Melkorka Ýrr

LÖG FYRIR RÆKTINA

Held við getum flest öll sammælst um það að hafa góða tónlist í ræktinni eða samskonar hreyfingu gerir æfingarnar mun bærilegri og eflaust eitthvað skemmtilegri,
þó það sé alltaf gaman að hreyfa sig.

Persónulega fíla ég mest að hlusta á rapp, þó að skvísulög á borð við Survivor með Destiny Childs eru afar mikilvæg í bland við hitt..

Við erum að tala um það að playlistinn minn fyrir ræktina var tilbúin mánuði áður en ég keypti mér kort, enda lagði ég heilmikinn metnað og sömuleiðis tíma í gerð listans – svo það mætti segja að ég sé afar sátt með útkomuna, þó ég segi sjálf frá, enda – eins og hefur komið fram, gerir góð tónlist gæfumun.

En ef svo vill til að einhverjir eru í basli við að gera peppaðann ræktarplaylista þá er ég með 10 nokkuð góðar hugmyndir af lögum sem mér finnst vera crusial fyrir góða æfingu –

10. Ískaldur með Gísla Pálma.

9. Work Bitch með Britney Spears .

8. m.A.A.d city með Kendrick Lamar

7. POWER með Kanye West ??????

6. Party Up með DMX

5. U Mad með Vic Mensa og Kanye West

4. 101 boys með Sturla Atlas

3. G.O.M.D með J Cole

2.  Break Ya Neck með Busta Rhymes- alltaf klassískt

1. Survivor með Destiny Child – mikilvægt lag á loka mínútunum í stigatækinu

Svo fyrir þá sem nenna ekki að búa til sinn eigin playlista er þeim meira en velkomið að followa minn sem er að finna hér fyrir neðan:

xxx

Melkorka

MÍN FYRSTA GREIN SEM VARAÞINGMAÐUR

Mér finnst ofsalega gaman að geta deilt með ykkur grein sem ég skrifaði í Íslending nú á dögunum. Þegar ég var beðin um að skrifa grein í áðurnefnt blað fór ég strax að hugsa um hvað ég vildi skrifa, en það er oft þannig að þegar maður fær frjálsar hendur um topic til að skrifa, þá fær maður svakalegan valkvíða, sérstaklega þegar það kemur að stjórnmálum þar sem þjóðfélagsmál eru mér afar hugleikin.

Það kemur eflaust engum á óvart sem standa mér næst að ég hafi á endanum valið að skrifa hugleyðingu um styttingu framhaldsskólanna og þau tækifæri sem geta leynst í styttingu þeirra – í þeim málaflokki er af mörgu að taka og er það eitthvað sem ég, sem nemandi tek eftir og langar að að reyna að hafa áhrif á.

þeir sem hafa áhuga á að lesa hugleyðinguna þá lét ég mynd fylgja með <3

Þangað til næst

xxx

Melkorka

1. MAÍ

Það styttist svo sannarlega í sumarið á Akureyri – dagurinn hjá mér í dag, hátíðisdagur verkamanna einkenndist af sól og huggulegheitum með Dodda kærasta mínum, sem kom í skemmtilega skyndi-ákvörðunar heimsókn á laugardaginn.

Annars var það mjög fínt og velkomið að fá svona “extra” sunnudag í annars mjög venjulega  vinnuviku..

Instagram myndirnar mínar þennan daginn –

Kápa: Vintage Peysa: Duggara-peysa frá Ellingsen Buxur: Six Ames  Skór: ClimaCools1 frá Húrra Reykjavík

Eitt skemmtilegasta I-D blaðið hingað til! Svo eru skórnir Yeezi Boost 350 eftir Kanye West…

Gleðilegan Verkalýðsdag kæru lesendur, þangað til næst..

xx

Melkorka

 

PURPLE ICE

Ég keypti mér nýja sneaks um miðjan apríl, skórnir voru búnir að vera lengi á óskalistanum en ég bloggaði einmitt um þá um daginn – wishlist frá Naked ef einhver hérna man eftir því,
ég er rosa hrifin af þessum skóm – eiginlega sama í hvernig lit, en ég hef ekki enn séð colorway sem ég fýla ekki. En kannski gáfulegt að segja hvaða skó ég keypti mér áður en ég held lengra, en við erum að tala um Climacool1 frá Adidas, ég geri mér fulla grein fyrir því að ég var ekkert að finna upp á hjólið með þessum kaupum mínum, enda mjög flottir, eiguleigir og síðast en ekki síst þæginlegir og mjög léttir skór, þannig það gefur auga leið að margar smekkskonur (og karlar) hafa nælt sér í par.
Sneakerfíkilinn sem ég er þarf alltaf að lesa mér til um skóna – enda næstum undantekningarlaus einhver skemmtileg saga á bakvið skónna, ferlið og hugmynda á bakvið þá osfrv.
Svo ef Andrea Röfn meðbloggarinn minn er að lesa þetta, skora ég á hana að byrja aftur með sneakers vikunnar!! Að minnsta kosti skemmtilegasti liðurinn á trendnet hingað til að mínu mati..

Adidas kom vægast sagt með gott Climacool comeback í fyrra, enda voru skórnir afar vinsælir í kringum aldamótin 2000 – en núna í haust þá komu þeir fram með 4 colorways, all black, hvíta, rauða og græna, núna hafa hinsvegar fleiri litir bæst við flóruna og nældi ég mér í fjólubláa eða réttara sagt “Purple Ice” – gæti ég ekki verið ánægðari með parið og mun ég koma til með að nota þá mjög mikið <3

 

Skónna keypti ég mér í Húrra Reykjavík

xx

Melkorka

COOL KID: UNA SCHRAM

Þegar ég tók þá ákvörðun að hafa fastann lið á blogginu mínu sem snérist um það að fjalla um fólk á mínum aldri sem mér finnst gaman að skoða á Instagram – var ég staðráðin á því að einhverntímann ætlaði ég að fá að sýna þeim, sem ekki vita – Instagrammið hennar Unu. Ég er búin að fylgjast með Unu mjög lengi á Instagram, og fýla reikninginn hennar mjög mikið. Enda er hún dugleg að taka skemmtilegar og sömuleiðis fallegar myndir af öllu mögulegu! Og mér leiðist svo sannarlega ekki að skoða þær. Svo fyrir utan það að vera guðdómlega falleg þá vekur stílinn hennar athygli –

Þeir sem hafa áhuga getað fylgst með Unu hér.
xx
Melkorka