Melkorka Ýrr

VIKAN: MINN STÍLL

Ég birtist í Vikunni sem kom út í gær undir ,,Minn stíll”. Ekkert smá skrítið fyrir mig en á sama tíma mjög gaman að fletta í gegnum eitthvað tímarit og sjá sjálfan sig,  Roði var með mér  á myndinni af mér þannig mér þykir extra vænt um opnuna sem ég (og Roði) birtumst í. Svo er það alls ekki leiðinlegt að fyrsta tímaritið sem ég kem fram í er Vikan, elsta vikublað okkar Íslendinga!

Endilega tryggið ykkur eintak!

Xx 

Melkorka

SHOPPING IDEAS: SECRET SOLSTICE

Þar sem Secret Solstice er um helgina ákvað ég að skella í smá Secret Solstice kauphugmyndir. Sjálf er ég búin að fara tvisvar og alltaf skemmt mér konunglega – en þrátt fyrir það þá hef alltaf lent í örlítilli fatavals-krísu og efast ég ekki um að einhverjar tengja.

Ég ákvað í samstarfi við Ellingsen að gefa ykkur smá hugmyndir um hverju væri skemmtilegt að klæðast um helgina. ég var svo sniðug að skoða veðurspánna fyrir helgina og eru flíkurnar í samræmi við veðurfarið – enda ekkert eins leiðinlegt og að að vera skemmta sér og vera ískalt eða of heitt ef því er að skipta.

  1. See through regnkápa frá Didrikson, sem er hægt að pakka inn í einhversskonar umslag – tilvalin fyrir rigningu sem kemur og fer.
  2. Nike Air Presto, fallegir, plain, hvítir sneaks.
  3. Húfa framleidd af Ellingsen, mega fín til að halda eyrunum hlýjum.
  4. Hettupeysur eru komnar til að vera vona ég. Enda eru þær hlýjar og chic – tilvalið í íslenskt veðurfar.
  5. Champion bolur sem kemur sér vel undir peysur.
  6. Herchel Fanny Pack – einhverskonar bakpoki eða fannypack er must have fyrir útihátiðir IMO þar sem það er erfiðara að týna þeim en venjulegum hliðartöskum, og það vill so til að Ellingsen er með mega fínt úrval af þeim, m.a í camo-litum.

Vona að þessar hugmyndir geti komið sér vel fyrir komandi helgi!
XX
Melkorka

Ellingsen eru afar virk og skemmtileg á Instagram og hægt er að followa þau hér.

BIO BORGARI ?

Mig langar til að deila með ykkur einum mega nice stað sem Doddi dróg mig á í dag, Bio Borgarar heitir staðurinn og bjóða þau upp á hamborgara í hollari kantinum. Við pöntuðum okkur Special hamborgarann á matseðlinum, því miður man ég ekki hvað var á honum – en það smakkaðist vangefið vel með eingiferölinni sem ég fékk mér að drekka með, sjúklega nice og juicy máltíð.

Það er hægt að velja á milli grænmetisborgara og svo er líka hægt fá sér kjöt, ég fékk mér kjöt í þetta skiptið, en ætla klárlega að prufa grænmetisborgarann næst. Hann mun alveg pottó smakkast vel og eflaust betur og hlakka ég mega til í að prufa hann.

Þessi staður fær 5 stjörnur frá mér, svo mikið er víst, og ef þið eruð í leit af hollum skyndibitastað þá mæli ég með Bio Borgurum á Vesturgötunni!

þangað til næst

xx

Melkorka

 

SUMAR SORBET!

Vinkona mín Rúbína sagði mér eina mega sniðuga og fljótlega uppskrift af hollum Sorbet.
Sorbetinn er hentugur fyrir þá sem vilja taka til í mataræðinu en vilja samt sem áður geta gripið í eitthvað sætt yfir sjónvarpinu á kvöldin.

Svo er hann góður og ferskur svo hann er tilvalinn til kælingar í sumar, sem verður vonandi stútfullt af sól og hita!

Uppskrift fyrir 4:
180gr Grískt jógurt
3 Bollar frosinn Mango
Dass af kókosmjólk
1tsk hunang (valfrjálst)

Allt sett í blandara, síðan sett í box (gamalt ísbox er sniðugt) stráð kókos yfir og að lokum sett í frystinn yfir nótt.

Myndina tók ég af Pinterest – enda arfa lélegur mata-myndatökumaður

Gott að bera fram með ávöxtum og súkkúlaðisósu úr 70% súkkulaði, eða bara hafa ísinn einn og sér :)

Þangað til næst,
XX
Melkorka

MONKI X LUNETTE

 

Ég fagna samstarfinu á milli Monki og Lunette, en þau eru að fara af stað með herferð sem á að vekja athygli á því að það er ekkert af því að fara á túr, og eru sömuleiðis að reyna setja jákvæðann stimpil á það að fara á túr.

Nælur sem verða seldar

Það er því miður þannig að í sumum Afríkuríkjum  að ungar stúlkur mæta ekki í skólann og jafnvel hætta í skóla af því þær fara á túr. Fyrir þeim fylgir ákveðin skömm yfir því að fara á blæðingar, enda er mjög lítið um vörur eins og túrtappar, dömubindi o.þ.h. Þannig þegar þær fara á blæðingar hafa þær ekkert til þess að “fela” það eins og við erum svo heppin að geta gert. Þannig ég er yfir mig ánægð að Monki og Lunette ætla að gefa 5.000 álfabikara til ,,The cup foundation” sem mun sjá til þess að stelpur í t.d í Kenya fái bikar – svo þær geti sinnt skólanum og daglegu lífi án þess að skammast sín og halda sig í fjarlægð, í 5 daga í senn í hverjum einasta mánuði eftir að blæðingar hefjast.


Svo finnst mér álfabikars trendið tær snilld og vona það komi til að vera, þar sem túrtappar og dömubindi er afar óumhverfisvænn varningur – annað en fjölnota bikarinn…

Fyrir áhugasama þá hefst salan á varningnum þeirra um mitt júlí og munu einhverjar vörur vera seldar online!

xx
Melkorka