Melkorka Ýrr

OUTFIT INSPO: DRAKE

Jæja, þá held ég út til London í fyrramálið og ástæðan er sú að ég á miða á tónleika hjá Drake núna á laugardaginn. Ég er vægast sagt að tryllast úr spenningi enda er Drake einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Ég er ekki enn búin að negla niður outfittið fyrir tónleikana, enda oft á síðasta snúningi hvað það varðar – en er samt með ákveðnar hugmyndir hvernig ég vil vera klædd. Þá er bara spurning hvort ég fari í eitthvað gamalt sem ég á fyrir eða versli mér nýtt dress fyrir kvöldið, en það mun koma í ljós…

Eins og vanalega – er ég búin að liggja yfir pinterest og instagram til að fá smá inspo og vil ég endilega deila með ykkur nokkrum hugmyndum…

image image image image image image image image image image image image image image image

Ég vil alls ekki vera over-dressed en ég heillast mest af silki og leðri eins og myndirnar hérna fyrir ofan gefa til kynna – svo er ég algjör sökker fyrir gulli, keðjum og fleiru glingri í bland við hvítt.

Ég mun auðvitað deila með ykkur því sem ég ákveð að klæðast á laugardaginn, og update-a ykkur dvölina í London. En ég verð frá fimmtudegi til mánudags, voðalega stutt stopp í þetta skipti!

Þangað til næst…

X

Melkorka

HYGGELIGT

Ég er komin norður aftur og ákvað að skella í eitt skyndi matarboð fyrir okkur stelpurnar, við ætluðum fyrst að panta einn dommara en ákváðum fyrir rest að útbúa tortillur – enda auðveldur matur sem flest öllum finnst góður, ekki satt?

image

Þetta tók enga stund og klárlega eitthvað sem við þurfum að gera oftar, en það getur verið erfitt að finna tíma sem hentar öllum í 5 manna hóp…

image

Já ég setti appelsínudjús í rauðvínsglas – bannað að dæma hehe

image

Enduðum svo kvöldið á Nefndu 3 og Besserwisser – fannst athyglisvert að í einum liðnum í Nefndu 3 á maður að hringja í númer sem sendir þig á ákveðna manneskju sem segir þér hvað þú átt að gera næst. Það voru 5 eða 6 manns og allt karlkyns áhrifavaldar í Íslensku samfélagi en engin kona – frekar súrt if u ask me…

En kvöldið var braðgott og huggulegt og mæli ég með svona fyrir vinahópinn – og væri þá sniðugt að allir leggji saman í púkk svo það lendi ekki á einum aðila að punga út heilt matarboð, miklu hagstæðara en að fara t.d út að borða!

X

Melkorka


Er á instagram undir @melkorkayrr

OUTFIT: WORK

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Tracksuit: Carhartt (Smash)

Skór: Vintage/Filling Pieces (Húrra Reykjavík)

Þessa stundina er ég í 10 daga próflokafríi í skólanum og ákvað ég að eyða fríinu mínu í Reykjavíkinni minni – enda alltaf svo gott og gaman að komast suður.

Ég fékk vinnu í SMASH á meðan ég er í bænum, enda afleitt að vera 10 daga straight frekar aðgerðarlaus, ég vann þarna í sumar, svo það er alls ekki leiðinlegt að koma aftur og vinna með skemmtilegasta fólkinu.

Ég mátaði þennan tracksuit í dag en hann er frá Carhartt, flottur og mega þæginlegur! Ég tók hann frá þar sem ég ætla með öllum líkindum að versla mér hann, enda fullkomin skólaflík!

X

Melkorka

SIDE TO SIDE

Ég bara varð að deila með ykkur smá myndbandsbroti frá Dansstúdíó Alice, en dansskólinn er staðsettur á Akureyri (heimabænum mínum) og er í eigu Katrínar Mist – ofurkonu með fleiru..

Ég hef æft dans frá því ég var 7 ára en síðast liðin ár hef ég verið að æfa hjá DSA og líkar mér mjög það vel, góður andi hjá okkur stelpunum í Afrek og allt er eins og það á að vera.

Ég tók mér pásu í haust frá dansinum enda á fullu í pólitíkinni en einnig vegna meiðsla í náranum. Er ég samt sem áður afar stolt af þessu myndbandi og mjög ánægð með útkomuna! Þetta er fyrsta myndbandið sem DSA gefur út og meigum viið búast við fleirum (og lengri) … Ég hef a.m.k mjög gaman af myndböndum sem þessum!

WANT

TÍSKAWANT

Ég er búin að vera á fullu í lokaprófum í skólanum sl. viku og á ég aðeins eitt próf eftir, sem er enska. Þannig að ég leyfði mér að eiga daginn í dag í allsherjar chill og kósý.
Ég eyddi smá part af deginum í að surfa í gegnum netverslanir
og þar með ákvað ég að henda í einn óskalista með sneakers sem mig langar alveg meeeeega mikið í……

a88f4c486518c59b1539532691d76e0f_h662w530_crop

Þessir eru frá Adidas Y-3, sjúllaðir svo ekki sé meira sagt!

 04a30e4d96eae60e6c038168cc7a1b4f_h662w530_crop

Adidas Original ClimaCool 1

1e471fd6f3411a4515f1f1d3b374711f_h662w530_crop

Ég elska þessa en þeir eru einnig frá Adidas Y-3, fíngerðari og sömuleiðis flottari en Rebook insta pump skórnir (að mínu mati amk.), sem ég á og er ekki búin að fara úr þeim síðan ég keypti mér þá sl. sumar, svo hefði ekkert á móti því að eiga par af þessum bjúddurum…

Alla skónna fann ég inná Naked en þau eru með virkilega flott og vandað úrval, af bæði fatnaði og skóm.

En aðeins update af mér, ég á 19 ára afmæli á föstudaginn kemur!
Whopwhop

X
Melkorka


Ég er á instagram undir @melkorkayrr