Síðasta laugardag útskrifaðist ég úr Fjölbrautaskólanum Í Garðabæ af listbraut. Ég ákvað að halda veislu heima fyrir bæði fjölskyldu og vini. Ég fékk hjálp frá bæði mömmu, pabba, frænku minni & vinkonu við að undirbúa bæði meðlætið & veisluna sjálfa. Ég er mjög ánægð með veisluna í heildina, maturinn var góður & allt gekk eins og í sögu.
Í boði var bleik rósakaka, makkarónur, brauðréttir, marengstertur, snittur & fleira. Makkarónurnar pantaði ég af Franskar Makkarónur, en þær voru ótrúlega fallegar & ljúffengar.
Diskarnir sem ég var með eru frá Petite, en mér fannst þeir mjög fallegir & stílhreinir.
Kjólinn sem ég var í er frá asos.com, skórnir voru frá Bianco & stúdentahúfan er frá P.Eyfeld. Og förðunin var eftir Elin Likes!
x
sigridurr
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
Skrifa Innlegg