Melkorka Ýrr

ÞRIÐJUDAGSLOOK

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að H&M eru að opna búð í Smáralind 24.ágúst. Sjálf er ég rosalega spennt fyrir komu sænsku risanna og fyrir vikið tók ég saman flíkur og fylgihluti sem ég væri til í að klæðast á þriðjudegi sem þessum. Þegar veðrið er eins grátt og það er í dag finnst mér ennþá skemmtilegra að klæðast litríkum flíkum sem þessu, og mætti þetta outfit vel verða mitt eigið.
Allar þær flíkur sem þið sjáið hér fyrir neðan er að finna í Íslenska H&M.

og kannski þessi kápa með?

xx
Melkorka

OUTFIT


Jakki: Champion by WoodWood, Húrra Reykjavík

Bolur: H&M
Buxur: Won Hundred, GK
Skór: AF1, Nike 

Þegar sú gula lætur sjá sig, og það á frídegi grípur maður tækifærið og fer út úr húsi, var ferðinni heitið niður í miðbæ og fengið sér að borða.
Það var þó smá kalt svo þessi nýja grófa Champion by WoodWood flíspeysa  kemur að góðum notum. En hana keypti ég á dögunum í Húrra, ekkert smá falleg og flott og sé ég fram á að nota hana mikið í vetur.

xx
Melkorka

VILTA VESTRIÐ

Myndirnar hér að ofan eru nokkrar vel valdnar frá einnar nætur útilegu sem við Doddi tókum um helgina fyrir vestan.
Upprunulega planið var að keyra norður og heimsækja fjölskylduna mína á Akureyri, enda pabbi ný orðinn 59 ára og fleira. En þar sem mig langaði að vera viðstödd á druslugönguna í Reykjavík sem var á laugardaginn ákváðum við að vera nær bænum og sjáum við alls ekki eftir því.

Við byrjuðum á því að bruna á Hellisand í Viðvík sem er tiltögulega nýr veitingastaður fyrir vestan, en vinkona mín Helga Jóhannsdóttir var að opna staðinn með tengdafjölskyldunni sinni. Ekkert smá góður matur og einn af flottustu veitingastöðum landsins að mínu mati – algjörlega akstursins virði, ef einhverjir úr bænum eru að íhuga að prófa eitthvað nýtt.

Daginn eftir gáfum við okkur góðan tíma til að skoða okkur um vilta vestrið, og vá hvað þetta var magnað – hvert sem maður leit var eins og að horfa á lifandi málverk.
Þegar við höfðum sagt skilið við okkar innri túrista var ferðinni heitið í golf – á einum fallegasta velli landsins að mati Dodda. Sjálf hef ég ekkert vit á golfvöllum en þessi var þó mjög nice og skemmtilegur – Golvöllur Staðarsveitar fyrir áhugasama.
Svo enduðum við daginn og sömuleiðis ferðina á að snæða á Hótel Búðum.

Það mætti segja ég er komin með einhverja útilegudellu þar sem ég get ekki beðið eftir næsta fríi svo ég geti farið úr bænum að tjalda og hafa það gott.

Annars óska ég ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgi!
Takk fyrir að lesa
xx
Melkorka Ýrr

MIKILVÆGT FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA:

Undirrituð er ekki á leiðinni út úr bænum yfir verslunarmannahelgina (Því miður) enda er ég að vinna.
En það þýðir ekki að ég geti ekki tekið saman hvað væri gott að hafa með sér í útilegu helgarinnar, hvort sem það er fyrir þjóðhátið, landsmót eða eitthvað annað.
Eins og flestir vita sem lesa bloggið mitt hef ég unnið mikið með Ellingsen.

Hefur það samstarf eflaust aldrei verið jafn viðeigandi og núna þar sem Ellingsen býður upp á fyrsta flokks útilegu úrval, hvort sem það tengist fatnaði eða öðrum búnaði.
Ég hef áður gert færslu í svipuðum anda en þá fyrir Secret Solstice 2017.

Allar þessar vörur fást í Ellingsen

Frekar óvenjulegur must have listi að þessu sinni, en inniheldur engu að síður mikilvæga hluti fyrir alvöru en sömuleiðis góða útilegu, en útilegur einkenna verslunarmannahelgina að mínu mati.

Svo er náttúrulega Duggarapeysan frá Ellingsen líka einnig mikið must have (sem er á útsölu!!), ég á eina sjálf og hefur hún reynst mér afar vel – mamma er þó búin að ræna henni af mér tímabundið, en ég mun klárlega endurheimta peysuna fyrir næstu útilegu – Sem verður vonandi von bráðar.

Annars vona ég að helgin verði ykkur sem skemmtilegust og takk fyrir að lesa!

xx

Melkorka

DRUSLUGANGAN // SLUT WALK

 

Hrefna Björg Gylfadóttir tók myndirnar fyrir varninginn í ár

Í dag verður gengið Druslugönguna í sjöunda sinn í Reykjavík, gangan hefst klukkan 14:00 við Hallgrímskirkju, verður gengið niður Skólavörðustíg og Laugarveg og endar gangan á Austurvelli þar tekur við tónleikahöld og ræður.
Vil ég nýta tækifærið og hvetja alla til þess að mæta, en mikilvægi viðburða á borð við druslugönguna er alveg gríðalegt, þar sem druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis og er ég ótrúlega glöð að gangan hefur stækkað með hverju árinu sem hún hefur verið haldin frá 2011.

3. apríl 2011 í Toronto, Kanada var í fyrsta sinn í sögunni gengið Druslugönguna – markmið göngunnar var að uppræta fordóma sem eru viðráðandi varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi.

,,Varstu full/ur?”

,,Í hverju varstu”

,,Varstu ein/n?”

,,I still spend too much energy wondering if my skirt is too short, or my shirt is too tight, or my heels are too high”

,,Still not asking for it”

Mörg lönd, Ísland meðaltalið tók þátt í Druslugöngunni og var fyrsta gangan farin í Reykjavík 23. júlí 2011.

Megin markmið göngunnar er alltaf sú sama: Að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Og er barist gegn þeirri orðræðu sem gefur til kynna að ofbeldið sem þolendurnir verða fyrir sé þeim að kenna, sem er auðvitað alls ekki raunin. Áherslan í ár er hinsvegar lögð á baráttu gegn stafrænu kynferðisofbeldi – það þarf að draga stafrænt kynferðisofbeldi upp á yfirborðið og opna fyrir umræðu tengt því, þar sem þetta er eitthvað sem á sér stað á hverjum einasta degi.

Sjáumst á morgun klukkan 14:00 og hjálpumst að, að reyna uppræta kynferðisofbeldi.
Stöndum saman – stöndum með Druslum <3

Þangað til næst 
xx
Melkorka