Ég hélt upp á páskana fyrir vestan á Þingeyri eins og ég er búin að gera seinustu þrjú ár. Það er alltaf gott að komast út fyrir bæjarmörkin í smá frí – sérstaklega til Þingeyrar í ró & næði. Veðrið var mjög gott – þægilegt að fá smá sól. Annars gerðum við ekki mikið meira en að slaka á, fara út að labba að skoða bæinn, fara á kaffihús & vera með fjölskyldunni.
Vonandi áttu þið góða páska – annars segi ég bara gleðilega páska!
x
Simbahöllin á Þingeyri – alltof krúttlegt kaffihús..
Hönnunin þar inni heillar mig – mjög skandinavísk & flott!
Færð bestu belgísku vöfflurnar fyrir vestan í Simbahöllinni á Þingeyri! Ekki #ad
Aldrei Fór Ég Suður 2017
Allt svo fallegt fyrir vestan..
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga
Skrifa Innlegg