fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Ólöf Ragna

Ólöf Ragna Árnadóttir er ein af módelunum sem mun ganga sýningarpallana á RFF hátíðinni í ár.
Ólöf Ragna er þaulvön í bransanum og fengum við að spyrja hana aðeins út í hátíðina, módelferilinn, lífið og tilveruna.

1

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Minn módelferill byrjaði árið 2012 þegar ég fór á framkomu námskeið Eskimo. Þar var Tatíana leiðbeinandi og hún kom mér á skrá hjá Eskimo og skráði mig í fyrirsætukepnina Next. Ég lenti í öðru sæti í þeirri keppni og eftir það fór minn ferill af stað.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?
Ég á mér ekki beint fyrirmynd en það eru samt nokkrar í uppáhaldi og þykir mér gaman að fylgjast með því sem þær gera.

3

Hefur þú mikinn áhuga á tísku?
Ég hef mjög gaman að því að skoða myndir frá tískupöllum og svona og reyni að dressa mig upp við sérstök tilefni en annars klæðist ég helst bara einhverju þægilegu.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?
Það er erfitt að velja á milli og finnst mér öll verkefnin hafa verið skemmtilg og það er alltaf gaman að kynnast nýju og skemmtilegu fólki. En það sem stendur samt uppúr er ábyggilega að vinna fyrir Elle Magazine í Singapore.

5

Hvaða hönnuð ert þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég er spennt fyrir þeim öllum og hlakka til að sjá nýju línurnar þeirra.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Ég reyni að borða hollt, fá nægan svefn og drekka nóg af vatni.

Framtíðarplön?
Ég ætla fyrst og fremst að vinna í því að klára framhaldsskóla og svo mun það bara koma í ljós seinna hvað ég mun gera í framtíðinni því eins og er hef ég ekki hugmynd um það hvað mig langar að gera.

4

Við þökkum Ólöfu Rögnu kærlega fyrir spjallið.

 Lísa Hafliðadóttir

Fólkið á bak við tjöldin

Í ár kemur Unnur Aldís Kristinsdóttir að verkefnastjórn RFF og af því tilefni tók Trendnet stutt spjalla við hana um hátíðina.



Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?

Ég kom inn í verkefnið sem sjálfboðaliði árið 2013, árið eftir sá ég um innlendu pressuna og í ár gegni ég hlutverki verkefnastjóra RFF 2015. Ég get svo sannarlega mælt með því að gerast sjálfboðaliði í svona verkefi, Ég hef öðlast ómetanlega reynslu síðustu ár, kynnst frábæru fólki og svo er þetta líka svo fáránlega skemmtilegt og lifandi verkefni.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Að vinna að þessum viðburði er á sama tíma mjög lærdómsríkt, krefjandi og skemmtilegt. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu margar hendur koma að svona stórum viðburði (til dæmis – hárgreiðslu-, förðunar-, framleiðsu-, módel- og hönnunarteymi). Ég er því búin að kynnast mjög mikið af nýju og skemmtilegu fólki sem gerir allt ferlið svo miklu betra.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

RFF er að mínu mati mjög mikilvæg hátíð fyrir íslenska fatahönnuði. RFF er einstakur vettvangur fyrir íslenska fatahönnun og stærsta tískuhátið á Íslandi. Með þátttöku í RFF eru hönnuðir að koma hönnun sinni á framfæri og skapa glæsilegt markaðsefni sem nauðsynlegt er í uppbyggingu þessara fyrirtækja. Mikilvægt er líka að hampa samstarfsaðilum RFF, Icelandair, Iceland Glacial Water, Bláa Lóninu, Coke Light og Centerhotels, en stuðningur þeirra er undirstaða Reykjavík Fashion Festival.

Unnur ásamt Guðnýju Kjartans, verkefnastjóra rff í fyrra og Þóreyju Evu framkvæmdarstjóra rff.

Átt þú þér uppáhalds merki meðal þeirra hönnuða sem eru að sýna í ár?

Ég er rosalega spennt fyrir öllum sýningunum í ár, algerlega ómögulegt að gera upp á milli þeirra.

Er eitthvað öðruvísi eða nýtt við hátíðina í ár sem hefur ekki verið áður?

Síðastliðin tvö ár hafa sýningar RFF aðeins verið á einum degi, en í ár ætlum við að breyta út af vananum og hafa tveggja daga hátíð. Sýningar RFF eru mjög ólíkar frá ári til árs, þar sem hver hönnuður hefur sín séreinkenni og má búast við þvílíku sjónarspili sem enginn tískuáhugamaður má láta framhjá sér fara.

Það var uppselt í fyrra þannig að nú fer hver að vera síðastur að tryggja sér miða!

Við þökkum Unni kærlega fyrir spjallið!

Kolbrún Anna Vignisdóttir

Nýtt Líf x RFF

Í gær hélt tímaritið Nýtt Líf glæsilegt útgáfupartý þar sem fagnað var nýju tölublaði þeirra sem inniheldur stórskemmtilegt og vel heppnað sérblað um RFF. Í blaðinu er fjallað um allt það helst sem tengst hátíðinni í ár.

Dagbjört Kristín Árnadóttir tók nokkrar skemmtilegar myndir úr partýinu.

lapo

unnamed

IMG_0061

IMG_0220

IMG_0249

Þetta glæsilega blað geta áhugasamir nálgast í næstu verslun.

Lísa Hafliðadóttir

Vilt þú vera með á RFF?

RFF2015

NO6_2015_2-e1425140314791

Með hverjum deginum styttist í stærsta tískuviðburð ársins á Íslandi. Það er ótal margt sem þarf að gera og græja fyrir helgina miklu og því eru allir sem koma að hátíðinni í óða önn að undirbúa. RFF leitar því af áhugasömum sjálfboðaliðum til að hjálpa til við undirbúninginn á lokasprettinum
ef þú ert tísku unnandi, er þetta svo sannarlega fyrir þig!

Vinsamlegast sendið ferilskrá á:

info@rff.is

FinalReserve

Rósa María Árnadóttir

RFF og landsbyggðin

Ég kíkti norður á Akureyri um síðustu helgi í frí og datt þá í hug að heyra hvað tískuáhugafólk út á landi hafi um RFF hátíðina að segja. Eins og flestir vita fer hátíðin og allt sem henni tengist fram í Reykjavík og því þótti mér áhugavert að vita hvort íbúar landsbyggðarinnar geri sér ferð suður á hátíðina eða fylgjast með henni á einhvern annan hátt.

11023154_10203735645938006_2140172272_n

Salóme Hollanders – 19 ára – Menntaskólanum á Akureyri – Akureyri

Fylgist þú með RFF?
Já ég fylgist með RFF og hef gert síðustu ár.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Ég er spenntust að sjá Jör, mér fannst línan þeirra í fyrra rosa flott og líklega verður sú í ár ekki síðri. Ég er samt líka spennt að sjá MAGNEA og Scintilla því Scintilla er náttúrulega að koma inn í fyrsta sinn á þessa hátíð með fatahönnun. Þannig ég er spennt að sjá hvað kemur út úr því.

Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei farið, því miður. En ég stefni auðvitað á að fara á næsta ári.

Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Því miður gefst mér enginn tími til að kíkja í ár.

11042056_10206013242239084_649660600_n

Melkorka Ýr Magnúsdóttir – 19 ára – Nemi – Ísafirði

Fylgist þú með RFF?
Já ég reyni að fylgjast með eins vel og ég get.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Þetta er allt rosalega flottir hönnuðir í ár en ég er líklegast mest spenntust fyrir JÖR, Eyland og Magnea.

Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei haft þann heiður að fara á hátíðina, en fylgist með á netinu og býð alltaf spennt fyrir framan tölvuna eftir myndum og update’um.

Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Nei, ég kemst því miður ekki í ár.

Photo on 17-12-2014 at 22.32 #2

Hekla Björt Helgadóttir – 29 ára – listamaður&skáld -Akureyri

Fylgist þú með RFF?
Ég hafði aldrei fylgst með RFF eða tísku yfir höfuð. Það hafði aldrei heillað mig. Ekki fyrr en vinkona mín Rakel Sölvadóttir fór í fatahönnun í LHÍ. Í gegnum hana sá ég í fyrsta skipti að fatahönnun er alveg jafn listrænt form og hver önnur sköpun. Það var skemmtilegast að sjá hana raða saman ólíklegustu myndum af hinu og þessu sem innspíruðu hana og enduðu svo í flíkum. Það gat verið allt frá herkonum til rimlagardína. Þá fór ég að horfa aðeins öðruvísi á RFF.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Ég hlakka til að sjá hvort Sigga Maija komi ekki með eitthvað pönk.

Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei farið… Ég hef séð myndir.

Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Ég læt kylfu ráða kasti…en á samt ekki pening. Ætli ég sjái ekki bara myndir.


agnes 2

Agnes Erla Hólmarsdóttir – 18 ára – Menntaskólinn á Akureyri – Akureyri

Fylgist þú með RFF? ?
Já, ég fylgist með RFF og hef gert það síðustu ár.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Í ár er ég er virkilega spennt að sjá JÖR en hann er örugglega uppáhalds íslenski fatahönnuðurinn minn. Ég er líka mjög spennt fyrir Magneu og Eyland.

Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei því miður hef ég aldrei farið. Landsbyggðarlífið maður. En ég hef fylgst með RFF eins og ég get á heimasíðu þeirra og á Trendnet.

Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Ég vildi óska að svo væri, en nei ég kemst því miður ekki á hátíðina.

Það er gaman að heyra að hvað stelpurnar eru duglegar að fylgjast með og vonandi drífa þær sig suður einn daginn á hátíðina. Þær munu ekki sjá eftir því.
Ég þakka þeim kærlega fyrir spjallið.

Lísa Hafliðadóttir

RFF: MÍN UPPLIFUN

RFF2015

Hæ lesendur Trendnet.

Mig langar aðeins að kynna mig þar sem að ég er nýr gestabloggari á vefnum og einnig að segja ykkur aðeins frá mínu hlutverki á RFF í fyrra.
Það mætti segja að ég hafi aðeins fengið að kynnast bloggheiminum áður því ég hélt úti bloggi ásamt vinkonum mínum í tæp 3 ár (www.keen-bean.blogspot.com).

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og allt sem að henni kemur og finnst því kjörið tækifæri að fá að vera partur af þessari flottu hátíð annað árið í röð.

Ég fékk ágætis smjörþef af hátíðinni í fyrra, en þar var ég meðal annars að aðstoða við innlendu pressuna og að sjá um samskiptamiðla.

Mig langar að rifja upp hátíðina með ykkur frá því í fyrra með nokkrum myndum og myndböndum sem ég tók fyrir instagram rff – @rff_is.


Undirbúningurinn fór að mestu fram í höfuðstöðvum Elite


Verið að undirbúa gjafapokana


Mac sá um að farða módelin


Moroccanoil sá um hárið


Magnea


ELLA


Ziska


Farmers Market

Sigga Maija


Cintamani


JÖR

Enda þetta á REY og JÖR sem mér fannst standa hvað mest upp úr á hátíðinni í fyrra.

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=Fx21vtwxIfU]

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=wtoJ-2N4AkI]

Ég minni á miðasöluna sem er í fullum gangi inn á midi.is

Hlakka til að upplifa hátíðina með nýjum augum þetta árið.

Kolbrún Anna Vignisdóttir.

CATWALK ÆFING

RFF2015


Trendnet skellti sér á fyrstu gönguæfingu módelanna sem fór fram í Laugum á fimmtudaginn. Tinna Aðalbjörns tók þar á móti nýjum andlitum sem fá tækifærið í ár. Tinna er ekki ný af nálinni þegar kemur að slíku en hún sá um að fullkomna labbið hjá stúlkunum sem voru hverri annarri glæsilegri. Mikið er um ný andlit þetta árið en Trendnet fékk að kynnast nokkrum þeirra örlítið.

SÓLEY SIGÞÓRS

11012264_10203433967200376_449337343_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég vinn sem kaffibarþjónn og hef svo verið að módelast eins mikið og ég get núna undanfarið. Svo drekk ég bara te, horfi á Gilmore Girls og reyni að stunda yoga inn á milli.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Fékk símtal frá Eskimo um að koma í prufu og svo bara gerðist þetta. Af öllu tískutengdu hef ég eiginlega alltaf verið spenntust fyrir runway svo það var kominn tími til að prufa. Það er líka svo gaman á gönguæfingum þar sem við uppgötvum okkar innri Beyoncé.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Þetta eru allt miklir snillingar, ég kann ekki við að velja á milli. Hlakka mjög mikið til að sjá hvað kemur frá þeim öllum.

SIGRÚN HREFNA SVEINSDÓTTIR

11014766_10206524556101866_587494895_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég stunda nám við Verzlunarskóla Íslands og með vinn sem þjónn á Saffran meðhliða. Svo tek ég að sjálfsögðu að mér verkefni fyrir Eskimo Models inn á milli.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Eskimo hringdi og lét mig vita af prufunum. Ég mætti í þær og svo vildi bara svo skemmtilega til að ég var ein af þeim sem var valinn.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Ég held ég þurfi að segja Jör. Mér fannst allaveganna outfittin í fyrra alveg klikkuð og það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður hjá þeim í ár.

ÞURÍÐUR BJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR

11026573_1043907612292389_1831123710_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég stunda nám við Menntaskólann við Sund og hef verið að æfa og keppa á listskautum síðustu 10 árin.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Ég skráði mig í Eskimo núna í haust. Fór í prufur fyrir RFF í janúar, síðan var hringt í mig síðastliðinn mánudag og mér tilkynnt að ég var valin í þetta verkefni sem mér fannst mjög spennandi að taka þátt í.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Mér finnst allir þessir hönnuðir spennandi en kannast helst við Jör.

ISABELLA KLARA

11026666_10204292096715833_673452871_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?

Í augnablikinu bý èg í Reykjavik með vinkonu minni, er að vinna á Vífilsstöðum sem er öldrunardeild Landsspítalans. Er að fara flytja til london i april, stefnan er að reyna koma ser á framfæri og gera eitthvað nýtt, svo margir möguleikar sem eru boði og hlakka mjög mikið til.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?

Ég er á samning hja Eskimo og þau bentu mèr á að taka þátt og èg var mjög spennt fyrir því.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Èg myndi segja eg væri spenntust fyrir Jör, Sigga Maija og Eyland, mèr finnst það allt mjög töff.

KATRÍN LÁRA GARÐARSDÓTTIR

11004914_10153117864923624_522855033_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég er í Verzlunarskóla Ísland, vinn í Vero Moda með skólanum og þess á milli reyni ég að hafa það sem skemmtilegast!

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist. Ég er nýkomin með samning hjá Eskimo og þegar mér bauðst það tækifæri að fá að taka þátt í RFF í ár sagði ég að sjálfsögðu strax já

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Ég er jafn spennt fyrir þeim öllum enda allir ótrúlega flottir hönnuðir.

URÐUR BERGSDÓTTIR

11026750_1544567762498514_1935398202_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?

Ég er ný byrjuð aftur á leiklistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir smá hlé, er að talsetja teiknimyndir og tek einstaka sinnum að mér verkefni frá Eskimo.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Eskimo hringdi í mig og bað mig um að koma í prufur fyrir þetta og það er erfitt að segja nei við svona frábært tækifæri. Ég er rosalega spennt.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Mér finnst allir hönnuðirnir frábærir en ég er spenntust fyrir Jör.

catwal1k

Það þurfti nú ekki mikið að kenna skvísunum sporin, þær virtust allar vera með þetta á hreinu. Við hlökkum til að sjá þær á pöllunum!

Rósa María Árnadóttir.

RFF 2015 BLOGG

RFF2015

Það er komið að skemmtilegasta tíma ársins. Reykjavik Fashion Festival er handan við hornið og við erum komin í gírinn! RFF er stærsti viðburður landans þegar kemur að tísku og því við hæfi að Trendnet standi í fremstu víglínu. Við munum halda í hefðina og hefjum nú samstarfið við Coke Light sem styrkir sérstakt gestablogg tileinkað hátíðinni. En þið eruð einmitt stillt inná bloggið – núna.

Hér verður hægt að fylgjast með undirbúningi hátíðar og hönnuða, fjallað verður um allar sýningar í beinni, kíkt baksviðs ásamt því að fylgjast með götutískunni hjá gestum hátíðarinnar. Til þess að halda utan um bloggið höfum við fengið liðsstyrk frá þremur frábærum stúlkum.  Rósa María Árnadóttir, Lísa Hafliðadóttir og Kolbrún Anna Vignisdóttir láta ekkert fram hjá sér fara næstu vikurnar.

 


1526150_10204916843550992_801125400296258866_n

Hver er Rósa María Árnadóttir?
Rósa María er 24 ára dóttir, kærasta, vinkona og sálfræðinemi sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku.

Hvaða þýðingu hefur Reykjavik Fashion Festival fyrir þér?
Fyrir mér er RFF einn helsti viðburður fyrir tísku unnendur á Íslandi. Mjög mikilvægur vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að láta ljós sitt skína sem er bara jákvætt. Með hverju árinu sem líður verður hátíðin alltaf glæsilegri. Ég læt mig að sjálfsögðu ekki vanta!

10628416_10204586138482553_1082918889201166835_n

Hver er Lísa Hafliðadóttir?
Lísa er 24 ára sálfræði nemi, móðir og fagurkeri. Matargerð og tíska eru mér oftast efst í huga og finnst mér líka alltaf gaman að vera í kringum fólk. Við erum svo ólík og áhugaverð.

Hvaða þýðingu hefur Reykjavik Fashion Festival fyrir þér?
Fyrir mér er RFF afar skemmtilegur og mikilvægur viðburður sem gaman er að fylgjast með stækka á ári hverju.


3
Hver er Kolbrún Anna Vignisdóttir?
Kolbrún er 23 ára háskólanemi, fagurkeri, áhugakona um tísku og matgæðingur. Ég hef gaman af því að vera í kringum vini, fjölskyldu og að ferðast.

Hvaða þýðingu hefur Reykjavik Fashion Festival fyrir þér?
Mér finnst RFF skemmtilegur og skapandi viðburður sem gaman er að fylgjast með og taka þátt í.

Leeets do this !!

#TRENDLIGHT á RFF 2015

xx, -Trendkveðjur –

Trendnet á Facebook: HÉR

Farmers Market hlaut styrk DHL

RFF2014

Í kjölfarið af Reykajvík Fashion Festival hlaut Farmers Market útflutningsstyrk DHL á Íslandi, en styrkurinn er að verðmæti 500.000 kr. Þetta er í annað sinn sem DHL veitir útflutningsstyrk til íslenskra hönnuða en í fyrra var það JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON sem hlaut styrkinn eftirsótta.

_MG_2500

Bergþóra aðalhönnuður Farmers Market tekur við styrknum úr hendi Atla framkvæmdastjóra DHL á Íslandi.

,,DHL styrkurinn nýttist fyrirtæki okkar mjög vel og kom á frábærum tímapunkti fyrir okkur. Það munar um hverja krónu í rekstri sem þessum. Við flytjum gríðarlega mikið af vöru á milli landa en DHL hefur reynst okkur einstaklega vel í samstarfi. Við hlökkum til að vinna með þeim áfram.”
                        – Guðmundur Jörundson, aðalhönnuður JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON

DSC_0110-620x413

Innifalið í styrk DHL er ráðgjöf varðandi flutning og tollamál, en styrkurinn er inneign í formi flutnings að upphæð hálfri milljón króna. Með styrknum vill DHL  létta undir með ungum og efnilegum fatahönnuðum og styrkja þá með samstarfi við Reykajvík Fashion Festival.

Við óskum Farmers Market innilega til hamingju með styrkinn, sem mun eflaust koma að góðum notum.

Margrét Þóroddsdóttir

Hárið á RFF 2014

RFF2014

Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari sá um hárdeildina á RFF í ár ásamt fríðu föruneyti. Fríða hefur styrkt deildina síðustu tvö ár en þetta var í fyrsta sinn sem hún tók að sér að sjá um hárdeildina og það með yfirhönnuði frá hárvörumerkinu Moroccanoil, Angelo Fracicca. Við tókum smá spjall við Fríðu.

Frida í Israel

Hver er bakgrunnurinn þinn í faginu?

Við hjónin stofnuðum árið 2003 fyrirtækið okkar Regalo sem er umboðsaðili fyrir hin heimsfrægu hárvörumerki TIGI Bed Head og MOROCCANOIL. Hár og umhirða hárins er mitt aðaláhugamál og er svo heppin að vera með þessi flottu hárvörumerki sem bjóða uppá svo mikið inná stofunum. Kennsla og menntun er mitt fag og tenging við merkin úti og innblástur þeirra hingað heim til íslenska hárfagmanna er mín deild. Þetta er skemmtilegt og krefjandi, stöðugt er maður að uppæra sig og læra einhvað nýtt sem er svo frískandi og gaman.

DSC_0078

Getur þú sagt okkur frá teyminu sem var með þér í Hörpu?

Moroccanoil er stoltur styrkaraðili RFF þetta árið og skartar þremur erlendum fagmönnum ásamt 25 manna íslensku úrvals hárfagmönnum. Með okkur eru flottir stofueigendur og þeirra starfsfólk. Stofur eins og Modus Smáralindinni, Hár og Rósir, Hárbeitt, Passion og Funky Hárbúlla báðar á Akureyri, Höfuðlausnir og margir fleiri sem leggja okkur hjálparhönd um helgina. Moroccanoil teymið í New York hefur unnið hörðum höndum með mér og teymi RFF að setja þetta saman og stákarnir Angelo Fracicca, Eloy Molina og vörumerkjastjórinn Ghazaleh koma og sjá til þess að hárdeildin rúlli flott enda mjög vanir tískuvikum útum allan heim, einnig hafa þeir unnið hár fyrir sjálfan Óskarinn enda gefur merkið sig út fyrir að hanna greiðslur í öllum formum sem viðkemur hárviðburðum í Hollywood.

DSC_0290

Angelo og Model
Angelo Fracicca

Hverjar voru áherslur hönnuðanna varðandi hárgreiðslurnar?

Farmers Market: Hér voru hönnuð þrjú mismunandi lúkk, öll mjög rómantísk sem áttu að undirstrika rólegan sunnudag þar sem allir voru uppáklæddir uppá sitt besta. Lausar fléttur í anda Frida Kahlo, 19 aldar. Tvær hrikalega sætar ungar blómastelpur fengu lausar fléttur líka. Við notuðum hér Root Boost efni til að fá góða lyftingu í rótina og sjálfa Moroccanoil olíuna. Einn herra var svo með hatt.

Ziska: Hjá henna skiptum við hárinu í miðju og gerðum það rennislétt með smá vinnu. Til að halda hliðunum sléttum settum við spil sitthvoru megin á meðan þær fóru í smink til að halda sléttunaráferðinni. Við notuðum Moroccanoil olíuna til að fá áferðina, rakakrem og fullt af Glimmer Shine glans til að setja lokapunktinn yfir.

magnea:  Módelin voru með mjög skemmtilegan hatt svo við gerðum hárið slétt og glansandi og sum módelin klipptum við neðan af hárinu til að fá beina línu og hreina áferð.

ELLA: Innblástur var sterk nútíma kona með glansandi hár og sterka einfalda greiðslu.

REY:  Við blésum allt hárið og notuðum stórt krullujárn, spenntum krullurnar upp og létum þær bíða á meðan módel fóru í smink til að ná dýpt. Angelo Fracicca greiddi svo hverju módeli fyrir sig í þessar flottu sterku áferð sem einkenndi REY.

Sigga Maija: Androgynen look, fresh on the go look.

Cintamani: Veðurbarið og útitekið hár með miklum ferskleika.

JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON: Jör vildi svokallað messí hár sem við bjuggum til með saltvatni og áferðin smá reitt, Skiptum hárinu í miðju og notuðm Volume púður til að lyfta rótinni og spreyjuðum svörtu spreyi í rótina. Öll módelin fengu svo svarta hárlegningu á bandi sem fór fyrir framan andlitið. Skemmtilegt lúkk og öðruvísi í anda JÖR.

DSC_0108
Hvernig var þín upplifun af RFF 2014 og hvernig gekk að skila af sér verkefninu?

RFF var frábært verkefni og svakalega gaman að vinna með þessum frábæru og ólíku fatahönnuðum og stílistum og að hjálpa þeim að hanna hárið. Þeir sögðu okkur allir frá innblæstri fatalínanna og yfirhönnuðurinn okkar Angelo Fracicca sá um að gera hártest á föstudeginum fyrir hvern og einn, sem gekk alveg svakalega vel. Við vorum með stórt teymi með okkur sem lögðu verkefninu lið og unnu með mikilli jákvæðni og gleði, sem er alltaf svo gaman. Steminingin var frábær og verkefnið stórt sem gekk vel upp vegna mikils skipulags marga daga áður. Að taka þátt í svona verkefni er ótúlega mikil reynsla og fannst Angelo gaman að sjá Farmes Market og Cintamani á pöllunum þar sem það er mjög ólíkt öllu sem hann hefur séð á tískuvikum erlendis.

DSC_0081

Við þökkum Fríðu kærlega fyrir.

Lísa Hafliðadóttir