Melkorka Ýrr

HEIMSÓKN Í ELLINGSEN

Mér var boðið að koma í heimsókn í Ellingsen í síðustu viku og ákvað ég að slá til, enda slíkar heimsóknir sjaldan leiðinlegar. Ég vil byrja á að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um allt úrvalið sem er selt í Ellingsen – enda þó nokkur ár síðan ég steig síðast fæti inn í verslanir þeirra, og ef þið eruð í sömu sporum og ég – mæli ég með að kíkja þangað sem fyrst. Enda algjör fasjón perla að mínu mati – þegar það kemur að útivistarfatnaði a.m.k.

En svo ég komi mér að efninu, þá var mér semsagt boðið til þess að skoða nýju Duggarapeysurnar þeirra, en hún hefur verið til sölu í einhvern tíma í dökk bláum lit. En vegna hönnunarmars og RFF sem er haldið í næstu viku ákváðu þau að bjóða upp á fleiri liti og þá í limited edition – sjálf er ég mjög hrifin af því sem er selt í takmörkuðu upplagi (ef það er á annað borð eitthvað sem ég fíla) enda ekkert gaman af því að sjá ALLA í eins flíkum.

Duggarapeysurnar koma í 3 nýjum litum: Offwhite, Darkbrown og Heather grey.
Mér finnast peysurnar vægast sagt fullkomnar fyrir íslenskt veðurfar, þykkar, hlýjar og ó, svo fallegar. Stærsti plúsinn er hinsvegar að þær stinga ekki svo það er hægt að klæða þær upp og niður, eftir því hvernig viðrar!

En þau í Ellingsen voru svo nice og leyfðu mér að taka með mér peysurnar með mér heim til þess að mynda – enda langar mig að sýna ykkur þessi fallegu stykki, ég hef neflilega verið í algjörum vandræðum með að finna mér þykka peysu sem klæðir mig vel, þar sem það er efiðara að gera en að segja, þar sem ég er svoddan sláni í vextinum og þykkar peysur, hvað þá turtleneck klæða mig sjaldan vel.

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Ég átti afar erfitt með að fanga brúna litinn á fremstu peysunni – en þá er bara að mæta í Ellingsen og sjá með eigin augum!

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Þarna er ég í Heather Grey litnum, mjög fallegur

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Fékk Roða til að vera með mér á tveimur myndum, það sem hann er mikið krútt – spurning að ég fari að henda í blogg tileinkað honum, hvað finnst ykkur um það?

Annars ætlaði ég ekkert að hafa þetta lengra í bili x njótið það sem eftir er af deginum!
p.s sé ég ykkur ekki alveg örugglega á RFF/Hönnunarmars í næstu viku?
X
Melkorka

NEW IN: KENDALL + KYLIE

Ég var svo lánsöm að fá senda skó að gjöf frá sumar-vinnustaðnum mínum GS skór.
Skórnir voru ekki af verri endanum en það voru sneakers eftir systurnar Kendall og Kylie Jenner. Er ég, eins og eflaust margir aðrir, mikill aðdáandi systranna og þar með afar glöð með Kendall + Kylie viðbótina í skófjölskylduna.
Ég setti skónna sem ég fékk í Instastories og viðbrögðin sem ég fékk frá fylgjendunum mínum voru vægast sagt mögnuð! Augljóst að fleiri en ég eru spenntir fyrir Kendall + Kylie viðbótinni í GS.

Almenn sala á Kendall + Kylie hefst 23. mars næstkomandi kl. 11.00 í GS skóm í Kringlunni og Smáralind. Skórnir sem ég á er ein týpan af fjórum sem eru í boði.
Við erum að tala um mína skó í tveimur colorways og sömuleiðis slippers, einnig í boði í tveimur litum!

Ég tók nokkrar myndir af skónnum sem ég fékk og deili þeim með ykkur hér fyrir neðan!

Þetta eru týpurnar og skórnir sem eru í boði!

Þetta eru skórnir og litirnir sem eru í boði!

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

17354752_10155161444852878_813922553_n
Skórnir koma í takmörkuðu upplagi svo fyrstur kemur fyrstur fær!
X
Melkorka 

RASPERRY KETONES

Á nýju ári er markmið margra að standa sig betur hvað varðar mataræðið, hreyfingu ofl. og er ég engin undantekning hvað það varðar.
Ég hef alltaf verið í ágætis formi, með gott gott þol og úthald. En eftir að ég hætti í frjálsum hef ég svo sannarlega fundið fyrir miklum breytingum hvað formið varðar, og finnst mér það satt best að segja frekar leiðinlegt, þar með hef ég ákveðið að gera eitthvað í því,
Ég er að fara byrja í ræktinni – samhliða dansinum auðvitað. En það hef ég ekki stundað rækt að viti síðan ég var í frjálsum, svo það verður gaman að sjá hvað gerist. En til þess að ég nái almennilegum árangri þarf ég svo sannarlega að taka matarræðið í gegn, ég hef að vísu verið að vinna í því, reyndar í babysteps – en þó.
Ekki nema von þar sem mataræðið er eitthvað um 80% af árangrinum sem við náum, þar með frekar mikilvægt að hafa það í lagi!

Ég er alls ekki týpan sem reynir að fara auðveldustu leiðina í að ná árangri, samt sem áður engar öfgar – en ég er mjög opin fyrir því að prófa nýja hluti, sem eiga þá að ýta undir árangur eða aðstoða á einhvern hátt.
Mér var boðið að prufa fæðurbótaefni sem kallast Rasperry Ketones og eftir að hafa lesið mér til um það ákvað ég að slá til, til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá veit ég að fæðurbótaefni kemur alls ekki í stað æfinga eða það að borða hollt og gott.

Processed with VSCO with c1 preset

En fyrir þá sem vilja forvitnast aðeins meira um Raspberry Ketones, þá er það andoxunarríkt fæðubótaefni sem á að hjálpa til við fitubrennslu og minnka sykurþörfina (eitthvað sem ég þarf, hehe)
Sagt er að árangur sé að finna eftir tveggja vikna inntöku, þó þurfa sumir að að taka inn Rasperry Ketones í 3-4 vikur meðan efnið er að virkjast. Aðal uppistaða vörunnar eru náttúrulegur andoxunargjafi unninn úr kjarna hindberja og græns te. En nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að Raspberry Ketones getur haft áhrif á náttúrulega hormónið adiponectin, við erum öll með adiponectin hormón en það getur aukið insúlín næmi sem jafnar blóðsykurinn og sömuleiðis brennum við fitunni betur. Adiponectin getur einnig haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting og veitt vörn gegn fituuppsöfnun í æðakerfi.
Síðast en ekki síst hefur Rasperry Ketones mjög góð áhrif á orku og úthald!

Ég er því miður ekki búin að taka vöruna nógu lengi til þess að geta sagt til um að ég sé einhvern mun á mér líkamlega og er ég heldur ekki búin að láta reyna á úthaldið að einhverju viti, en þið verðið fyrst að fá update hvernig það endar!
Get samt sagt ykkur það að sykurþörfin sé búin að minnka til muna,
og fyrir mína parta er það stór plús!

nature_s_aid_raspberry_ketones_advanced_plus_400mg_with_green_tea_extract_60s

Melkorka 

REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL

REYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins, loksins er miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin!

Þið sem lesið bloggið mitt hafið eflaust séð 1-2 pósta um þessa hátið, þar með vitiði hversu spennt ég er að fara og sjá hvað allir þessir 6 hönnuðir sem eru að taka þátt, hafa upp á að bjóða í Silfurbergi í Hörpu 23.-25.mars.
Hönnunarmars er á sama tíma sem gerir helgina tvímælalaust mun áhugaverðari og enn meira “must” að fara að sjá og upplifa.

rff4

Til að nálgast miða er hægt að fara inn á harpa.is eða tix.is . Mæli ég eindregið með miðakaupum á þetta festival enda er ég sjálf  búin að næla mér í eitt stykki miða!
Reykjavík Fashion Festval er stærsti tískuviðburður sem er haldinn hérna heima, svo er þetta kjörið tækifæri fyrir tískuunnendur sem og aðra, að koma saman í Hörpu 23.-25. mars nk. og fagna íslenskri og sömuleiðis einstakri tísku.

rff1

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu RFF hér.

Með von um að sjá sem flesta í Hörpu 23.-25.mars(!!)
XX 
Melkorka 

ÓSKARINN 2017

           Það var margt um manninn á 89. óskarsverðlaunahátíðinni sem var haldin með pompi og prakt í gærkvöldi. Eins og venjan er klæðist fólk í sínu fínasta pússi og voru kjólarnir hver öðrum glæsilegri en hér að neðan eru mín uppáhalds lúkk frá kvöldinu

Jessica Biel í KaufmanFranco

Jessica Biel í KaufmanFranco

Taraji P. Anderson í Alberta Ferretti

Taraji P. Anderson í Alberta Ferretti

Ruth Negga mega fín í Valentino - einnig verð ég að gefa henni, Karlie Kloss og fleiri frægum 1000 rokkstig fyrir að vera með ACLU borðann á hátíðinni

Ruth Negga mega fín í Valentino – einnig verð ég að gefa henni, Karlie Kloss og fleiri frægum 1000 rokkstig fyrir að vera með ACLU borðann á hátíðinni

 

Olivia Culpo í Marchesa

Olivia Culpo í Marchesa

Couple Goals!! En Chrissy alltaf jafn glæsileg - en hún klæðist í kjól frá Zuhair Murad

Couple Goals!! En Chrissy alltaf jafn glæsileg – en hún klæðist í kjól frá Zuhair Murad

Emma Stone klæddist afar fallegum Givenchy kjól

Emma Stone klæddist afar fallegum Givenchy kjól

Dakota Johnson glæsileg í Gucci

Dakota Johnson glæsileg í Gucci

Uppáhalds Viola Davis í Armani

Uppáhalds Viola Davis í Armani

Karlie Kloss í Stella Mccartney

Karlie Kloss í Stella Mccartney

Uppáhalds herralúkkin mín:

Síðast en ekki síst þetta litla ofurkrútt

11cf9c8cd2af08bced378673e5f9ece1XX 
Melkorka