RFF 2017

RFF17 – Stemningin baksviðs #1

RFF2017

Fyrsti dagur Reykjavík Fashion Festival er nú liðinn og dagur 2 runninn upp! Í dag eru það Another Creation, Inklaw og Aníta Hirlekar sem sýna línurnar sínar og allt er komið á fullt baksviðs í Hörpu.

Stemmingin baksviðs í gær var með eindæmum frábær og mikil tilhlökkun lá í loftinu fyrir því sem koma skyldi og allt gekk eins og smurt. Hér sjáið þið stemminguna frá makeup teyminu þar sem artistar frá Reykjavík Makeup School sköpuðu list undir stjórn Söru og Sillu með hjálp NYX Professional Cosmetics…

rff5

Sara Dögg frá Reykjavík Makup School setur freknur á fyrirsætu frá Myrka.

rff1

Magnea…

rff3 rff7

img_4551

img_4607

Silla og Sara – Key Makeup Artistar RFF og eigendur Reykjavík Makeup School.

img_4563

NYX Professional Cosmetics must haves…

img_4539rff6

Silla frá Reykjavík Makeup School og Kolfinna framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival.

rff4 rff11

Myrka…

img_4575

Harpa Rún frá Reykjavík Makeup School að undirbúa fyrirsætu fyrir Magneu.

img_4531

img_4527 img_4567

Tvær vinsælustu vörurnar frá NYX Professional Cosmetics eru að sjálfsögðu baksviðs!

img_4584

Multitasking…

rff8

Söngkonan sem startaði sýningunni hjá Myrka.

rff10 rff9

Gómsætt!

rff2

img_4598

Makeup Artistar frá Reykjavík Makeup School.

img_4549 img_4535

Facechört með lúkkum gærdagsins eftir Alexander sem er í förðunarteyminu frá Reykjavík Makeup School.

Ekki missa af neinu sem gerist á Reykjavík Fashion Festival í dag og fylgist vel með okkur á Trendnet!

RFF/Trendnet

Spjall: Adam Katz Sinding

RFF2017

Adam Katz Sinding er einstaklega fær ljósmyndari sem er löngu orðinn vel þekktur í ljósmynda- og tískuheiminum fyrir sérstaklega gott auga. Kúnna listi hans er ekki af verri endanum en þar má finna tískurisa á borð við Vogue, W Magazine, Marc Jacobs og svo mætti lengi telja. Adam hefur einnig myndað helstu stjörnur innan bransans líkt og Karl Lagerfeld, Alexu Chung, Cara Delevingne og Anna Dello Russo – leyfum myndunum að tala sínu máli. Það sýnir hversu mikill áhuginn er á íslenskri hönnun þegar fólk eins og Adam mætir á svæðið, áfram Ísland! Við tókum herra Sinding í stutt spjall um upplifun hans af hátíðinni og landinu okkar góða.

adam-100-beards-2-copy-2Adam Katz Sinding. Photo: Jonathan Daniel Pryce

First and foremost, how do you like Iceland?

It’s my 15th visit here.  I love it.  The weather sucks right now, but I’m used to it!

What are your expectations for Reykjavik fashion festival this year?

Whenever I travel for FW i try not to have any expectations.  it’s better to enter with an open mind.  That being said, the production seems to be better than when I visited in 2015.  I’m looking forward!

What is it that catches your eye  whilst looking for a good street style picture?

I can’t answer that accurately.  I shoot all kinds of things.  It’s just a reaction for me.  There are no “rules” than one must follow.  Again, I am adamant that I do not shoot in the standard “street style” form.  I shoot for atmosphere and personality, not to document outfits.

17439643_10154595657882568_2015304068_n 17467938_10154595657717568_351580862_n 17495857_10154595657652568_1828051521_n 17496117_10154595657722568_1920438266_n 17496214_10154595657647568_847226885_n 17496389_10154595657867568_68992312_n 17505698_10154595657727568_733406738_n 17505720_10154595657807568_1977286468_n 17505990_10154595657622568_1756895258_n 17506010_10154595657627568_90664231_n 17506021_10154595657837568_538661468_n

Adam heldur úti heimasíðunni  Le 21ème – við mælum að sjálfsögðu með fyrir alla tísku unnendur.

Við þökkum Adam kærlega fyrir spjallið og erum spenntar að fylgjast áfram með honum í framtíðinni.

Trendkveðjur, Elísabet Gunnars og Rósa María Árnadóttir.

 

 

Í BEINNI: MAGNEA

Seinasta sýning kvöldsins var að klárast en það var MAGNEA. Í ár bauð hún upp á einstaklega fallega lita pallettu, mikið var um jarðliti en sterkur bleikur poppaði upp inn á milli. Sniðin voru  kvenleg, töffaraleg og klæðileg. Alveg hreint út sagt mögnuð sýning sem skilur mann eftir sólginn í meiri tísku og bíðum við því spennt eftir morgundeginum.

img_4953

img_4961

img_4972

img_4981

img_4988

img_4995

img_4999

img_5001

img_5006

img_5012

img_5018

img_5024

img_5026

img_5030

img_5032

img_5044

img_5050

img_5057

img_5063

img_5072

img_5078

img_5086

img_5096

img_5099

img_5103

img_5120

Magnea má svo sannarlega vera stolt af sínu framlagi í ár!

Sjáumst hress á morgun!!

Trendkveðjur, Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: CINTAMANI

Sýningin hjá Cintamani kveikti algjörlega á útivistarþörfinni hjá mér- ekkert smá flott heildarlúkkið á sýningunni og spottaði ég heilmikið af flíkum sem ég væri til í að eiga og jafnvel skella mér í fjallið eða góða fjallgöngu..
Við á Trendnet tókum að sjálfsögðu myndir af sýningunni sem við megum til með að deila með ykkur!
Njótið..img_4947 img_4946 img_4931 img_4929 img_4922 img_4915 img_4907 img_4899 img_4896 img_4887 img_4879 img_4874 img_4862 img_4851 img_4847 img_4842 img_4834 img_4816 img_4804 img_4795 img_4788 img_4782 img_4770 img_4754 img_4750 img_4745 img_4739 img_4731 img_4711 img_4688 img_4679 img_4671

Þökkum Cintamani kærlega fyrir þessa sýningu sem var litrík og skemmtileg!


Melkorka Ýrr

Í BEINNI: MYRKA

Ævinýralega sýningin hennar Hörpu Einarsdóttur Myrka var rétt í þessu að klárast, mikið var hún falleg&rokkuð á sama tíma! Við spurðum Hörpu út í línuna hennar og hönnunarferlið:

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum, og víkinga arfleifð, dulmagnaðri orku og áferð í landslaginu,  hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge, glam rokki. Printið sem ég nota í línunni heitir “Faxi, Faxi” sem var gæðingur djáknans á Myrká, en ég mun einnig frumsýna tískuvideo sem er innblásið af þessari fallegu ástarsögu, um helgina, og var sýnt í lok tískuvikunnar í París síðasta haust.   Efniviðurinn í línunni er cashmere silkiflauel, svart eins og fjörurnar okkar, silfur sem vísar í snjóinn og jöklana, stungur og áferð sem minnir á hraun og mosa, silki, viscose , feldir og ull, með skemmtilegum smáatriðum.

Hvað er skemmtilegast við RFF?
Það er tilfinninginn sem hrýslast um mann þegar öll modelin eru klædd, förðuð og bíða baksviðs eftir að ganga inn á sviðið, það er óttablandin gæsahúðar tilfinning sem er alveg ólýsanleg.  En allt ferlið hefur verið einstaklega gefandi og skemmtilegt, og ég hef aldrei tekið svona langan tíma í undirbúning, þetta hefur verið mjög mikil vinna á lokasprettinum, og oft erfið þegar endar ná ekki saman, en nú er þetta allt að smella og spennan magnast. Það mun norsk þjóðlaga söngkona opna sýninguna með völvuseið sem mun setja stemninguna í upphafi og leiða okkur inn í minn kyngimagnaða MYRKA heim, ekkert dramatískt.. haha.

 Hvað er íslensk hönnun fyrir þér?
Stórt er spurt, hönnun hér á landi er í afar mikilli mótun ennþá, en ég veit að ungir fatahönnuðir á íslandi munu ná langt í tískuheiminum í nánustu framtíð ef þeir fá stuðninginn til að sýna hvað í sér býr. Annars var amma mín fyrsti hönnuðurinn sem ég kynntist, þó orðið hönnuður væri eflaust ekki til þegar hún var ung, ég held að hún hafi verið mér mikill innblástur og áttblaða ullarsokkarnir hennar eiga sinn þátt í að ég fór að rannsaka íslenskan vefnað og ull. Mér finnst þó mjög pirrandi þegar allt er kallað hönnun, og mér finnst að það eigi að vera lögverndað hvað þú getur kallað hönnun og hvað ekki! Það eru margir sem átta sig ekki á þessu og þar finnst mér við vera aftarlega á merinni, það er grafið undan fólki sem er menntað í greinninni með túristavæddri “hönnun” um allar tryssur. Fólk gerir ekki greinamun á þessu og hermir óspart eftir næsta manni til að græða.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Að allt sem verður framleitt sé í hæsta gæðaflokki, að varan endist og að hægt verði að fá upplýsingar um hvar og hvernig varan var gerð og af hverjum. Náttúruvernd, vistvæn framleiðsla og samfélagsleg ábyrgð verða í forgangi sem og hin listræna heild sem mun einkenna MYRKA.  Ég vil hafa það frelsi að finna leikgleðina í hönnunarferlinu, og númer eitt tvö og þrjú, hafa gaman af því sem ég er að gera, um leið og sköpunargleðin er orðin af kvöð þá get ég alveg eins pakkað niður og haldið mig við málningarpennslana.

Áttu þér uppáhalds flík í línunni? Ef svo er, hver og afhverju?
Já.. það er bæði uppáhalds og mest óþolandi flíkin, kápan Katla, sem ég var í tvær vikur að hnoða saman og var allan tíman alls ekki viss um að hann myndi ganga upp,  en hún gerði það og er nú uppáhalds flíkin mín, en ég mun aldrei aftur gera svona flík sjálf! Ef þessu kápa slær í gegn þá þarf ég að einfalda hönnunina töluvert svo framleiðsla svari kostnaði!  En hún er upphafið á einhverju mjög spennandi, það er ég viss um.

img_4421

img_4431

img_4436

img_4452

img_4477

img_4484

img_4491

img_4503

img_4509

img_4517

img_4539

img_4555

img_4567

img_4573

img_4582 img_4594

img_4603

img_4610

img_4623

img_4632

img_4641

img_4647

 

Við óskum Hörpu innilega til hamingju með þessa stórkostlegu sýningu, hún kickstart-aði RFF með stæl!

Rósa María Árnadóttir

HÁRIÐ Á RFF

Baldur Rafn Gylfason, framkvæmdastjóri bpro á Íslandi og reynslubolti í hárbransanum, sér um hárið á RFF í ár ásamt eintómum snillingum. Hárið á stórum tískuviðburðum sem þessum skiptir gríðarlega miklu máli og, ásamt förðun, fullkomnar það yfirleitt það heildar look sem hönnuður vill ná fram. Trendnet heyrði því í Baldri til að forvitnast um þetta stóra hlutverk sem hann gegnir.

25208-baldur

Hver er bakgrunnurinn þinn í faginu?

Bakgrunnur minn er langur í hári. Opnaði mína fyrirstu stofu 1999 sem hét mojo sem varð svo að 2 stofum og með vinsælustu stofum landsins í mörg ár. Þar tók ég og mitt gengi þátt í öllu sem við gátum gert til að byggja okkur upp, hvort sem það voru myndatökur eða sýningar. Við sáum t.d. í mörg ár um Ungfrú Ísland keppnirnar sem var mikil reynsla. Eftir að ég seldi stofurnar hef ég verið heildsali og, eins og ég lít á það, ástæðan fyrir því var að ég vildi geta boðið uppá mun meiri kennslu og stuð fyrir mitt fag en hafði verið í boði á þeim árum sem ég rak mínar stofur. Ég vildi líka vera með fyrirtæki sem væri gúrmei búð fyrir fagfólk, ekkert rugl, bara það besta sem völ væri á og allt sem ég verslaði með væri eitthvað sem ég myndi vilja selja sjálfur og væri stoltur af ef ég væri með stofu.

bpro heildsalan er nú með nokkur merki og öll vel þekkt í bransanum, við höfum haft það að leiðarljósi að reyna að vinna með stofum og fagfólki sem hefur sama áhuga og við á því sem við gerum, þá er bara svo gaman. Okkar helstu merki eru Label.m, HH Simonsen, Davines og nú það nýjasta sem er að gera allt vitlaust á klakanum er brúnkuspray sem heitir Marc Inbane. www.marcinbane.is

17353080_1864739617127575_5056064441982734091_nGuðný Hrönn Sigmundsóttir vörumerkjastjóri label.m og HH Simonsen, Baldur Rafn, Steinunn Ósk Brynjarsdóttir á Senter og Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie.

Getur þú sagt okkur frá teyminu sem verður með þér í Hörpu?

Við erum með magnað teymi fyrir RFF. Við label.m á Íslandi erum stór sponsor á RFF í þriðja skipti. Til að vinna svona verk 100% þarf algjöra snillinga til að hanna hárið og vinna með hönnuðunum svo að allt gangi upp á sýningunum. Þar koma 2 reynsluboltar inn, þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie og Steinunn Ósk Brynjarsdóttir á Senter en hún er búin að vinna baksviðs á tískupöllunum og myndatökum í fjölda ára og er einn aðal reynsluboltinn á þessu sviði á landinu í dag. Harpa er ambassador label.m á Íslandi og fer því mikið erlendis í þjálfanir, hún er einnig mjög vön stórum baksviðs vinnum. Þær munu vera með heilan hóp snillinga sem tengjast og koma að mestu frá Hárakademiunni.

Við label.m og bpro gengið munum vera til taks fyrir þann stóra hóp á meðan þetta allt er í gangi, við gerum ráð fyrir að vera rúmlega 20 manns bakviðs tengt hári. Það er ansi gott.

Er undirbúningurinn búinn að vera mikill til þessa?

Undirbúningur er auðvitað mjög mikill fyrir svona stórt verk þar sem ekkert má klikka, allt frá því að hitta hönnuði, hanna hár, undirbúa svæði og passa að ekkert vanti þegar kemur að aðal vinnunni. Sem dæmi um magn af dóti sem við tökum með okkur eru 2 vörupallettur.

labelm-oct-2013-3

Hvaða vöru kemur þú til með að nota hvað mest um helgina ?

Við munum nota label.m vörurnar á RFF, það er sérstaklega gaman því label.m er einn stærsti sponsor London Fashion Week og má eiginlega segja að vörurnar séu hannaðar þar og því passa þær svo vel í svona. Label.m er hugsað útfrá því að geta fengið allt það sem þú vilt fá út eða búa til í hári, það sem er magnað er að það eru svo margar vörur sem eru auðveldar og virka strax sem þarf í svona vinnu. Þær vörur sem munu vera mest notaðar núna eru einnig mest seldu vörur label.m Texturising Volume Spray sem er blanda af þurrshampoo og hárspray, það efni eiga allir að eiga og gera örugglega miðað við sölutölur. Þær vörur sem við munum líka nota mikið eru Volume musse, Sea Salt spray, hairspray, hitavörn, gel.

Hvaða hönnuð ert þú persónulega spenntastur fyrir að sjá um helgina, ef einhver?

Við erum öll mjög spennt fyrir RFF og stolt og glöð að vera partur af þessu. Harpa, Steinunn og þeirra gengi mun rúlla þessu upp og gera magnað hár, margir sem eru ekki eru tengdir inní þennan bransa halda kannski að þetta sé ekkert stór mál EN þetta er mega vinna en hrikalega gaman.

Fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með okkur þá erum við með mjög virka FB síðu label.m á Íslandi, Snap: bproiceland, insta: label.m_iceland og fyrir þá sem vilja líka fylgjast með öllum okkar merkjum og því sem er í gangi hjá okkur er gaman að fara á FB bpro Iceland. Við erum alltaf með fullt af leikjum og stuði í gangi ásamt því að vera mikið með sýningar og hitt og þetta þar sem við erum að leita af módelum fyrir þá hluti.

Við þökkum Baldri kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með hár look-unum á RFF í ár.

Rósa María Árnadóttir.

Gleðilega íslenska tískuhelgi

RFF2017

Hönnunarmars og RFF voru formlega sett í gærkvöldi í Hörpu. Margt var um manninn og því greinilega hægt að sjá hvað hönnunar og tískuhátíðar sem þessar skipta miklu máli hjá landanum.

Fyrstu sýningar á Reykjavik Fashion Festival eru í kvöld og þar verður Trendnet í beinni lýsingu á Instagram (@trendnetis) og að sjálfsögðu hér á blogginu þar sem við verðum með viðtöl við hönnuði strax að loknum sýningum.

l nei jaja j i 4 3 2

 

Gleðilega íslenska tískuhelgi!

Sjáumst hress í Hörpu. Nánari upplýsingar um miðamál má nálgast: HÉR

rff1 rff3

 

 

TRENDKVEÐJUR

RFF Spurt & Svarað – Sara

RFF2017

Þá er fyrsti í RFF 2017 mættur í öllu sínu veldi! Þá er um að gera að halda áfram að kynnast fólkinu sem vinnur bakvið tjöldin í sýningunni í ár. Sara Dögg Johansen er hinn eigandi Reykjavík Makeup School og annar Key Make Up Artist hátíðarinnar í ár ásamt henni Sillu – HÉR. Sara Dögg hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina og skapað sér sérstaklega flott nafn sem förðunarfræðingur á Íslandi. Hún ásamt Sillu hefur mótað stóran hluta förðunarfræðinga sem eru starfandi á Íslandi í dag í gegnum förðunarskólann Reykjavík Makeup School og séð um farðanir fyrir myndatökur, auglýsingar, tískuþætti og stóra viðburði. Þær stöllur eru sérstaklega spenntar að takast á við Reykjavík Fashion Festival í fyrsta sinn ásamt teyminu sínu og mikill spenningur er fyrir sýningum helgarinnar.

Fylgist með á RFF2017 blogginu í dag til að sjá stemminguna baksviðs, upplifa sýningarnar og fá tískuna beint í æð!

12719248_541185742729297_3277556800325661304_o

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Hversu lengi hefurðu starfað sem förðunarfræðingur?
Ég útskrifaðist sem airbrush-og förðunarfræðingur árið 2010 en hef starfað við förðun síðan 2008

Hvaða verkefni á ferlinum standa uppúr?
Það eru svo mörg verkefni sem standa uppúr en ég myndi segja þegar ég farðaði fyrstu forsíðutökuna mína, það var alltaf draumur að farða fyrir forsíðu og mér þykir rosalega vænt um þá töku. Annað sem stendur svo uppúr er frá því í fyrra þegar ég var að sjá um förðunina fyrir Miss Universe Iceland en í kjölfarið var með boðið í roadtrip um Bandaríkin með Miss Universe teyminu, það var stór og skemmtileg upplifun og ótrúlega mikið af flottu hæfileikaríku fólki sem maður kynntist í þeirri ferð. Stæðsta verkefnið er svo auðvitað þegar við Silla opnuðum Reykjavik Makeup School en það eru forrettindi að fá að kenna svona hæfileikaríkum krökkum alla daga og sjá þá blómstra í því sem þeim finnst skemmtilegast að gera.

17310053_1745267498821687_6918044016140572135_o

Sara Dögg sá um förðunina á forsíðu nýjasta tölublaðs Nýs Lífs.

Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir?

Undirbúningurinn fyrir RFF hefur gengið vonum framar. Við vorum með makeup keppni þar sem um 50 förðunarfræðingar tóku þátt og kepptust um að fá pláss í förðunarteyminu, en í lokin voru 15 förðunarfræðingar valdir. Við höfum svo hitt hvern hönnuð fyrir sig og hannað með þeim look með allskonar áherslum í takt við fatalínurnar þeirra. Síðasta sunnudag vorum við svo með makeup rennsli þar sem við sýndum öll 6 makeup lookin fyrir teymið og fórum yfir allt skref fyrir skref til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Gott skipulag og samvinna er lykilatriði þegar kemur að svona stórri sýningu og auðvitað væri þetta ekki hægt nema að hafa frábært teymi í kringum sig.

Hverju ertu spenntust fyrir í tengslum við RFF?

Það hefur verið draumur í mörg ár að farða fyrir RFF þannig ég myndir segja að ég sé spennt fyrir öllu og fá að deila þessari reynslu með nemendum mínum. Ég er líka mjög spennt að fá að vinna með öllu því flotta og hæfileikaríka fólki sem kemur að RFF.

Hvaða 5 vörur frá NYX eru ómissandi í snyrtibuddunni þinni?

Strobe Genius Highlighter Palette ég elska að geta blandað saman mismunandi litum á ljóma eftir húðtýpum og lookum, mér finnst þessi palletta alveg æðilsleg í kittið hún hefur upp á svo mikið að bjóða. Natural varablýanturinn hefur verið í kittinu mínu síðan 2010 en hann er fyrsti varablýanturinn sem ég fékk og ég hef verið sjúk í hann síðan. Angel Veil Primer æðislegur primer sem jafnar húðina og gerir svo fallegan grunn og lengri endingu fyrir farðann. Micro Brow Pencil í litnum Taupe, náttúrulegur augabrúnalitur sem er fullkomin í að fylla inn “hár“ í augabrúnir án þess að þær virðist of teiknaðar. Hot Single Shadow í litnum Stiletto, þessi litur er fullkominn sem fyrsi litur í skyggingar á augum og einnig einn og sér á augnlokið. Hinn fullkomni hlýji brúni litur sem allir ættu að eiga í snyrtibuddunni sinni.

17409965_10210999337612985_1239531980_n

Hvað tekur við eftir RFF?
Við erum með þétt setna dagskrá eftir RFF en það er mikið skemmtilegt að gerast hjá okkur upp í Reykjavík Makeup School. Á mánudeginum eftir RFF byrjum við með nýtt námskeið þar sem við erum með dagskóla og kvöldskóla. Á næstunni verðum við svo með Masterclass námskeið með erlendum förðunarmeistara sem kemur hingað til landsins til að kenna það vinsælasta í förðun.

13254400_577419369105934_409059253348892225_n

Auk þess að stýra og kenna við Reykjavík Makeup School hafa þær Sara og Silla fengið erlenda förðunarfræðinga til landsins til að halda Masterclass námskeið, hér eru þær ásamt Ariel.

Hvaða förðunarráði getur þú deilt með lesendum sem er þér ómissandi í starfi!
Ég elska góð rakakrem og mér finnst þau vera lykillinn að fallegri förðun. Farðinn verður miklu fallegri þegar hann er settur yfir rakakrem, náttúrulegri og fær aukinn ljóma. Einnig er rakasprey eitthvað sem allir ættu að eiga í snyrtibuddunni en þú getur spreyjað þvi fyrir farða og eftir farða. Það er líka fullkomið til að fríska upp á andlitið yfir daginn og það hjálpar til við að láta púðurvörur aðlagast húðinni þannig að húðin verði náttúrulegri.

Kærar þakkir fyrir spjallið elsku Sara – við hlökkum til að sjá töfra ykkar Sillu og Reykjavík Makeup School teymisins í Hörpu um helgina!

RFF//Trendnet

OUTFIT INNBLÁSTUR FYRIR RFF:

RFF2017

Nú fer að styttast í Reykjavík Fashion Festival & fer maður að huga að fatnaði fyrir hátíðina.. En mig langar að vinna með skyrtur, oversized jakka, GUCCI, bláar gallabuxur & embroidered. Ég hef alltaf haft mikin áhuga á Street Style fatnaði en ég & kærasti minn munum taka myndir af götutískunni á RFF í ár fyrir Trendnet!

Sjáumst á RFF!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

Nýtt Líf teiti á Pablo Discobar

RFF2017

Á þriðjudagskvöldið var boðið til fögnuðar á Pablo Discobar þar sem útgáfu Nýs Lífs var fagnað! Blaðið hefur nú fengið nýjan ritstjóra, Sylvíu Rut Sigfúsdóttur, og nýjasta blaðið er með sannkölluðu RFF þema. Í boði voru drykkir frá Campari og Kronenbourg Blanc sem féllu vel í mannskapinn og mikil gleði og tilhlökkun fyrir tískuhátíðinni sem er framundan í Reykjavík einkenndi stemminguna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Sigga Ella var á myndavélinni og fangaði stemninguna.

_mg_8333

Rósa Birgitta Ísfeld – De La Rosa þeytti skífum í teitinu.

_mg_8326 _mg_8356

Sara Dögg og Kolbrún Anna á femme.is ásamt Fanney Dóru

_mg_8341

Kolfinna Von Arnardóttir framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival lét sig ekki vanta.

_mg_8329

Campari & Tonic – einn heitasti drykkur ársins!

_mg_8380

_mg_8383

Sigrún Ásta verkefnastjóri Reykjavík Fashion Festival ásamt Rut Sigurðardóttur ljósmyndara.

_mg_8354

Harpa Rún, Helga Sjöfn og Christel Ýr förðunarfræðingar frá Reykjavík Makeup School og Steinunn Edda bloggari á Trendnet.is gæddu sér á Kronenbourg Blanc.

_mg_8320 _mg_8391

Campari & Tonic slær í gegn! Kolbrún Anna á femme.is

_mg_8373

Kolfinna Von og Sylvía Rut ritstjóri Nýs Lífs voru að vonum kátar með kvöldið…

_mg_8327

Barþjónarnir á Pablo Discobar eru þekktir fyrir að vera ávalt í stuði fyrir myndatökur!

_mg_8317

David Young Art Director hjá Cintamani ásamt Sigrúnu Ástu Jörgensen verkefnastjóra Reykjavík Fashion Festival.

17310053_1745267498821687_6918044016140572135_o

Við mælum svo sannarlega með að þið grípið nýjasta tölublað Nýs Lífs í næstu verslun og fáið heitustu tískustraumana beint í æð ásamt því að fræðast um það sem er helst í tengslum við Reykjavík Fashion Festival.

RFF//Trendnet