https://www.instagram.com/p/BXyZ-sfhgTD/?taken-by=sigridurr
Síðasta mánudag varð ég 21 árs & Gummi kærasti minn 22 ára gamall en við eigum s.s. afmæli á sama dag! Við eyddum deginum með vinkonum okkar en við byrjuðum á því að fá okkur góðan morgunmat á Mad & Kaffe en það er mjög skemmtilegt & öðruvísi kaffihús. Við enduðum síðan daginn á því að fara öll saman á fræga pizzastaðinn Mother. Það var æðislegt að fá að geta eytt deginum í góða veðrinu með besta fólkinu.
Takk fyrir allar kveðjurnar! x
Fengum okkar afmælis brunch á Mad & Kaffe, mjög skemmtilegt kaffihús – Pizzastaðurinn Mother er mjög vinsæll hér í Köben –
Auðvitað skálað –
Eftir að hafa kvatt stelpurnar, kíktum ég & Gummi á kósí kaffihús sem er mjög nálægt heimilinu okkar –
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga
Skrifa Innlegg