Melkorka Ýrr

MY 20 BIRTHDAY!

Síðastliðin laugardag fagnaði ég tvítugsafmælinu mínu með viðeigandi hætti, fór dagurinn fram úr öllum mínum vonum og skemmti ég mér ótrúlega vel.


Ég er mjög heppin með vinkonur sem gerðu skemmtilegan ratleik fyrir mig í tilefni dagsins, leikurinn byrjaði á því að mæta á Glerártorg þar sem þetta fína outfit beið mín – fékk oft spurninguna hvort ég væri að fara gifta mig hahah… Enda meira eins og það væri að gæsa mig heldur en annað.
Annars leiddu vísbendingarnar mig út um allan bæ m.a á lögreglustöðina þar sem nokkrar skemmtilegar áskorarnir biðu mín.
Mjög skemmtilegur og sömuleiðis óvæntur leikur sem sló heldur betur í gegn hjá undirritaðari.

 

Um kvöldið bauð ég nokkrum vinum í afmælisveislu til að fagna þessum tímamótum með mér, klikkaði snarlega á því að taka myndir, sem á það til að gerast þegar maður skemmtir sér vel, sem ég gerði!

Þangað til næst og takk fyrir að lesa

x

Melkorka Ýrr

NEW IN – SKECHERS

Þegar ég var út í Florída um daginn keypti ég mér langþráða sneaks frá merkinu Skechers.
Síðastliðna 1 og 1/2 árið hef ég verið að leita af fínu pari frá merkinu, eða réttara sagt í hvert sinn sem ég fer erlendis.
Loksins fann ég draumapar í einu outlet-inu í Orlando og festi þar með kaup á þeim – ekkert smá ánægð með þá, en fyrir utan það að vera mega fallegir eru þeir súper þægilegir.

Nýja skóparið lítur svona út:

Annars væri ég til í að bæta einhverjum af þessum þremur hér fyrir neðan í skósafnið, chunky og mega nice:

Þangað til næst,
og takk fyrir að lesa!
X
Melkorka 

BODYSHOP – FOREVER AGAINST ANIMAL TESTING

Undanfarna mánuði hef ég verið í samstarfi með Body Shop á Íslandi, sú staðreynd kemur eflaust fáum sem lesa bloggið mitt eða fylgja mér á instagram á óvart – enda hef ég lofsamað vörurnar þeirra í hástert.
Gæði varanna og hráefnana sem notaðar eru leyna sér ekki, en það er ekki það eina sem ég fýla við Body Shop – heldur spilar afstaða þeirra gagnvart tilraunum á dýrum einnig stóran þátt í af hverju ég nota vörurnar þeirra, og með góðri samvisku.

Í gegnum ævina hef ég verið rosalega óupplýstur neytandi hvað varðar snyrtivörur – ég keypti oftar en ekki það sem ég sá á youtube hjá mínum uppáhalds ,,youtubers” án þess að pæla eitthvað frekar í þeim vörum sem ég var að kaupa og voru þær oftar en ekki ,,testaðar” á dýrum.

Í dag er ég sem betur fer búin að taka mig á og er mun meðvitaðari um það sem ég bæði versla mér og nota. En fyrir áhugasama er að finna veglegan lista af vörumerkjum sem eru  Cruelty Free + Vegan hér.
Það er einmitt eitt af mínum langtímamarkmiðum fyrir 2018 að vera búin að losa mig við allar þær vörur sem eru ekki cruelty free úr snyrtitöskunni.

Annars finnst mér voða viðeigandi að enda þessa færslu með mínum 5 uppáhalds vörum frá Body Shop, þið hafið eflaust séð þær flestar áður á einhverjum af mínum miðlum – en vörurnar eru eftirfarandi:

 

Uppáhalds varagljáinn minn – kallast strawberry bonbon
Uppáhalds Body-lotionið mitt meira um það hér.

Ég sá þennan farðahreinsi fyrst hjá Guðrúni Sørtveit, mjög góður!

Oils of life andlitskrem

Drops of glow illuminater

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að kíkja í næstu Body Shop búð og skrifa undir plagg  sem er þar. En með því eru þið að hjálpa þeim að ná 8 milljónum undirskrifta til þess að pressa á sameinuðu þjóðirnar til þess að prófanir á dýrum verði bannaðar.

X
Melkorka

WORK: AOC

Góðan dag kæru lesendur og gleðilegt nýtt ár!

Ég hef verið afar óvirk hérna inná undanfarið og lofa ég ykkur (og sjálfri mér) að bæta snarlega úr því, en ég er með margar skemmtilegar færslur í kollinum sem ég hlakka til að deila með ykkur.

Að þessu sinni má ég til með að deila með ykkur nokkrum myndum sem voru teknar fyrir nýja verslun hérna heima. Aoc heitir hún og þar er að finna margar skemmtilegar og sömuleiðis eigulegar flíkur.

Myndirnar tók Logi Þorvalds,
Högna Jónsdóttir sá um stíliseringu
og
Hrefna Namfa Finnsdóttir sá um förðun.

Þetta var afar skemmtileg myndataka svona rétt áður en ég lagði af stað til Flórida í smá fjölsyldufrí – en þetta blogg er akkúrat skrifað þaðan, hlakka ég til að deila með ykkur myndum úr þeirri ferð!

Þangað til næst,

x

Melkorka

COOL KID: RAGNHILDUR

Þegar ég byrjaði með þennan category hérna á blogginu var ég staðráðin því að fá Ragnhildi með mér í lið einn daginn. Ragnhildi er ég búin að fylgja á Instagram í dáðgóðan tíma núna og er ég alltaf jafn impressed af stílnum hennar en hún er ein af þeim sem er töffari fram í fingurgóma, eins og myndirnar hér fyrir neðan gefa til kynna.

Hún hefur gefið mér þónokkur góð ,,inspo” í gegnum tíðina og mæli ég með að fylgjast með henni á miðlinum ef þið eruð ekki af því nú þegar!

@ragnhiildur á instagram fyrir áhugasama!
X
Melkorka

ÓSKALISTI: SNYRTIVÖRUR

Ég er með þónokkrar hugmyndir af jólagjöfum, bæði sem mig langar í og mér þótti sniðugt að deila með ykkur ef einhverjir eru uppiskroppa með hugmyndir af gjöfum.
Bæði til þess að gefa og ef einhverjir þurfa hugmyndir til að setja á sinn eigin óskalista.
í ár ákvað ég að skipta óskalistunum upp í flokka og sé ég fram á að birta nokkrar gjafahugmyndir á næstu dögum, að þessu sinni er listinn einungis snyrtivörur og annað eins dekur sem ég gæti vel hugsað mér að eignast eða gefa fólkinu í kringum mig.

Bio Effect Serum – fæst hér.
Laura Mercier setting powder – fæst t.d í Sephora (ekki á íslandi)
Volume Milion Lashes maskari – fæst t.d í Hagkaup
Hátíðarsettið frá Real Teqnuies – fæst t.d í Hagkaup
Body lotion úr spa línuni – fæst í Body Shop
Vitamin E nætur serum – fæst í Body Shop
Bio Effect skrúbbur – fæst hér.
Skyn Iceland hydro cool firming eye patches – fæst hér.
Kerti – fæst í Body Shop

X
Melkorka

REYKJAVÍK ROSES 18.11.17

Smá sneakpeak af flíkum sem verða til sölu nk. laugardag í SMASH. Strákarnir í Reykjavík Roses eru droppa nýjum fatnaði og aukahlutum – mæli með að kíkja á þá á laugardaginn, lofa stuði og fallegum flíkum!

X

Melkorka

PRÓFATÍÐAR PLAYLIST:

Nú er ég hægt og rólega byrjuð að undirbúa mína næstsíðustu prófatíð – enda er gott skipulag mikilvægt fyrir mig ef mig langar að ganga og gera vel.
Annars er ég búin að taka örlítið forskot á prófatíðarsæluna og bjó til frekar nice&smooth playlist á dögunum, auðvitað til þess að hlusta á meðan ég læri og langar mig að deila með ykkur sem hafa áhuga, hann er rúmir 5 tímar, hentar vel fyrir langt lærdómssession þegar fjörið byrjar í desember!

Svo er ég líka að íhuga að deila með ykkur hvernig ég skipulegg tímann minn í og fyrir prófatíð, ég á nokkrar klassískar stundatöflur og önnur tips sem gætu nýst einhverjum vel.
Annars vona ég að playlistinn komi einhverjum að góðum notum.
Þangað til næst,
X
Melkorka

AIRWAVES

Airwaves ,,helgin” mín var ekkert smá vel heppnuð og skemmti ég mér konunglega í góðum hópi af vinum. Komu mjög flottir tónlistarmenn sem gaman var að sjá, suma hef ég séð áður og aðra var ég að sjá í fyrsta skiptið.
Náði ég að sjá alla sem mig langaði til að sjá og stóðu konurnar í CYBER upp úr að mínu mati, ótrúlega flottar með virkilega gott vibe.
Síðan voru tónleikarnir hjá Aron Can ekkert smá skemmtilegir og það sama má segja um Birni, Jói Pé og Króli voru heldur ekkert síðri.
Verst er að ég verði ekki á Íslandi að ári, næst þegar airwaves er – annars væri ég klárlega að fara aftur.
Án efa ein skemmtilegasta ,,helgi” sem ég hef átt lengi!
Annars tók ég fleiri myndir á einnotamyndavél heldur en á símann, en læt það þó ekki stoppa mig að deila með ykkur nokkrum myndum – sem eru þó flestar af mér sjálfri fylgja með. X

Á fimmtudeginum fórum við á Strikið að fá okkur að borða, ekkert smá góður matur og mæli ég hiklaust með nýja matseðlinum jafnt sem nýja kokteilseðlinum – en kokteilarnir eru ekkert eðlilega góðir og eru allt frá 1800kr!

Annars þakka ég fyrir lesturinn!
Þangað til næst,
X
Melkorka

HVERSDAGSFÖRÐUNIN MÍN

Mig langar til að segja ykkur frá minni hversdagslegu förðunarrútínu, hún er alls ekki flókin svo hún hentar kannski ykkur sem eruð ekki miklir makeup spekúlerar eins og undirrituð.
Ég legg mikla áherslu á að húðin fái að njóta sín, og ,,less is more” er klárlega eitthvað sem ég hef verið að tileinka mér upp á síðkastið.

1. Góður grunnur

Eins og ég tók fram áðan þá legg ég mikið upp úr því að húðin fái að njóta sín, og til að það gangi upp þarf húðin að vera vel nærð og eru þessar vörur mjög góð tvenna til þess.

Ég byrja á að preppa húðina með Oils of life olíunni þar sem hún nærir húðina og gefur mér góðan ljóma.  Síðan ber ég kremið á mig, enda hugsa ég kremið meira sem primer. Þegar húðin er extra þurr, vegna kulda eða stress blanda ég því stundum við drops of glow og honey bronze vörurnar.

2. Fela vandamálin

Þegar húðin mín er slæm (t.d þegar það er mikið að gera og stresssið lætur það bitna á húðinni eða er bara á túr) þá set ég þennan hyljara á vandamála svæðin, en mér finnst guli tónnin virka vel á roðan sem á það til að myndast. Annars ef húðin er í toppstandi þá sleppi ég þessum parti.

3. ,,Farðinn”

Ég set nokkra dropa af hvorutveggja vítt og breitt á andlitið og dreifi með stuppling brush frá Real Teqnuis. Passa hinsvegar að sleppa setja vörurnar á augnsvæðið!
Ég elska ljómandi húð og get því ekki mælt nógu mikið með drops of glow vörunni. Áður en ég kynntist þessari vöru notaði ég alltaf strobe kremið frá MAC en finnst þessi vara gefa mun betri ljóma og er hún ekki testuð á dýrum.
Síðan er Honey bronze gelið nánast alveg eins og það sem fæst frá Kanebo, nema mun ódýrara.

4. Hyljari

Þennan hyljara set ég á þau svæði sem ég vil birta til á: klassíska þríhyrningin undir augun, á hökuna, ennið, nefið og fyrir ofan efri vör og blanda síðan með rökum beauty blender.

5. Contour & Highlight

Þessi vara er algjör snilld! Þarna hef ég 3 vörur í einni pallettu, en sólapúður og highliter eru oft mjög fyrirferðamiklar í stærð og þar með taka mikið pláss í snyrtibuddunni. Þar sem ég ferðast mikið kemur þessi palletta sér vel fyrir upp á það að halda stærð snyrtibuddunnar í skefjum. 

Dagsdaglega nota ég bronzerinn, kinnalitinn og highlighterinn. Nema ég á það til að nota ,,contour” litinn sem augnskugga til að skerpa það svæði örlítið.

6. Augnsvæðið

Ég nota augabrúnagel frá H&M, en það er búið að endast mér í rúm 3 ár.
Síðan er það my ride or die: Volume million so Couture maskarinn frá Loreal.

7. Varir

Að lokum er það þetta varacombo, hef fengið mörg hrós fyrir varirnar mínar upp á síðkastið og er það þessum glossum að þakka. En ég er öll á gloss-lestinni, enda ekki ennþá fundið þann varalit sem fer mér og er farin að efast að hann sé yfir höfuð til.

 

 Daily journal bókina sem hefur sést á nokkrum myndum fékk ég í Urban Outfitters. 

Mér finnst vert að taka fram að allar þær vörur sem fást í Bodyshop í þessari færslu fékk ég í gjöf, en að sjálfsögðu eru þetta vörur sem ég nota dagsdaglega og mæli heilshugar með.
Er ég mjög glöð að fá að vera í samstarfi með Body shop þar sem ég fýla margar vörur frá þeim jafnt sem afstöðu fyrirtækisins gegn tilraunum á dýrum svo eitthvað sé nefnt.
X
Melkorka