Melkorka Ýrr

LONDON MUST SEE

Það styttist óðum í að ég fari til London, en við vinkonuhópurinn erum að fara á Wireless round 2 því við fórum líka í fyrra.

Þar sem það er einungis tæp vika í þessa snilld er ég farin að taka saman staði sem skemmtilegt er að fara á, suma staði sem ég hef saknað og get ekki beðið að fara á aftur og aðra sem mig hefur alltaf langað til að sjá eða prufa, en ekki komist í það að fara á, þar með ákvað ég taka saman lista yfir hluti sem mér finnst vera ,,must see/do” í London.

Persónulega finnst mér mikilvægt að taka amk einn mainstream túristadag í borginni, enda margir skemmtilegir ,,túristastaðir” í boði! Eins og t.d London Eye, labba að Big Ben er alltaf klassísk skemmtun, Buckingham Palace (fara klukkan 11:00 er mjög skemmtilegur tími en þá eru vaktaskipti varðmannana í höllinni, sem er einhver mega athöfn),Westminster Abbey, þræða búðirnar á Oxford Street, Camden, skemmtilegt að fara í picknic í Holland Park ef veður leyfir. Svo er British Museum virkilega skemmtilegt safn sem ég mæli með! Og ætla klárlega aftur á við tækifæri.
Svo er það maturinn… Nandos, Five Guys, Nobu, Wahaca – mjög delish mexíkóskur staður, svo til að mergsjúga breska menningu er crusial að smakka Fish and Chips!

Ég hef því miður engan skemmtilegann leynistað í London sem gæti verið skemmtilegt að versla þar sem ég hef sjálf bara farið á þessa basic staði sem eru Oxford street, Westfield, Camden, Soho, Selfridges og svo auðvitað uppáhalds DSM. Listinn er alls ekki tæmandi og ef þið lumið á einhverjum skemmtilegum stöðum sem ég nefndi ekki hérna fyrir ofan (og þá sérstaklega veitingastaðir) þá megiði endilega deila þeim með mér!

Nokkrar misskemmtilegar myndir frá síðustu tvem London heimssóknum mínum,

þangað til næst

xx

Melkorka

NEW INK


Þið sem fylgið mér á instagram hafið eflaust séð nýja flúrið mitt. En ég fékk mér húðflúrið sl. fimmtudag og fyrir valinu var snákur á upphandlegginn og er ég mega sátt við útkomuna.

Ég fékk gjafabréf í flúr frá vinkonum mínum í 19 ára afmælisgjöf og ákvað loksins að drífa mig – ekki nema 5 mánuðum seinna.

Leyfi myndum af nýja seildýrinu mínu fylgja með

🐍

xx

Melkorka

VIKAN: MINN STÍLL

Ég birtist í Vikunni sem kom út í gær undir ,,Minn stíll”. Ekkert smá skrítið fyrir mig en á sama tíma mjög gaman að fletta í gegnum eitthvað tímarit og sjá sjálfan sig,  Roði var með mér  á myndinni af mér þannig mér þykir extra vænt um opnuna sem ég (og Roði) birtumst í. Svo er það alls ekki leiðinlegt að fyrsta tímaritið sem ég kem fram í er Vikan, elsta vikublað okkar Íslendinga!

Endilega tryggið ykkur eintak!

Xx 

Melkorka

SHOPPING IDEAS: SECRET SOLSTICE

Þar sem Secret Solstice er um helgina ákvað ég að skella í smá Secret Solstice kauphugmyndir. Sjálf er ég búin að fara tvisvar og alltaf skemmt mér konunglega – en þrátt fyrir það þá hef alltaf lent í örlítilli fatavals-krísu og efast ég ekki um að einhverjar tengja.

Ég ákvað í samstarfi við Ellingsen að gefa ykkur smá hugmyndir um hverju væri skemmtilegt að klæðast um helgina. ég var svo sniðug að skoða veðurspánna fyrir helgina og eru flíkurnar í samræmi við veðurfarið – enda ekkert eins leiðinlegt og að að vera skemmta sér og vera ískalt eða of heitt ef því er að skipta.

  1. See through regnkápa frá Didrikson, sem er hægt að pakka inn í einhversskonar umslag – tilvalin fyrir rigningu sem kemur og fer.
  2. Nike Air Presto, fallegir, plain, hvítir sneaks.
  3. Húfa framleidd af Ellingsen, mega fín til að halda eyrunum hlýjum.
  4. Hettupeysur eru komnar til að vera vona ég. Enda eru þær hlýjar og chic – tilvalið í íslenskt veðurfar.
  5. Champion bolur sem kemur sér vel undir peysur.
  6. Herchel Fanny Pack – einhverskonar bakpoki eða fannypack er must have fyrir útihátiðir IMO þar sem það er erfiðara að týna þeim en venjulegum hliðartöskum, og það vill so til að Ellingsen er með mega fínt úrval af þeim, m.a í camo-litum.

Vona að þessar hugmyndir geti komið sér vel fyrir komandi helgi!
XX
Melkorka

Ellingsen eru afar virk og skemmtileg á Instagram og hægt er að followa þau hér.

BIO BORGARI ?

Mig langar til að deila með ykkur einum mega nice stað sem Doddi dróg mig á í dag, Bio Borgarar heitir staðurinn og bjóða þau upp á hamborgara í hollari kantinum. Við pöntuðum okkur Special hamborgarann á matseðlinum, því miður man ég ekki hvað var á honum – en það smakkaðist vangefið vel með eingiferölinni sem ég fékk mér að drekka með, sjúklega nice og juicy máltíð.

Það er hægt að velja á milli grænmetisborgara og svo er líka hægt fá sér kjöt, ég fékk mér kjöt í þetta skiptið, en ætla klárlega að prufa grænmetisborgarann næst. Hann mun alveg pottó smakkast vel og eflaust betur og hlakka ég mega til í að prufa hann.

Þessi staður fær 5 stjörnur frá mér, svo mikið er víst, og ef þið eruð í leit af hollum skyndibitastað þá mæli ég með Bio Borgurum á Vesturgötunni!

þangað til næst

xx

Melkorka