fbpx

RFF 2017

Fólkið á bakvið tjöldin – Farmers Market

RFF2014

Ruth Einarsdóttir er ein af helstu manneskjunum á bakvið tjöldin hjá Farmersk Market ásamt því að vera verslunarstjóri í flaggskipsbúðinni þeirra úti á Granda. Ruth mun vera hægri hönd hönnuðarins Bergþóru fyrir sýninguna á morgun og fengum við að spyrja hana nokkurra spurninga.

1779276_216278295227392_599580861_n

Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Mitt hlutverk hefur verið að aðstoða hönnuðinn Bergþóru Guðnadóttur eins vel og ég get. Ég verð síðan baksviðs á sýningardegi að aðstoða módelin.
 
Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Ég vil nú ekki uppljóstra neinu um sýninguna sjálfa. Það er svo gaman að vera í eftirvæntingunni. Ég lofa samt áhrifamikilli upplifun. Farmers Market er fyrsta atriðið og byrjar kl 11.
_K9A5963_small_400x600
_K9A5923_small_400x600
Hvaða línu ert þú spennt fyrir að sjá?
Ég er spennt að sjá Ellu.
 
Hver myndir þú segja að væri helsti kostur Farmers Market hönnunarinnar?
Fatnaður og hönnun sem að virka. Samsetning efna og sniða. Náttúrleg efni og gæði.
_K9A6820_small_400x600

_K9A6588_small_400x600

Ég er hrikalega spennt að sjá hvað Farmers Market mun bjóða uppá á morgun!

Lísa Hafliðadóttir

Módelspjallið – Sara&Magdalena

RFF2014

Sara Karen Þórisdóttir og Magdalena Sara Leifsdóttir eru meðal þeirra sem munu ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á morgun.

Trendnet fékk að spyrja þær nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

 

SARA KAREN

sarak01

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Hann byrjaði eins og hjá svo mörgum, þar sem Andrea Brabin hjá Eskimo pikkaði í mig í Kringlunni og bauð mér að koma á skrá. Þetta var örugglega fyrir um áratug síðan.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Kannski ekki beint fyrirmynd, en það er alltaf gaman að fylgjast með hvað aðrir eru að gera.

 

sarak02
Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?

Ég byrjaði eiginlega að vinna áður en ég hafði eitthvað tískuvit til að tala um, þannig að ég myndi segja að það hafi komið með starfinu.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Ég hef verið ótrúlega heppin og fengið að takast á við fjölbreytt verkefni. Það sem mér finnst dýrmætast í þessu eru ekki verkefnin sjálf heldur fólkið sem ég kynnist og staðirnir sem ég fæ að heimsækja.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?

Ég er mjög spennt fyrir hátíðinni í ár og þá sérstaklega magneu og siggu maiju.

 

sarak03
Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Það er mjög misjafnt og fer algjörlega eftir verkefninu, en ég mæti með jákvætt hugarfar og geri mitt besta til að hjálpa hönnuðum eða auglýsendum að koma sér og sínum vörum á framfæri, eftir því sem við á.

Framtíðarplön?

Ég er opin fyrir öllu og er sífellt að leita að nýjum og spennandi tækifærum.

MAGDALENA SARA

10011392_10203519013475016_1117002442_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Ég tók þátt í Elite model look keppninni árið 2011, þegar ég var 14 ára. Í dag er ég með samning úti við Elite og er búin að fara út tvö seinustu sumur til Milano, París og London. Svo hef ég farið út þegar það koma upp verkefni.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Kate Moss hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt Behati Prinsloo.

1555894_10203519016195084_824192449_n
Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?
Já ég myndi alveg segja það. Áhuginn hefur samt aukist mikið unafarin ár.


Skemmtilegasta verkefni hingað til?
Skemmtilegasta verkefni sem ég hef farið í hinga til er þegar ég fór í myndatöku fyrir Franska ELLE. Við fórum aðeins út fyrir borgina á franskt sveitasetur. Og svo var gaman að vinna með Mark Strong í einni töku í London.


Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?
Mér finnst vera ótrúlega margir og flottir hönnuðir sem taka þátt í ár. Get bara ómögulega gert upp á milli þeirra. Vonast til að sjá þær sýningar sem ég get.

 

light14


Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Reyni að ná góðum svefn og borða vel því þau geta oft tekið mjög langan tíma. Og maður veit eiginlega aldrei við hverju maður á að búast.

Framtíðarplön?

Hef brennandi áhuga á að láta reyna meira á fyrisætubransann í kannski smá blandi við nám.

Við þökkum Söru Karen og Magdalenu kærlega fyrir spjallið!
Stóri dagurinn er á morgun, við hlökkum til!

Rósa María Árnadóttir.

 

 

Uppselt á RFF 2014

RFF2014

Vúúúúhúúúú! Það er uppselt á RFF 2014!

…það er þó enn hægt að kaupa miða á stakar sýningar.

rff 3

Það verður augljóslega magt um manninn á morgun og mikið fjör!

Lísa Hafliðadóttir

Fólkið á bakvið tjöldin – RFF 2014

RFF2014

Það eru margir sem koma að jafn stórri hátíð og RFF enda í mörg horn að líta. Trendnet spjallaði við Ástu Jóhanns og fékk að vita hvaða hlutverki hún gegnir á hátíðinni.

tumblr_inline_mrowijbzKG1rr31zy

 

Hver er þín tenging við RFF hátíðina?

Ég er partur af innlendu pressunni og vinn að almannatengslum fyrir hátíðina ásamt því að sjá til þess að það sé gott flæði á öllum samfélagsmiðlum okkar svo sem facebook, instagram og twitter. (@RFF_IS)

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Mér finnst mjög gaman að vinna fyrir Reykjavík Fashion Festival, ég tók líka þátt í fyrra og langaði að vera aftur með í ár. RFF er stærsta tískuhátíð Íslands og mér finnst frábært að fá að vera partur af hátíðinni.

Hvernig fékkstu þessa stöðu?

Ég hafði samband og sótti um sem sjálboðaliði fyrir RFF N°4 og fékk þar af leyti sömu stöðu aftur í ár.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

Já ekki spurning! RFF er frábær vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði og gott tækifæri til þess að sýna hönnun sína vel og koma sér á framfæri.

1383539_10152625038710752_1196658415_n 2

Hvað hlakkar þú mest til að sjá?

Á laugardaginn hlakka ég mest til þess að sjá ELLU & JÖR vegna þess að mér fannst þau standa upp úr í fyrra og þar af leiðandi spennandi að sjá hvort þau séu jafn flott í ár. Einnig er ég mjög spennt fyrir Magneu Einarsdóttur og Zisku.

Er einhver íslenskur hönnuður í uppáhaldi?

Nei í rauninni ekki, en ég er mjög hrifinn af Sævar Markús, KALDA og Helicopter.

Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?

Nei ég get reyndar ekki sagt það, ætli áhuginn hafi ekki byrjað um menntaskóla aldurinn og hefur svo þróast þétt með árunum

 –

Við þökkum Ástu kærlega fyrir spjallið.

Rósa María Árnadóttir.

 

 

Módelspjallið – Stefán Már

RFF2014

Stefán Már Högnason er einn þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.

Trendnet fékk að spyrja Stefán nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

10001295_10152339509328566_1335217825_n 

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Þetta byrjaði í rauninni bara á því að það var haft samband við mig og ég beðinn um að koma og búa til skrá fyrir u.þ.b. 2-3 árum.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Skemmtilegasta verkefnið sem ég hef tekið að mér var klárlega fyrir Nova, var beðinn um að skeita í auglýsingu hjá þeim. Frear basic að fá að skeita sem ég elska að gera og fá borgað fyrir það.

Verðuru var við aukna kvenhylli eftir að þú byrjaðir að sinna verkefnum sem þessum?

Veit það nú ekki, en það koma kannski af og til upp einhver þannig móment. Tek ekki of mikið eftir því.

Hvaða hönnuði ertu spenntustur fyrir á RFF í ár?

Ég er að sjálfsögðu spenntastur fyrir Jör, hefði ekki sýnt fyrir neinn annan.

148879_10152339509348566_1470883897_n

Hvar verslaru þér helst föt – uppáhalds merki?

Er mikið fyrir Primark og Topman. Líka fatamarkaðir, elska að finna eitthvað flott vintage. Uppáhalds merkin myndu vera Brixton, Black Scale, Krew, Alis, Huf ásamt fleirum.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Undirbý mig mest lítið, skelli mér í sturtu og hef það rólegt.

1236037_10152339509288566_1775332507_n

Framtíðarplön?

Í augnablikinu er ég að vinna hjá Joe & the Juice og hef það fínt þar. Safna pening í smá tíma og fara svo í hljóðtækninám í Berlín. Svo getur alltaf eitthvað óvænt komið upp í millitíðinni – Einn dag í einu er best.

Við þökkum Stefáni Má kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með honum á laugardaginn kemur.

Margrét Þóroddsdóttir

Fólkið á bakvið tjöldin – RFF 2014

RFF2014

Það eru margir sem koma að jafn stórri hátíð og RFF enda í mörg horn að líta. Trendnet fékk að spyrja þau Berg hjá JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON og Guðbjörgu hjá Cintamani nokkurra spurninga varðandi undirbúninginn og  vinnuna í kringum hátíðina.

Bergur Guðnason,  starfsmaður  JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON

bergur

Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Það eru allskonar verkefni sem maður hefur verið að vinna í seinustu daga, vikur og mánuði. Það er gríðarleg vinna og mikið sem þarf að gera og græja fyrir svona sýningu en á sjálfan RFF daginn verð ég baksviðs að dressa svo verð ég ábyggilega að hjálpa til og aðstoða við hvað sem er ef tími gefst til þess. Annars einkennist stemningin baksviðs af stressi og adrenalíni svo þetta snýst mikið um teamwork, þetta er bara eins og í boltanum.

Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Eina sem ég má segja er það að þetta verður tryllt! Hvet alla til þess að mæta. Ég get hreinlega ekki beðið eftir laugardeginum.

Hvaða línu ert þú spenntastur fyrir að sjá?
Ég er mjög spenntur að sjá sýninguna hennar Siggu Mæju en hún er að sýna undir eigin merki í fyrsta skipti. En annars gefst lítill tími til að spá í örðum hönnuðum og sýningum. Annars myndi ég segja að það sé sýning útaf fyrir sig að mæta í Hörpu og sjá alla helstu fashion nörda landsins komna saman og skíta í sig.. nei ég meina tíska í sig.
Hver myndir þú segja að væri helsti kostur JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON hönnunarinnar?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er það hvað þetta eru allt vandaðar vörur og frábær efni sem við notumst við. Það er mikil pæling á bakvið hverja einustu flík, hvernig sniðin eru og hvernig flíkin liggur á líkamanum. Svo er þetta líka bara svo fáranlega fresh.

bergur JÖR

1011208_207441206075304_819427960_n

1011892_10201377516222845_2013145081_n

1017269_207439906075434_653906855_n

JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON haust/vetur 2013

Guðbjörg Stefánsdóttir, innkaupa- og markaðstjóri hjá Cintamani

1011268_10152186934043633_2017777093_n

Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Ég sé um markaðsefni sem snýr að verkefninu og fæ þann heiður að aðstoða módelin okkar og hönnuði baksviðs á sýningardegi.

Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Við erum að fara að frumsýna Heimskautafarann sem eru nýjar parkaúlpur hannaðar af Jan Davidson en Jan stofnaði Cintamani 1989 og uppruna Cintamani má einmitt rekja til heimsskautanna en Jan hannaði í upphafi fatnað fyrir m.a Harald, Ingþór og Harald Örn sem fóru á heimsskautin. Þessi hönnun Jans er því hrikalega flott tenging við uppruna vörumerkisins.

Hvaða línu ert þú spenntust fyrir að sjá?
Það er virkilega áhugavert að sjá hversu breiðan og færan hóp hönnuða Ísland hefur alið og spannar RFF í ár flesta af mínum uppáhalds hönnuðum. Ég er því mjög spennt fyrir sýningardeginum í heild sinni, auðvitað á Cintamani hug minn allan en ég kem til með að gera mitt allra besta að fylgjast með öðrum hönnuðum í leiðinni.

Hver myndir þú segja að væri helsti kostur Cintamani hönnunarinnar?
Ég er mjög stolt af hönnuðunum okkar þeim Þóru, Rún, Guðbjörgu og Jan Davidson og finnst algjör forréttindi að fá að vinna með þeim. Það sem mér finnst vera helsti kostur í hönnun Cintamani er litadýrðin, gæðin og sniðin. Þú lítur alltaf vel út í Cintamani sama hversu erfið áskorunin er sem þú ætlar að takast á við.

thumb-2

thumb-3

thumb-5

thumb-6

Cintamani haust/vetur 2014

Lísa Hafliðadóttir

Módelspjallið – Brynja

RFF2014

Brynja Jónbjarnardóttir er ein þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.

Trendnet fékk að spyrja hana nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

1557456_473617289414851_1498389174_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Ég fór á skrá hjá Eskimo þegar ég var 13 ára og vann heima í nokkur ár, fékk síðan samning við skrifstofu erlendis sem heitir NEXT models þegar ég var 16 ára og flutti út ári seinna.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?
Nei, ekki eins og stendur.

image

Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?
Já ,hafði mjög mikinn áhuga. Fylgdist með hverri einustu sýningu á tískuvikunum og skoðaði öll tískublöðin.


Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Ilmvatnsherferð fyrir Carven sem ég gerði í París 2012

306199_250421678427231_644348603_n


Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?
Ég er spenntust fyrir að sýna fyrir Ellu, finnst hönnunin hennar svo klassísk og kvenleg. Sýningin hennar verður ótrúlega flott!


Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Reyni að fá góðan svefn, borða holt og stunda líkamsrækt daginn áður.

4

Framtíðarplön?
Stefni á að fara í fjármála verkfræði í háskólanum og flytja út eftir að ég hef menntað mig.

Við þökkum Brynju kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með henni á laugardaginn kemur.

Rósa María Árnadóttir.

Bakvið tjöldin – gönguæfing hjá ELLU

RFF2014

 Við fengum að kíkja á gönguæfingu hjá Elite og var athyglisvert að fylgjast með gangi mála. Þegar við bárum að garði voru þær Elínrós Líndal, listrænn stjórnandi og eigandi ELLU, og Katrín María Káradóttir yfirhönnuður  að lýsa hvernig þær sjá sýninguna fyrir sér, hvernig módelunum eigi að líða í flíkunum og hver þeirra innblástur væri fyrir línunni.  Hafsteinn Þór Guðjónsson eða Haffi Haff sá um gönguæfinguna en einnig var Ellen Loftsdóttir að leiðbeina stúlkunum, hún er sérstakur stílisti hjá ELLU í ár.

photo 4 (1)

photo 3

photo 3 (2)

photo 1

photo 2 (1)

photo 2

photo 4 (2)

photo 1 (1)

Hér má sjá Elínrós leiðbeina módelunum.

Við bíðum spenntar eftir sýningunni og þökkum fyrir okkur.

Rósa María Árnadóttir.

Miðasala og Dagskrá RFF 2014

RFF2014

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá lesendum Trendnets að Reykjavík Fashion Festival 2014 fer fram í Hörpunni næstkomandi laugardag milli kl. 11 og 19.

Dagskráin 29. mars í Silfurbergi lítur svona út:

10:30 Húsið Opnar
11:00 Farmers Market
11:55 Ziska
12:50 magnea
13:50 ELLA

14:00 Hlé

15:15 REY
16:10 Sigga Maija
17:05 Cintamani
18:05 JÖR
18:15 Sýningum lýkur

526586_493998750648272_1563672460_n

Miðasala á hátíðina er hafin á midi.is og harpa.is og kostar dagpassi á hátíðina sem veitir aðgang að öllum sýningum 11.990 kr. Einnig er hægt að kaupa miða á stakar sýningar og er miðinn þá á 2.990 kr.

Miðaframboð á hátíðina er takmarkað og því um að gera að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða sem fyrst!

1741_494000770648070_1054588908_n

Ómissandi viðburður fyrir allt tískuáhugafólk. Sjáumst í Hörpunni á laugardaginn!

Margrét Þóroddsdóttir