RFF 2017

MÓDELSPJALLIÐ – RAFN INGI

Ofur töffarinn Rafn Ingi sýndi fyrir JÖR í gærkvöldi með glæsibrag. Trendnet fékk að spyrja hann nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

11039991_10203782253813556_1628618727_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill? 

Sóley Ástudóttir kona bróður míns dró mig með sér á tiskusyningu þegar ég var i níunda eða tíunda bekk og þar hitti eg Andreu Brabin sem vildi fá mig á skrá hjá eskimo.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Ég get ekki sagt að ég eigi það nei.

11056741_10203782253733554_247714744_n

Hefur þú mikinn áhuga á tísku?

Áhuginn er einhverstaðar til staðar en hann er kannski ekkert gífurlega mikill.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Þau hafa nú flest verið skemmtileg, en mér finnst alltaf rosa notalegt að vinna með JÖR genginu.

11068771_10203782253853557_829899138_n

Hvaða hönnuð ert þú spenntastur fyrir á RFF hátíðinni í ár?

Ég næ því miður bara föstudeginum, og mun ég þá sýna fyrir JÖR. Það verður feikifín sýning. Svo var ég búinn ad heyra góða hluti um eyland sýninguna a laugardeginum.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Hann er lítill sem enginn.

11056811_10203782253773555_599349449_n

Framtíðarplön?

Ég stefni a tónlistarnám i haust. Annars er framhaldið óljost. Eitthvað til útlanda er alltaf nice.

Við þökkum Rafni kærlega fyrir spjallið!

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: JÖR

Hæ héðan úr Hörpu!
Við höldum áfram að blogga í beinni og seinni sýning kvöldsins var JÖR. Hann stóð heldur betur undir væntingum.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Þessi lína er kominn úr einhverskonar fjúsjon heimi næntís, bondage, gradient sci-fi örlaga sturlunar. Línan heitir dreizehn (13) en talan hefur verið mér mikil happatala í gegnum tíðina, enda fæddur föstudaginn þrettánda, þrettán merkur, þrettán mínútur yfir tvö. Talan hefur einnig verið mikill örlagadagur hjá JÖR og hefur mikið komið upp. Svo hitti svo fáránlega á að sýningin er föstudaginn þrettánda en Gunnar Örn meðeigandi minn hjá JÖR á einmitt afmæli í dag. Það hafði staðið lengi til að búa til 13 línu og þegar sýningardagurinn hitti á föstudaginn þrettánda var ekki aftur snúið. Þetta eru mörg element sem sjóðast saman og svo má bara hver og einn búa til sinn heim úr þessu, en ég er ekki frá því að það sé smá goth rómans í gangi þetta season-ið.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Við flugum Þórði bróður út í verksmiðju í Eistlandi til að sækja hluta af sýningarfatnaðinum. Það var frekar gott mission. Ég er samt ekker að springa úr hlátri, en það var hressandi.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Ferskleika, frumleika, gæði en fyrst og fremst að þetta sé bara töff.

IMG_0852

IMG_0858

IMG_0867

IMG_0890

IMG_0911

IMG_0926

IMG_0935

IMG_0954

IMG_0969

IMG_1031

IMG_1053

IMG_1068

IMG_1092

IMG_1107

IMG_1115

IMG_1127

IMG_1135

IMG_1145

Í byrjun var hvítt áberandi og mjúkir tónar. Hann færði sig svo í grátt og að lokum svart, þá kom gothið meira inní þetta. Sjúklega flott og fersk lína og óskum við Guðmundi innilega til hamingju.

Lísa Hafliðadóttir

Í BEINNI: SIGGA MAIJA

Halló héðan úr Hörpu.
Við ætlum að blogga í beinni á hátíðinni, hönnuðurinn Sigga Maija startaði tískuhátíðinni með glæsilegri sýningu í kvöld.

Sigga Maija segist í viðtali við Nýtt Líf hafa unnið með sína eigin nostalgíu þegar hún sótti innblásturinnn fyrir línuna. Fjarlæg framtíð virðist vera útgangspunktur hönnunarinnar.
Þegar spurt er út í hönnunarferlið þá er það nokkuð kaótískt. Sigga er með mörg viðfangsefni og tekur sér langan tíma að sortera úr þeim. Hún notar það síðan til þess að sjá samhengi á milli hluta og finna endanlega þráðinn sem hún vinnur svo með áfram.

IMG_0568
IMG_0581
IMG_0589
IMG_0596
IMG_0605
IMG_0622
IMG_0629
IMG_0638
IMG_0684
IMG_0692
IMG_0709

Glæsileg sýning hjá Siggu Maiju.
Kvenleg snið, falleg mynstur, netasokkar og dökkt yfirbragð einkenndi sýninguna.

Takk fyrir okkur Sigga Maija.
Við bíðum spenntar eftir JÖR sýningunni sem er næst.

Kolbrún Anna Vignisdóttir

RFF-FARAR

RFF2015

Trendnet fann þrjá RFF-FARA til viðbótar og spurði þá nokkurra spurninga.

ANNA MAGGÝ

75910_10200866790251989_702191090_n

 Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?
Hjálpa Ellen Lofts með Siggu Maiju sýninguna á föstudeginum og svo er ég að taka myndir baksviðs á laugardeginum.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?
Stuð og stemmari.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?
Já, hátíðin er alltaf að vaxa og verður betri með hverju árinu. RFF er góður stökkpallur fyrir hönnuði bæði hér á landi og erlendis, fínasta markaðsetning. Einnig er RFF eina alminnilega tískuhátiðin. Ekki má gleyma að þetta er frábær viðburður fyrir alla þá sem vinna í kringum hátíðina, á bakvið hverja sýningu kemur fullt af fólki sem hefur unnið hörðum höndum við skapa loka útkomuna. Svo er líka bara gaman fyrir fólk að koma saman einu sinni á ári að tíska í sig og skemmta sér.

Nú hefur þú unnið að mörgum mismunandi verkefnum, hvað er eftirminnilegast?
Aaaaaa ekki hugmynd, mér finnst alltaf gaman og eftirminnilegt að vinna með hressu og skemmtilegu fólki.

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?
Tískan er eins og veðrið, misjöfn eftir dögum og árstíðum og nokkuð ófyrirsjánleg, sem gerir tískuna hér óvænta og spennandi.

MANUELA ÓSK

11063327_806464332764251_1055734162_n

Hvað finnst þér um hátíðina?
Mér finnst RFF frábært framtak og virkilega hvetjandi fyrir íslenskan tískuiðnað. Það er skemmtilegt að sjá hátíðina vaxa og þroskast – ef svo má segja – og verða sífellt veglegri og vandaðari, og lokka þannig að erlenda gesti – sem gefur hátíðinni enn meira mikilvægi sem stökkpall fyrir íslenska hönnuði.

Hvaða hönnuði ertu spenntust fyrir?
Mér finnst þetta ósanngjörn spurning – hönnuðurnir eru allir svo ólíkir og ég er sjúklega spennt fyrir öllum sýningunum.

Hvað finnst þér um tísku á Íslandi?
Tískan á Íslandi er ágæt – en oft einhæf. Íslendingar mættu þora meira. Annars fagna ég því að við erum flest frekar tískuþenkjandi hérna á þessu litla krúttlega landi – og fylgjumst vel með þrátt fyrir takmarkað aðgengi og úrval.

– 

BERA TRYGGVADÓTTIR

11039940_10205073075540589_2094530616_n

Hvað finnst þér um hátíðina?
RFF er frábær vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að koma á framfæri sinni hönnun. RFF hefur frá upphafi vakið mikla athygli erlendra blaðamanna sem eykur sýnileika íslenskra hönnuða á alþjóðavettvangi.

Hvaða hönnuði ertu spenntust fyrir?
Jör. Frábær sýning hjá honum í fyrra og ég er rosalega spennt að sjá hvað hann gerir í ár.

Hvað finnst þér um tísku á Íslandi?
Tiskan á Íslandi er mjög fjölbreytt. Stelpur þora að vera öðruvísi og prófa nýja hluti. Mér finnst hinsvegar að við mættum vera duglegri að klæðast litum, ekki svona mikið svart og grátt. Þó það sé oft mjög flott og klassískt.

Við þökkum þeim kærlega fyrir spjallið!

Munið að merkja ykkar trendmóment með #trendlight !!!

Lísa Hafliðadóttir

INTERVIEW – NIKOLAJ NIELSEN

Skærmbillede-2013-03-01-kl.-11.30.21-619x295Nikolaj Nielsen er stofnandi og framkvæmdastjóri danska merkisins Won Hundred. Merkið var stofnað árið 2004 og hefur náð ótrúlegum árangri síðan. Won Hundred leggur áherslu á klassískar og formlegar flíkur í skandinavískum stíl með smá áhættuþætti.

ENGLISH: Check out the interesting interview I got with Nikolaj Nielsen, founder and CEO of the danish brand Won Hundred. You will find the English version is in the botton of the blog.

Won Hundred Pre Spring 15

SS15 Lookbook 20 SS15 Lookbook 2
Nikolaj er einn af áhugaverðum erlendum gestum á RFF hátíðina í ár og fékk ég að leggja fyrir hann nokkrar vel valdar spurningar. Viðtalið er á ensku svo að ég skrifaði smá samantekt úr áhugaverðum svörum hans:

Nikolaj hlakkar mikið til Íslands heimsóknar sinnar og heillast af vinalegu fólki landsins og einstakri náttúru. Hann er spenntur fyrir RFF hátíðinni og vonar að íslenskar rætur hönnuða skíni í gegn og hátíðin gefi því aðra upplifun en tískuvikur erlendis. 

Hann segir íslenskan tískuiðnað vera á uppleið á alþjóðlegum markaði og er hrifin af því hvernig eintaklingar þora að tjá sinn persónulega stíl hér á landi. Þá segist hann heillast af verslunum landsins sem selji frábæra hönnun.

Nikolaj kom með áhugaverð ráð fyrir unga íslenska hönnuði. Hann sagði það nauðsynlegt að horfa útfyrir landsteinana þar sem markaðurinn væri einfaldlega of lítill á Íslandi. Þó sagði hann að merkin ættu að halda fast í íslenskan uppruna sinn, hann væri þeirra styrkleiki og gerðu þau áhugaverða fyrir “nýjungafíknina” í tískuheiminum.

Að lokum var hann spurður af hverju íslensk merki hefðu ekki náð að festa sig í sessi á alþjóðlegum mörkuðum eins og merki frá t.d. frændum okkur í Danmörku og Svíþjóð. Hann svaraði á þá leið að mínímalísk hönnun væri orðin einkennishönnun þessara landa og hjálpuðu þeim að ná langt í alþjóðlegu samhengi. Hann hafði trú á Íslandi, en til þess þyrfti hnitmiðaða herferð og fyrst of fremst hungur í nýsköpun.

Ég hvet ykkur til að lesa viðtalið í heild á ensku hér:

How do you like Iceland? 

Honestly, it is approximately ten years ago the last time I have visited Iceland. Therefore I am very much looking forward to go back again. The nature is remarkably beautiful and people there are in general very accommodating, nice, and friendly. Iceland is an exiting destination and I would definitely recommend it to friends and family.

What are your expectations for Reykjavik Fashion Festival 2015?

I expect Reykjavik Fashion Festival to have a hint of Scandinavian design but enhanced with unique Icelandic elements. I am optimistic about the event and hope to see the designers express their roots in a modern take. I think that it will be a different experience compared to fashion week in Scandinavia, Paris or London, but that makes it a lot more exciting.

What is your opinion on the Icelandic Fashion industry?

I am not highly familiar about the Icelandic Fashion Industry but for what I know it could be very upcoming from an international perspective. I have noticed that the fashion scene is quite strong and people tend to empower their personal style, which makes them very fashionable. Furthermore, I have observed that the retail stores are quite interesting and they represent great design.

Do you have some good advise for young and promising Icelandic designers?

The best way to get known internationally for your design is to particularly move to another fashion metropolis and get established there. As Iceland is quite small in population it is vital to go beyond the country’s boarders. However, the designers should still uphold their Icelandic characteristics and use these as tactical strengths. Empowering your roots in the design processes increases the interest in the brand in foreign markets that tend to crave newness.

Why do you think that Iceland doesn’t have any established brands in the fashion world – like for example our friends in Denmark and Sweden?

In general all brands tend to become biggest in their home market. As Iceland is relatively small in size and population it becomes harder to be established outside the borders. Denmark and Sweden are very close to each other and the minimalistic design characteristics of the two countries reinforce the brands establishment processes.  With this stated I still believe that brands in Iceland have the possibility and resources to get established in the international fashion scene. It will require a focused expansion strategy and most of all strong passion for innovative design.

Tískukveðjur,
Elísabet Gunnars

#TRENDLIGHT Á RFF

RFF2015

 

HALLÓ HALLÓ!

 

11047200_10152782703602568_585617219_n

Þar sem tískuhelgin mikla er að ganga í garð efnum við hjá Trendnet til spennandi Instagram leiks í samstarfi við Coke light og Icelandair! Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að merkja þitt TREND móment á instagram með #TRENDLIGHT ! Í pottinum eru tvö gjafabréf hjá Icelandair að verðmæti 50.000 kr. svo það er vel þess virði að taka þátt!

Nú er uppselt á hátíðina en enn er hægt að næla sér í miða á stakar sýningar og við mælum svo sannarlega með því að fólk skelli sér þar sem Harpan mun iða af lífi! Mikið stuð var í fyrra og árið í ár verður ekki síðra, HÉR má til dæmis sjá fína fólkið sem lét sig ekki vanta – allir í tískufíling!

MERKTU #TRENDLIGHT við þitt TRENDmóment og freistaðu gæfunnar!

Rósa María Árnadóttir

Hárið á RFF

Það er engin önnur en Theodóra Mjöll Skúladóttir hárgreiðslukona og bloggari hér á Trendnet sem sér um hárið á RFF í ár ásamt Steinunni Ósk. Við tókum stutt spjall við Theodóru um hátíðina og undirbúninginn.

1

Hver er bakgrunnur þinn í faginu?
Ég útskrifaðist úr Iðnskólanum í Reykjavík 2008 og hef verið að vinna bæði á Rauðhettu og úlfinum ásamt því að vera frílans hárgreiðslukona í alls kyns verkefnum.

Getur þú sagt okkur frá teyminu sem verður með þér í Hörpu?
Teymið sem við Steinunn Ósk skipum er valið af mikilli gaumgæfni og eru allir sem taka þátt í RFF með okkur eitt færasta hárgeiðslufólk landsins. Við vinnum undir Label.m hárvörumerkinu og erum búin að undirbúa bæði fagfólkið vel fyrir hátíðina og alla þá sem koma nálægt henni með okkur.

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.17

Theodóra og Steinunn.

Er undirbúningurinn búinn að vera mikill til þessa?
Já vægast sagt. Þar sem við erum að hanna lúkkin í samvinnu við hönnuðina þá tekur það oft langan tíma og krefst mikils undirbúnings áður en farið er af stað. Við vinnum hárið út frá línunni og sminkinu (og sminkið er einnig unnið út frá línunni og hárinu) og er þverfaglegt samstarf því lykilatriði góðs árangurs. Fyrir utan hárvinnuna sjálfa þá er gríðarlega mikil skipulagning sem býr að baki RFF sem við Steinunn höfum þurft að leggja svita og tár í. Sýningarnar eru að hluta til raðaðar út frá hári og sminki og þarf því að tímasetja sig vel.

Hvað er mikilvægast þegar kemur að því að sinna svona stóru hlutverki á svona flottri hátíð?
Að vera góður í samskiptum, góður í að aðlagast breytingum, faglegur og hugmyndaríkur.

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.00

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.36

Hvaða hönnuð ert þú persónulega spenntust fyrir að sjá um helgina?
Ég er spennt fyrir öllum. Auðvitað eru sumir hönnuðir sem höfða meira til mín persónulega en það gerir mig þó ekki endilega spenntari fyrir þeim. Ég elska fjölbeytileikann sem einkennir RFF í ár og það verður sko sannarlega eitthvað fyrir alla að sjá og dást að.

Við þökkum Theodóru kærlega fyrir spjallið og óskum henni góðs gengis í öllu brjálæðinu um helgina.

Lísa Hafliðadóttir

Módelspjallið – Andrea Röfn

Andrea Röfn Jónasdóttir bloggari á Trendnet er ein þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni um helgina.
Andrea er þaulvön í bransanum og fengum við að spyrja hana aðeins út í hátíðina, módelferilinn, lífið og tilveruna.

10a-682x1024
Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Ég var 13 ára og við mamma fórum í MAC í Smáralind að kaupa fyrsta maskarann minn. Þá var Steinunn Þórðar make-up artist að vinna í MAC og bauð mér að byrja að módelast hjá EMM. Ég þáði það og fyrsta verkefnið mitt var auglýsing fyrir Póstinn. Mér fannst þetta allt mega spennandi.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?
Ég fylgist mikið með öðrum módelum og á mér nokkur uppáhöld. Númer eitt er Karlie Kloss, hún hefur óendalega ástríðu fyrir því sem hún gerir. Hún er smá quirky sem er kannski ekki skrýtið þar sem hún er 185 cm. Mér finnst hún snilld og klárlega góð fyrirmynd. Annars fíla ég líka Caroline Brasch, hún er með sjúklega töff fatastíl og svo eru Anja Rubik, Nadja Bender og Cara Delevingne líka í miklu uppáhaldi enda miklir töffarar.

6. Blue Lagoon

Hefur þú mikinn áhuga á tísku?
Já, og áhuginn fer alltaf vaxandi. Mér finnst gaman að tísku en er samt ekki týpan sem les öll blöð og skoða sýningar frá tískuvikum. Mér finnst aðallega gaman að kaupa mér fallega hluti og þróa minn eigin stíl.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?
Flest verkefni sem ég hef farið í hafa verið virkilega skemmtileg og eftirminnileg. En eftirminnilegast var þegar ég var 18 ára og fór með Nikita til Mexíkó. Þá þekkti ég crewið ekkert af viti en í dag eru þau öll eins og fjölskyldan mín enda tóku við margar aðrar myndatökur með þeim á eftir Mexíkó. Svo voru upptökurnar á Egils Kristals auglýsingunni líka mjög skemmtilegar og ótrúlega gaman að vera partur af svona stóru verkefni.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég hlakka til að sjá línurnar hjá öllum hönnuðum og get ómögulega valið á milli. Ég er búin að fara í fitting hjá þeim sem ég sýni fyrir, JÖR, Eyland og Another Creation, og þetta er allt saman sjúklega fallegt!

Borkur-13

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Ég passa fyrst og fremst upp á að fá nægan svefn og hugsa vel um líkamann með því að borða hollt og drekka mikið vatn. Svo hreyfi ég mig reglulega en passa þó að ofgera mér ekki, annars verð ég bara þreytt og ómöguleg.

Framtíðarplön?
Ég er alltaf með mörg járn í eldinum, kannski aðeins of mörg miðað við stundir í sólarhring. En ég stefni á að fara erlendis í skiptinám næsta haust og auðvitað halda áfram að ferðast, blogga og módelast.

1175753_607880649272911_750593599_n-1

Við þökkum Andreu Röfn kærlega fyrir spjallið. 

Kolbrún Anna Vignisdóttir

FÓLKIÐ Á BAK VIÐ TJÖLDIN

RFF2015

Eyjólfur Gíslason sinnir því mikilvæga hlutverki að vera fjölmiðlafulltrúi RFF í ár. Trendnet heyrði í honum hljóðið og fékk að forvitnast um starfið og hans álit á hátíðinni.

537441_10151666103624778_2053432012_n

Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?

Ég er fjölmiðlafulltrúi Reykjavik Fashion Festival í ár og mitt verkefni er að tengja hátíðina við fjölmiðla landsins. Við sem vinnum hjá RFF erum hinsvegar öll í eina og sama liðinu þannig hlutverk okkar geta breyst frá degi til dags. Þess vegna er RFF eins lifandi vinnustaður og hann er.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Fyrst af öllu þá er það ótrúlega skemmtilegt en um leið mjög krefjandi vinna og fjölbreytileg. Innan RFF starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að gera hátíðina sem veglegasta. Það er mikil samvinna og hver dagur færir okkur nýjar áskoranir og skemmtileg viðfangsefni til þess að vinna með. Þegar stutt er í hátíð eins og núna þá verða dagarnir lengri, stressið meira og eftirvæntingin í hámarki.

13688_10153023018756311_1824541225744912657_n

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

RFF skiptir að mínu mati miklu máli fyrir tískuiðnaðinn á Íslandi í heild sinni. Hátíðin er vettvangur fyrir hönnuði til þess að koma hönnun sinni á framfæri, bæði hér heima og erlendis. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast.

Hátíð sem þessi verður að veruleika með góðum samstarfsaðilum okkar í ár sem eru Icelandair, Icelandic Glacial, Blue Lagoon, Coke Light og Centerhotels en stuðningur þessara fyrirtækja er undirstaðan að því hversu vegleg umgjörðin er í kringum hátíðina.

Átt þú þér uppáhalds merki meðal þeirra hönnuða sem eru að sýna í ár?

Það er nánast ómögulegt fyrir mig að taka einn sérstaklega fyrir þar sem merkin sem sýna í ár eiga það öll sameiginlegt að leggja metnað sinn og fagmennsku í allt sem þau gera. Spennan hjá mér er hinsvegar mikil fyrir því að sjá allt saman lifna við á sviðinu í þvílíku sjónarspili en hver og ein sýning verður ákveðin upplifun.

NO6_2015_2-e1425140314791 

Er eitthvað öðruvísi eða nýtt við hátíðina í ár sem hefur ekki verið áður? 

Stærsta breytingin frá hátíðum síðustu tveggja ára er sú að sýningardagarnir verða tveir, á föstudagskvöldinu 13.mars og síðan á laugardeginum 14.mars. Nú í ár er mjög skemmtilegt að segja frá því að við verðum með NOVA Snapchat þar sem tískuáhugafólk og allir þeir sem eru með novaisland á Snapchat geta fylgst með hátíðinni. Þetta er skemmtileg tilbreyting og gaman að upplifa hátíðina með öðrum hætti en áður.

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða inn á midi.is því þeir eru aðeins örfáir eftir.

Við þökkum elsku Eyjó kærlega fyrir spjallið!

Rósa María Árnadóttir.

RFF-farar

RFF2015

Nú eru tveir dagar til stefnu og nánast uppselt á hátíðina! Trendnet fann fjóra töffara sem ætla ekki að láta sig vanta í Hörpu um helgina og spurði þá nokkurra spurninga.

Ingunn Embla Axelsdóttir 

11039705_10204277768245837_895005411_n

Hvað finnst þér um hátíðina?

Reykjavík Fashion Festival er að mínu mati mjög mikilvæg hátíð þar sem hún er einskonar stökkpallur fyrir íslenska fatahönnuði og frábær markaðsetning á hönnuðunum hérlendis og erlendis. RFF er frábær vettvangur fyrir íslenska hönnun og er stærsta og jafnvel eina tískuhátiðin á Íslandi. Það er svo frábært hvað það eru margir aðilar s.s. framleiðslu- ,hönnunar-, förðunar-, hárgreiðslu-, módel- og stílistateymi sem koma að þessum stóra viðburði og leggja sig öll fram í að verða að einni heild. Mér finnst hátíðin alltaf verða betri og flottari með ári hverju og ég hef einstaklega góða tilfinningu fyrir þessari í ár.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir?

Ég er rosalega spennt fyrir JÖR þar sem ég er mjög hrifin af androgyny stílnum í fötunum sem hann hannar.

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?

Mér finnst tískan hér á Íslandi vera mjög einsleit. Það eru samt alltaf einstaklingar sem þora að standa upp úr og vera öðruvísi. Þegar það kemur eitthvað trend í tísku eru nánast allir komnir í það 5 mínútum seinna, sem mér finnst vera frekar leiðinlegt. Tískan fer mikið í hringi þessa dagana en núna er tímabila tískan frá 9.áratugnum í miklu uppáhaldi hjá íslensku ungmennunum, en mér persónulega finnst vera komið gott af þessari hringrás og vil fara sjá eitthvað nýtt.

Sindri Snær Jensson

photo

Hvað finnst þér um hátíðina?

Mjög vaxandi hátíð og lífsnauðsynleg fyrir iðnaðinn hér heima. Við sem erum í tískubransanum hér heima þurfum að standa saman og gera þetta að aðlandi grein sem skapar störf og tekjur fyrir þjóðarbúið. Umgjörðin um hátíðina hefur hingað til verið mjög flott og á ég ekki von á öðru en að sama verði upp á teningnum í ár.

Hvaða hönnuði ert þú spenntastur fyrir?

Gummi er minn maður og ég er við bakið á honum 100%, mjög spenntur fyrir sýningunni hans. Svo er spennandi að sjá hvað Ása Ninna og co. hafa verið að kokka upp með Eyland.

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?

Tískan á Íslandi er margslungin og háð svo mörgum utanaðkomandi aðstæðum líkt og veðri og aðgengi að fallegri vöru. Hjarðhegðun er meira áberandi í litlu samfélagi líkt og Íslandi svo “trend” koma og fara hratt, það er óhjákvæmilegt. Annars er mikil gróska sem ég fagna en ég væri til í að sjá fleiri fatamerki koma upp sem eru í fyrsta lagi fyrir karlmenn og í öðru lagi meira aðlöguð að veðurfari hér heima og aðgengilegri stærri hóp, verðlega og útlitslega séð. Heilt yfir erum við samt á réttri leið, strákarnir þurfa aðeins að stíga upp.

Lára Kristinsdóttir 

11063032_10152766672136375_1835405847_n

Hvað finnst þér um hátíðina?

Mér líst rosalega vel á hana. Ég hef aldrei látið mig vanta. Gaman að sjá hátíðina stækka.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir?

Ég er mjög spennt fyrir þeim öllum en þá mest Eyland og Another Creation

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?

Hún getur verið mjög einhæf en samt sem áður flott. Það er gaman að sjá fólk sem þorir, ég fíla það.

Helga Jóhannsdóttir

11012229_386360034889967_1388750734_n

Hvað finnst þér um hátíðina?

RFF er frábær hátíð fyrir tískuunnendur, og algjörlega nauðsynleg fyrir íslenska hönnuði.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir?

Ég er spenntust að sjá Eyland, Jör og Sigga Maija en annars er ég eiginlega bara spennt fyrir öllum sýningunum! Ég er að fara á RFF í fyrsta skipti svo ég hlakka mikið til.

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?

Mér finnst tískan á Íslandi mjög skemmtileg þó það komi alltaf ákveðin trend þar sem allir verða að eiga/ganga í því sama. Fólk er farið að þora að taka áhættur og vera öðruvísi, það heillar mig. Einnig er ég ánægð með hvað strákar eru farnir að pæla mikið í hverju þeir klæðast!

Við þökkum þessu frábæra fólki fyrir spjallið og hlökkum til að sjá þau um helgina í tískugír!

Rósa María Árnadóttir.