fbpx

RFF 2017

RFF Spurt & Svarað – Silla

RFF2017

Sigurlaug Dröfn betur þekkt sem Silla er annar af tveimur key makeup artistum Reykjavík Fashion Festival í ár. Silla hefur gríðarlega reynslu og þekkingu af heimi förðunar á Íslandi en hún ásamt Söru Dögg stýra Reykjavík Makeup School sem er einn vinsælasti förðunarskóli landsins þessa stundina. Saman stýra þær stöllur teymi af hæfileikaríkum förðunarfræðingum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa lært förðun hjá þeim og starfa í dag við fagið. Teymið mun vinna lúkkin með vörum frá NYX Professional Cosmetics sem er eitt vinsælasta förðunarmerkið í dag.

Silla hefur brallað margt á sínum ferli og við fengum að kynnast henni aðeins og heyra hvernig undirbúningurinn fyrir RFF fer af stað!

12189088_10207798515493568_3278506148505727986_n

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Hversu lengi hefurðu starfað sem förðunarfræðingur?
Ég hef starfað sem förðunarfræðingur í um 7 ár.

Hvað stendur helst uppúr á ferlinum?
Það helsta er auðvitað opnun Reykjavík Makeup School ásamt öllum þeim námskeiðum sem ég hef sótt erlendis hjá þekktum förðunarfræðingum, einnig verð ég að nefna masterclass námskeiðin sem við Sara höfum haldið hér með stórstjörnum úr makeupheiminum.

13327553_10208592848151388_4040298310749838963_n

Silla og Sara stóðu fyrir masterclass námskeiði þar sem Karen Sarahi Gonzales sem er betur þekkt sem @iluvsarahii og er frægur förðunarfræðingur.

Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir RFF?
Þetta hefur allt saman gengið mjög vel, við lögðum upp með að vera vel undirbúnar og skipulagðar fyrir þetta verkefni og allt gengið svakalega vel.

Hverju ertu spenntust fyrir í tengslum við RFF?
Að vinna með öllu þessu flotta fólki sem kemur að RFF og auðvitað makeup teyminu okkar. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að fá svona stórt og flott verkefni, bæði fyrir okkur Söru að vera key artistar hátíðarinnar og einnig að útskrifaðir nemendur okkar fái tækifæri til að farða á þessari hátíð og bæta við sig ennþá meiri þekkingu og reynslu.

Hvaða 5 vörur frá NYX Professional Cosmetics eru ómissandi í snyrtibuddunni þinni?
Ég á alveg þónokkrar uppáhalds vörur frá NYX. Warm Neutrals Ultimate Shadow Palette , Prismatic Shadows sérstaklega í litnum Fireball og Savage en allir flottir, Hot Single Shadow í litnum Stiletto, Lid Lingerie í litnum Sweet Cloud nr 1, Eyeshadow Pigment í litunum Stunner og Vegas Baby og Ombre kinnalitur í litnum Peach .

10847978_10204590171646977_2679844019527888358_n

Förðun eftir Sillu sem birtist í Fréttablaðinu…

Hvað tekur við eftir RFF?
Eftir RFF tekur við nýtt námskeið í Reykjavík Makeup Schoool sem hefst 27.mars og skipulagning á næsta masterclass námskeiði sem við Sara munum standa fyrir á þessu ári, það er alltaf nóg að gera hjá okkur og við erum uppfullar af skemmtilegum hugmyndum fyrir framtíðina hjá Reykjavík Makeup School.

Hvaða förðunarráði getur þú deilt með lesendum sem er þér ómissandi í starfi!
Nr. 1. 2. og 3. er að hugsa vel um húðina, þrífa hana kvölds og morgna því húðin er grunnurinn af fallegri förðun .

17264982_10210976608644775_7014455907764626539_n

Kærar þakkir fyrir þetta Silla! – Gott gengi á hátíðinni

RFF//Trendnet

RFF POP-UP BLOGG

RFF2017

Þá er komið að skemmtilegasta tíma ársins. Reykjavik Fashion Festival er að bresta á og við erum komin í gírinn! RFF er einn stærsti viðburður okkar Íslendinga þegar kemur að tísku og því við hæfi að Trendnet standi í fremstu víglínu.

Við munum fara vel yfir alla þætti hátíðarinnar meðan á henni stendur og halda úti sérstöku RFF pop-up bloggi í samstarfi við Egils Kristal.

11755724_10153055291051716_7770772258879643902_n

Við munum fylgjast með og segja ykkur frá undirbúningi hátíðarinnar og hönnuða, fjallað verður um allar sýningar í beinni, kíkt baksviðs og skoðað hár og förðun ásamt því að fylgjast með götutískunni hjá gestum hátíðarinnar.

Þær sem koma til með að halda utan um RFF bloggið í ár eru þær Rósa María Árnadóttir, góðvinkona Trendnet fjölskyldunnar. Hún hefur undanfarin ár slegist í lið með okkur á RFF og ásamt henni verða Trendnet bloggararnir Hrefna DanMelkorka Ýrr og Sigríður Margrét á vaktinni og munu þær ekki láta neitt framhjá sér fara næstu daga.

17362568_10212378717853186_698701625267565880_n Rósa María Árnadóttir

mynd-trendnet

Hrefna Dan

Processed with VSCO with nc preset

Melkorka Ýrr

11742726_773756752744264_4312699187837790430_n

Sigríðurr

Trendnet bloggarar gegna einnig öðrum hlutverkum á hátíðinni og munum við sjá Andreu Röfn ganga vel valda tískupalla og Steinunn Edda mun láta til sín taka á makeup sviðinu.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á RFF bloggið og hlökkum til sýna ykkur frá hátíðinni. Leyfið okkur að fylgjast með ykkar trend mómentum um helgina með því að merkja #TRENDNET á ykkar Instagram myndir.


Trendkveðjur!

Fólkið á RFF – LAUGARDAGUR

RFF2015

Það var góð hugmynd að skipta tískuhátíðinni á tvo daga þetta árið. Allt varð einhvernveginn afslappaðra, bæði fyrir gesti og hönnuði. Við á Trendnet nutum okkar í botn og röltum á milli sýninga með snillingnum Hildi Erlu sem var einskonar hirðljósmyndari okkar þessa dagana. Hér má sjá stemninguna milli sýninga á laugardeginum. En við höfum áður birt frá föstudeginum: HÉR

Deilið með vinum og vandamönnum ef þið þekkið einhvern hér að neðan.

Takk fyrir okkur.

3 4 5 6 8 9
11 12 13 14

BACKSTAGE

1 2 3 4 6 9 11 13 15 20 22 30 36 37

Frábær helgi í alla staði – áfram Ísland!

xx,-Trendkveðjur-.

FÓLKIÐ Á RFF – FÖSTUDAGUR

RFF2015

Hildur Erla smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gestum Reykjavík Fashion Festival sem fór fram í Hörpu helgina 12.-15. mars. Er það ekki eitt af því skemmtilega við íslensku tískuhátíðina? Að mæta til að sína sig og sjá aðra?

Trendnet kíkti fram á milli sýninga báða dagana. Þessar að neðan voru teknar á föstudeginum.

5


4

11073471_10206154410647630_1529135859_n

3
1
34
33
32
30
29
28
27
26
25
24
21
19
18
15
14
13
12
11
10
9
8
7
6

Það er ekki annað að sjá en að gestir hátíðarinnar hafi skemmt sér vel enda vel lukkuð hátíð frá A-Ö.

xx, -Trendkveðjur-.

VINNINGSMYNDIR #TRENDLIGHT

RFF2015

11068786_10152795752882568_1685988167_n

JÆJA !

#TRENDLIGHT gekk aldeilis vel. 

Við áttum ekki auðvelt verkefni fyrir höndum. Að velja tvær vinningsmyndir úr 2.200 (!) merktum myndum.

Við komumst þó að samkomulagi og deilum því hér með ykkur.

@magnea_fridriks & @dorajulia takk fyrir að merkja ykkar Trendmóment. 

Magnea var ein af mörgum sem merkti móment sitt í Hörpu á meðan tískudögum stóð. 
Dóra Júlía lagði metnað í sína mynd sem lukkaðist svona líka vel – þetta er trendlight.

Aðalvinningur er eins og áður sagði 2x  50.000 króna inneign hjá Icelandair (!!) í boði Coke Light.
Frekari upplýsingar fáið þið á trendnet@trendnet.is

11072309_10153084424071253_2109328426_n11072595_10153084424066253_74076621_n

Aukavinningar innihalda tískucoke fyrir lesendur. Coke Light í gleri , eins og okkur líkar best við. Þessir að neðan hreppa slíkt inná sitt heimili.

11063270_10153084424106253_2145623329_n
@elisabetkarls

11076229_10153084424101253_1080641537_n

@olgayr

11072990_10153084424086253_2029161189_n

@arneysig

11063218_10153084424091253_1876366902_n
@mariasigurborg

11063270_10153084424061253_201921608_n

@helgadooo
10577881_10153084424041253_366856893_n
@herabjork_

11073414_10153084424056253_2015327853_n

@hannamargret

11079158_10153084424051253_1584693785_n
@rakelrunars

TAKK fyrir að merkja ykkar móment.
Haldið endilega áfram að merkja #trendnet við rétt trendmóment á Instagram. Það borgar sig!

-Trendkveðjur-

Hver er þín uppáhalds vara?

RFF2015

MAC EXTRA

MAC sá um förðunina á RFF í ár en þær stigu svo sannarlega ekki feilspor – enda sérfræðingar á sínu sviði. Trendnet kíkti á skvísurnar baksviðs og forvitnaðist um hver væri þeirra uppáhalds og jafnframt ómissandi MAC vara.

HVER ER ÞÍN UPPÁHALDS MAC VARA?

MAC 2

Stefanía Ástrós: Face and body foundation.

MAC 3

Sara Björk: Bursti 217.

MAC 4

Ester Rut: Groundwork paint pot

MAC 5

Þóra Kristín: Groundwork paint pot.

MAC 6

Edda: Camel coat paint pot.

MAC 7

Hjördís Ásta: Beguile brow set.

MAC 8*

Lísa: Studio fix fluid.

MAC 9

Fríða María: Groundwork paint pot.

Það er augljóst að Groundwork paint pot er vinsælasta varan meðal þessara snillinga – tékkit! Við þökkum stelpunum fyrir spjallið og óskum þeim innilega til hamingju með vægast sagt vel heppnaða helgi!

Ljósmyndari: Hildur Erla

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: EYLAND

  Ég er nánast orðlaus eftir síðustu sýningu RFF en það var EYLAND sem slúttaði showinu með stæl!! Mikil spenna lág í loftinu og stemningin í hámarki. Ása Ninna Pétursdóttir, hönnuður EYLAND, svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Það er sterkur innblástur frá Tomboy stílnum eins og í fyrstu línunni en einnig skoðaði ég mikið 70s rock stílinn og fékk smá þráhyggju fyrir öllum konunum í lífi Mick jagger. Það var ansi áhugavert og af nógu að taka.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?

Ég vil að hönnunin mín standist tímans tönn og að gæði séu alltaf í fyrirúmi.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Þetta var ótrúlega áfalla og uppákomulaust ferli og gekk allt vonum framar. Við ákvaðum strax að að njóta ferilsins og þetta hefur verið sjúklega skemmtilegt frá degi eitt enda erum við með valin mann í hverju horni og ég er ótrúlega þakklát öllum sem hafa komið að þessu ferli.

IMG_2308

IMG_2323

IMG_2328 IMG_2344 IMG_2346 IMG_2356 IMG_2358 IMG_2369 IMG_2374 IMG_2379 IMG_2381 IMG_2385 IMG_2391 IMG_2397 IMG_2405 IMG_2409 IMG_2421 IMG_2430 IMG_2433 IMG_2438 IMG_2445 IMG_2449 IMG_2453 IMG_2459 IMG_2468 IMG_2475 IMG_2480 IMG_2488 IMG_2496 IMG_2497 IMG_2515 IMG_2520 IMG_2534

LEÐUR, RÚSKINN, LOÐ og ég veit ekki hvað og hvað! EYLAND hitti svo sannarlega í mark. Allt svo ótrúlega wear-able!

Takk fyrir okkur og sérstakar þakkir fara til ljósmyndarans, Hildar Erlu! Hægt er að fylgjast með henni HÉR

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: MAGNEA

HÆ enn og aftur héðan út Hörpu.
Næsta sýning var Magnea en hún var að taka þátt á RFF í annað sinn.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Síðasta lína MAGNEA sem sýnd var á RFF í fyrra hét BETWEEN BLACK AND BLUR. Við erum að fylgja þeirri línu eftir með nýjustu línu okkar THERE WAS BLUE. Við sóttum innblástur í gallaefni, bæði hvað varðar liti og efnisnotkun. Við skoðuðum sögu gallaefnisins, hefðbundnar flíkur úr gallaefni, smátriðin í þeim og í raun öll möguleg gallatrend seinnihluta 20.aldarinnar! Við skoruðum á sjálfar okkur á að láta denim-on-denim virka og út frá því konsepti og gallefninu sjálfu hönnuðum við prjónuðu efnin og vinnum með knit-on-knit samhliða gallaefninu.

Hvað er skemmtilegast við RFF?
Það skemmtilegasta við RFF er að sjá hönnun MAGNEA verða að veruleika á sýningarpallinum og allt smellur saman í einni heildarmynd – föt, tónlist, hár, förðun og lýsing. Þátt¬taka á RFF er mik¬il¬væg kynn¬ing fyr¬ir okkur sem fyr¬ir¬tæki en ekki síður fyr¬ir ís¬lensk¬an fata¬hönn¬un¬ariðnað í heild sinni og það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir hönnuði að geta sýnt línurnar sínar í eins fagmannlegum umgjörðum og RFF hátíðin er.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Við erum alltaf að sækjast eftir því að blanda prjónaefni og íslenskri ull saman við önnur efni og með þessari línu gerðum við það með gallaefni, en einnig unnum við með ákveðna blöndun á íslensku ullinni til að gera hana þægilegri. Markmiðið er svo alltaf að hafa gaman af ferlinu og finna nýjar leiðir til þess að búa til eitthvað nýtt og ferskt.

IMG_2060

IMG_2072

IMG_2099

IMG_2114

IMG_2121

IMG_2128

IMG_2134

IMG_2140

IMG_2168

IMG_2185

IMG_2204

IMG_2206

IMG_2219

IMG_2233

Gráir og bláir tónar voru ríkjandi en rauðappelsínuguli liturinn poppaði þetta skemmtilega upp. Þægindin voru greinilega í fyrirrúmi þar sem over-sized kápur voru áberandi og virkilega flott matching sett sem komu vel út.

Lísa Hafliðadóttir

Í BEINNI: SCINTILLA

RFF2015

Önnur sýning dagsins var að ljúka rétt í þessu – Schintilla! Mikil spenna ríkti meðal áhorfenda þar sem enginn vissi hverju við mátti búast frá þessu æðislega merki sem hingað til hefur hannað heimilistextíl-línu en ekki föt. Línan kom skemmtilega á óvart.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Scintilla snýst um grafík og liti en munstrin eru inspreruð af öllu sem að er í kringum mig. , bæði manngerðum hlutum og landslagi. Svo erum við að nota náttúruleg lífræn efni sem því að okkur er ekki sama um náttúruna.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?

Það skiptir mig miklu máli að fötin séu þægileg og auðvelt að hreinsa þau og svo auðvitað á sæmilega viðráðanlegu verði.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?

Það eru alltaf skemmtilegar uppákomur hjá okkur . Fötin eru ekki okkar eina vara og við erum alltaf að hanna allskonar annað. Ég í raun get ekki nefnt neitt eitt ákveðið. Skemmtilegasta uppákoman verður auðvitað sýningin okkar!

IMG_1956

IMG_1920

IMG_1910

IMG_1885

IMG_1880

IMG_1871

IMG_1843

IMG_1832

IMG_1823

IMG_1816

IMG_1803

IMG_1784

Hlýjir pastel litir voru einkennandi en augljóst var að hönnuður vill hafa þægindi í fyrirrúmi þar sem efnin virtust mjúk og kósý. Þrátt fyrir þægindin náði hönnuður að hafa flíkurnar kvenlegar í sniðinu. Skemmtileg og falleg lína hjá Schintilla sem á eflaust eftir að höfða til margra kvenna sem velja gæði en einnig þægindi.

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: ANOTHER CREATION

Góðan dag héðan úr Hörpu. Another Creation sýningin var að klárast rétt í þessu.

Við fengum að spyrjast fyrir um þessa flottu hönnun.

Hvaðan kemur innblásturinn fyrir línuna?
Línan sækir innblástur í sterkar kvenfyrirmyndir, þar á meðal samtímakonur og konur úr sögunni sem hafa skarað fram úr og finnst gaman að klæða sig upp til að ýkja ímyndina. Einnig er línan undir áhrifum frá tíðarandanum sem við búum við auk lítillar rómantíkur. Lúxus og glamúr í bland við ferskan götustíl. Sterkar línur, vönduð snið og djörf geómetrísk grafík í anda Art Deco stefnunnar einkenna haust-og vetrarlínu ANOTHER CREATION fyrir árið 2016.

Hvaða skilyrði leggið þið helst uppúr að hönnun ykkar uppfylli?
Í hönnunarferlinu verða allar vörur að búa yfir þeim eiginleika hægt að nota sé að nota þær á fleirri en eina vegu. Hún verður að vera kvenleg, valdamikil, framúrstefnuleg en klassísk á sama tíma.
Aðeins er notast við hágæða efni, aðallega frá Ítalíu og Íslandi. Gæði í saumaskap og frágangi er mjög mikilvægt.Frá kjólum til samfestinga, ullarkápa til loðhúfa, allar flíkurnar eru sígildar og hannaðar með það fyrir augum að lifa lengi í fataskápnum. Allar búa þær yfir hinum einstöku eiginleikum sem Another Creation byggir á: hægt er að breyta þeim á marga vegu – til að mynda með nýjum ermum, kraga eða viðsnúning – allt eftir óskum hvers og eins.
Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Það er ýmislegt skemmtilegt sem hefur gerst í hönnunarferlinu, til að mynda er alltaf gaman þegar ný efni detta í hús, þegar tónlistin smellur við myndefni og að sjá fyrirsæturnar passa í fötin er alltaf mjög góðs viti.

IMG_1442
IMG_1459
IMG_1707
Frábær sýning í alla staði!

Trommarinn á sviðinu gaf sýningunni líf og flotta stemningu.
Geomertísk form í bakgrunni pössuðu vel við Great gatsby fílinginn sem setti skemmtilegan svip á heildar útkomuna.
Kvenlegar og vandaðar flíkur, feldur, silki, falleg snið og multi functional flíkur voru einkennandi fyrir sýninguna.

Svarti silki samfestingurinn og fjaðra kápan stóðu upp úr að mínu mati.

Til hamingju með þessa flottu línu.
Ég hlakka til að fylgjast með Another Creation í framtíðinni.

Kolbrún Anna Vignisdóttir