Melkorka Ýrr

VIÐTAL VIÐ ANN-SOFIE!

Ég er nokkuð viss um að opnun H&M í síðustu viku hafi ekki farið framhjá neinum. Enda margir sem fagna H&M í fataversunar-flóruna hérlendis. Ég mætti á opnunarkvöldið margumrædda og skemmti mér mjög vel i góðum hópi fólks…

En svo ég komi mér að máli málanna þá fékk ég það skemmtilega tækifæri nú á dögunum að taka viðtal við Ann-Sofie, listrænum stjórnanda og ráðgjafa H&M. Þótti mér það alls ekki leiðinlegt og var gaman að fá að vita hitt og þetta um hana og starfsferilinn hennar innan fatarisann H&M. Við töluðum að sjálfsögðu um tísku og hafði hún marga áhugaverða hluti að segja, t.d hvaða trend yrðu alsráðandi í haust og vetrartískunni osfrv.
Var þetta fyrsta viðtalið sem ég tók þar sem ég fékk að hitta viðmælandann og spyrja hann spurninga og hef ég ekkert nema góða hluti að segja frá frumraun minni í þessu hlutverki. Ann-Sofie var mjög indæl og var gott að ræða við hana. Og sama er hægt að segja um crewið í kringum hana.
Þó var eitt sem ég komst að um Ann-Sofie sem mér fannst mjög áhugavert að vita og var það að vita hvernig hún kom sér á þann stað sem hún er í dag hjá H&M. Enda búin að vinna hjá fyrirtækinu í kringum 30 ár.
Ann-Sofie byrjaði sumsé sem almennur starfsmaður á gólfi og vann sig upp á þann stað sem hún er á í dag, sem Listrænn stjórnandi.
Þar að leiðandi vildi ég auðvitað vita hverjir kostirnir væru við það að vinna sem listrænn stjórnandi í svona stóru fyrirtæki en það skemmtilegasta sem fylgir vinnuni að hennar mati er klárlega fólkið sem hún vinnur með frá degi til dags, enda er mikið um hópavinnu innan veggja H&M og þykir góður vinnuandi mikilvægur. Síðan eru það ferðalögin sem hún fer á vegum vinnunnar sem standa uppúr og að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál.

Aðspurð út í trendin í dag sagði hún þau afar falleg og flott, og að hennar sögn er langt síðan hún hefur séð jafn mikil munstur og blóm á flíkum fyrir haust og vetratískuna – enda þykir það vera sumarlegra. Og sagði hún einnig að liturinn rauður yrði meira áberandi en aðrir þegar líður á haustið. Vorum við báðar sammála um það að þessi trend væru afar ánægjuleg upp á það að fá smá bjarta liti í kaldan og dimman hversdagsleika sem einkennir oft Skandinaviu á þessum tíma árs. Og megum við búast við því að sjá enn meira af suits: sweatsuit jafnt sem pantsuit.
Það er auðvitað engin stórtíðindi þegar ég segi að H&M eru mjög “up-to date” hvað varðar trend, en ég efa það að margir átta sig á því að til þess að geta boðið  kúnnunum sínum upp á allt það ferskasta sem er í gangi hvert tímabil, þurfi mikla rannsóknarvinnu. Að lokum bætir Ann- Sofie því við að Íslendingar séu mjög meðvitaðir um trend líðandi stundar!

Að sjálfsögðu spurði ég út í Erdem samstarfið og megum við Íslendingar búast við því í verslunum hérlendis – sem er mikið fagnaðarefni, enda samstarf sem lofar góðu og á það sérstaklega vel við í hausttísku flóruna þar sem blómamunstur verða áberandi sem er akkúrat eitt af einkennum Erdem.

Þeir sem hafa ekki enn lesið færsluna um samstarfið milli Erdem og H&M geta gert það hér.

Að lokum spurði ég hana út í umhverfisstefnu H&M af forvitnissökum, og var ég ánægð að heyra að þau væru að taka skref í átt að umhverfisvænni framleiðslu, sem er jú, afar mikilvægt að jafn stórt batterí og H&M taki afgerandi stefnu í málefnum sem þessum og verði vonandi öðrum fataframleiðendum til fyrirmyndar.

Annars sendi ég kærar sólarkveðjur héðan úr Króatíu, en þar hef ég verið að sleikja sólina sl. daga, og kemur auðvitað færsla um þá fyrr hingað á bloggið!

xx
Melkorka

 

 

SÍÐUSTU DAGAR:

Við Doddi höfum verið í Kaupmannahöfn sl. daga og hefur sú dvöl verið virkilega nice hingað til, en í dag förum við yfir til Stokkhólmar, og hlakka ég mikið til að skoða þá borg.

Ég hef aldrei komið til Kaupmannahafnar fyrir utan eitt stutt stopp þegar ég var 7 ára og var ég alls ekki svikin af þessari mögnuðu borg sem Köben er og kom hún mér virkilega óvart – á jákvæðan hátt, auðvitað.

Tískan hérna og vibe-ið er mjög skemmtilegt og gott, og skil ég vel af hverju Íslendingar eru sjúkir í borgina – sjálf gæti ég ímyndað mér að búa hérna, enda væri það frekar hentugt þar sem Doddi er hálfur dani.

En við höfum brallað ýmislegt sl. daga, t.a.m fórum við á safnið Glyptotek og var það virkilega fallegt safn, sem ég mæli eindregið með. Síðan erum við búin að borða góðan mat, enda miklir mathæðingar – en við snæddum á Kokkariet sl. laugardag sem var mjög gott en sömuleiðis öðruvísi, svo fengum við okkur einnig sjúkt shawarma á kebab stað á Strikinu sem kallast Shawarma n.1 – ef þið eruð fyrir austur-evrópskan mat er þessi staður eitthvað fyrir ykkur, svo erum við auðvitað búin að versla eitthvað og að sjálfsögðu skoðað okkur um, þá meina ég helst þessa týpisku túristastaði eins og Christaniu, Nyhavn ofl. sem er must að sjá í fyrsta skiptinu sínu til Köben – ekki satt?

xx

Melkorka Ýrr

 

NEW IN: LE LABO

Það eru nú engin undur og stórmerki þegar ég fæ mér nýtt ilmvatn, enda fyrir mér eru ilmvötn einn mikilvægasti fylgihluturinn og á ég því nokkur fyrir mismunandi stemningu. Fyrir utan það þá er ég gjörsamlega forfallinn lyktarperri ef þannig mætti orða það – þar sem ég klárlega manneskjan sem laumuþefar af fólki ef það lyktar vel, sama hvort ég þekki það eða ekki – hehe.

En svo ég komi mér að efninu, þá bætti ég nýjum ilm í safnið í dag og er ég ekkert smá sátt við kaupin. Santal 33 frá Le Labo kallast ilmvatnið, ilmur sem ég sé fram á að nota yfir allar árstíðir.

Lyktin er heldur ólík þeim sem ég hef valið mér í gegnum tíðina, enda alltaf verið mikill sucker fyrir ferskum blómailmum – þrátt fyrir það, er ég ekki frá því að þetta sé uppáhalds ilmurinn af þeim sem ég hef átt. Santal 33 er unisex ilmvatn og er lyktin af því samblanda af Sandalwood, Fjólum, Papyrus, leðri og blóminu Írisi svo eitthvað sé nefnt. Frank Voelkl er síðan “nefið” á bakvið ilminn (major s/o).

Hér fyrir neðan eru svo myndir af dýrðargripnum:

Fékk ég nafnið mitt, eða styttri útgáfuna af því á glasið – persónulegt en á sama tíma skemmtilegt touchè.

Hilsen frá Kóngsins Köben!

xx

Melkorka Ýrr

WORK – BEHIND THE SCENES

Ég var í myndatöku út á landi í gær og voru staðsetningarnar ekki af verri endanum, en það var myndað á Reynisfjöru og svo auðvitað á stóra túrista aðdráttaraflinu: flugvélin á Sólheimasandi.
Fyrir töku var ég búin að ákveða að taka nokkrar ,,behind the scenes ” myndir til þess að deila með ykkur, en satt best að segja var ekkert svaka mikill tími fyrir svoleiðis, og svo var mikið rush á milli staða vegna veðurs. Þrátt fyrir það tókst mér að taka nokkrar myndir – sem eru þó aðalega af landslaginu, en það skiptir litlu þar sem það er svo fallegt.

makeup: Sandra Ásgeris

Hlakka svo til að sýna ykkur myndirnar sem koma út úr tökunni sjálfri, þær eru mjööööög dramatískar en cool!
xx 
Melkorka

ÞRIÐJUDAGSLOOK

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að H&M eru að opna búð í Smáralind 24.ágúst. Sjálf er ég rosalega spennt fyrir komu sænsku risanna og fyrir vikið tók ég saman flíkur og fylgihluti sem ég væri til í að klæðast á þriðjudegi sem þessum. Þegar veðrið er eins grátt og það er í dag finnst mér ennþá skemmtilegra að klæðast litríkum flíkum sem þessu, og mætti þetta outfit vel verða mitt eigið.
Allar þær flíkur sem þið sjáið hér fyrir neðan er að finna í Íslenska H&M.

og kannski þessi kápa með?

xx
Melkorka