Melkorka Ýrr

WHAT TO WEAR – ICELAND AIRWAVES

 

 

Nú eru aðeins 3 dagar í Iceland Airwaves tónlistarhátíðina hérna á Akureyri svo ég hef verið að sanka að mér dress-innblástri inn á pinterest. Sjálfri finnst mér skemmtilegast að vera lil’bit extra þegar það kemur að fatavali fyrir tónlistarhátíðir svo innblásturinn er í samræmi við það.
Annars er ég orðin mjög spennt fyrir Airwaves og fagna komu hátíðarinnar hingað til Akureyrar, skemmtileg viðbót í annars ágæta menningaflóru okkar Akureyringa :)

Ég er hrifnust af groovy lúkkinu sem hefur verið afar áberandi upp á síðkastið, trackpants á móti djúsaðari hettupeysu, eða bodysuit, toppað með nice skarti og góðri yfirhöfn til að verjast nóvember kuldanum.
Síðan giska ég á að sólgleraugna hype-ið verði afar áberandi yfir helgina ásamt chunky stígvél í anda bonnie boots frá UNIF.

Annars vonast ég til þess að sjá sem flesta á Airwaves á Akureyri um helgina, þangað til næst og takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr

 

YOUNG KARIN – PEAKIN’ FT. LOGI PEDRO

Young Karin var að gefa út nýtt lag og myndband í dag, lagið kallast Peakin’ ft. Logi Pedro og er útkoman vægast sagt sturluð.
Og sé ég fram á það að hafa lagið á replay það sem eftir er af degi.

X
Melkorka

CHECK, CHECK, CHECK!

Þið hafið með öllum líkindum rekið augun í flík með köflóttu munstri bæði í fatabúðunum og á netverslunum upp á síðkastið, en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Enda tekur undirrituð munstruðum trendum og sömuleiðis litum fagnandi. Tala nú ekki um hversu haustleg köflótt munstur eru, a.m.k að mínu mati.
Sjálf á ég eina þykka, síða köflótta ullarkápu sem ég keypti á nytjamarkað á dýrum dóm þegar ég var í 9.bekk. Vildi svo til að ég hafði ekki kjark til þess að ganga í henni þá (það sem maður var mikið undir áhrifum annara), en sem betur fer gróf ég hana upp í vor og hef notað hana óspart síðan, og sé svo sannarlega fram á að nota hana áfram.

 

Það er vel hægt að leika sér með köflótta munstrið og para því saman við hin mismunandi munstur og liti. Allt er nú hægt í tísku að mínu mati.
X
Melkorka