Steinunn Edda

Uppáhalds..

Förðun

Sólin er búin að skína vel á okkur hérna í Kóngsins síðustu daga & má því segja að maður sé komin í sumargírinn & snyrtidótið eftir því. Þetta eru nokkrar vörur sem að ég er búin að nota óspart uppá síkastið..

uppahalds

1. Fiji frá Essie – þessi litur er svo bjartur & fallegur, fullkominn sumarlitur á hendur & fætur

2. Bronze Goddess –  ilmur frá Estée Lauder sem öskrar sumar, kókos & ferskir ávextir í bland & ekki skemmir fyrir að ilmurinn er án alkahóls svo að það er ekkert mál að nota hann án þess að brenna í sólinni

3. Blonde Brow frá Refectocil –  litur frá Refectocil sem er frábær fyrir blondínurnar, en hann er notaður til að lýsa augabrúnirnar. Þetta er aflitun & því hægt að fara alla leið með þetta, en ég nota þetta eingöngu í stutta stund til að þær verði ljósbrúnar

4. Dove Derma Spa – body lotion með smá brúnku í, fullkominn til að byggja upp ljóma & gylltan tón í húðinni sem er svo hægt að bæta upp með smá sólarljósi. Ég nota þennan alltaf eftir sturtu

5. Bronzing Powder Safari frá MAKE UP STORE – uppáhalds sólarpúðrið mitt í augnablikinu, fyrir utan það hvað pakkningarnar eru skemmtilegar á makeup hillunni, þá elska ég að þetta púður er í rauninni 2in1. Þessi litur er með fallegum glans inná milli svo að hann virkar vel sem highlighter & sólarpúður á sama tíma. Fullkominn til að skella á sig áður en maður fer út í sólina

Vertu velkomið sumar!

13236326_10209165326438614_884263335_n

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Langar – Þykkur Choker

Ég var frekar snögg að samþykkja “chocker“ tískuna sem kom núna í vetur enda sá ég strax að þetta væri trend sem að ég væri að fíla vel. Ég er svo heppin að eiga hæfileikaríka tengdó sem hannar skartgripi, en hún  skellti í draumachokerinn minn úr leðri (meira um það í vikunni). Eftir að hafa notað þá týpu í nokkra mánuði núna finn ég að mig langar líka að eiga þennan klassíska þykka, helst úr velúr?

Langar…

mynd1mynd4mynd3mynd2

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx

Halló Trendnet!

Ég heiti Steinunn Edda Steingrímsdóttir & er nýr bloggari hérna á Trendnet!
Ég er  26 ára stelpa úr Hlíðunum, búsett í Kaupmannahöfn í augnablikinu.
Ég á yndislegan lítinn 7 mánaða strák sem heitir Sigurður Sævarr með kærasta mínum til 11 ára, Jónasi Elvari. Ég er förðunarfræðingur að mennt & hef unnið við það síðan árið 2012, ásamt því að starfa mikið í fjölmiðlum & á hinum ýmsu vefmiðlum. En hvað ætla ég eiginlega að skrifa um hérna á Trendnet?

12715567_10208361858432416_6885492889041854959_n 13006547_10208971120703592_791730818410906097_n 13076552_10208984880767585_7385190469757243476_n 12191056_10207735250447608_4267631554292405410_n

Ég ætla að reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt, ekki bara skrifa um förðun & útlit þó svo að áherslan verði að sjálfsögðu þar. Ég ætla samt að reyna að hafa nokkra fasta liði sem að ég rótera svo að ef það er eitthvað sem að ykkur finnst gaman að fylgjast með getið þið treyst á það að allavega 1x í viku komi blogg um einmitt það.

11908439_10207249631907448_7007772650054118633_n

Förðun // Tips & Trix / Vörukynningar / Umsagnir & Lúkk
Heimilið // Hreingerningarráð / Breytingar / Barnaherbergið
OOTD (outfit of the day)
Vörur mánaðarins // Hér mun ég fara yfir uppáhalds snyrtvörururnar mínar í hverjum mánuði
Uppskriftir // Fyrir stóra og smáa (börnin)
Barnið // Dressin hans / Herbergið hans / Tips & Trix
Myndbönd // Förðun & Hár / Sýnikennslur
Líkaminn // Ég mun prófa hinar ýmsu vörur & meðferðir til að laga á mér líkamann eftir meðgöngu, fæðingu & aðgerðir í samstarfi við ýmsa aðila

Þið finnið mig á
 Snapchat & Instagram
undir nafninu: steinunne

xx