Melkorka Ýrr

ÁRSHÁTÍÐ!

Í gær var árshátíð MA haldin hátíðleg – sú skemmtilegasta sem ég hef farið á so far. Maturinn var delish, skreytingarnar voru æði, myndbandafélögin voru með stórkostlega fyndin video og voru tónlistaratriðin ekki af verri endanum, en þau voru Moses Hightower, Friðrik Dór <3 og 101 boys.

Ég ákvað að vera frekar látlaus þegar það kom að outfittinu og makeup-i
og var ég bara frekar ánægð með útkomuna, kjóllinn var alls ekki þröngur svo ég gat borðað eins og mig lysti án þess að finna fyrir óþægindum. Stór plús!

Pels: Gamall af ömmu minni Kjóll: Missguided Skór: New Look Hálsmen: Vintage

Pels: Gamall af ömmu minni
Kjóll: Missguided
Skór: New Look
Hálsmen: Vintage

Þetta earcuff pantaði ég mér af Asos um daginn.. og var það fyrsta pöntunin mín ever frá þeim(!!)

Þetta earcuff pantaði ég af Asos um daginn.. og var það fyrsta pöntunin mín ever frá þeim(!!)

Einnig langar mig að deila með ykkur skemmtilegum myndum sem voru teknar af okkur vinkonunum (vantar þó eina), en það var ekki séns að ná einni mynd sem var  “eðlileg”, en það gerir þær akkúrat svo skemmtilegar!
Að mínu mati amk…

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with q10 preset

Processed with VSCO with g3 preset

x Melkorka

 

HALLÓ TRENDNET!

Mig langar að kynna mig fyrir ykkur þar sem ég er nýjasta viðbótin (ásamt Hrefnu) í Trendnet fjölskylduna!

Ég heiti Melkorka og mun ég blogga aðalega um tísku, þó ég muni viðra aðrar skoðanir mínar inn á milli!

Ég er 18 ára menntaskólanemi, búsett á Akureyri og hef áhuga á öllu sem tengist tísku, ferðalögum, innanhúshönnun, mat og hreyfingu.

Processed with VSCO with c1 preset

Ég er glæný þegar það kemur að bloggi en ég er rosalega spennt að fá að slást í hópinn hér á Trendnet og mun ég vera dugleg að deila áhugamálum mínum með ykkur!

Leyfði nokkrum myndum af gramminu mínu fylgja með, en ég er afar virk þar! Username-ið er @melkorkayrr fyrir áhugasama :)

 fullsizerender-1

img_7958

Processed with VSCO with c1 preset

x Melkorka