Melkorka Ýrr

PURPLE ICE

Ég keypti mér nýja sneaks um miðjan apríl, skórnir voru búnir að vera lengi á óskalistanum en ég bloggaði einmitt um þá um daginn – wishlist frá Naked ef einhver hérna man eftir því,
ég er rosa hrifin af þessum skóm – eiginlega sama í hvernig lit, en ég hef ekki enn séð colorway sem ég fýla ekki. En kannski gáfulegt að segja hvaða skó ég keypti mér áður en ég held lengra, en við erum að tala um Climacool1 frá Adidas, ég geri mér fulla grein fyrir því að ég var ekkert að finna upp á hjólið með þessum kaupum mínum, enda mjög flottir, eiguleigir og síðast en ekki síst þæginlegir og mjög léttir skór, þannig það gefur auga leið að margar smekkskonur (og karlar) hafa nælt sér í par.
Sneakerfíkilinn sem ég er þarf alltaf að lesa mér til um skóna – enda næstum undantekningarlaus einhver skemmtileg saga á bakvið skónna, ferlið og hugmynda á bakvið þá osfrv.
Svo ef Andrea Röfn meðbloggarinn minn er að lesa þetta, skora ég á hana að byrja aftur með sneakers vikunnar!! Að minnsta kosti skemmtilegasti liðurinn á trendnet hingað til að mínu mati..

Adidas kom vægast sagt með gott Climacool comeback í fyrra, enda voru skórnir afar vinsælir í kringum aldamótin 2000 – en núna í haust þá komu þeir fram með 4 colorways, all black, hvíta, rauða og græna, núna hafa hinsvegar fleiri litir bæst við flóruna og nældi ég mér í fjólubláa eða réttara sagt “Purple Ice” – gæti ég ekki verið ánægðari með parið og mun ég koma til með að nota þá mjög mikið <3

 

Skónna keypti ég mér í Húrra Reykjavík

xx

Melkorka

COOL KID: UNA SCHRAM

Þegar ég tók þá ákvörðun að hafa fastann lið á blogginu mínu sem snérist um það að fjalla um fólk á mínum aldri sem mér finnst gaman að skoða á Instagram – var ég staðráðin á því að einhverntímann ætlaði ég að fá að sýna þeim, sem ekki vita – Instagrammið hennar Unu. Ég er búin að fylgjast með Unu mjög lengi á Instagram, og fýla reikninginn hennar mjög mikið. Enda er hún dugleg að taka skemmtilegar og sömuleiðis fallegar myndir af öllu mögulegu! Og mér leiðist svo sannarlega ekki að skoða þær. Svo fyrir utan það að vera guðdómlega falleg þá vekur stílinn hennar athygli –

Þeir sem hafa áhuga getað fylgst með Unu hér.
xx
Melkorka

ASOS SHOPPING BAG

Í leti minni upp í rúmmi leiddist ég inn á Asos.com og fleiri online fatasíður, að skoða föt – eeeins og svo oft áður. Ég er hinsvegar ekkert á leiðinni í að panta mér flíkur enda byrjuð að spara (enda kominn tími til) en þrátt fyrir það finnst mér gaman að skoða fatasíður og fá þá kannski einhverjar hugmyndir til þess að fresha upp á gamlar flíkur og kannski finna nýtt notagildi fyrir þau föt sem ég á fyrir og hef kannski átt lengi, lengi.
En í þessu Asos surfi mínu ákvað ég að setja nokkrar flíkur í körfuna mína sem ég væri mjög mikið til í að eignast.
Karfan mín einkennist af fallegum layered skyrtum, töffaralegum og klassískum buxum og svo miklu meira fíneríi!

Þessi off-sholder toppur er fullkominn “út að borða” bolur, og við þurfum allar a.m.k einn svoleiðis – ekki satt?
Hann fæst hérFinnst detailin á þessari mjög fín, og bróderingin kemur virkilega vel út..
Skyrtan fæst hér
Ég er búin að vera leita af klassískum rauðum trousers frekar lengi, ef ég væri ekki að spara væru þær á leiðinni heim til mín as we speak..
Þessar fást hér


Myndi klæðast hvítri flík að ofan við þessar buxur, eflaust léttum trench coat í sama lit við..
Held það kæmi skemmtilega vel út
Skyrtan fæst hér
og buxurnar hér

Finnst þessi snake-munstraða skyrta virkilega töff og hálsmálið gerir mjög mikið fyrir hana.  Skyrtuna myndi ég taka frekar oversized og held ég að hún yrði mjög funky við svartar leðurbuxur og chunky boots!
Hún fæst hér

Þessi ökkla boots frá New Look eru meeega nice!!
Þeir fást hér

Óskalistinn minn á Asos að þessu sinni!
xx Melkorka

OUTFIT: PANT SUIT

Jæja, þá er maður loksins kominn í páskafrí en mitt mun standa yfir frá 7. – 24. apríl,  sem er bara frekar nice, enda er smá chilltími afar kærkominn í mitt líf þessa stundina, en langt frí kallar á nægan tíma til þess að endurhlaða batteríin sem hentar sér afar vel og þá sérstaklega fyrir lokaprófin sem byrja um mitt maí..

Við skrifin á þessari færslu er ég ný komin heim úr fermingu, en í henni var ég klædd í bláa dragt – ég birti mynd af mér í dragtinni á instagrammið mitt um daginn og í kjölfarið fékk ég margar fyrirspurnir um hvar ég hafi fengið hana, svo ég ákvað bara að gera spes blogg tileinkað henni!

Dragtina keypti ég mér í Primark í London síðast þegar ég var þar – Ég fór inn í búðina með mjög litlar væntingar um að finna eitthvað sem ég fýla eftir fyrri reynslu á búðinni, en það sem ég var ánægð að finna svona fína dragt og það á lágu verði – sem kom sér afar vel svona í restina af ferðinni.

Annars er ég eiginlega hætt að versla mér flíkur í fast fashion keðjum – þær endast stutt og svo er þetta rosalega óhumhverfisvænn iðnaður, en það er umræða í aðra bloggfærslu –

Sneaks eða hælar, skiptir engu máli finnst mér – passar við allt!

x

Melkorka

KENDRICK LAMAR – HUMBLE

Án þess að hljóma eitthvað rosa dramatísk þá finnst mér ég bera ákveðna skyldu til þess að seigja þeim – sem ekki vita nú þegar, að trylltasta tónlistarmyndband sögunar kom út í fyrradag
og þá við mögulegt lag ársins.


Freaky, húðslit, tryllt gæði og allt þar á milli –
Humble eftir Kendrick Lamar

Rúm 8.5 milljón áhorf á tveimur sólahringum þegar þetta er skrifað, það finnst mér undirstrika bara það sem ég skrifaði hér fyrir ofan..
Annars vona ég að þið eigið góða helgi – get sagt allavegana ykkur það að mín lærdómshelgi verður 200% betri og bara nokkuð góð með tilvist Humble hehe
x Melkorka