Melkorka Ýrr

MILANO

Ég átti skemmtilegt en á sama tíma stutt frí í Mílanó í síðustu viku með Dodda kærastanum mínum, var lítið hægt að gera annað en að borða góðan mat og versla, enda voru verslunargötur hvert sem litið var – og gerðum við Doddi nóg af hvoru tveggja.

Búðargluggarnir voru augnkonfekt sem gerði röltið milli búða bærilegra heldur en ella. Finnst mér ekkert smá glatað að hafa klikkað á því að taka myndir af mínum uppáhalds gluggum til að deila með ykkur. Hinsvegar tókst mér að lauma nokkrum myndum inná instastories hjá Trendnet, eflaust voru einhverjir hérna sem náðu að sjá það og vita þá hvað ég á við. En litríku gluggaskreytingarnar hjá Dolce Gabbana og furðulegu skreytingarnar hjá Vivienne Westwood stóðu upp úr að mínu mati.

En nóg um gluggaskreytingatal í bili. Ég verð að viðurekenna að ég hefði mátt vera duglegri að taka myndir, en síminn minn var með tóm leiðindi og slökkti á sér við minnstu vindkviðu, en ég deili þó með ykkur þeim fáu myndum sem mér tókst að festa á símann. Enda er engin færsla almennileg án einhverra mynda, ekki satt?

Að lokum vil ég benda á Air-bnb gestgjafann okkar hana Stefaníu. Ekkert smá yndisleg kona sem nennti að standa í allskonar basli með okkur Dodda, hvort sem það var að mæta klukkan hálf 2 að nóttu til, til að afhenda okkur lyklana af íbúðinni eða hringja í taxa fyrir okkur, og tala nú ekki um hversu fín íbúðin okkar var, allt ný innréttað og fínt – topp þjónusta sem mér finnst ég knúin til að deila með ykkur, en þið getið nálgast allar upplýsingar um hana hér.

Takk fyrir að lesa!
X
Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr

CURRENT FAVORITES: BODY SHOP

Þegar ég kom heim frá Króatíu beið mín virkilega falleg og vegleg gjöf frá The Body Shop á Íslandi. Gjöfin innihélt líkams- krem og skrúbb, hreinsi- púður og vatn, andlitskrem og andlitsmaska. Ég veit afar lítið um snyrtivörur þó mér finnist gaman að nota þær, og er ég t.a.m háð líkamskremum og þ.a.l sjálftitlaður kremperri svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað umrædd gjöf hafi glatt mig.

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég fékk að gjöf, Hawaiian Kukui líkamskremið, Mediterranean sjávarsaltskrúbb einnig fyrir líkamann, Japanskur Matcha Te maski, Kínverskt Ginseng og hrísgrjóna hreinsi- púður og mjólk og síðast en ekki síst Oils of life andlitskrem.

Uppáhalds varan sem ég fékk er klárlega þetta krem. Ég er sumsé með frekar þurra húð og ef hún er ekki vel nærð eftir sturtu á ég til með að eiga erfitt með svefn. Undafarið hef ég verið að nota Green Tea líkamskremið frá Elizabeth Arden, það er létt og gefur góðan raka, og hefur það reynst mér afar vel – en eftir að ég prufaði Hawaiian Kukui kremið frá Body shop er ekki aftur snúið, enda er þetta krem á allt öðru stigi og yfir öll önnur krem sem ég hef prufað hafin (einnig ódýara en E.A kremið).

Kremið gefur húðinni minni mikla næringu og vellíðan að ég hef sjaldan vitað annað eins, ekki nóg með það heldur verð ég jafn mjúk og ungbarnarass eftir á. Svo er lyktar kremið mjög vel að ég á til með að sleppa spreyja á mig ilmvatni eftir að hafa borið það á mig, og er það afar sjaldgæft.
Eins og nafnið gefur til kynna er aðal uppistaða kremsins Kukui olía sem kemur úr samnefndum trjám á Hawaii, í fyrra hreppti kremið “Elle International Beauty Award” titilinn fyrir að vera besta “Body Lotion-ið”, og kemur mér það ekki á óvart.

Eins og ég kom inná áðan þá er ég með þurra húð og fyrir vikið hef ég ekki þolað hina ýmsu skrúbba, þar sem þeir eiga það til að gera húðina mína ennþá þurrari og jafnvel stífa – ef það meikar einhvern sens.
Þ.a.l var ég ekkert sérlega bjartsýn á að geta notað þennan skrúbb, en skrúbburinn inniheldur svo mikla olíu að húðin mín verður ekki einungis endurnýjuð heldur líka silkimjúk. Sem mun koma sér vel að notum í vetur þegar ég fer að bera á mig brúnkukrem, þar sem bodylotion-ið getur verið of yfirþyrmandi rétt áður en ég ber á mig brúnku.

Japasnki Matcha Te maskinn hefur gert undur og stórmerki fyrir húðina mína, eftir að ég kom heim frá Króatíu var húðin mín í algjöru hakki, enda búin að ferðast mikið sl. mánuð – ofan á það átti ég til með að sofna með málninguna á mér, sem var ávísun upp á vandamál.
Maskinn er kaldur og djúphreinsandi, ég gæti ímyndað mér að hann svíður á þeim stöðum sem vandamálin  eru sem mest, en þykir það ekki óeðlilegt.

Mjög gott combo fyrir hreinsun húðarinnar, ertir ekki og skilur húðina eftir ljómandi og ferska.

Nú er komið að næst uppáhalds vörunni minni: Oils of life andlitskreminu, rakabombunni og ljómagjafanum (vil ég halda fram). Ég e l s k a þetta krem, bæði eitt og sér og undir farða. Þið sem eruð með þurra húð þá er þetta eitthvað fyrir ykkur, mark my words.
Samkvæmt umsögnum um vöruna gæti ég ímyndað mér að einhverjum þætti lyktin spes, og þar að leiðandi  þurft einhvern tíma til að venjast henni, en það er klárlega þess virði. Persónulega truflar lyktin mig ekkert, enda lykt sem endurspeglar gæði vörunnar.

Ég hef verslað mér vörur í Body shop í gegnum árin og alltaf gengið sátt út, en það sem mér finnst sérstaklega aðdáunarvert við þetta fyrirtæki er afstaða þeirra gegn tilraunum á dýrum, þar sem allar vörur frá þeim eru Cruelty Free, og eru þau dugleg að framleiða vegan vörur. Annars mæli ég með að þið lesið ykkur til um Body Shop og það sem það stendur fyrir, margt áhugavert sem fyrirtækið hefur verið að gera í sambandi við Community Trade og margt fleira!

Þangað til næst!

Melkorka

SAINT LAURENT Í PARÍS

Sýning Saint Laurent á tískuvikunni í París heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum. Sýningin var haldin í gær, og var staðsetningin dáltið mögnuð en hún var undir berum himni fyrir framan upplýstan Eiffel-turninn. Að mínu mati var staðsetningin eins og rós í hnappagat á annars mjög vel heppnaðari tískusýningu.
Anthony Vaccarello, listrænn stjórnandi Saint Laurent sagðist vilja með sýningunni segja sögu af hinni frönsku Saint Laurent stelpu, og getur hver og einn dæmt fyrir sig hvort Vacarello náði að fanga stíl frönsku stúlkunnar. Fyrir mitt leiti hitti hann beint í mark, og rúmlega það.
Glamúr og partý einkenndi sýningu YSL að þessu sinni. Stuttir kjólar og stuttbuxur voru afar áberandi jafnt sem flegnir, gegnsæir toppar. Einnig var mikið um leður, fjaðrir og há stígvél – en stígvélin þóttu mér mjög skemmtileg þar sem þau voru heldur frábrugðin því sem við erum vön að sjá á undan förnum misserum. Þar sem þau voru annað hvort krumpuð og víð eða skreytt með fjöðrum. Sem mér þótti mjög skemmtileg smáatriði.

Eins og ég hef áður tekið fram var ég mjög hrifin af þessari línu og læt ég mín uppáhalds look fljóta með..


X
Melkorka

CHECK, CHECK, CHECK!

Þið hafið með öllum líkindum rekið augun í flík með köflóttu munstri bæði í fatabúðunum og á netverslunum upp á síðkastið, en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Enda tekur undirrituð munstruðum trendum og sömuleiðis litum fagnandi. Tala nú ekki um hversu haustleg köflótt munstur eru, a.m.k að mínu mati.
Sjálf á ég eina þykka, síða köflótta ullarkápu sem ég keypti á nytjamarkað á dýrum dóm þegar ég var í 9.bekk. Vildi svo til að ég hafði ekki kjark til þess að ganga í henni þá (það sem maður var mikið undir áhrifum annara), en sem betur fer gróf ég hana upp í vor og hef notað hana óspart síðan, og sé svo sannarlega fram á að nota hana áfram.

 

Það er vel hægt að leika sér með köflótta munstrið og para því saman við hin mismunandi munstur og liti. Allt er nú hægt í tísku að mínu mati.
X
Melkorka

KRÓATÍA:

Síðustu daga hefur undirrituð verið fjarri góðu gamni á samfélagsmiðlum, og er fínt að kúpla sig niður frá þeim af og til. En aldrei hefði mig órað að fólk myndi senda mér skilaboð með hvatningu um að birta fleiri myndir og vera virkari og er ég ekki búin að ákveða mig hvort mér finnist það skemmtilegt, eða heldur creepy – enda eru þetta skilaboð frá erlendum karlmönnum…………….
En helsta ástæða fyrir fjarveru minni er vegna þess að síminn minn eyðilagðist í útskriftarferðinni minni út í Króatíu, en ég er einmitt nýkomin heim úr þeirri ferð.

Var sú ferð ekkert smá nice og náði ég að slappa heilmikið af og var sú afslöppun afar kærkomin þar sem það hefur aldrei verið eins mikið að gera hjá mér og í sumar.
Sökum símaleysis tók ég ekki margar myndir, en vinkonur mínar voru þó duglegar að leyfa mér að stelast í tækin þeirra af og til svo ég gæti documentarað ferðina a.mk eitthvað, bæði til að deila með ykkur og fyrir sjálfa mig, enda voru margar skemmtilegar minningar skapaðar í þessari ferð sem mér finnst verðugt að geyma og sakar ekki ef þær eru líka til á myndrænu formi.

Annars gæti ég ekki mælt nógu mikið með Króatíu, en það er svo fallegt þarna; náttúran, litríku húsin, sjórinn, strendurnar, litlu skúturnar, snekkjurnar og þannig mætti lengi telja.
Þar sem við vorum í 10 daga ákvað ferðaskrifstofan sem sá um ferðina að skipta ferðinni í tvennt með þeim hætti að fyrri helminginn vorum við á Vodice og þann seinni á eyjunni Hvar.
Vorum við í enda ferðamanna-tímabilsins og hafði það sína kosti og galla, kostirnir voru klárlega þeir að það var ekki mikið af “auka” ferðamönnum. Gallarnir voru hinsvegar þeir að maður fann svolítið hvað þjónustufólk á hótelinu og sumum veitingastöðum var ekki að nenna okkur, enda eflaust orðið þreytt eftir túristastrauminn yfir sumartímann. Síðan lokuðu sumir barir og skemmtistaðir frekar snemma, miðað við það að við vorum í útskriftarferð a.m.k. Sem skipti auðvitað engu höfuðmáli fyrir 160 manna hóp – en ef þið eruð að spá í að fara til Króatíu einhverntímann þá vitiði a.m.k af þessu.

Áður en við fórum á Hvar var ég búin að lesa mér til um eyjuna, og tóku allir túristamiðlar fram að það væri ógrynni af bretum á eyjunni, bjóst ég við svona einum breskum bar og kannski u.þ.b 30 bretum – það var svo aldeilis ekki raunin þar sem mér fannst ég vera komin á breska nýlendu, þeir voru allstaðar og er ég ekki frá því að það voru fleiri bretar á eyjinni heldur en innfæddir.

Annars skemmti ég mér mjög vel, en fyrir forvitna þá stóð Blue Cave ferðin og Toga partý-ið lang mest uppúr, og ef einhver er á leiðinni á þessar slóðir og vill skoða Blue Cave þá mæli ég með stoppi í Green Cave – En þar er hægt að synda inn í hellinn, mjög gaman. en Toga partýið var haldið í kastala sem er staðsettur mjög ofarlega á Hvar, þannig “salurinn” var bæði í takt við þemað og við vorum með útsýni yfir allan bæinn, sem var alls ekki leiðinlegt.

En mig langar að enda þessa færslu með myndum úr ferðinni!

Blue Cave/mynd tekin af google 

Annars er það helst í fréttum að ég var á Eskifirði um nýliðna helgi á 44. sambandsþingi SUS, og var ég í framboði með Ingvari Smára, nýkjörnum formanni sambandsins og er ég þ.a.l einn af þremur fulltrúum NA-kjördæmisins, sem er bara stuð.
Þangað til næst <3
xx
Melkorka