Ég hef lengi haft mikin áhuga á förðun, en hef samt sem áður aldrei lært neitt í kringum förðun. Hef sjálf bara verið heima að dunda mér og verið að skoða myndbönd á netinu og fleira.
Ég hef aldrei verið að blogga neitt um förðun, eða neitt svoleiðis slíkt. En mig hefur alltaf langað að gera það.
Þannig ég hef ákveðið að gera sér flokk hér inn á Trendnet, sem heitir “förðun”, þar mun ég pósta looki dagsins, ásamt uppáhalds förðunar vörunum mínum, innblástri & fleira.
Ég vona að þið hafið gaman af því að bæði lesa & skoða förðun eftir mig.
Anyways hér er look dagsins!
x
sigridurr
HÚÐ: 5 SEC BLUR PRIMER FRÁ GARNIER, NARS SHEER GLOW &
CONTOUR PALETTAN FRÁ MORPHE BRUSHES
AUGABRÚNIR: ANASTASIA BROW WIZ Í LITNUM
MEDIUM BROWN & ANASTASIA BROW GEL
AUGU: REAL LASH FRÁ THE BALM
VARIR: MEET MATTE HUGHES Í LITNUM SINCERE
Endilega að fylgjast með mér Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
Skrifa Innlegg