fbpx

NÁMIÐ:SPURT & SVARAÐ

CPHLÍFIÐ

Ég fæ oft spurningar um námið sem ég er í & mér finnst skemmtilegt hvað þið hafið mikinn áhuga á því enda er ótrúlega mikilvægt & skemmtilegt að mennta sig. Í staðinn fyrir að svara alltaf sömu spurningum þá ákvað ég að henda í mjög detailed færslu um bæði námið & starfsnámið sem ég var að enda við að klára. Hér að neðan eru spurningar sem ég fékk í gegnum Instagram & ætla ég að reyna svara þeim eftir bestu getu. Ég ætla að byrja á því að útskýra námið & starfsnámið í stuttu máli hér að neðan.

Design, Business and Technology: Ég er á mínu öðru ári í Design, Business and Technology í KEA. Ég er að klára AP gráðu sem er svipað & Diploma í Design, Business & Technology en núna er mín síðasta önn í AP. Ég var að enda við að sækja um Top-Up Bachelor gráðu en það eru eitt & hálft ár. Fyrst tekur maður AP gráðu sem eru tvö ár síðan getur maður sótt um Top-Up BA sem er eitt & hálft ár, þetta finnst mér vera eini gallinn við þetta nám er að maður fer ekki sjálfkrafa í BA. Overall er þetta nám ótrúlega skemmtilegt, creative & fjölbreytt! Námið veitir manni þekkingu & hæfni í hönnunaraðferðum, trendum, vöruframleiðslu, samskiptum, viðskiptamódelum & margt fleira. Maður fær að vinna með alþjóðlegum fyrirtækjum meðan á náminu stendur. Þú færð þekkingu í, meðal annars, eftirfarandi aðferðir & færni: trend & menning, markaðsfræði, markhópum, Mood board & Photoshop (Adobe), rannsóknaraðferðir, hugmyndafræði, prototyping & InDesign (Adobe) & Portfolio & margt fleira. Ég hef bara jákvæða hluti að segja um þetta nám fyrir utan að maður fer ekki sjálfkrafa í BA. 

Starfsnámið: Partur af þessari braut er að vera í starfsnámi í þrjá mánuði. Starfsnámið sækir maður um sjálfur & þarf að vera að sjálfsögðu tengt náminu. Ég fékk starfsnám hjá Storm Fashion sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Ég gerði margt hjá Storm eins &, búa til efni fyrir Instagram & Inta Story, sjá um heimasíðuna þeirra, búa til blogg inn á heimsíðunni þeirra, sjá um Storm Beauty Instagram & margt fleira. Ég lærði heilmargt þar & er ég ótrúlega þakklát fyrir þá mánuði sem ég var þar. Í lokin skilar maður ritgerð um starfsnámið. 

SPURNINGAR & SVÖR:
#1. Hvað er skemmtilegast & erfiðast við námið? Skemmtilegast er hvað það er skapandi & fjölbreytt, t.d. í fyrra þá fórum við til Parsíar & unnum verkefni þar & núna í ár förum við til London & vinnum verkefni þar einnig. Erfiðasta er að námið byggist allt á hópavinnu & maður þarf volítið að venjast því að vinna í hóp & vera tilbúinn að sleppa takinu & vera opinn fyrir öðrum hugmyndum & fleira.

#2. Hvernig finnst þér félagslífið í KEA? Það er mjög fínt! Þegar önnin byrjar þá er alltaf stórt party sem mér finnst mjög skemmtilegt & síðan er Friday Bar alltaf eftir skóla á föstudögum. 

#3. Var eitthvað sérstakt sem þú lést fylgja með umsókninni? Nei ég lét bara fylgja með það sem beðið var um.

#4. Var inntökuprófið krefjandi? Smá, ef maður er með einhverja reynslu í markaðsfræði & Adobe þá ætti það að vera ekkert of erfitt en ég var ekki með neina reynslu í markaðsfræði & bara smá reynslu í Adobe þannig mér fannst það frekar krefjandi en ekki leiðinlegt inntökuprófið.

#5. Hvað kostar á mánuði ca að búa í Köben & getur maður sótt strax um SU? Ég & Gummi búum í stúdentaíbúð sem kostar sirka 5.996 dkk á mánuði sem er sirka 108.000 isk & við skiptum því í tvennt þannig ég borga sirka 57.000 isk í leigu á mánuði síðan eyði ég í almennar samgöngur sem er sirka 7.200 isk á mánuði. Síðan er mismunandi hvað ég eyði í matvörur á mánuði en í mesta lagi er það sirka 36.000 isk fyrir mig & Gumma þannig 18.000 isk á mann. Samtals er þetta, 82.200 isk á mann sirka. Ég tek engin lán en ég er að vinna & fæ SU. Maður getur sótt um SU strax en maður þarf að vinna 43 klukkutíma á mánuði & vera í námi til að fá SU (SU er stykur frá ríkinu sem maður fær ef maður er að vinna með námi – maður fær sirka 108.000 isk á mánuði). 

#6. Hvað kostar önnin skólaárið? Það er frítt fyrir Íslendinga.

#7. Hverskonar gráðu útskrifast maður með? AP gráðu sem er svipað eins & Diploma en síðan getur maður sótt um top-up eins & ég gerði.

#8. Ætlar þú að taka BA? Já, ég er búin að sækja um í top-up BA & fæ að vita í júlí hvort ég komist inn.

#9. Eru inntökuskilyrði & þarftu að senda inn Portfolio? Að vera búinn með stúdentinn er það helsta, ef þú sækir um á international brautinni þá þarftu að vera búinn að taka einhverja X marga ensku áfanga sem maður er oftast búinn með ef maður er stúdent. Maður þarf ekki að skila inn Portfolio.

#10. Geturu nefnt nokkra áfanga? Marketing & Communication Design, Culture & Trend, Graphic Concept Design.

#11. Hvað hefur þú áhuga á að vinna við eftir námið? Social Media Manager, sjálfstæður atvinnurekstur s.s. opna mitt eigið fyrirtæki, Project Manager & Marketing Manager – helst eitthvað sem tengist tísku.

#12. Er mikil stærðfræði? Nei engin stærðfræði. Meira bara að læra að búa til Marketing Budget í Excel það er basically eina skiptið sem ég hef unnið mikið með tölur. 

#13. Hvaða forrit notarðu mest í náminu/læriru inn á forritin? Adobe Photoshop, InDesign, Illustrator eru þau forrit sem ég nota mest en maður lærir á þessi forrit & fleiri svipuð. Þetta er örugglega það skemmtilegasta við þetta nám er að maður fær að læra svo vel inn á öll þessi forrit & þar að leiðandi fær maður að vera creative!

#14. Hvad hedder din uddannelse? Jeg studere Designteknolog på KEA!

#15. Hvernig sóttir þú um í starfsnáminu hjá Storm? Ég sá að þau voru að leitast eftir marketing intern & ég sótti um strax því þetta var akkúrat það starfsnám sem ég var að leitast eftir því mig langaði að vinna með tísku. Ég sendi þeim mitt Portfolio & fór síðan á fund & síðan varð ég fyrir valinu! 

#16. Voru fleiri staðir en Storm sem komu til greina? Ég sótti einnig um hjá GANNI annars vandaði ég val mitt mjög vel & var frekar picky! Maður mátti sækja um hvaða fyrirtæki sem er það þurfti að vera í þrjá mánuði & að sjálfsögðu vera tengt náminu. 

Vonandi hjálpar þetta annars segi segi bara gangi ykkur vel! xLokaverkefnið mitt á síðasta ári! Gucci Personalisation app – sjá útkomuna hér að neðan! x

CPH FW AW19:VIA DESIGN + CIFF

Skrifa Innlegg