Melkorka Ýrr

YOUNG KARIN – PEAKIN’ FT. LOGI PEDRO

Young Karin var að gefa út nýtt lag og myndband í dag, lagið kallast Peakin’ ft. Logi Pedro og er útkoman vægast sagt sturluð.
Og sé ég fram á það að hafa lagið á replay það sem eftir er af degi.

Virkilega nice video eftir Xdeathrow.
Svo er alls ekki leiðinlegt að sjá svona margar konur í aðalhlutverki.

ENJOY!

X
Melkorka

AIRWAVES OFF VENUE X TRIPICAL

Ég er búin að vera frekar fjarverandi hérna inn á upp á síðkastið, og finnst mér ég skulda ykkur nokkrar skemmtilegar færslur, þannig ég má til með að deila með ykkur einu góðu Partý-i sem félagar mínir í Tripical eru að halda núna á föstudaginn – og ykkur er auðvitað boðið!

Þar sem það styttist óðum í  Iceland Airwaves ætlar ferðaskrifstofan Tripical að halda veglega opnunarhátíð til þess að kickstarta tónlistarhátíðinni sjálfri. Partý-ið hjá þeim í Tripical verður í Glerskálanum Höfðatorgi klukkan 17:00 – 22:00, föstudaginn 27.okt.

Dagsskráin er ekki af verri endanum en fram koma:

VALDIMAR GUÐMUNDS
ÚLFUR ÚLFUR
EMMSJÉ GAUTI
YOUNG KARIN
ÁRNY
&

ARI FRANK

Tímasetningin virkar vel fyrir þá sem vilja fá sér einn sitjandi eftirvinnukokteil en á sama tíma hlusta á góða og lifandi tónlist. Það verður auðvitað pláss fyrir þá sem eru súper peppaðir fyrir helginni (og komandi kosningum auðvitað) og vilja dansa sig inn í helgina.

Annars mæli ég hiklaust með því að sækja Off Venue viðburði í tengslum við Airwaves, en sjálf hef  ég aldrei farið á Airwaves, þó mig hefur lengi langað til þess – enda aldrei týmt að sleppa úr skóla.
Annars vona ég að raunin verði önnur í ár þar sem skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa út kvíarnar og sett nokkuð skemmtilegt tveggja daga line up hér á Akureyri, svo það er aldrei að vita nema maður noti tækifærið og sæki hátíðina í ár!

Hér getiði nálgast facebook eventinn á opnunarhátíð Tripical.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

X
Melkorka

 

KETILHÚSIÐ

Eftirfarandi myndir tók ég í Ketilhúsinu fyrr í dag, en þar eru tvær mjög áhugaverðar og flottar sýningar, en á sama tíma mjög ólíkar.

Um er að ræða sýninguna ,,Balance-unbalance” eftir Rúrí og ,,Stemmning” eftir Friðgeir Helgason.

,,Rúrí hefur um árabil safnað skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar að gerð en byggja allar á jafnvægi. Vogir og ýmis önnur mælitæki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af þeim heimi sem við þekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki við ójafnvæga afstöðu milli t.d. hagkerfa og vatnsforða jarðar, stríðs og friðar.”

Síðan er ljósmyndasýning Friðgeirs með myndum eftir hann sjáfan sem hann tók bæði á Íslandi og Illinois í USA, tók hann myndirnar á filmu-vél og framkallaði hann þær sjálfur sem gerir þær ennþá skemtilegri fyrir vikið.

Mæli með að kíkja við í Ketilhúsið ef þið eigið leið hjá, frítt inn og tvær skemmtilegar sýningar í gangi!

Þangað til næst og takk fyrir að lesa!
X
Melkorka

 

 

NEW IN:

Ég er mikið fyrir yfirhafnir og finnst mér gaman að eiga nokkrar ,,statement” jakka og kápur sem gera það að verkum að poppa upp annars frekar venjulegt outfit.
Fyrr í haust fékk ég virkilega fína og hlýja kápu úr Galleri17. Kápan hefur komið sér afar vel fyrir mig og er hún akkúrat ein af þessum áberandi yfirhöfnum sem hanga á fataslánni. Þrátt fyrir jarðlitina.

Kápan sem umræðir er hermannamunstruð flís kápa (sem útskýrir titilinn á færslunni) frá merkinu Minimum, en Minimum er danskt fatamerki en Maria Kragman bloggari, klæðist gjarnan í flíkum frá þeim og var hún akkúrat manneskjan sem ,,kynnti” mig fyrir fatamerkinu.

Ég tók kápuna í tveimur númerum of stóra, þar sem ég fíla þetta snið mest þegar það er aðeins oversized – gerir kápuna og heildarlúkkið örlítið meira djúsi.

Takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

COLUMBIA X ELLINGSEN

Um daginn tókum við Doddi þátt í smávegis samfélagsmiðla verkefni með Ellingsen, tilefnið var nýja sendingin sem þau fengu frá útivistarmerkinu Columbia, en um er að ræða eitt stærsta og vinsælasta útivistarmerki heims.
Hugmyndin á bakvið verkefnið fannst mér svo skemmtileg að ég má til með að deila því með ykkur, en slagorðið er gengið í grendinni (e. Hiking in the hood) og á það vel við þar sem location-ið var í næsta ,,hverfi” við okkur þar sem Helgarfell er jú, bara rétt fyrir utan Reykjavík.
Maður þarf neflilega ekki alltaf að keyra fleiri hundruð kílómetra fyrir stórbrotið landslag, enda miklar líkur á því að það er að finna jafn fallegt landslag í næsta nágrenni.
Veðurfarið á Íslandi er margbreytilegt, eins og allir vita. Svo það er mikilvægt að vera vel stakk í búinn hvað varðar klæðnað áður en maður heldur af stað í göngur, en Ellingsen bíður upp á fyrsta flokks útivistarvörur og þekki ég eitthvað af vörunum frá þeim af eigin reynslu og get ég mælt með þeim með góðri samvisku. En Columbia er einungis brot af útivistar-flórunni sem er í boði hjá vinum mínum í Ellingsen.

Niðurstaðan:
Þú getur skotist í Ellingsen á sunnudegi, gengið á Helgafell, fengið þér geggjað íslatte og chia graut á Te og Kaffi
en samt náð helgarsteikinni hjá fam kl.18:00

#hikinginthehood #gengiðígrenndinni

Annars er hér að neðan nokkrar ,,behind the scenes” myndir frá tökunum, Benedikt Bjarna tók myndirnar.

Og að lokum myndbandið sjálft:

Framleiðandi: Mint ProductionDavíð Arnar Oddgeirsson

Kaffihús: Te og Kaffi

Takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr