Pattra S.

JÓLAKVEÐJUR ÚR AUSTRI

Inspiration of the dayTraveling

SONY DSCSONY DSCSONY DSC

HALLÓ úr framtíðinni og gleðilegan aðfangadag elskurnar. Útsýnið hjá mér er ekki af verri endanum þessa dagana en við hjúin erum búin að vera á ferðalagi um Thailand síðustu tvær vikurnar sem útskýrir hálfpartinn frávist mína hér! En ég vona innilega að þið séuð að njóta hátíðarinnar með ykkar ástkæru, laus við jólastress og allt bullið sem getur stundum fylgt jólunum.
Hafið það sem allra best og við heyrumst við fyrsta tækifæri.

..

Just wanna pop in real quick and wish you all a very happy christmas. My view isn’t too bad these days but me and my other half have been traveling in Thailand for the past two weeks.
Enjoy your holiday with your loved ones folks, smell you later!

PATTRA

RÚLLUKRAGA ÆÐI JPG x LINDEX

DetailsMy closet

Síðan ég byrjaði með þetta blessaða blogg mitt hef ég þó nokkuð oft tjáð ást mína á rúllukragapeysum og sú ást hefur alls ekki dvalað í gegnum árin. Þegar ég heimsótti Ísland síðast var ég í Lindex þegar Jean Paul Gaultier línan kom í verslunina, þar keypti ég mér 2 rúllukragapeysur og armband til styrktar brjóstakrabbameins. Peysurnar voru nákvæmlega eins í sitthvorum litnum en ég pældi í þessu vel & vandlega og sé ekki eftir þeim kaupum þar sem þær eru búnar að vera notaðar reglulega, ótrúlega góðar & vandaðar flíkur.

IMG_8646IMG_6301Processed with VSCOcam with s1 presetProcessed with VSCOcam with m6 presetIMG_6309

Þarna sést glitta í rauðu peysuna, ég hélt á henni í örlitla stund.. tvær eru á mörkunum en þrjár væri skandall..?

IMG_8642

Peysan kom sér vel í Reykjavíkurhöfninni á köldum en fallegum degi.

IMG_8639

Ég er akkúrat nýkomin heim af ísköldum fótboltaleik en þessi elska bjargaði mér.

ÁFRAM rúllukragi!

..

Turtleneck for the win! Two favorites of mine from Jean Paul Gaultier x Lindex.

PATTRA

HELGAR BRUNCH

a la PattraDetails

 Enn ein helgin gengin í garð og einungis 6 helgar eftir af 2014, pælum aðeins í því!

Við ætlum reyndar ekki að pæla of mikið enda ekkert hægt að gera í því en ég er hingað komin til þess að ræða helgarbröns. JÁ, það er varla hægt að byrja helginni betur en með heljarinnar bröns í góðum félagskap.

SONY DSCSONY DSC

 Fékk heimsókn frá yndis mæðgum fyrr á árinu, þið kannast kanski við þær? Þá var auðvitað boðið uppá bröns og á borðstólnum var meðal annars mitt uppáhalds bláberja smoothie með hnetusmjöri.

IMG_8456 IMG_8458

 Helgi = MIMOSA ..Hér átti ein nágranna/vinkona afmæli.

 SONY DSC

  Mæli með The Coocoo’s nest um helgar, egg florentine par excellence!

IMG_1211

 Það má fá sér eftirrétt í morgunmat um helgar.. enda skyr í þessu –> UPPSKRIFT

IMG_8460

Gæðastund yfir nýbökuðu brauði.

IMG_8459

Afmælisbrönsinn minn sem yndis nágrannar og vinkonur plönuðu.

IMG_0917

 Eggjahræra með kryddjurtum, spínati og Prima Donna osti.

IMG_8457

 Egg & Avocado er snilldar combo!

IMG_1313

Breakfast in bed á vel við um helgar!

IMG_8455

 Poached eggjaréttur sem ég slumpaði saman nú á dögum.

IMG_1661

 Eggin léttsteikt á pönnu og síðan skellt í nokkrar mínútur í ofninn, mjög sniðugt!

IMG_6408

 Æðislegt að byrja daginn á Kaffihús Vesturbæjar, mæli eindregið með því.

Screen Shot 2014-11-22 at 12.46.53 AM

 Morgunverðurinn extra ljúfur með þessari.

IMG_9052

Elska omelette.

IMG_3119

Pönnsur eru alltaf málið, sérstaklega í helgar brönsinn.

IMG_8461

 SNAPS er einn uppáhalds staðurinn minn á Íslandi, karamellasósan með þessum eplapönnsum er ólýsanlega góð!

SONY DSC

Muna ekki allir eftir þessum dýrindis múffum? –> UPPSKRIFT

Verð einnig að mæla með brönsinu á SATT en þangað fór ég í sunnudags bröns með fjölskyldunni þegar ég var á landinu síðast, frábært & spennandi úrval og vægast sagt gúrmandi gott.

Njótið helgarinnar gott fólk og verði ykkur að góðu, kærar kveðjur frá brönsfíklinum!

..

Wish you all happy weekend which hopefully starts with a delicious brunch!

PATTRA

PRAG

My closet

Haustið er ansi fallegt hér í DK..

IMG_7543IMG_7522

Hins vegar er ég stödd í Prag þessa stundina og í kvöld mun ég syngja hástöfum, ÁFRAM ÍSLAND!!!

..

Czech Republic Vs Iceland tonight, I’m in Prague at the moment to cheer my one and only on.. LET’S GO vikings!!

PATTRA

WANG x H&M

My closet

Það er akkúrat vika síðan Alexander Wang x H&M tryllingurinn átti sér stað en þangað mættum við vinkonur rétt fyrir opnun og fannst röðin ekki það slæm. En við enduðum á því að þurfa bíða í rúmlega klukkutíma því að það var hleypt inn í hollum og vorum nokkrum sinnum nálægt því að beila bara á þessu rugli. Ég fékk rækilegan kjánahroll þegar hurðin opnaðist og fólkið hlupu öskrandi inn með tilþrifum en ég get nú ekki sagt mikið því að ég tók jú þátt í þessu fíaskói, hálfskammast mín..

IMG_7430IMG_7427IMG_7457IMG_7489SONY DSCSONY DSCSONY DSC

Ég fór ekki með miklar væntingar og var aðallega forvitin að sjá línuna með berum augum en endaði á því að verða ansi skotin. Skemmtilegt að segja frá því að ég náði ekki að kaupa toppinn lengst til hægri í fyrstu ferð því að það var ung stúlka sem bókstaflega reif hann úr höndunum á mér þegar ég tók hann upp. Til að gera langa(og kjánalega) sögu stutta þá var sá toppur í medium og hefði sennilega verið of stór á mig hvort sem eð þannig ég gafst bara upp og leyfði táninginn að kaupa hann úr því að henni langaði svona ofboðslega í hann. Síðan nokkrum dögum síðar var ég með vinkonu minni í H&M og það voru örfáar flíkur eftir af línunni en sé ég þá ekki þennan besefans topp, í minni stærð, allur sjúskaður. En ég átti greinilega að eignast hann og þannig fór það nú.. línan kom s.s. skemmtilega á óvart og ég hefði jafnvel viljað 1-2 flíkur til viðbótar en ég verð að segja að ég er ekki viss um að ég taki þátt í þessari vitleysu aftur að ári!

..

ALEXANDER WANG x H&M madness..
Got myself 3 really nice pieces but this might be the last collaboration for me. What a circus!

PATTRA

SNILLDAR KAFFIKERRA

a la PattraDetailsHEIMA

 Í vor fékk ég þá flugu í hausinn að útbúa ”kaffikerru” og fór því beinustu leið í IKEA þar sem ég fann þessa ofursætu kerru. Þegar kerran var komin í hús var ferlið ekki flóknari en svo að Nespresso vélinni okkar var bara skellt á kerruna sem við vorum búin að setja saman með smá ”twisti” en eins og sést þá snýr efsta skúffan öfug. Kaffivélin er reyndar aðeins of stór(mynd 2) en það er aukaatriði, ég er virkilega ánægð með útkomuna og er ekki frá því að það sé örlítið skemmtilegra að bjóða gestum upp á kaffi fyrir vikið. Klárlega uppáhalds hornið okkar hjóna á morgnanna!

IMG_7252IMG_7257IMG_7254  Svolítið sætt ekki satt? Ég er dugleg að færa hlutina til á þessari blessuðu kerru, neðst er te-safnið mitt en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega byrjandi í kaffidrykkjunni og er miklu meira te manneskja.

..

Our favorite spot in the morning! Made this coffee cart last spring but I wanted to have a nice coffee station and found this blue cutie in IKEA. Much more fun having guests over for a cup of coffee or tea.

   PATTRA

SÓLRÍK REYKJAVÍK

DetailsIcelandMy closetTraveling

 Mikið ofsalega þótti mér vænt um viðbrögðin sem ég fékk á mínum síðasta pósti, það er nokkuð ljóst að þessi ”mannlegi” liður sé kominn til þess að vera hjá undirrituðu! Trúið mér, ég á vægast sagt nóg af skemmtilegum & fyndnum mómentum sem ég get deilt með ykkur enda líður mér ansi oft eins og ég sé stödd í Truman show.

Annars er ég nýkomin hjem frá Íslandinu góða og haldiði að ég hafi ekki bara fengið bongó blíðu alla vikuna sem ég var í heimsókn, aldrei þessu vant. Fallega gluggaveðrið var klárlega kærkomið og sólgleraugun fengu að vera á nefinu á þessum ”outfit” augnablikum.

IMG_6345

 Jakki –  ZOUL / Nýjir uppáhalds haust skór – Monki
Jacket – ZOUL / New fave fall booties at the moment – Monki

IMG_6568

Rúllukragi – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind / Skór – Topshop
Turtleneck – JPG x Lindex / Cape – Corner, Smáralind(mall) / Shoes – Topshop

IMG_6420

 Kápa – Karen Millen / Bolur – Moss CPH / Leðurbuxur – Gestuz / Sólgleraugu – Stella McCartney
Coat – Karen Millen / Top – Moss CPH / Leather pants – Gestuz / Sunnies – Stella McCartney

 Æ, Reykjavík er nátturulega bara best á svona dögum!

..

I spent last week in sunny Reykjavik.

PATTRA

LÍFIÐ Í FÁEINUM MYNDUM

Inspiration of the dayJust Me

RANDOM minningar úr safninu..

SONY DSC

BERLÍN, maí 2014, sandal anyone?

SONY DSC

London, mars 2013 -Ég datt á rassinn við það að pósa og eyðilagði backgroundið í Marc Jacobs teiti, áfram ég!

IMG_0150

Hvorki Justin Bieber né leikari úr Twilight, bara maðurinn minn fyrir 10 árum síðan, TÍU (!!)

IMG_2671

Hamburg, ágúst 2014 -Blessuð börnin, og sæta kallinn með sápukúlurnar.

Camera 360

Phuket, Thailand, desember 2012 -Stundum er lífið svona..

Camera 360

..en 5.mín síðar svona!

20121225_173353(0)

Alltaf hamingjusöm í kringum hunda.

10277516_10152387675211163_6796813813871530177_n

..

IMG_2478

Frankfurt, ágúst 2014 -Þegar ég gat ekki hætt að gráta eftir ég kvaddi fjölskylduna á flugvellinum(m.a. mömmu mína sem ég hitti í mesta lagi einu sinni á ári), hló inn á milli því að þetta var allt saman voðalega skrýtið. Táraflóðið byrjaði skyndilega þegar ég var að fara í gegnum security-ið, einsöm, svona var þetta í ca 2klst ein með sjálfri mér.. skál fyrir mér.

SONY DSC

Randers, desember 2012, tengdó að pakka mér ofan í tösku, eðlilegt allt saman.

IMG_2240

Frankfurt, ágúst 2014 -Frænkukúr snemma morguns, þessi litla dama á sérstakan stað í hjartanu mínu!

IMG_2568

Að lokum stærsta bóla sem ég hef nokkurn tímann séð með berum augum, skjalfest. Fékk þetta flykki(MUN stærra real life) fyrir nokkrum mánuðum og ákvað á endanum að kreista hana, það fór ekki betur en svo að ég er með ör eftir ósköpin í dag. Skál fyrir því.

Vona að ykkur finnist gaman af svona ”af því bara” bloggpósti, mér fannst allavegana hressandi að mixa þessu saman.
Góða nótt!

PATTRA

MÁNUDAGSMYNDIN

J'ADORETraveling

Stundum eru misheppnaðar ljósmyndir aðeins of fyndnar til þess að eyða, þessi fyrir neðan er einmitt dæmi um slíka mynd. Hún var tekin á Sardiníu í sumar en ég var sem sagt að reyna púlla þessa klassísku ”sveifla hárinu upp úr vatni” megabeib mynd en úrkoman varð því miður eitthvað allt annað.
Þessi hefði sennilega getað fengið hlutverk í Alien VS Predator myndinni, ég er ekki frá því..

SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSC

Hársveiflan var alls ekki að gera sig þennan daginn en ég læt fylgja nokkrar aðrar sem heppnuðust örlítið betur. Sundbolinn/kjólinn hef ég birt hér áður en hann er úr H&M -ofsa flottur en varð allur skringilegur þegar hann blotnaði, hefði átt að fatta það miðað við efnið í honum. Sjórinn á Bombarde strönd beint fyrir utan hótelið okkar var dásemdin ein eins og þið sjáið, ég hef bara svei mér þá hvergi séð tærari sjó en á Sardiníu!

..

You know how some bad photos are way too funny to delete.. ”whip my hair in water” gone bad. Gotta throw in some good ones as well but I would really love to visit Sardinia again some day, clearest ocean I’ve ever seen!

PATTRA

TAKTU ÞÁTT Í BURT’S BEES GLEÐI

Inspiration of the dayJ'ADOREMæli Með

 Bloggfærslan hennar Ernu Hrundar hefur vonandi ekki farið framhjá ykkur en Burt’s Bees fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni ætlar Burt’s á Íslandi  að gefa einum heppnum viðskiptavin flugfar fyrir tvo til Evrópu með WOW air.

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum hér á myndinni að neðan og þú gætir átt séns á því að næla þér í miðana og ekki gleyma #minnburt á Instagram en einnig verður í boði stórglæsileg gjafakarfa með ómissandi nátturulegum vörum frá Burt’s Bees. Gjafaleikurinn stendur til 28.sept þannig að ég mæli eindregið með að þú drífir í því að næla þér í dýrindis Burt’s vöru og taktu þátt því að það er svo sannarlega til mikils að vinna!

Capture

Nokkrir vel valdir Burt’s aðdáendur..

Mín uppáhalds Burt’s vara er án efa Tinted Lip Balm varasalvinn í litnum Rose en hann uppgötvaði ég á Leifstöð fyrir nokkrum árum og hefur ekki vantað í snyrtibudduna síðan. Það besta við þennan varasalva er að hann er 100% nátturulegur en allar Burt’s Bees vörurnar eru 95 -100% nátturlegar og gerðar úr hunangi og olíum, litirnir í varalitunum og glossunum eru meira að segja gerðir úr blómum. Persónulega er ég dolfallinn fyrir nátturlegum & lífrænum vörum og kýs þær fram yfir aðrar þegar ég get, bæði það sem ég læt ofan í mig eða ber á mig.

IMG_5583IMG_5588

Munið eftir #minnburt á Instagram og passið að það sé ekki læst svo að við getum séð myndirnar!

PATTRA