Melkorka Ýrr

SUMAR SORBET!

Vinkona mín Rúbína sagði mér eina mega sniðuga og fljótlega uppskrift af hollum Sorbet.
Sorbetinn er hentugur fyrir þá sem vilja taka til í mataræðinu en vilja samt sem áður geta gripið í eitthvað sætt yfir sjónvarpinu á kvöldin.

Svo er hann góður og ferskur svo hann er tilvalinn til kælingar í sumar, sem verður vonandi stútfullt af sól og hita!

Uppskrift fyrir 4:
180gr Grískt jógurt
3 Bollar frosinn Mango
Dass af kókosmjólk
1tsk hunang (valfrjálst)

Allt sett í blandara, síðan sett í box (gamalt ísbox er sniðugt) stráð kókos yfir og að lokum sett í frystinn yfir nótt.

Myndina tók ég af Pinterest – enda arfa lélegur mata-myndatökumaður

Gott að bera fram með ávöxtum og súkkúlaðisósu úr 70% súkkulaði, eða bara hafa ísinn einn og sér :)

Þangað til næst,
XX
Melkorka

MONKI X LUNETTE

 

Ég fagna samstarfinu á milli Monki og Lunette, en þau eru að fara af stað með herferð sem á að vekja athygli á því að það er ekkert af því að fara á túr, og eru sömuleiðis að reyna setja jákvæðann stimpil á það að fara á túr.

Nælur sem verða seldar

Það er því miður þannig að í sumum Afríkuríkjum  að ungar stúlkur mæta ekki í skólann og jafnvel hætta í skóla af því þær fara á túr. Fyrir þeim fylgir ákveðin skömm yfir því að fara á blæðingar, enda er mjög lítið um vörur eins og túrtappar, dömubindi o.þ.h. Þannig þegar þær fara á blæðingar hafa þær ekkert til þess að “fela” það eins og við erum svo heppin að geta gert. Þannig ég er yfir mig ánægð að Monki og Lunette ætla að gefa 5.000 álfabikara til ,,The cup foundation” sem mun sjá til þess að stelpur í t.d í Kenya fái bikar – svo þær geti sinnt skólanum og daglegu lífi án þess að skammast sín og halda sig í fjarlægð, í 5 daga í senn í hverjum einasta mánuði eftir að blæðingar hefjast.


Svo finnst mér álfabikars trendið tær snilld og vona það komi til að vera, þar sem túrtappar og dömubindi er afar óumhverfisvænn varningur – annað en fjölnota bikarinn…

Fyrir áhugasama þá hefst salan á varningnum þeirra um mitt júlí og munu einhverjar vörur vera seldar online!

xx
Melkorka

REYKJAVÍK ROSES PRE-SPRING COLLECTION

Síðastliðin föstudag gáfu strákarnir í Reykjavík Roses út þriðju línuna sína, eins og í fyrri línunum þeirra þá innihélt línan hettupeysur og t-shirts. Salan gekk vonum framar og seldist nærrum því allt upp á fyrsta degi – sem er full skiljanlegt þar sem flíkurnar frá þeim eru fallegar og með þægindin í fyrrirúmi.

 

Þeir sem náðu eki flík frá strákunum í síðustu viku þurfa ekki að örvænta þar sem það styttist óðum í annað collection. Sú lína mun innihalda fleiri valmöguleika á flíkum – svo ekki verður það nú erfitt að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Ég er rosalega spennt fyrir því þegar það collection líti dagsins ljós enda búin að fá smá preview og ég lofa ykkur fallegum og vönduðum flíkum. Enda eintóm hæfileikabúnt innan Reykjavík Roses <3

Sara Björk Þorsteinsdóttir tók myndirnar 

X

Melkorka 

ON IT’S WAY – CARHARTT WIP

Ég verslaði mér mjög fínt um daginn þó ég segi sjálf frá, en í þeim kaupum er að finna mega nice smekkbuxur í hvítum lit en með þeim keypti ég mér brúna hliðartösku, sem ég hef lengi ætlað að kaupa mér. Bæði smekkbuxurnar og taskan eru frá, eins og titilinn á færslunni gefur til kynna, Carhartt wip.
Ég pantaði þetta frá Carhartt búð sem er staðsett í Köben, nema hvað að netverslunin var öll á dönsku og ég hélt svo sannarlega að ég gæti pantað án einhversskonar erfileika – enda búin að læra tungumálið síðan í grunnskóla, þrátt fyrir það tókst mér einhvernveginn að haka við “pick up in store”, sem er svo týpiskt ég haha. Sem betur fer reddaðist þetta og það styttist óðum í að ég fái þetta í hendurnar.

                      Hérna er hún Freja Wewer í smekkbuxunum fínu! En þær fást m.a hér, ég tók mínar í xs!
Og svo er það taskan sem ég keypti mér. Mega fín og  rúmgóð! En hún fæst í Húrra Reykjavík síðast þegar ég vissi. En mér sýnist hún vera uppseld á öllum þeim online síðum sem ég veit að selji Carhartt vörur. 


Ég tók þá ákvörðun snemma á árinu að chilla aðeins í kaupum á svörtum fötum og sömuleiðis fylgihlutum og fjárfesta frekar í lituðum og björtum flíkum, sjálfri finnst mér það bara ágætis markmið enda er það oft þannig að fötin endurspegla skapið mitt!

Þangað til næst..
XX
Melkorka 

ÁFRAM STELPURNAR OKKAR!

Ég er viss um að fleiri en ég hafi fengið gæsahúð fram í fingurgóma eftir áhorf á nýju Icelandair auglýsingunni þar sem íslensku fótboltastelpurnar okkar eru teknar fyrir, mögnuð auglýsing og svo virkilega hvetjandi…

-Mynd tekin af mbl.is-

Fyrir einhverju síðan skrifaði ég færslu um kynjamismunn í íþróttum og hversu mikið það fór í taugarnar á mér að sá munur væri bara enn til staðar og það árið 2017  (færsluna er að finna hér), hann hefur þó farið minnkandi með árunum, sem er að sjálfsögðu gleðiefni.
En það að sjá fyrirtæki jafn stórt og útbreitt og Icelandair að varpa ljósi á málefni sem þetta og koma því svona fagmannslega frá sér er eintóm snilld, og get ég rétt svo ímyndað mér að þessi auglýsing hafi opnað augu margra fyrir stelpum í fótbolta og jafnvel stelpum í íþróttum almennt. Og ætla ég að leyfa mér að vona að við flykkjumst sem flest til Hollands í sumar og hvetjum stelpurnar okkar áfram á EM – rétt eins og við gerðum fyrir strákana sl. sumar…
Ég sem kona er svo ofboðslega stolt af kynsytrunum mínum sem prýða landsliðið, enda get ég ímyndað mér að þær hafi mætt þónokkru mótlæti – bara útaf því að vera kona í íþróttum.

Að lokum vil ég hvetja alla til þess að deila myndbandinu og breiða út boðskapnum, því hann er svo sannarlega geggjaður!

XX 
Melkorka