fbpx

VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA: MÍNAR NEGLUR

Lífið

Kæru lesendur, ég elska hvað þið eruð dugleg að senda mér skilaboð þar sem þið biðjið um að ég fjalli um ákveðna hluti, það er svo gott að vita að ég sé að fjalla um hluti sem þið hafið áhuga á. Ég er búin að sitja á námskeiði síðasta mánuð svo að ég hef ekki komist í það að gera hið MARGumbeðna hárvídjó en ég klára á sunnudaginn & ég LOFA LOFA LOFA að það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á mánudag er að byrja að preppa þetta vídjó & svo taka það upp. En það sem þið eruð búnar að spyrja alveg rosalega mikið um síðustu daga eru neglurnar mínar eftir að ég sýndi þær á Snapchat síðustu tvö skipti. Einnig er ég almennt mikið spurð um hvert þið eigið að fara o.s.fr.v þannig að mig langaði hreinlega bara að skella í færslu þar sem að ég fer yfir þessi atriði.

Ég hef mikið verið að flakka á milli til þess að finna naglakonu sem hentar mér, ég er nefnilega svolítið tilætlunarsöm þegar kemur að svona snyrtimeðferðum (he…..he….) Ég ákvað að prófa eina sem að mér var bent á, hún heitir Inga Hrönn & er algjör snillingur. Hún er snögg, hún er ótrúlega klár, hún hlustar vel á það sem að maður biður um & fyrir utan allt þetta er hún ótrúlega skemmtileg. Inga Hrönn gerir gelneglur sem eru þunnar  & fallegar alveg eins & ég vil hafa þær, þoli eiginlega ekkert jafn lítið & þykkar brussulegar gervineglur. Ég ákvað að fá mér form sem heitir “coffin“ og er svona líka ótrúlega ánægð. Puttarnir mínir eru litlir & feitir (ohh) & mér finnst þetta form lengja puttana & gera þá aðeins lögulegri.

16215654_10211494097136426_916382311_n16176263_10211494097216428_1802504287_n

Hér eru myndir af mínum, ég ákvað að fá mér bara “litlausar“ til að geta skipt um naglalakk, en hugsa að ég fái mér einhvern fallegan gellit næst.

Hér eru svo fleiri fallegar neglur eftir Ingu…

16176589_10211494097256429_1583314577_n 16216352_10211494097096425_1690834197_n 16215788_10211494097336431_177693671_n

………………………………………………………………………………………………..

Inga Hrönn er algjör naglasnilli & chromesnilli fyrir þá sem vilja prófa það trend & hún fær mín allra bestu meðmæli. Fyrir áhugasama er facebooksíða Ingu Hrannar hér.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

LASHES ON FLEEK**

Förðun

Ég er svo heppin að vera umkringd allskonar snillingum, en þá sérstaklega þegar kemur að snyrtingu enda veit ég fátt betra en að láta dekra við mig, líta vel út & einfalda mér lífið á sama tíma. Yndislega vinkona mín hún Þórey var svo dásamleg að bjóða mér í augnháralengingu hjá henni sem er frábært fyrir þreytta mömmu sem er að vinna & stunda námskeið á sama tíma, en þolir ekki að fara „mygluð“ útúr húsi. Ég þáði þetta með þökkum & er ekkert smá ánægð með þessa ákvörðun. Þórey er algjör fagmaður & sú allra besta í þessari snyrtimeðferð að mínu mati enda er hún þekkt fyrir að gera einstaklega flottar augnháralengingar sem eru ekkert smá raunverulegar. En fyrir þá sem vita ekki mikið eða ekkert um augnháralengingar er ég með smá upplýsingar fyrir ykkur almennt um augnháralengingar sem að ég fékk hjá henni Þ minni, hún starfar á Snyrtistofunni Fiðrildinu sem er staðsett í Hamraborg & er ekkert smá notaleg.

15977919_1236537683100291_7570265698116926528_n16115003_10211457525622161_5193114297891767339_n

Augnháralengingar hjá Snyrtistofunni Fiðrildinu
Notuð eru stök hár (1:1 single lashes). Þá er eitt gerviaugnhár límt á eitt augnhár. Lagfæra þarf lenginguna á 3-5 vikna fresti, en þá er aftur sett á augnhárin sem hafa misst lengingar hárin. Hárvöxtur getur verið misjafn hjá hverjum & einum, þess vegna er mismunandi hvenær viðkomandi viðskiptavinur þarf að koma í lagfæringu. Þetta fer ekki illa með þín eigin augnhár, ef lengingin er vel gerð & rétt umhirða heimafyrir samkvæmt ráðleggingum frá snyrtifræðingi þá ætti ekkert að koma fyrir þín náttúrulegu augnhár. Hægt er að fjarlægja augnháralengingu með ákveðnum límleysi (remover) sem gert er hjá snyrtifræðingi. Alls ekki reyna að taka lengingar af sjálf heima með ráðleggingu frá öðrum. Ég mæli ekki með því að nota maskara á lengingarnar, því það fer verr með lenginguna því hvernig tökum við yfirleitt maskara af? Jú, jú, við nuddum af okkur maskara & það viljum við ekki gera við lengingarnar.

 

………………………………………………….

EN mig langar að gera enn betur við ykkur kæru lesendur & bjóða ykkur að fylgja mér á SNAPCHAT: steinunne þar sem að ég er að bjóða ykkur veglegan afslátt af augnháralengingum hjá henni Þóreyju í janúar gegn því að “screenshota“ mynd hjá mér í story, endilega kíkið við <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Tímapantanir: Snyrtistofan Fiðrildið sími 568-3300

TRENDING 2017: **RAUÐBRÚNT SMOKEY**

Förðun

Ég ætla að halda áfram að fara yfir förðunartrendin fyrir 2017, en þetta er klárlega eitthvað sem að ég er að elska í augnablikinu enda sá litur sem dregur fram hvað mestan lit í augunum á mér, rautt dregur fram blátt þannig að undirtónninn í þessum lit af augnskugga gerir augun mín ótrúlega blá. Þetta er ekki nýtt trend eins & margir vita enda eru rústrauðir, rauðbrúnir & rauðfjólubláir augnskuggar búnir að vera vinsælir alveg frá því í fyrra, en núna eru þeir algjörlega að taka yfir. Allir tónar, í smokey, í skyggingu & með glimmeri eða metal í gylltu & kopar, það fer ekkert smá vel saman. Ég hugsa að það sé hægt að finna fallegan augnskugga í þessum litatónum hjá nánast hvaða merki sem er svo að ég ráðlegg ykkur að kíkja & finna út hver hentar ykkur best.

97efa54bfdedc9f84c6e8fa7713a01f5 8540691fdf5356c1b889cd525ed8af01 97725682b5aa2f852c9486139b504495 a8d8a6d2389c77ed929906cc45b052a0 c7b836f58ba5b8e0e9a814b11b5bb891 eca7be08beedaeef3102322d21f8cbb6 f83807d75351c22b125d9b1917590632 fda2e9c05326cb573f0f4c985eb3af41

fda2e9c05326cb573f0f4c985eb3af41

f83807d75351c22b125d9b1917590632

f83807d75351c22b125d9b1917590632-1

eca7be08beedaeef3102322d21f8cbb6

c7b836f58ba5b8e0e9a814b11b5bb891

a8d8a6d2389c77ed929906cc45b052a0

97725682b5aa2f852c9486139b504495

8540691fdf5356c1b889cd525ed8af01

411ce5835476f6e64fcf4457f7eb73be

97efa54bfdedc9f84c6e8fa7713a01f5

73efaaa1b4c8902e551f166e8eb3a9cf

……………………………………………………………………………..

Veldu þá þann sem að þér þykir bestur…..xx

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

steinunne
xx

Var ég búin að segja ykkur frá þessum? Double Wear frá Estée Lauder

FörðunMyndbönd

Ég verð að segja ykkur frá snilldar farða. Þennan þekki ég & vonandi margar vel en hann er svo vanmetinn að hálfa væri hellingur, hann er nefnilega í einu orði frábær! Ég starfaði um tíð sem förðunarfræðingur fyrir virta snyrtivörumerkið Estée Lauder þegar ég bjó í Kaupmannahöfn frá 2014-2016. Ég vann á einu stærsta “counterinu“ eins & það er kallað í Magasin Kongens Nytorv alveg við strikið í miðbæ Kaupmannahafnar. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími uppfullur af fróðleik & allskyns uppákomum en ég kynntist Double Wear farðanum alveg sérstaklega vel & hann varð minn daglegi farði á þessum tíma, nú skal ég segja ykkur afhverju.

Þið sem þekki Double Wear vitið auðvitað nákvæmlega hvað ég er að fara að segja en fyrir ykkur hin þá bara verð ég að segja ykkur frábæru kosti farðans.

Númer eitt: Hann endist & endist & endist & ENDIST. Hann hefur 15 tíma endingu meira að segja í miklum raka (veðri, ræktinni, osfrv.) Ég til að mynda hjólaði í vinnuna um hásumar, kasólétt í steikjandi hitanum í Kaupmannahöfn, vel rauð í framan & sveitt en það sást engan veginn þar sem að ég hafði sett á mig DW (það er styttingin mín á Double Wear) um morguninn. Ég vann stundum í 10 tíma standandi inni í þungu óloftræstu lofti með endalaust af ljósum, ilmvötnum & tilheyrandi ógeði í kringum mig (líka ólétt að svitna extra útaf hormónum) hjólaði svo heim mögulega í rigningu, þreif hann af áður en ég fór að sofa & það var hreinlega eins & ég væri nýbúin að setja hann á. MAGNAÐ! Þessi er þess vegna fullkominn fyrir alla sem þurfa að líta ótrúlega vel út allan daginn & hafa jafnvel ekki tíma eða aðstöðu til þess að laga eitt eða neitt. Þessi mun t.d. vera númer eitt hjá mér þegar ég fer að fljúga með Icelandair í sumar, langar vaktir í allskonar lofti & ég vil líta vel út, BINGÓ!

Númer tvö: Hann er olíulaus en nærir þó húðina, hann er rakagefandi, ilmefnalaus & ofnæmisprófaður svo að hann hentar bókstaflega öllum, hann sest ekki í línur, hann þurrkar ekki upp húðina, þannig að hann hentar ótrúlega vel við hvaða tilefni sem er, góð þekja án þess að vera þykk!

Númer þrjú: Hann smitast ekki í föt, hversu mikil snilld samt, í alvöru? Ég er ein af þeim sem meika ekki að setja EKKI farða aðeins niður á háls þó svo að ég sé menntaður förðunarfræðingur & noti farða sem passar við mig & allt það, þá finnst mér líka rosalega slæmt að sjá mikinn mun á áferð húðarinnar á hálsinum & svo andlitinu, þess vegna set ég alltaf smá niður á háls. En nú þegar rúllukragabolir eru að yfirtaka allt hef ég oftar en einu sinni staðið mig að því að vera í stresskasti hvort að það sé mögulega eitthvað búið að klínast í kragann, því það er fátt verra. Þessi smitast ekki & það er hægt að leggjast á hvítt koddaver án þess að nokkuð fari í koddann sjálfan.

Afhverju er ég að deila þessu með ykkur núna? Af því að ég elska ykkur, svo einfalt er það! Mig langar að segja ykkur frá þessum farða & sýna ykkur hvernig hann virkar & er á húðinni & alla frábæru kostina sem að hann hefur. Nú standa yfir Double Wear kynningardagar í Lyf&Heilsu Kringlunni dagana 12.-14.janúar þar sem að þið getið keypt alla Double Wear farða á 20% afslætti ásamt því að fá flottan kaupauka með öllum keyptum Estée Lauder vörum, plís ekki láta þennan framhjá ykkur fara, hann er svo æðislegur!

Ef þið viljið vita meira & sjá hvernig hann lítur út “in real life“ mæli ég með að horfa á vídjóið hérna fyrir neðan & adda mér á Snapchat: steinunne ég er að blaðra allskonar þar inná líka xx

…………………………

Þið finnið mig á Snapchat&Instagram undir:
steinunne
xx

Trending 2017: **Skemmtilega skreyttar neglur**

Ég hef mikið verið að laðast að því að vera með öðruvísi neglur við & við, ekki alltaf þetta hefðbundna heillita lúkk sem er samt algjörlega klassískt & á einhvern vegin alltaf vel við. Ég er þá sérstaklega hrifin af þessu sem er svolítið ríkjandi í myndunum hér fyrir neðan en það eru stuttar neglur skreyttar með minimalísku (oftast) mynstri. Ég stóð mig að því að vera búin að “pinna“ ansi margar myndir á Pinterest & sá svo að þetta er einnig eitt heitasta trendið fyrir árið 2017. Hægt er að fara í neglur & fá svona mynstur frá sérstökum fagaðila með þar til gerðum græjum eða hreinlega leika sér heima & prófa sig áfram með naglalökkin, eyrnapinna, tannstöngul eða eitthvað þvíumlíkt sem leynist heima hjá manni. Glimmer, steinar, augu, doppur, rendur, það er allt leyfilegt! „Go Nuts“…

fa044a73c1fe5d7b0c4cdc2aa477233d f9871e5f8073a4c2e4e5e7a6fa3cf514 f5f2e919b76399250769f2f2a014bd20 f2d9333f0a54e6d6ac0cc4ee56651bef e7398dc9ce3458dc4b187632f7251850dd333c315020f1ef12a7d9624251f55a dcd7fdcc2888cd7348b634290a48b8e0 d11675a1f29c03445f2216155b0ba06d bc6d9753c070fb0bad7137f089265778 a1b324dd6d1c9a28dfe8f610f0f8e704 434336d04c7c2d694478afb1bc36fc3f15805dbee11c9bbcef92bc2daf55a707 7783be2cb3d0611d7160de866772fe04 70dd829afef8b74377321d040cad5cb0 42da096f94e14f9b9990f74beae63bb6 7dc2739860218fa93e3bf5ef41476609 6b981c8a6d1745bfa715f14e5684ee415ba208c33f5faad18eb79b665c38a2a12faa57fff4af75d927df830390d62233 0d21b3aba6ef39d737f8a8d45935fc94

f5f2e919b76399250769f2f2a014bd20

6b981c8a6d1745bfa715f14e5684ee41

7783be2cb3d0611d7160de866772fe04

0d21b3aba6ef39d737f8a8d45935fc94
………………………………….

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

GOLDEN GLOBE 2017 MAKE UP

Förðun

Það var eins & svo oft áður ótrúlega mikið af fallegum förðunum á Golden Globe hátíðinni en auðvitað líka alveg ótrúlega mikið af alveg hrikalegum lúkkum. Ég hef samt ákveðið að vera ekki að fjalla um eitthvað neikvætt hér á síðunni minni (fyrir utan það að mér finnst eiginlega erfitt að segja að eitthvað hafi verið hræðilegt því að það var bara einfaldlega ekki minn smekkur, ekki satt?) En allavega, ég tók fyrir nokkrar hérna fyrir neðan sem að mér þótti alveg einstaklega fallegar… Gaman að vita hvort að þið séuð sammála!

gallery-1483922223-kerry-washingtongallery-1483926248-emily-ratajkowskigallery-1483927770-chrissy-teigenlily-collinsgallery-1483926327-janelle-monaefelicity-jonesgallery-1483927127-issa-raelily-collinsgallery-1483922223-kerry-washingtonfelicity-jones

 

gallery-1483922223-kerry-washington

Kerry Washington
Förðun: Carola Gonzalez
Þetta lúkk finnst mér mjög fallegt, látlaust & alveg í takt við tímann. Hreint & fallegt lúkk um augun, mildur mjúkur eyeliner, maskari & gerviaugnhár voru í algjöru aukahlutverki enda voru varirnar það sem að allir tóku eftir. Þessi fallegi plómutónn fer henni Kerry einstaklega vel en liturinn er blanda af tveimur, Glam Lipstick númer 355 frá D&G annarsvegar & MoistureSmooth Color Stick í litnum Deep Plum frá Neutrogena hinsvegar.

gallery-1483926248-emily-ratajkowski

Emily Ratajkowski
Ratajkowski skartaði nýrri greiðslu, stuttu hári sem að mér finnst mega flott á henni, ég er alveg að fíla stutt hár þessa dagana (& síðustu mánuði) en ég er ennþá sjúkari í þessa förðun. Þessi förðun er í raun það sem er kallað Monochromatic makeup, en þá eru varir & augu algjörlega í stíl, svipað & þegar fólk var að para saman neglur & veski í “denn“ mér finnst þessir hlýju koparappelsínugulu tónar einstaklega flottir á henni & highlightið í miðjunni á vörunum hennar er einstaklega flott.

gallery-1483927770-chrissy-teigen

Chrissi Teigen
Förðun: Mary Phillips
Þessi förðun er algjörlega í stíl við Chrissi að mínu mati, fullkomin húð, látlaus augu með smá “smokey“ effecti oftast í brúnum tónum & svo fallegar varir sem vekja athygli. Þessi litur er einstaklega fallegur við augnlitinn hennar en hann er svokallaður Crimson tónn. Það eru litir sem eru rauð/brún/appelsínugulir sumsé aðeins hlýrri en kaldari, ekki yfir í grábrúnan. Til að ná þessu lúkki notaði Phillips vörur frá Becca en hún notaði ljósan plumper yfir allar varirnar til að fá smá fyllingu, notaði svo varablýant í litnum Nougat yfir allt & loks Beach Tint Lip Shimmer Soufflé í litunum Raspberry & Papaya yfir.

lily-collins

Lily Collins
Förðun: Fiona Stiles
Þetta er klárlega uppáhalds lúkkið mitt af öllum, þó svo að þetta lúkk sé ekki eitthvað sem að ég myndi setja á mig þar sem að þið vitið núna að ég er alls ekki mikið fyrir litaðar varir (aðrar en húðlitar haha) En ég ELSKA ELSKA ELSKA þetta á henni, við kjólinn, við hárið, við litarhaftið þessar augabrúnir! Stiles vildi ná fram möttu púðruðu lúkki á varirnar & notaði til þess L’Absolu Rouge í litnum „Souvenir“ frá Lancome en notaði svo lausapúður frá þeim yfir til að ná réttu áferðinni. Augnskugginn við setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið að mínu mati enda er rautt & bleikt sjaldan parað saman sem ég skil ekki því það er Ó svo fallegt, sérstaklega við þennan gulbrúna augnlit hennar.

gallery-1483926327-janelle-monae

Janelle Monae
Förðun: Jessica Smalls
Þetta lúkk er klassískt eitthvað sem að ég fíla alltaf, glitur & glans í kringum augun, nude varir & mikil augnhár. Þetta fer henni einstaklega vel, augabrúnirnar eru fallega greiddar & akkúrat í trendinu núna. Glossinn er ekki of ljós fyrir hana & þessi glansdoppa undir auganu gerir alveg lúkkið að mínu mati. Smalls notaði bara vörur frá Cover Girl í þessa förðun en augnskuggapallettan heitir TruNaked í litnum Nudes & varaliturinn Colorlicious Lipstick í litnum Delicious. Steinarnir í hárinu gera þetta svo skemmtilega 90’s ég man eftir að hafa átt svona með gormum sem að maður festi í hárinu, þetta er þó líklega eitthvað aðeins meira “posh”..

felicity-jones

Felicity Jones
Förðunin & hárið hjá Jones að þessu sinni er einstaklega flott finnst mér. 60’s með smá modern twist. Hárið & förðunin passar svo fullkomlega saman & blágræni liturinn í augnförðuninni er stórkostlegur með fölbleika litnum í kjólnum hennar. Þetta dregur ótrúlega vel fram augnlitinn hennar & varaliturinn á algjörlega heima þarna við þessa augnförðun. Húðin er látlaus & falleg…

gallery-1483927127-issa-rae

Issa Rae
Förðun: Joanna Simkin
Þessi förðun er ótrúlega falleg & passar vel við viðburðinn, falleg & lýtalaus húð, látlausar varir & smokey augnförðun. Hér er eyeliner smudge-aður aðeins ofan á augnlokin & svo dregin út í ákveðið „cat eye lúkk“ sem er mjög vinsælt fyrir þær sem eru með meiri hring/möndlulaga augu eins & Issa. Þykk & flott augnhár & ljómi á öllum réttu stöðunum. Til að ná fram þessari fallegu áferð á húðina notaði makeupartisinn nokkra dropa af Complete Nourishment olíunni frá Burt’s Bees út í farðann. **p.s. dýrka hárgreiðsluna!!**

……………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TRENDING 2017: Brjálaðar brúnir

Ég er ekki hrifin af alhæfingum & ætla því ekki að segja setningu álíka þessari: „Nú eru formaðar & teiknaðar augabrúnir dottnar úr tísku & annað tekið við“ nei, alls ekki, hver dæmir fyrir sinn smekk & gerir það sem að honum/henni þykir flott, það er það fallega við förðun að þetta er list. Hver & einn skapar sína eigin list & gerir það sem að fer sínu andliti best. En eftir þetta ætla ég að bæta við að auðvitað geta komið tískubylgjur & heit trend, þetta er eitt af þeim „brjálaðar brúnir“ Hvað meina ég með þessu? Villtar, úfnar & þéttar brúnir eru ótrúlega “heitar“ núna á tískupöllum & í myndatökum þegar förðun er áherslan. Ég tók saman nokkrar myndir sem sýna þetta betur, en þessu lúkki er mjög auðveldlega hægt að ná fram með augabrúnageli & til að einfalda það eru mörg augabrúnagel með smá lit í sem gerir þetta ennþá flottara, eins & t.d. þetta sem ég talaði um hér.

1cc272210a92837b78031d568cb4808e 8a3c5823926673d5ae9dcd35860c6cb8 8f29c8d5d7d490c9961e5bdb2e9b255f 8159b4e965d85d3d510db215c98089a4 947440fd92f24bcae0ce04633195c170 b31e65f533f727538b536b1f80a52f68 b780285b459ad5f56083bf6db1b51134 bef3c0096ebd92ddcee51600f2caba88

……………………….

1cc272210a92837b78031d568cb4808e 8a3c5823926673d5ae9dcd35860c6cb8 8f29c8d5d7d490c9961e5bdb2e9b255f 8159b4e965d85d3d510db215c98089a4 947440fd92f24bcae0ce04633195c170 b31e65f533f727538b536b1f80a52f68 b780285b459ad5f56083bf6db1b51134 bef3c0096ebd92ddcee51600f2caba88

……………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Óskalistinn: Siggi

Barnið

Nú eru jólin liðin formlega (eða nánar tiltekið í kvöld) En það var nú nóg af blessaða dótinu sem að hann sonur minn eignaðist yfir hátíðirnar, en alltaf virðist maður þó finna eitthvað sem vantar. Ég tók saman smá lista yfir það sem að ég óska mér fyrir Sigga, en þessi listi er alls ekki tæmandi heldur einingis smá smjörþefur…. Nú erum við á fullu að gera herbergið hans fallegt & því nokkrir hlutir sem eiga eftir að komast á lista þegar við ráðumst betur í það skipulag..

svanur

Svanur úlpan frá 66°N ég myndi taka stærð 92 fyrir guttann minn til að hafa hana aðeins rúma til að vera í peysu undir & til að hún myndi endast lengur. Hann er í stærð 86 eins & er (15mánaða) Ég væri til í hana í dekkri litnum, „Espresso“

2017-01-06_12-09-10
ikea
Lítið borð & litla stóla til að hafa inni í herbergi, ótrúlega sætt að mínu mati & frábært til að leira, lita & mála..Ég er búin að sjá helling í IKEA en svo fannst mér svolítið krúttlegt að  nota litlu sófaborðin úr Sösterne Grene sem svolítið „stylish“ deco hjá litla gaur.

lego

Siggi er svo heppinn að eiga tvo svona staka legókubba undir duplo & legó dót, en ég væri alveg til í einn lengri undir annað smádót í herbergið, góð hirsla & einstaklega smekkleg, fæst til dæmis í Epal..

petit
Þessi dúkka er búin að vera á óskalistanum í svolítinn tíma, en sérstaklega núna eftir jólin þegar ég sé hversu ótrúlega hrifinn sonur minn er í raun af dúkkum. Þetta er Lulla dúkkan sem róar börn í svefnrútínunni með hjartslætti & andardrætti, ofurkrúttlegt, getið lesið betur um hana á vefsíðu Petit!

………..

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Topp tíu fyrir 2016 – Varalitir

Förðun

Ég ætla að taka saman nokkra lista yfir uppáhalds snyrtivörurnar mínar á árinu sem var að líða, ég ætla að byrja á varalitum en ég ákvað að leyfa þeim sem eru fljótandi að fá að koma með líka þar sem að áferðin er eins & á varalit. Listinn er með varaliti frá allskyns merkjum & samanstendur af þeim varalitum sem að ég notaði hvað mest hversdags, í lúkkum & þegar eitthvað stóð til á árinu 2016,
„let’s go“

varalitir-2016

1

Rock’N’Roll Nude – Kate Moss frá Rimmel. Ótrúlega fallegur ljósferskjubleikur, þekjandi með fallegum glans…2

Myth frá MAC. Hinn fullkomni hlutlausi varalitur að mínu mati, alveg mattur & ljós, gengur við allar augnfarðanir, þennan hef ég átt í veskinu frá því að ég var sirka 13 ára…  3
Burgundy frá MAKE UP STORE. Ég er mjög mikið fyrir ljósa varaliti eins & sést vel í þessari færslu haha, en þetta er varalitur sem að ég hef notað í nokkur ár & einn af mjög fáum sterkum varalitum sem að ég virðist alltaf fíla, varalitirnir frá MAKE UP STORE eru ótrúlega mjúkir & varirnar þorna ekki eftirá sem að ég elska.. 4
No.70 frá YSL. Þennan eignaðist ég nýlega & er einn hinn fullkomnasti “everyday” litur, ekki of ljós & ekki of dökkur, ég á fínan með nafninu mínu letrað í sem gerir hann extra spes að mínu mati…5
Lip Lingerie í litnum Embellishment frá NYX. Þessir dásamlegu fljótandi varalitir eru alveg mattir, alveg þekjandi & litirnir eru ómótstæðilegir, þessi er hinsvegar í algjöru uppáhaldi, ég var með hann á áramótunum & tennurnar verða skjannahvítar sem er algjör plús..6Númer 955 frá Maybelline. Hinn fullkomni bjarti rauði varalitur sem passar alltaf hvort sem að það er vetur eða sumar, ótrúlega mjúkur en samt mattur á sama tíma, elska hann…. 7
Hippie Chic – Matte Lipstick frá NYX. Þessi er æðislegur við smokey augnförðun endasvona natural brúnn litur með smá ferskju undirtón….. 8
Color Sensational Vivid Matte – Liquid Lipstick frá Maybelline í litnum Nude Thrill. Fullkominn “hversdags” liquid lipstick, bleikur nude tónn með rauðum undirtón sem fer hreinlega öllum vel, nota hann mikið með léttri augnförðun & eyeliner…9
Bit Of Bubbly – Mariah Carey fyrir MAC. Þennan eignaðist ég nýlega & er búinn að nota mikið með öðrum litum, aðeins í miðjuna til að fá meiri stút eða undir dekkri liti til að lýsa þá upp, æðislega flottur ljós litur. 10

Color Riche númer 235 NUDE frá L’Oreal. Ég gaf þessum meira að segja sérfærslu, mæli með að þið kíkið á hana HÉR.

…………..

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir
steinunne
xx

ÁRAMÓTA MAKEUP – KENNSLUVÍDJÓ **

FörðunMyndbönd

Jæja loksins tókst það! Er meira & minna búin að vera að reyna að koma þessu vídjói inn í allan dag en tæknin var eitthvað að stríða mér! Ég ákvað að leyfa vídjó-inu aðeins að tala fyrir sig enda tala ég aðeins í því & setti inn útskýringar, en í stuttu máli: einfalt áramótalúkk með metal áferð í staðinn fyrir glimmer, það er nóg af vídjóum um það, langaði að breyta aðeins til.

Hér  hafið þið það, mitt áramótalúkk <3

………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

GLEÐILEGT NÝTT ÁR