur hver persóna sína sögu en hér er saga ljónsins:
„Dear Lion. Strax á unga aldri óx á litla ljóninu glæsilegt fax. Faxið var flæðandi, með fullt af gylltu, skínandi hári sem flökti í vindinum. Vegna þess að þykkt, fallegt hár var svolítið skrítið á litlu stelpunni ákvað flokkurinn hennar að skilja hana eftir við dyr Sirkussins. Núna er hún konungur Sirkussins, glöð og stolt af stórkostlega glitrandi hárinu sínu.“

Ég mæli með því að láta þetta ekki framhjá þér fara, enda ótrúlega fallegt & einstakt verk á heimilið, en salan hefst á morgun 6.október. Myndirnar kosta 8.990 <3

**Athugið sérstaklega stærðir þegar pantað er á netinu þar sem að myndirnar eru ekki allar í sömu stærð.**

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TOPP 5 NYX PICKS

Förðun

Ég er að brjálast úr spenningi, NYX verslunin opnar á MORGUN! Ég er búin að skoða vörurnar & vídjóblogg eins & brjálæðingur síðustu daga & verð að segja að ég hef sjaldan ef einhvern tíman verið jafn peppuð fyrir því að eitt merki mæti á svæðið. NYX hefur að sjálfsögðu verið á Íslandi áður, en í fyrsta skipti er verið að opna FLAGSHIP verslun inni í Hagkaup Kringlunni ásamt því að vöruúrvalið er komið á allt öðruvísí plan, þið sem elskið makeup hljótið að vera sammála mér, þetta er svo frábær viðbót við snyrtivörumenninguna & úrvalið á Íslandi.

Það er Grand Opening á laugardaginn, 1.október í Hagkaup Kringlunni klukkan 12:00 & ég hvet alla til að mæta & næla sér í allt það sem að hugurinn girnist. Ég tók saman topp 5 lista með þeim vörum sem að mig langar að bæta við mig í augnablikinu & verða efst á lista, en ég hugsa að ég endist ekki lengi með bara þessar 5 vörur, ég verð að eignast mikið mikið meira.

nyx

Conceal, Correct, Contour Palette:
Litaleiðréttu húðina þína með þessari frábæru pallettu sem hylur, leiðréttir & skyggir. Hvert sett inniheldur sex liti sem hylja allt sem þú vilt hylja, jafna út húðilitinn & ýta undir beinabygginguna þína á einu augabragði. Litina er hægt að nota eina & sér eða hreinlega blanda þeim saman til að finna hinn fullkomna lit.

Avant Pop Palette í litnum Nouveau Chic:
Pallettan inniheldur 10 ótrúlega flotta og litsterka augnskugga sem eru í mismunandi áferðum, bæði glansandi, glitrandi & mattir. Hver palletta gerir þér þess vegna kleift að gera bæði milt augnskuggalúkk eða dramatíska augnförðun, mér finnst hún æðislega falleg.

Soft Matte Lip Cream í litnum Prague:
Ég held að þessir verði alveg brjálæðislega vinsælir, enda þvílík litadýrð & ótrúlega skemmtileg vara. Þetta er hvorki varalitur né varagloss, en þessi matta en þó kremkennda formúla rennur silkimjúkt á varirnar & endar í alveg mattri áferð. Þeir endast ótrúlega vel & eru léttir á vörunum. Ég er svolítið heit fyrir litnum Prague, sérstaklega fyrir veturinn….

Highlight & Contour PRO Palette:
Þessi er DÁSAMLEG, þetta er palletta sem að allir þurfa að eiga. Þú ert með ALLT til þess að gera fullkomna húð í einni pallettu. En pallettan er með 8 fallega liti sem eru sérstaklega gerðir til þess að lýsa & skyggja andlitið, gefa því hlýju & ljóma. Litirnir eru í púðurformi svo hægt er að ná áferðinni ótrúlega náttúrulegri. En ég notaði einmitt pallettuna í þessari færslu hér.

Make Up Setting Spray – Matte Finish:
Gerðu lokaniðurstöðuna einstaklega fágaða með þessu frábæra spreyi sem að gefur húðinni matta áferð á sama tíma & það setur farðann þinn svo að áferðin verði FLAWLESS, uuu já! SOLD

Svo að lokum hvet ég ykkur eindregið til þess að mæta á THE GRAND OPENING á laugardaginn, sjá event HÉR…. Það verður nóg um að vera, en  fyrstu 200 í röðinni fá flotta gjöf frá NYX xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

MAKEUP VÍDJÓ – NYX OPNAR 1.OKTÓBER!

FörðunMyndbönd

Það hefur varla farið framhjá mörgum að NYX opnar sína fyrstu Flagship verslun í Hagkaup, Kringlunni laugardaginn 1.október næstkomandi. NYX er búið að vera á blússandi siglingu eftir að nýjir eigendur tóku við með breyttum áherslum & ótrúlega flottum nýjungum sem hafa slegið í gegn hjá förðunar/vídjóbloggurum út um allan heim.

Það er því ótrúlega skemmtilegt að geta sagt frá því að merkið með þessum nýju áherslum verði loksins fáanlegt á Íslandi, en eins & ég sagði hér í upphafi mun ný & glæsileg verslun opna næsta laugardag (ég bilast úr spenningi). Ég ákvað því að skella í eitt eldsnöggt heimagert vídjó, ég vona að þið verðið ekki sjóveik, ég var ekki með stand & varð því að halda á myndavélinni allan tímann haha.

Vörurnar sem að ég notaði eru: 
NYX Jumbo EyePencil í litnum 625 Sparkle Nude
NYX Highlight & Contour Pro Palette
NYX Soft Matte Lip Cream númer 16 

14463912_10210333271916521_644716696_n14483693_10210333280236729_1330262597_n14502046_10210333271956522_158517776_n14508563_10210333271876520_1249067128_n

Ég er búin að vera að leika mér aðeins með vörurnar sem verða fáanlegar & ákvað að skella í stutt makeupvídjó með flottum nude vörum & því sem að ég held að muni gjörsamlega slá í gegn „Highlight & Contour Pro Palette“ pallettunni sem að er bókstaflega allt sem að maður þarf til að búa til flawless áferð á húðina & fullkomna beinabyggingu (mmmmhmmm). Endilega skoðið & segið mér hvað ykkur finnst, ég er allavega bilaðslega spennt! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir: 
steinunne 
xx 

66°Norður X Soulland: JÁ TAKK!

Þetta þykir mér spennandi!

Í dag, fimmtudaginn 22.september kynnir 66°N glæsilegt samstarf sitt við danska merkið Soulland, en samstarfið er liður í að fagna 90 ára afmæli 66, en Elísabet sagði okkur einmitt frá þessu um daginn.

Samstarfið er mjög nett að mínu mati en Soulland eru þekktir fyrir skyrtur og annan tískufatnað svo að þetta er skemmtilegt tvist að fara yfir í 66°N fílinginn. Um er að ræða fjóra jakka sem byggðir eru á tæknilegustu jökkum 66°Norður með tilvísun í sjóstakkinn & klæðskerasaum Soulland, hljómar vel ekki satt?

Að mínu mati er samstarfið frábært dæmi um hvernig 66°N er stöðugt að þróast & þessi samstarfsverkefni með hinum ýmsu tískuhönnuðum eru einstaklega heillandi. 66 hefur áður unnið með hönnuðum eins og JÖR en þeir reka tvær verslanir í Kaupmannahöfn eins & er, er því ekki tilvalið að fara í samstarf með dönskum hönnuði? Það finnst mér allavega…

-1 -2

66°Norður og Soulland munu kynna samstarf sitt í versluninni Harvey Nichols í London í dag eins & áður segir & fara jakkarnir í sölu í völdum verslunum í kjölfarið, þar má nefna 66°N, Soulland & fjölda verslana erlendis eins & Bloomingdale´s, Harvey Nichols, Collette svo einhverjar

séu nefndar.

ppssst……takmarkað magn fer í sölu í verslun 66 á Laugaveginum á morgun, ég er spennt….

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Þeir eru mættir! Multimasking er hið nýja multitasking xx

FörðunLíkaminn

Ójá þeir eru mættir! Ég er búin að bíða eins & svo margir aðrir ótrúlega spennt eftir nýjustu viðbótina við L’Oreal fjölskylduna leirmöskunum. Þeir eru búnir að vera ótrúlega áberandi hjá förðunar & bjútíbloggurum á Instagram & Snapchat enda eru þeir ótrúlega skemmtilegir. Maskarnir sem eru eins & nafnið gefur til kynna byggðir upp af leir en leir hefur verið notaður öldum saman í fegrunarskyni, fyrst hjá konum í Egyptalandi. Leir hefur ótrúlega græðandi & hreinsanfi áhrif á húðina & því er upplagt að nota þá í maskaformi.

****Ég hef ákveðið í samstarfi við L’oreal að gefa einni heppinni ofurgellu ALLA ÞRJÁ maskana & bursta til þess að bera þá á! Það eina sem þið þurfið að gera er að screenshota myndina mína sem ég útskýri á Snapchat (snapchat: steinunne) & like-a þessa færslu! <3 Ég dreg út vinningshafa á föstudaginn!****

Línan samanstendur af þremur dásamlegum leirmöskum sem allir hafa mismunandi hlutverk, frábært er að nota þá með concealer brush burstanum frá Real Techniques til að ná á erfið svæði & til að halda hreinlætinu í hámarki….

Pure Clay Glow Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir þreytta & líflausa en þessi maski er oft kallaður DETOX maskinn. Hann er ríkur af svörtum kolum sem virka eins & segull þegar kemur að óhreinindum. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska hreinsar yfirborð húðarinnar af öllum óhreinindum & fer djúpt inn í húðina & svitaholurnar & hreinsar þær. Húðin situr eftir hrein & glæsileg.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Purify Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir olíumikla & óhreina húð. Purify maskinn er ríkur af Eucalyptus þykkni sem er þekkt fyrir sína djúphreinsandi eiginleika. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska fer djúpt inní húðina, hverja svitaholu og þurrkar upp óhreinindi án þess þó að þurrka húðina sjálfa upp. Húðin situr eftir tandurhrein & mött án þess að vera þurr.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & s
ér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Exfo Mask:
Þessi frábæri maski lokar húðholunum & nærir húðina vel. Exfo maskinn er ríkur af rauðum þörungum sem eru þekktir fyrir sérstaklega nærandi eiginleika sína. Fínlega mulin apríkósu fræ endurnæra húðina & fjarlægja dauðar húðfrumur & jafna þannig yfirborð húðarinnar svo hún fær yfir sig endurnærðan brag. Maskinn er með kremaðri áferð sem gefur húðinni fallegan ljóma & sérstaklega mikinn raka & um leið endurnýjar hann húðina.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p(1)

Maskana er hægt að nota í skemmtilega aðferð sem kallast multimasking þar sem möskunum er blandað saman á andlitið & þeir notaðir á þá staði sem hentar eftir því hvernig húðin ykkar er.

Maskarnir eru að lenda í verslunum í þessum töluðu orðum, en eru nú þegar mættir í Lyf & Heilsu Kringlunni, þeir eru á frábæru verði & hver öðrum dásamlegri svo að ég mæli svo innilega með því að þið skellið ykkur á þá & dekrið vel við húðina ykkar.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

 

TRENDING: Netasokkabuxur

Ég er sjúk, SJÚK segi ég í nýjasta trendið enda hafa þeir sem umgangast mig mikið tekið eftir því að ég fer varla út úr húsi lengur án þess að vera í því. Þetta trend sem ég er að tala um er eitthvað sem að ég hélt aldrei að ég myndi elska, en ég er húkkt.. trendið er netasokkabuxur.
Ég tók eftir því fyrir svolitlu síðan að netasokkabuxur & sokkar voru farnar/ir að vera ótrúlega algengt trend á myndum sem ég var að pinna á Pinterest & var mikið byrjuð að sjá þetta á Streetstyle myndum.

Ég var strax hrifin og ákvað að prófa, hrifnust er ég af netasokkabuxum undir rifnum gallabuxum, víðum eða þröngum sem og sokkum sem gægjast undan buxnaskálmum. Ég nældi mér í þær allra bestu í bæði sokkabuxu (nude & svörtum) & í sokkum, en þær eru frá Oroblu & heita Tricot. Ég mæli svo mikið með að þið nælið ykkur í par eða tvö (eða 3)

24aa93ebb492cf8163ca4dd13c131f17 79dd87327e436fe03e9bc6335fb933f5 4013434df9983d34b4c8cb72f92dc7f9 a1043917dc9ae37c5681a7970638552a c83c68fc619ae94ec4eeffbd8a8c990c e2f280a0f4de782f09e351f0adc9a72b

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Í KVÖLD..

Lífið

Puffin Island eru eitt heitasta indíbandið í dag. Frægasta lagið þeirra er Harrison en uppáhaldslagið mitt þeim er samt Another Day, YOUTUBE IT  Hljómsveitin mun spila töluvert mikið í haust og þeir verða að sjálfsögðu á Iceland Airwaves ef þið viljið sjá þessa myndarlegu drengi á sviði.

ÈG er farin á tónleika með þeim & Nýdönsk í kvöld & er mjög spennt – mæli með! xx

14302356_10210203718957778_393921650_n14328981_10210203718917777_1478782245_n

Toppur: Zara
Buxur: Topshop
Skór: Bianco

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx