fbpx

ÚTSKRIFT

LOOK

 Síðasta laugardag útskrifaðist ég úr Fjölbrautaskólanum Í Garðabæ af listbraut. Ég ákvað að halda veislu heima fyrir bæði fjölskyldu og vini. Ég fékk hjálp frá bæði mömmu, pabba, frænku minni & vinkonu við að undirbúa bæði meðlætið & veisluna sjálfa. Ég er mjög ánægð með veisluna í heildina, maturinn var góður & allt gekk eins og í sögu.

Í boði var bleik rósakaka, makkarónur, brauðréttir, marengstertur, snittur & fleira. Makkarónurnar pantaði ég af Franskar Makkarónur, en þær voru ótrúlega fallegar & ljúffengar.
Diskarnir sem ég var með eru frá Petite, en mér fannst þeir mjög fallegir & stílhreinir.

Kjólinn sem ég var í er frá asos.com, skórnir voru frá Bianco & stúdentahúfan er frá P.Eyfeld. Og förðunin var eftir Elin Likes!

x

sigridurr

13330382_937284943058110_2127608281_n

1 2 3 4 5 6 10 11Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

MAKE UP LOOK DAGSINS:

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

 1. Sæunn

  30. May 2016

  Nú hef ég bæði keypt makkarónur hjá Frönskum makkarónum og fengið þær í veislum hjá öðrum en aldrei hef ég séð þær brotnar og ég veit að sú sem á þetta batterí myndi aldrei senda frá sér brotnar makkarónur. Því finnst mér myndirnar við þessa færslu alls ekki lýsa þeirra fagmennsku sem er til staðar þarna hjá þessu litla fyrirtæki.

  • Hanna

   31. May 2016

   Kæra Sæunn, nú þekki ég ekki höfund þessarar færslu né þig en finn mig þó knúna til að svara þér. Mér finnst þú vera ansi frökk og hreint út sagt dónaleg að kommenta hér undir og með þeim hætti sem þú gerir. Hér er höfundur að lýsa ánægju sinni með vörurnar frá fyrirtækinu og bendir góðfúslega á það og þakkar um leið fyrir sig. Þú ert ekki starfandi sem siðferðisvörður fyrirtækisins og hefur ekki leyfi til að tala fyrir hönd eigandans eða fyrirtækisins. Það er akkúrat EKKERT að þessum myndum. Makkarónur eru afar viðkvæmar og geta komið sprungur við minnsta hnjask. Aðalatriði þessarar færslu er sú að þessi unga og gullfallega stúlka var að útskrifast og fékk að mér sýnist góða hjálp frá fjölskyldu og vinum. Hættum þessari rugl pressu um að allt þurfi að vera fullkomið frá A-Ö og sú skömm að myndirnar eru ekki teknar eftir atvinnuljósmyndara með svona og svona linsum og ekki má gleyma ittala eða omaggio vasa í bakrunninum. Ég er fullviss um að þetta litla fyrirtæki lifi af þessa færslu frá höfundi og þakki hreinlega fyrir auglýsinguna. Elskum friðinn og hættum að kenna komandi kynslóð að allt þurfi að vera svona leiðinlega fullkomið!

   Kær kveðja og innilegar hamingjuóskir með útskriftina kæri höfundur <3

 2. Berglind

  31. May 2016

  Kæra Sæunn, nú þekki ég ekki höfund þessarar færslu né þig en finn mig þó knúna til að svara þér. Mér finnst þú vera ansi frökk og hreint út sagt dónaleg að kommenta hér undir og með þeim hætti sem þú gerir. Hér er höfundur að lýsa ánægju sinni með vörurnar frá fyrirtækinu og bendir góðfúslega á það og þakkar um leið fyrir sig. Þú ert ekki starfandi sem siðferðisvörður fyrirtækisins og hefur ekki leyfi til að tala fyrir hönd eigandans eða fyrirtækisins. Það er akkúrat EKKERT að þessum myndum. Makkarónur eru afar viðkvæmar og geta komið sprungur við minnsta hnjask. Aðalatriði þessarar færslu er sú að þessi unga og gullfallega stúlka var að útskrifast og fékk að mér sýnist góða hjálp frá fjölskyldu og vinum. Hættum þessari rugl pressu um að allt þurfi að vera fullkomið frá A-Ö og sú skömm að myndirnar eru ekki teknar eftir atvinnuljósmyndara með svona og svona linsum og ekki má gleyma ittala eða omaggio vasa í bakrunninum. Ég er fullviss um að þetta litla fyrirtæki lifi af þessa færslu frá höfundi og þakki hreinlega fyrir auglýsinguna. Elskum friðinn og hættum að kenna komandi kynslóð að allt þurfi að vera svona leiðinlega fullkomið!

  Kær kveðja og innilegar hamingjuóskir með útskriftina kæri höfundur <3

 3. SIGRIDURR

  2. June 2016

  Takk æðislega fyrir þessi fallegu orð elsku Berglind. Þýðir mikið fyrir mér. Makkarónurnar voru æðislegar í alla staði, og ljúffengar á bragðið. Og eins og ég skrifaði hér að ofan, ég mæli eindregið með Frönskum Makkarónum, hef ekkert neikvætt að segja um þetta yndislega fyrirtæki. x

 4. María

  10. June 2016

  Mig langar að spyrja hvaðan dúkurinn er? Annars er þetta mjög girnó og til hamingju :)

  • sigridurr

   12. June 2016

   Mamma & pabbi fengu hann í brúðkaupsgjöf f. 22.árum & takk fyrir xxxxxxxx