Pattra S.

TREND / VESTI

DetailsInspiration of the dayMy closet

Þið hafið áreiðanlega rekið augun í einhvers konar frakka vesti í fatabúðunum upp á síðkastið en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Það er hægt að klæðast því á marga vegu, ég hef verið að nota vestin mín tvö yfir yfirhafnir eða peysur í haust en þegar það fer að vora verður svo hægt að nota þau við boli. Já, ég er bara strax farin að hlakka til vorsins!

IMG_6350

IMG_9923

Svarta vestið fékk ég í ZARA í september en sá það nýverið í búðunum hér á landi. Það er gerviloð á því sem hægt er að taka af og því er hægt að nota það á ýmsa vegu.

..

Coat vests are hot at the moment and I’m a fan!

PATTRA

 

MEIRIHÁTTAR AIRWAVES HELGI

DetailsIcelandInspiration of the dayMy closet

Það er engin lygi að tíminn flýgur þegar maður er að hafa gaman! Lokadagur Airwaves er runninn upp og ég hlakka gífulega til að sjá&heyra eina af uppáhalds hljómsveitum mínum, Hot Chip, spila eftir nokkra klukkutíma. Hér eru nokkrar góðar Airwaves’15 minningar

Mæli ekki með því að fara í rúllukraga-ullardressi á sveittum tónleikum!

IMG_0376

BATIDA voru hressandi á Nasa

IMG_0771
Byrjaði laugardaginn á því að taka þátt í skemmtilegri myndatöku, meira frá því síðar!
IMG_0769IMG_0768

Mætti svo beint í gúrmheit á Apótekinu
IMG_0772
Laugardags glimmergalla úr Monki

IMG_0767

Með Ellinor söngdívu frá Bretlandi
IMG_0777
Margrét drottningin mín
IMG_0766IMG_0764

Kiasmos snilld

IMG_0706IMG_0780

Gærkvöldið í hnotskurn!!!

IMG_0762

 ZEN stund á milli tónleika

IMG_0761

Leðurjakkinn minn datt á mjög svo óútskýran hátt niður dularfulla rifu og það var ómögulegt að ná þangað niður. Fékk ekki hjálp við að ná honum aftur fyrren tveimur tónleikum síðar.
Vil hér með þakka security snillingana sem hjálpuðu mér með tilþrifum.

IMG_0757

Hress kona klukkan 3:45

Njótið sunnudagskvöldsins!

..

Some more awesome Airwaves’15 moments.. Last night of the festival and beloved Hot Chip in couple of hours, let’s GO.

PATTRA

ICELAND AIRWAVES DAGUR I

IcelandInspiration of the day

Góðan og blessaðan föstudag, ég er mætt aftur á Íslandið góða meðal annars vegna skemmtilegra verkefna sem ég er að fara í á morgun, segi ykkur betur frá því við tækifæri. En það vildi líka svo skemmtilega til að Airwaves helgin er akkúrat á sama tíma og ég er því lukkuleg að ná að fara á þessa skemmtilegu hátíð eftir 7 ára fjarveru. Lenti í gær og fór beint í stuðið, læt myndirnar tala..

IMG_0185Klædd í takt við veðráttuna

IMG_0301  IMG_0302Fallega fólkið mitt

IMG_0189Fyndin móment af instagramminu mínu

IMG_0300IMG_0303Aurora var mögnuð!!

IMG_0299

LA PRIEST flottur á því í satin náttgalla..

IMG_0305IMG_0304Gott að enda kvöldið hér, og aldeileis ekki í fyrsta né síðasta sinn hjá mér

IMG_0307  Uppgötvaði svo í lok kvöldsins skítaapparat á stígvélunum mínum, frábært!

IMG_0298

 Hápunktur kvöldsins að mínu mati voru Low Roar og Aurora.. Kvöld tvö að ganga í garð hjá undirrituðu, áhugasamir geta fylgst með mér á Instagramminu mínu @TRENDPATTRA
-sjáumst fallega fólk!

..
Back in beautiful Reykjavík and you can find me @ Iceland Airwaves  glad to be back at this awesome festival after 7 aiwavesless years!

PATTRA

FLARE GAME

Inspiration of the dayMy closet

Síðan ég fór fyrst að pæla í tískunni sem krakki hafa útvíðar buxur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Mér þykir þær einstaklega klæðilegar, jafnvel lengjandi og ekki lýgur manneskjan sem er sennilega undir evrópskri meðalhæð. Það er því gleðilegt að sjá hversu áberandi þær eru í verslunum þessa dagana.

 Þessar að ofan eru þó nær allar gamlar úr fataskápnum mínum, það er nefnilega algjör óþarfi að versla sér nýtt í sífellu til þess að vera ”inn”. Að vísu fékk ég nýlega þessar á mynd nr.2 í H&M fyrir 179dkk, nánast eins og að ganga um í joggings og búin að nota þær óspart.

Það er nokkuð líklegt að ég muni klæðast útvíðu um helgina.. eigið hana góða!

..

I’ve been into flare trousers since I was a kid and glad to see the huge comeback of the 70’s, flare on!

PATTRA

HELGAR LAXINN

a la Pattra

Þar sem helgin nálgast óðfluga langar mig að deila með ykkur einföldum en afar djúsí laxarétt sem er eldaður reglulega á okkar heimili. Húsbóndinn á heimilinu er nefnilega ekki svo mikill sjávarrétta aðdáandi ólíkt mér, þar af leiðandi finnst mér skemmtilegt að finna upp á fiskirétti sem honum þykir góður og þessi er í miklu uppháhaldi. Þessi er réttur er kanski ekki sá hollasti þess vegna hentar hann kanski extra vel fyrir komandi helgi!

IMG_8456 (2)IMG_8457 (1)

Aðferðin er ótrúlega einföld en ég er hér með heilt laxarflak á bökunarpappír og byrja á því að krydda með salt&pipar, hvítlauksduft, kreisti einnig sítrónusafa yfir ásamt olífuolíu. Þar á eftir raða ég rjómaosti yfir hér og þar eins og sést á myndunum, nota gjarnan rjómaost með púrlauk/blaðlauk bragði því að mér finnst það passa vel við laxinn. Kirsuberjatómatar raðast síðan ofan á ostinn ásamt steinselju og að lokum raða ég sítrónusneiðum í kringum fiskinn mæli einnig með smá skvettu af olífuolíu yfir herlegheitin áður en laxinn bakast í ofni..

IMG_8458 (1)

Smá extra ostur ofan á áður en þessu er skellt inn í ofn í cirka 15-20 mín.

IMG_8459 (1)

..OG voila! Vona að þið prófið og ef svo fer, látið mig endilega vita hvernig til tókst :-)

..

PATTRA

EM ÆVINTÝRIÐ

Inspiration of the dayTraveling

Eins og mörgum er kunnugt þá er Ísland komið á lokakeppni EM í knattspyrnu í fyrsta sinn sögunnar. Ég var svo heppin að fá að upplifa þetta ævintýri og gífurlega stolt að maðurinn minn sé partur af þessum snilldar hóp af fótboltamönnum. Það var magnað að upplifa íslenskan sigur á Amsterdam Arena. Læt myndirnar tala.. ÁFRAM Ísland í öllum sviðum og greinum!!

IMG_7532

Amsterdam að ofan

IMG_7533

Ferðalagið mitt byrjaði mjög skrautlega, kemur svo sem ekki á óvart þar sem ég lífi í Truman show!

IMG_7534

Einn svakalegasti brunch-staður fyrr og síðar!! Bakers & Roosters

IMG_7535

IMG_7539IMG_7538

 Fallega & kósý Amsterdam

IMG_7537

IMG_7536IMG_7541 IMG_7542

 

Ótrúlegur stemmari!!

IMG_7540

Hitti pabba bestu vinkonu minnar og tók lagið með honum

IMG_7545

 Með bestu tengdamömmu

IMG_7544

IMG_7546

 Gæsahúð!

IMG_7547

 Sáttar með sigurinn!

IMG_7543 (1)

 Frábært ferð að baki með dásamlegu fólki

IMG_7549 IMG_7550

 Laugardalsvöllur með mínum bestu EM 2016 hér komum við!!

IMG_7551

 Meiriháttar hópur

IMG_7552

 Það var vel tekið á móti ástmanninum við heimkomu.

..

 Iceland has secured a place in the UEFA EURO 2016 finals for the first time in history. What an adventure, so proud of my man and his amazing teammates. France here we come!!

PATTRA

GLEÐILEGAN DAG!

Inspiration of the dayMy closet

Halló gleðilegan laugardag! Þetta bloggleysi hjá mér er blessunarlega að taka sinn enda en við Aarhus hjúin erum loksins búin að finna okkur íbúð og nýflutt inn eftir einum of margar vikur af hóteldvöl. Það getur stundum reynt á þolinmæðina að búa í Danaveldinu því hér þarf maður að bíða talsvert eftir hlutunum en það tekur t.d. tvær vikur að fá internet inná heimilið.

Hvað um það, mig langar aðallega að líta hér við og óska ykkur gleðilegan Gay Pride og birta í leiðinni þessar myndir sem eiga ansi vel við daginn. Við hjúin heimsóttum AROS safnið í síðustu viku og tókum nokkra hringi á Panorama Rainbow eftir Ólafi Elíassyni sem var mjög ánægjulegt og gaman að sjá yfir alla borgina. Annars er ekki bara dagurinn í dag sem er gleðilegur heldur verður Trendnet hvorki meira né minna en þriggja ára á morgun, tíminn flýgur svo sannarlega þegar það maður er að skemmta sér.. Takk fyrir heimsóknina kæru lesendur!

IMG_5214IMG_5213IMG_5210IMG_5215IMG_5211Enda þetta á útsýni af fallega Árósum.

Ástin rokkar!

..

I highly recommend a visit to AROS if you ever drop by Aarhus, such a joyful walk thru the Panorama Rainbow by Olafur Eliasson and perfect view over the whole city! But mostly I would like to wish everybody in Reykjavik a happy Gay Pride I feel like these pictures are spot on for the occasion.

LOVE rules!

x

PATTRA

BORGIN MÍN AARHUS

DetailsHEIMAMy closet

Góða mánudagskvöldið Pattra heiti ég (fyrrverandi) bloggari hér á Trendnet -JÁ, maður gæti næstum því haldið að ég sé fyrrverandi bloggari miðað við frammistöðuna mína hér á bæ, en betra seint en aldrei ekki satt? Því ég er sko hvergi hætt! Ýmislegt hefur gengið á síðan í maí, það er nefnilega það að síðasta færslan mín var í lok maí -skandall!!
En svona það helsta er kanski það að við hjúin erum flutt með allt okkar hafurtask til Aarhus, sú dásemdar borg sem við þekkjum núorðið ansi vel. Hinn helmingurinn skrifaði undir samning hjá fótboltafélaginu AGF og hér verðum við næstu tvö árin eða svo.. pínu sérstakt að flytja svona svakalega stutt eða u.þ.b. 40 km í burtu. OG hér erum við búin að vera í nákvæmlega tvær vikur, heimilislaus á hóteli, með allt draslið okkar í geymslu. En þessar vikur hafa samt verið frábærar og við hlökkum til komandi ævintýra í þessari sjarmerandi borg! Tvær vikur í myndum..

IMG_3327DSC01884

Við hjúin höfum verið dugleg að fara í göngutúr á kvöldin, meiriháttar að búa í strandarborg

DSC01853DSC01868DSC01846DSC01817

Sculptur by the Sea sýning við ströndina, skemmtilegt að labba strandarlengjuna endilanga og lista sig rækilega í gang

DSC01844DSC01842DSC01786

Þessi fylgdi bara með því að ég virka c.a. 180cm á henni, sem mér fannst ekki leiðinlegt

DSC01810

..Skroppin aftur saman(er samt ekki svona lítil sko)

IMG_2891

Hótel morgunmaturinn er ágætur(í hófi)

IMG_3133

Það er ekki hlaupið að því að finna híbýli hér í Aarhus, það er nokkuð staðfest

IMG_3614

Uppáhalds gatan mín Jægergårdsgade, líf & fjör og nóg af girnilegum stöðum!

IMG_2932Við þrömmum um borgina eins og enginn sé morgundagurinn, ýmist í leit að kaffi eða íbúðum

IMG_3181

Hádegismatur við Marselisborg höfnina er alltaf góð hugmynd

IMG_3404IMG_3415

Eitt það besta við Aarhus eru öll huggulegu kaffihúsin sem borgin hefur að geyma

IMG_3498

BOB mættur á strandbaren að sóla sig

IMG_3369

Sushi sumarkvöld með frábæru fólki

IMG_3285

Bara frekar sátt með þetta allt saman! Sjáumst fljótt gott fólk.

..

HELLO I’m alive and just moved to the charming city of Aarhus. Have a feeling that this is going to be a good adventure, stay tuned! Meanwhile I hope you enjoy my photo diary from the past two weeks.

x

PATTRA

HÓTEL GRANVIA BARCELONA

Traveling

Ég hef verið á miklu flandri síðustu vikur og er nýkomin heim úr stuttri vinkonuferð til Barcelona með yndis Juliu minni. Þið munið kanski eftir þessari mynd úr Sardiníu frá því í fyrrasumar? Sú snilldarferð var einnig með Juliu sem er snillingur með meiru, alls staðar gaman með henni! Annars vildi ég bara aðallega minna á þetta stórskemmtilega kódakmóment, mikið er ég viss um að finna eina slíka þegar ég er búin að fara í gegnum Barce myndirnar, stay tuned.

Þessi póstur er samt tileinkaður Hotel Granvia en ég á til með að tipsa ykkur um þetta frábæra hótel í Barcelona. Það getur verið vandasamt verk að finna hótel í stórborgum sem uppfyllir öll skilyrði en okkur fannst það bæði sanngjarnt í verði og staðsetningin hefði varla getað verið betri. Þótt að hótelið sé frekar ofarlega á Tripadvisor þá var það á lægri kanntinum hvað varðar verð á Booking, mæli með að þið tékkið á því ef þið eruð á leið til Barcelona. Það er reyndar enginn sundlaug sem kanski útskýrir verðið en við stöllurnar söknuðum þess lítið í svona stuttri borgarferð.

IMG_9619

IMG_9621 IMG_9641 DSC01663DSC01311DSC01316DSC01319IMG_9796DSC01329DSC01359

Enda þetta á smá pósu í garðinum þar sem við áttum ljúfar morgunstundir, allt voða ferskt og snyrtilegt þarna og stórskemmtilegar myndir á ganginum!

..

I’ve got to tip you about this great value hotel with a top location in Barcelona, make sure to check out Hotel Granvia if you are planning a trip to this fantastic city, loving the interior! But I guess anywhere is a blast with my wonderful friend Julia, remember last year in Sardinia?

PATTRA