Melkorka Ýrr

NEW IN:

Ég afsaka major bloggleysi sl. daga, en ég er búin að vera súper upptekin í vinnu, og arfa lélegt skipulag, svo loks þegar ég fékk loksins smá frí þá bilaði tölvan mín :( En ég dey ekki ráðalaus og núna blogga ég í gegnum símann!

En eftir að ég póstaði efstu myndinni á instagram þá fékk ég margar spurningar í dm’s hvar ég hafi fengið þessa áberandi rauðu peysu, en hana keypti ég í H&M, ekkert smá ánægð með hana þar sem hún er ekkert smá falleg og auðvitað mega comfy.

Verslaði mér voðalega lítið í þessari utanlandsferð, ég keypti mér þó að sjálfsögðu nýtt par af strigaskóm sem eiga skilið sína eigin færslu, en hún kemur von bráðar.

þangað til næst og takk fyrir að lesa!

xx

Melkorka

LÍFIÐ:

Hey guys!

Í þessum skrifuðu orðum sit ég inná Te og kaffi í matarpásu í vinnuni að skipuleggja næstu daga hjá mér, enda er major key að hafa dagana vel skipulagða þegar mikið er um að vera – hef allnokkru sinnum rekið mig á það.

My View

Annars er það helst í fréttum að yours truly kom með nokkur fashion related tips fyrir Þjóðhátíð, en þau birtust í fréttablaðinu s.l
föstudag, er ég bara nokkuð sátt með útkomuna m.v að ég hafði lítinn tíma að ígrunda hvaða flíkur henta vel fyrir íslenska útihátíð, svo er ég ekki endilega með bestu þekkinguna þegar það kemur að tísku á útihátíð enda hef ég ekki sótt þannig síðan ég fór á Fiskidaga á Dalvík fyrir tveimur árum
(eitthvað sem ég þarf klárlega að bæta úr)
Vona samt að tipsin verði einhverjum gagnleg!

Þangað til næst
xx
Melkorka

P.s ef þið eruð með einhvern valkvíða hvað skal velja á Te og kaffi mæli ég hiklaust með karamellu frappóinu og franska ristabrauðinu með jalapenjó, holy smokes hvað það er gott..

H&M X ERDEM

Þá hafa sænsku risarnir loksins tilkynnt hvaða tískuhúsi þeir fara í samstarf með næst, en það er enska merkið ERDEM. En eins og eflaust margir kannast við hefur H&M áður gefið út samskonar fatalínur og þá með Balmain (2015) og Kenzo (2016).

Erdem Moralioglu, yfirhönnuður og jafnramt eigandi Erdem hefur aldrei hannað föt fyrir karlkynið áður, svo það verður skemmitlegt að sjá hvernig fer, og þá sérstaklega þar sem samstarfið milli H&M og Erdem er öðruvísi en áður hefur verið, að því leytinu til að Erdem er lítið þekkt innan “street-style” senunnar, annað en Balmain og Kenzo og verður þar með virkilega áhugavert að sjá útkomuna og sömuleiðis kúnnahópinn í byrjun nóvember þegar línan fer í sölu.

Baz Luhrmann og  Erdem Moralioglu

Þið sem fylgdust með Gossip Girl og eru aðdáendur Blair Waldorf getið hoppað hæð ykkar af gleði yfir samstarfinu, því vibe-ið sem Erdem hefur unnið með í gegnum tíðina er akkúrat í anda Blair.
Kraftmikli kvenleikin og sömuleiðis smáatriðin í flíkunum hjá Erdem skína svo sannarlega í gegn og hrífa augað.

Moralioglu hefur gefið út að þó hann fari í samstarf með fast fashion keðjunni sem H&M er, munu flíkurnar ekki endurspegla þá iðju, heldur er markmið hans að selja gæða föt á viðráðanlegra verði sem munu endast og fólk geti notað til lengdar, rétt eins og flíkurnar sem hann hefur gert nú þegar.
Sem er bara mjög nice, er það ekki?

Margar smekkskonur hafa sést í flíkum frá þeim, til að mynda:
Sarah Jessica Parker,
Meghan Markle,
Cate Blanchett,
Keira Knightley,
Kate Middleton,
Michelle Obama,
Alexa Chung,
Arizona Muse,
&
Gwyneth Paltrow
og listinn er alls ekki tæmandi

 

Teaserinn fyrir Erdem x H&M kominn inn á youtube:

Ég er strax búin að spotta flíkur sem ég væri til í að eignast og þá allra helst hlébarðapelsinn á 0:9,
sjúúúúkur

Sjálf er ég mjög spennt að sjá útkomuna (eins og ég hef komið inn á áður) enda eru flíkurnar frá Erdem waaay out of my price range og verður verðið þ.a.l viðráðanlegra, sem hentar sér vel fyrir fólk eins og mig :D

Þangað til næst!
XX
Melkorka

WIRELESS 2017

Þá er ég komin heim eftir skemmtilega festival ferð með stelpunum, en eins og ég hef komið inn á áður hér á blogginu fórum við á Wireless sem er haldið í Finisbury Park í London.

Við fórum í fyrra og stóðumst ekki mátið að fara aftur í ár, enda var lineupið hið sjúkasta. Þó það er klárlega vert að gagnrýna það að Wireless fékk aðeins 4 konur af 52 tónlistarmönnum til að koma fram, og er það virkilega súr staðreynd og er klárlega hægt að gera betur.

Ferðin í heild sinni gekk eins og í sögu og vorum við sjúklega (ó)heppin með veður (first world problem hér, en 30 stiga hiti er of mikið fyrir mig hehe), íbúðin sem við vorum í var ekkert smá flott, kósý og í mega nice hverfi í London – allt sem maður gæti þurft á að halda er í max 10 mín göngufjarlægð; Starbucks, lestarstöð, Tesco, veitingastaðir, klúbbar og barir, einnig Shoreditch park sem er tilvalinn í picknick og samskonar skemmtilegheit ef maður hefur áhuga á að kúpla sig aðeins niður og slaka á. Þannig að ég mæli eindregið með að kíkja á Fullwood Mews ef þið eruð á leiðinni til London.

En svo ég komi mér aftur að Wireless, þá var þessi tónlistarhátið sú skemmtilegasta og gaman að sjá hversu margir Íslendingar sóttu hátíðina í ár.
Artistarnir sem sköruðu framúr að mínu mati í ár voru Zara Larsson, Chance The Rapper, Travis Scott og The Weeknd, sturluð show hjá þeim öllum.
Þó að tónlistin sé augljóslega aðal ástæðan af hverju ég fer á Wireless, þá finnst mér gaman að chilla milli atriða og fylgjast með fólkinu í kringum mig og þá sjá í hverju fólk klæðist. En tískan í ár var afar fjölbreytt þó að nokkur trend voru örlítið meira áberandi en önnur t.d netasokkabuxur, klassíska festival syndrom-ið: glimmer, mikill highlighter og fringe, metalic flíkur og off the sholder toppar.
Ég tók ekki margar myndir í ár, líkt og í fyrra enda alltof upptekin af því sem var að gerast, en ég leyfi þó þeim myndum sem ég tók af Wireless að fylgja með!

 

xx
Melkorka

HELGIN:

Um helgina var slegið í eitt krúttlegt ættarlaukamót á Húsafelli – þar sem allir í kjarna fjölskyldunni hittast alltof lítið, enda getur verið erfitt að finna tíma sem hentar 9 manna fjölskyldu + mökum.

En því miður asnaðist ég til þess að taka að mér vakt á laugardeginum þannig ég náði einungis föstudagskvöldinu og fyrri part laugardags. Ótrúlega nice að komast aðeins í sveitasæluna og hitta þá sem voru komnir, en því miður mætti annar helmingurinn þegar ég var farin :(

Áður en það var lagt í’ann til Reykjavíkur fórum við í göngu um svæðið og gat ég loksins farið í fína nýja göngusettið sem Ellingsen plöggaði mér um daginn, en mamma mín er mjög dugleg að draga mig í alls konar göngutúra, stutta sem langa – svo fínt göngusett kemur sér afar vel fyrir mig, enda er ekkert leyndarmál að mér finnst fátt eins þægilegt, gott og skemmtilegt að líta vel út og vera vel til fara, og er útivist engin undantekning í þeim efnum.

ég klæðist í flíkum frá Ellingsen frá toppi til táar.

xx

Melkorka