Steinunn Edda

NÝR ILMUR FRÁ MARC JACOBS: DAISY EU SO FRESH KISS

Förðun

Ég var svo ótrúlega heppin á dögunum að fá að gjöf nýjan ilm frá tískurisanum Marc Jacobs, ilmurinn er einn af þremur ilmum í nýrri línu en minn ber heitið Daisy Eau So Fresh Kiss.

Ég hef í gegnum tíðina ekki fundið mig í „Daisy“ ilmunum enda held ég að flestir séu sammála mér með það að ilmirnir eru mjög sérstakir (á góðan hátt) einkennandi & fallegir en ilmurinn er yfirleitt þungur, kryddaður með smá blómakeim blandað, er ég nálægt? Allavega þá hef ég ekki fundið MINN Daisy hingað til, en þegar ég fékk þessa flösku var ég svo hrikalega glöð því þetta er minn! Hann er einstaklega ferskur & léttur & ég hætti að finna lyktina af honum örfáum sekúndum eftir að ég setti hana á mig sem þýðir það að hann fer mér (smá ilmvatnstips)

2017-02-22_09-47-49

Innihaldsefnin í Daisy Eau So Fresh Kiss: 

TOP – Mandarin Leaves 

MID – Cherry Blossom Petals 

BASE – White Wood 

Þetta er ilmurinn minn, hljómar stórkostlega ekki satt? Í línunni eru þrír ilmir, Daisy Kiss, Daisy Eau so fresh Kiss og Daisy Dream Kiss og allir eru þeir limited edition en glösin eru einstaklega lifandi, fallega bleik & mjög áberandi. Ég hef alltaf verið hrifin af ilmvatnsglösunum sem fylgja þessu nafni & finnst þau algjört stofustáss, ég stilli þeim allavega stolt upp inni á baðherberginu mínu sem algjöru konfekti fyrir augað.

Ilmirnir eru mættir í Hagkaup svo nú er bara að finna rétta ilminn & finna sinn! xx

2017-02-22_09-48-06 2017-02-22_09-48-28
………………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: AÐ BYRJA AÐ HLAUPA

LífiðLíkaminn

Ég stend sjálfa mig eiginlega að því í þessum mánuði almennilega, Meistaramánuði að vera komin alveg á byrjunarreit þegar kemur að því að hlaupa. Ég var komin í góðan gír & farin að stunda þetta af kappi áður en ég var ólétt, en eftir að hafa slakað aðeins á, á meðgöngunni & þar á eftir misst allt þol eftir aðgerðirnar finnst mér ég alveg þurfa að byrja upp á nýtt.

Það er svosem allt í lagi, ég hef gert það áður, ég nefnilega gat hreinlega ekki hlaupið þó að lífið lægi við fyrir örfáum árum. Ég var týpan sem semí féll í PÍP testum í grunn/menntaskóla (er það hægt?). Þetta snérist þó aldrei um það að ég væri í lélegu formi eða of þung, ég var bara með ofboðslega lélegt hlaupaþol. Það er nefnilega alveg “thing“ að vera í góðu formi jafnvel en geta alls ekki hlaupið, & sama að vera í lélegu formi en einhvern vegin ná að hlaupa, furðulegt! Þetta lærði ég þegar ég kynnti mér það að byrja að hlaupa sumarið 2013. Ég leitaði mér upplýsinga á hinum ýmsu stöðum & tók meira að segja viðtal við Elísabetu Margeirsdóttur sem ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sé Hlaupadrottning Íslands.

Ég fékk mjög góð ráð hjá mörgum í kringum mig sem voru að hlaupa & ákvað að nýta þau öll þegar ég skráði mig í fyrsta skipti á ævinni í ReykjavíkurMaraþonið, þetta sama ár, 2013.
Ég setti algjöra pressu á mig þar sem að ég hafði oft reynt að byrja að hlaupa án árangurs & skráði mig á sama tíma í áheitasöfnun fyrir flott málefni sem skipti mig máli, þá var þetta orðið opinbert, fólk var að eyða pening í þetta, ég varð að klára þetta.

En hvernig byrjar maður, ég er auðvitað ekki með ráð fyrir alla sem virka fyrir alla en ég ætla allavega að deila því sem virkaði fyrir mig, með von um það að það virki fyrir einhverja fleiri xx

Undirbúningur:
**Ekki borða of stuttu fyrir hlaup,
**drekktu vel af vatni áður (ég fæ mér líka oft amino)
**pissaðu
**settu símann í hleðslu & græjaðu þig í rólegheitum
**passaðu að vera ekki í fötum sem að pirra þig (miðar & saumar á fötum geta pirrað) Þá er það það eina sem þú hugsar um allan tímann

1. Settu þér raunhæf markmið, byrjaðu á að hlaupa 1km ef þú ert þar að það er meira að segja erfitt.
2. Hrósaðu þér fyrir BARA ÞAÐ að fara út frekar en að sitja heima, þú fórst út að hlaupa þó svo að það hafi verið stuttur spölur.
3. Ekki hlaupa of hratt af stað, þetta er ekki kapphlaup, fyrst þarf að vinna upp vegalengdir svo reynir þú að auka hraðann.
4. Passaðu upp á líkamsstöðuna þegar þú hleypur, ekki hafa hendur & axlir of stífar, reyndu að vera slök/slakur, það fer ótrúlega mikil orka í það að vera spennt/ur í öllum líkamanum.
5. Passaðu að anda vel, inn um nefið & út um munninn. Ekki anda of hratt & ekki anda of djúpt, bara eðlilega.
6. Ef þér finnst eins & þú sért ekki að hreyfast áfram þá byrjaru að fara inn á andlega þáttinn (hann er nefnilega mjög stór þegar kemur að hlaupum) reyndu þá að horfa niður & sjá línurnar á götunni þjóta hjá & hugsaðu vá ég er að fara mjög hratt & ég er að ná góðri vegalengd, það að horfa á fjarlægjan hlut sem hreinlega virðist aldrei nálgast getur verið einstaklega letjandi.
7. Hlustaðu á tónlist sem að gleður þig, horfðu í kringum þig & hugsaðu vá hvað ég er að gera góða hluti, vá hvað veðrið er æðislegt, vá hvað ég er heppin/nn!
8. Náðu þér í 2 ÖPP „Runkeeper“ & „Rock My Run“
Hið fyrra fylgist með hlaupinu þínu, lætur þig vita á 5 mínútna fresti hversu langt þú ert búin/nn að hlaupa & á hvaða hraða (það er mjög hvetjandi) Seinna appið er tónlistarapp sem er með flotta & hressandi playlista sem er hægt að stilla ákveðið tempó á eftir því hversu hratt þú ert að hlaupa & heldur þér því á sama hraða allan tímann (þá eru minni líkur á að þú sprengir þig!
(Minn playlisti sem ég hljóp við til að koma mér í gang heitir Katy’s Fun Run & er fullkomið byrjendatempó)

Teygðu vel eftir hvert hlaup, hrósaðu þér, farðu í góða sturtu & nærðu þig vel, þetta á bara að vera gaman & ÞÚ ERT BARA AÐ GERA ÞETTA FYRIR ÞIG!

runkeeperrock-my-run

………………………………………………………………………………………………………………………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

READY FOR TAKEOFF! MÍNIR “FLUFFUSKÓR“

Lífið

Ég mun starfa sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar & hlakka óskaplega mikið til, en ég er á fullu í undirbúningsferli eins & er. Partur af þessu undirbúningsferli er “uniformið“ en það felst meðal annars í því að útvega sér viðeigandi skóbúnað sem er leyfilegur í fluginu. Ein tegund af þeim sem eru leyfilegir eru „Ecco Shape 5,5“ & eru það einmitt skórnir sem að ég keypti mér. Ecco skór eru að sjálfsögðu þekktir fyrir það að vera með ákveðinn “heilsustimpil“ á sér sem er ekkert nema jákvætt að mínu mati enda hef ég glímt við fótavesen alla mína ævi.

16729702_10211718447265039_662163699_n 16729633_10211718447225038_2062304289_n 16736239_10211718447625048_737901849_n 16730850_10211718447145036_335653376_n

Ég er með Plattfót (sumsé ilin fer ekki upp í sveigju eins & hjá flestum heldur er flöt alla leið sem gerir það að verkum að ég verð þreytt í löppunum ef að ég er ekki í góðum skóm. Það var því ekki spurning þegar kom að því að velja viðeigandi skó til að vera í löngum törnum, það var alltaf Ecco. Ecco skórnir eru úr leðri & hællinn styður vel við bæði hné & bak svo að þeir eru einstaklega þægilegir þegar kemur að því að þramma á hörðu gólfi í langan tíma í senn. Þessir svokölluðu flugfreyjuskór sem Shape skórnir eru, eru til í nokkrum útfærslum, með mismunandi hælum & með mismunandi tá, rúnaðri eða támjórri þannig að það geta allir fundið sinn stíl.

16730850_10211718447145036_335653376_n 16729633_10211718447225038_2062304289_n 16729702_10211718447265039_662163699_n16754129_10211718661350391_844189433_n

………………………………………………………………………………………………………………………………….

Nokkrar staðreyndir:
Skórnir eru úr leðri svo að það er mikilvægt að velja skó sem passa, ekki of rúma þar sem að þeir gefa örlítið eftir eins & allir leðurskór.
Best er að nota góða vatns & leðurvörn á skóna (eins & á myndinni fyrir ofan) til að þeir haldist sem fallegastir & endist lengur.
Skórnir koma alltaf í takmörkuðu upplagi svo best er að hafa hraðar hendur ef að þið ætlið að næla ykkur í par fyrir vorið/sumarið.
Skórnir fást í verslun Ecco Kringlunni & Steinar Waage Kringlunni & Smáralind.

Ég sýndi aðeins frá því þegar ég fór & fékk mér skóna á Snapchatinu mínu: @steinunne fyrir áhugasamar en þess má geta að flugfreyjur fá 20% afslátt af þessum skóm gegn því að framvísa staðfestingu á því að þær séu að fara að starfa sem flugfreyjur í sumar.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: ÉG HEF EKKI TÍMA // HEIMAÆFINGAR

LífiðLíkaminnMyndbönd

Ég er ein af þeim sem virðist aldrei hafa tíma til að fara í ræktina, ég er ekki mikið fyrir tækjasalinn & leita því yfirleitt frekar í tíma með kennara. Ég verð þó að viðurkenna að ég lendi oftar en ekki í því að beila því að sá tími sem að mig langar í er ekki á tíma sem að hentar mér fullkomlega.

Ég viðurkenni líka að stundum finnst mér heilmikið ferli að melda mig í tíma, klæða mig í ræktarföt, blanda mér Amino, koma mér út í bíl, keyra á staðinn.. þið þekkið rest. Stundum er ég í biluðu stuði fyrir þetta en stundum bara ALLS EKKI, tengið þið? Ég er líka ein af þeim sem myndi aldrei láta mér detta það til hugar að vakna á undan barninu mínu til að fara í ræktina, einnig langar mig ekki í ræktina þegar ég fæ loksins að eyða tíma með honum eftir vinnu & dagforeldra & á kvöldin er ég hreinlega bara aðeins of þreytt! (stundum auðvitað ekki alltaf)

En núna er Meistaramánuður & mig langar að standa mig vel, svo ég hunskast nú oftar en ekki með vinkonum mínum í tíma en það sem að mér finnst frábær kostur eru HEIMAÆFINGAR. Ég vinn mikið heiman frá & hentar þetta því fullkomlega fyrir mig & ég er mjög hrifin af þessu eftir að hafa mikið notað þetta í fæðingarorlofinu. Ég er að jafna mig ennþá 16 mánuðum síðar eftir tvær risastórar aðgerðir, að koma mér aftur í form, hef ekki tíma & gleymi oft að borða, þetta er hrikaleg blanda sem að ég er að reyna að breyta & besta vinkona mín í öllu þessu er hún Tracy Anderson, þið þekkið hana mörg, mögulega öll. Þessar æfingar eru snilldin ein heima í stofu, ég á ekkert nema jógadýnu & dreg hana fram, skelli myndbandinu í sjónvarpið & tek stutta & góða æfingu akkúrat þegar stuðið kemur yfir mig! Ástæðan fyrir því að ég elska Tracy er sú að ég elska að dansa & hún gerir nákvæmlega.  Ég mæli svo innilega með, gleðilegan föstudag, gleðilegan Meistaramánuð! xx

Myndband: Tracy Anderson, Youtube

……………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne

xx

MÍNAR KRULLUR – KENNSLUMYNDBAND

HáriðMyndbönd

Það gleður mig svo ótrúlega mikið að geta loksins sagt að myndbandið er KOMIÐ. Eftir yfir 20 skilaboð á nánast hverjum degi sama á hvaða miðli það er þar sem óskað er eftir þessu blessaða myndbandi dreif ég loksins í því & náði að vinna það.

16652685_10211676588138587_170761833_n

Hér er það því mætt loksins á Trendnet! Þetta er lengsta vídjó sem að ég hef gert hingað til, en mér fannst þið verðskulda það elsku lesendur að fá þetta eins ítarlegt & hægt var án þess að það yrði flókið!

……………………………………………………………………………………………………………..

Vörurnar sem að ég nota í myndbandið:
Rod VS3 iron keilujárn frá HH SIMONSEN
Extraordinary Clay Dry Shampoo frá Elvital, L’Oreal
Elnett Satin HairSpray frá L’Oreal

Og fyrir þá allra áhugasömustu…..Makeup:
Double Wear Cushion Stick Foundation frá Estée Lauder
Naked Skin consealer frá Urban Decay
Liquid Lipstick Butterscotch Brittle frá LA Splash (Haustfjörð.is)
De-Slick Makeup Setting Spray frá Urban Decay

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx