Melkorka Ýrr

SÍÐUSTU DAGAR..

Þá er ég ný lent heima á Akureyri eftir nokkra daga fyrir sunnan. Ástæða ferðarinnar að þessu sinni voru fyrirtækjaheimsóknir og háskólakynningar í HR og HÍ með skólanum. Svo súrealiskt hvað það er stutt í útskrift (!!)

Þrátt fyrir að þessar heimsóknir voru það það sem togaði mig í bæinn að þessu sinni náði ég samt sem áður að bralla hina og þessa hluti eins og það að fara á Glamour x HM viðburðinn sem ég bloggaði um daginn. Einnig fórum við stelpurnar á Kareoke kvöld á sæta svíninu á miðvikudaginn, það vakti mikla lukku í hópnum og ef þið hafið ekki ennþá skellt ykkur mæli ég með því enda ótrúlega skemmtilegt vibe hjá Dóru Júlíu og Þórunni Antoníu.

Eftir fyrirtækjaheimsóknirnar á föstudeginum bauð ég Rúbinu í late dining kvöldverð á Tapas barnum Guð minn góður hvað allt smakkaðist vel! fórum við í 6 rétta (+ 2 eftirréttir) samsettan seðil – við þurftum hinsvegar að játa okkur sigraðar fyrir síðasta eftirréttinn :( og er ég enn á bömmer  yfir að hafa ekki náð að klára en við gengum út heldur betur pakksaddar og sælar.

Ég endaði síðan helgina á að vera fyrirsæta í útskriftarverkefni hjá nemanda í Mood makeup school og eru svoleiðis verkefni alltaf jafn skemmtileg.

Mjög góð og vel heppnuð ferð að baki og nice að vera komin heim í rútínu, þó ég hefði viljað fá borgarblíðuna með mér hingað norður…

Föstudagsoutfittið – gamall leðurblazer af mömmu sem ég notaði sem kjól…

<3

Sunnudagstakan..

BTS

Var óvenjulega brún þessa helgi (kannski aðeins of brún) en ég bar á mig nýtt brúnkukrem sem vakti mikla athygli: Bondi sands í litnum ultra dark (fæst m.a á Asos)

Fallegt útsýnið á leiðini heim..

það var ekki meira að þessu sinni,

gleðilegan mánudag og þangað til næst!

x

Melkorka

TEA TREE SVEFNMASKI:

Undanfarnar vikur hefur húðin mín verið virkilega slæm og vegna þess hef ég verið að nota hinar og þessar vörur til þess að draga úr vandamálunum. Ég held að mín húðvandamál séu örlítið rótgrónari en vitlausar húðvörur og loksins er komið að því að ég kíki til læknis sem vonandi getur fundið út hvað  hvað er að.

Vissulega hafa góðar húðvörur og sömuleiðis húðumhirða margt að segja þegar kemur að ástandi húðarinnar. Og í öllu þessu brasi í kringum húðina kynntist ég einum frábærum svefnmaska sem ég get gefið öll mín helstu meðmæli.

Maskinn sem umræðir er Tea Tree svefnmaski frá The Body shop. Er maskinn ekkert smá frískandi og sé ég gríðalegan mun eftir aðeins nokkur skipti. Er húðin mun hreinni og vakna ég alltaf með fersklegri húð, þrátt fyrir að þetta er ekki rakamaski. Varan er mjög kælandi með skemmtilegri gel áferð sem þornar mjög fljótt svo það klínist ekkert í koddaverið.

Annars finnst mér vert að benda á það að eftir fyrstu notkun var húðin mín mjög ,,slæm” en það var vegna þess að maskinn var að ýta öllum óhreinindum út. Svo alls ekki panikka ef þið lendið í samskonar millibilsástandi!

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

P.s mæli með að geyma vöruna í ísskápnum, gefur extra kælandi áhrif..

Draumur í dós!

Þangað til næst,

x

Melkorka

 

 

HM STUDIO S/S 2018

Ég kom í bæinn í gær og fór beinustu leið á viðburð á vegum Glamour og HM í Smáralind. Viðburðurinn var haldinn í kringum Studio línu HM sem var launchað í gær en sýning línunar var haldin samdægurs á tískuvikunni í París og fer hún í almenna sölu í búðum HM í dag (1.mars), sem þýðir að við kúnnarnir sem eru heldur óþolinmóð í að fá flíkurnar í verslanir eftir 6 mánuði eða svo geta keypt sér flíkur strax eftir “frumsýningu” línunnar!

Línan í heild sinni er virkilega mínimalísk en innblástur hennar var fengin frá Japan. Voru nokkrar flíkur sem stóðu upp úr að mínu mati, þá sérstaklega einn rauður kjóll sem er unninn úr endurnýttu Polister.

tók ég nokkrar myndir frá eventinum sem ég leyfi að sjálfsögðu fylgja með…

Rakel Tómasdóttir var á staðnum að mála gesti gærkvöldsins, mjög skemmtileg og öðruvísi viðbót að mínu mati.

Rauði kjóllinn sem mér fannst standa sérstaklega uppúr og er hann unninn úr endurnýttu polister.

Fyrir viðburðinn fórum við nokkur frá Trendnet á Blackbox og snæddum á virkilega góðum pizzum, sem fá öll mín meðmæli!

Þangað til næst,

X

Melkorka

OVERSIZED SNEAKERS?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að síðastliðin misseri hafa strigaskór náð gríðalegum vinsældum hjá tískuunendum og fleirum, og þarf það trend varla að nefna. En nú hafa sneaks sem ég kýs að kalla oversized verið meira áberandi en ella og tek ég því trendi fagnandi enda lengi verið skotin í chunky skóm. Allt frá strigaskóm upp í fínni týpur – sjálf hef ég meresegja leiðst út í svoleiðis öfgar að versla mér sneakers í einu-tveimur nr. of stórum til þess að skórinn verði meiri um sig…

Í þessum tískumánuði hefur þetta trend verið sérstaklega áberandi, bæði á tískupöllunum og í streetwear senunni.. ég ímynda mér að þetta look sé ekki fyrir alla, persónulega fíla ég það í botn. En svo gæti alveg eins verið að þetta hype verði jafn þreytt og Roshe run skórnir sem allir þurftu að eignast á tímabili – hvað haldi þið?

svo næst þegar draumaparið ykkar er einungis til í einu nr. of stóru þá vitiði amk af þessu haha!

Þangað til næst,

X

Melkorka

HUGMYNDIR FYRIR ÚTSKRIFTARDRESS:

Nú fer að styttast í útskriftir og þ.a.m mína eigin, og er ég að sjálfsögðu farin að leita af hinu fullkomna dressi fyrir daginn – enda gott að vera tímanlega í þessum kaupum að mínu mati, þó það yrði afar týpiskt fyrir mig að vera á síðustu stundu með þetta allt saman og yrði það ekki í fyrsta skipti!

Ég er þó að reyna mitt besta að vera frekar snemma í þessu öllu saman og er ég byrjuð að surfa á hinum og þessum fatasíðum. Er ég komin með nokkur dress sem hafa vakið sérstakan áhuga hjá undirritaðari.
Persónulega er ég fyrir eitthvað sem er einfalt, viðráðanlegt í verði og síðast en ekki síst þarf dressið að vera þægilegt – endurspegla eftirfarandi hugmyndir þær kröfur að mínu mati…

Þennan kjól er að finna hér. 

Þennan kjól er að finna hér.

Þetta dress er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér. 

Þennan kjól er að finna hér. 

Jæja, nóg af dress pælingum í bili þó ég
vona þessi færsla nýtist einhverjum, ef ykkur líkar við færslur sem þessar endilega smellið á like eða hjartað! Mér þætti mjög vænt um það.
takk fyrir að lesa!
X
Melkorka 

 

 

 

 

 

 

OUTFIT:

OUTFITTÍSKA

Dress gærdagsins er fullkomið skóladress að mínu mati, þar sem þægindin eru í fyrrirúmi. Því miður er ekki orðið nógu heitt ennþá fyrir stuttermabol og þunnan frakka og er ég klárlega búin að læra af því og mun ég dúna mig upp í úlpum og pelsum þangað til að gráðurnar hækka amk um eina-tvær..

Frakki: Second hand
Bolur: Gosha Rubchinskiy
Skart: Urban Outfitters

Buxur: Centro Akureyri
Skór: Yeezi

X
Melkorka

COLLAB: SMASH OG EINKAKLÚBBURINN

Þegar búðin sem ég vann í heldur event er tilvalið að deila því með ykkur, en SMASH í kringlunni og einkaklúbburinn í Arion banka unnu í skemmtilegu samstarfsverkefni  á dögunum og er útkoman frá því collab-i mjög flottir unisex tracksuits.
Til þess að launcha gallana verður partý í búðinni með léttum veitingum og góðri stemmningu.
Partýið er núna á miðvikudaginn klukkan 17:00 og mun Snorri Ástráðs sjá um að bjóða gestum upp á góða tónlist, auk þess mun Logi Pedro taka nokkur vel valin lög.

Hér að neðan er svo að sjá myndaþáttinn Plastic sem var tekinn í tilefni útgáfunnar, en Logi Þorvaldsson tók myndirnar.

Fleiri upplýsingar um eventinn er að finna hér.

Þangað til næst!
XX
Melkorka 

FATAMARKAÐUR Á LOFT

OUTFIT

 

Næstkomandi sunnudag verður haldinn veglegur fatamarkaður hjá afar smekklegum stelpum í Reykjavík sem ég má til með að deila með ykkur.
Hann er haldinn á LOFT hostel (Bankastræti 7) milli 14:00 og 18:00. Það verður fatnaður fyrir bæði kyn, sneakers og fleira svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þau sem ætla selja af sér spjarirnar eru eftirfarandi:
Karitas Diljá Spano
Unnur Birna Backman
Díana Rós Breckman
Matthildur Matthíasdóttir
Karin Sveinsdóttir
Guðmundur Magnússon

frekari upplysingar er að finna hér.

Ég mæli eindregið með að kíkja, fallegar flíkur á góðu verði. X

UPPÁHALDS Á GRAMMY:

Grammy hátíðin var haldin með pompi og prakt í New York í nótt, mættu gestir í sínu fínasta pússi með því leiðarljósi að fagna og uppskera vinnu tónlistarfólks síðast liðna árið.

Sjálf gat ég ekki haldið mér vakandi til þess að horfa á hátíðina í heild sinni í nótt, heldur hef ég verið að dunda mér við það í dag að horfa á vel valin viðtöl og auðvitað tónlistaratriðin – og að sjálfsögðu gluggað í hina og þessa tískumiðla að skoða rauða dregilinn og sjá í hverju, hvaða stjörnur klæddust.

Ég hef því tekið saman mín uppáhalds dress gærkvöldsins, og eru þau eftirfarandi:

Kjóll frá Yanina Couture

Kjóll frá Armani Prive

Naeem khan

Balmain suit

Atelier Versace

Ashi studio

La Perla

Julien Mcdonald

Það sem mér fannst sérstaklega eftirteknavert og sömuleiðis skemmtilegt var hversu fjölbreyttur klæðnaður karlana var í nótt, fyrir mitt leyti hefur vantað svolítið upp á hann þegar það kemur að sparifatnaði..

Annars hefði listinn auðveldlega geta verið mun lengri, þó fannst mér fólkið hér að ofan bera af.

Ljómandi Chrissy Teigen, Lil uzi vert í drauma off white parinu og super töffarinn Jaden Smith og fleiri…<3

Takk fyrir að lesa,

X

Melkorka

NEWEST OBSESSION – AVOCADO TOAST

MATUR

Ég gerði óformlega könnun á Instagramstory hjá mér um daginn um hvort það væri einhver áhugi á að ég myndi deila með ykkur hvernig ég geri mitt Avocado toast.
Voru margir til í færslu sem þessa svo hér kemur hún:

Jara systir mín og ástralski mágur minn hann Ben komu til Íslands yfir jólin, einn morgunin buðu þau uppá home-made avacado toast og ohmæææægat hvað það var gott. Ég var fljót að biðja Ben um að kenna mér að gera þetta og þá sérstaklega pouched eggið.
Var þetta mun auðveldara en mig grunaði og borða ég þetta nær daglega núna. Mæli ég með að allir sem lesa þessa færslu útbúi góðan, heimagerðan brunch um helgina! Því ef ég get gert þetta þá geti þið þetta líka.
Annars verð ég seint talinn góður matarbloggari m.v þær myndir sem ég tók til þess að deila með ykkur..

1.
Ég byrja s.s á að stappa niður Avocado, super einfalt.
(1 millistórt Avocado dugar á tvær brauðsneiðar. )

2.
Síðan bæti ég meðlætinu út í Guac-ið, í þetta sinn notaði ég kirsuberjatómata og graslauk. Það er vel hægt að leika sér hérna með innihaldinu sem fer í guac-ið.
(Annars mæli ég með fersku chilli-i)

3.
Til að hafa guac-ið extra juicy bæti ég við grísku jógúrti – mikilvægt touchè, if you ask me. (Einnig hægt að nota rjómaost og sýrðan rjóma!)

4.
Útkoman:

5.
Svo er það hvernig á að gera svokallað ‘pouched’ egg, ég byrja á að brjóta eggið ofan í bolla áður en ég set það í semi-sjóðandi vatn.

6.
Þegar eggið er komið út í þá lítur það smá út eins og vitsugurnar í Harry Potter, en það er eðlilegt.

7.
Ég sný egginu með skeið og bý þannig til “skel” um eggið með hvítunni og læt það sjóða í c.a tvær mínótur.

8.
VOILA:

x2 yummi..

Takk fyrir að lesa!
X
Melkorka