Melkorka Ýrr

KRYDDSÍLDIN MÍN

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!!

Ég veit ekki með ykkur en mér fannst 2016 ansi fljótt að líða og er það frekar surrealist að það sé búið, ekki nóg með það heldur eru tveir dagar liðnir af nýju ári(!!)

Á nýju ári er ég vön að líta til baka og rifja upp stundir sem áttu sér stað á liðnu ári.. Ef yfir heildina er litið átti ég bara nokkuð gott ár og náði að skapa skemmtilegar minningar með fólkinu í kringum mig, og get ég ekki beðið eftir að byrja 2017 almennilega, en hef það á tilfinningunni að það ár verði ekkert síðra en 2016… En ég ákvað að taka saman nokkur moment saman sem standa uppúr og deila þeim með ykkur.

Ég og kærastinn minn fórum í vikuferð til Amsterdam snemma á árinu, var sú ferð virkilega skemmtileg enda mjög falleg borg sem erfitt er að láta sér leiðast í…

Í sumar flutti ég suður og bjó heima hjá Dodda – kærastanum mínum, en hef gert það sl. 2 sumur enda erfitt að vera í fjarsambandi allan ársins hring. Ég átti skemmtilegt sumar og kynntist fullt af fólki, og var í virkilega skemmtilegum vinnum sem gerði sumarið enn betra.

 WIRELESS – toppurinn á árinu, oh lord hvað þetta var gaman, væri til í að hafa þessa festival-ferð árlega.

Ég tók þeirri áskorun að bjóða mig fram í 4.-6. Sæti. Á lista XD í NA- kjördæmi fyrir kosningarnar í haust, er ég afar þakklátt traustinu sem mér var sýnt þegar ég var kosin í 6. Sætið, en ég var ekki alveg að búast við því þar sem ég var aðeins 18 ára. Að vera í framboði var mikil lífsreynsla sem tók ákveðinn toll af félagslífi og náminu. Þrátt fyrir það er ég ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri og er reynslunni ríkari.

Á árinu fékk ég gleðigjafann Roða í hendurnar <3 Fyrir áhugasama á hann sinn eigin instagram aðgang: Rodiithedog

image

Það að hafa fengið að vera partur af trendnet stóð svo sannarlega upp úr á árinu. 16 ára hefði mér aldrei grunað að ég yrði partur af uppáhalds bloggsíðunni minni.

X Melkorka

NEW YEARS

31.des er án efa uppáhalds dagurinn minn yfir hátíðarnar. Þar sem allt jóla stressið ætti að vera yfirstaðið, aðeins að njóta með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat og dressa sig fínt upp. Hversu auðveldur og þæginlegur getur einn dagur orðið? Tjaaa.. A.m.k ef maður er 18 ára og býr ennþá hjá mömmu sinni og pabba, hehe.
Fyrir þessi jól ákvað ég ekkert að vera stressa mig á fötum fyrir hátíðarnar, ég er dugleg að kaupa mér flíkur yfir allt árið um kring svo ég hugsaði með mér að ég hlyti að finna eitthvað sem ég myndi fýla mig í, en núna er ég gjörsamlega glórulaus hvað varðar outfittið fyrir annað kvöld, svo ég hef legið á pinterest sl. daga til að finna inspo og jafnramt til að peppa mig extra mikið fyrir síðasta dag ársins…

djíí er orðin svo spennt, en þið?

                    Vona að morgundagurinn ykkar verði bombtastic!

X Melkorka

FRANCA SOZZANI

Franca Sozzani, ritstjóri Ítalska Vouge lést í dag. Aðeins 66 ára að aldri, eftir árs baráttu við veikindi. Margir tískuunnendur kannast við nafnið, þó það sé ekki eins þekkt og nafnið hjá kollega hennar Anna Wintour, þrátt fyrir það er Franca alls ekkert síðri.
Þó að Franca væri alltaf óaðfinnanleg hvað varðar fataval og framkomu að mínu mati, er vert að minnast á hversu gott starf hún gengdi innan veggja Vouge. Hún er t.d á bakvið frægu “black issue” útgáfuna sem kom út árið 2008 sem notaðist aðeins við svartar fyrirsætur, frá a til ö. Þó ég hafi aðeins verið 10 ára þegar umrætt tímarit kom út þá hef ég svo sannarlega lesið um það og áhrifin sem það hafði, sömuleiðis gerði hún myndaþátt um heimilisofbeldi í þeim tilgangi að vekja athygli á því. En hún var afar dugleg að tvinna saman tísku við pólitíska strauma. Sterk réttlætiskenndin hennar fékk svo sannarlega að njóta sín í störfum hennar, og það var akkúrat sem var svo frábært við hennar starf hjá Vouge, hún var alls ekki hrædd við að taka af skarið og berjast gegn ranglætinu á hennar hátt, sem var á sama tíma svolítið öðruvísi.

image

image

image

image
Franca verður svo sannarlega sárt saknað…

X Melkorka

TRACKSUITS

Nú fer að líða að prófatíðinni minni og þá fannst mér tilvalið að skrifa eina færslu um fatnað með þægindin í fyrrirúmi en á sama tíma frekar smart, en það eru tracksuits, eða íþróttagallar á okkar ástkæru tungu. Ég veit að þeir hafa verið “In” í einhvern tíma enda ekki við öðru að búast þar sem tískurisar á borð Chloe, Gucci og Bottega Veneta hafa sýnt sínar útgáfur af íþróttagöllum á sínum sýningum.

Mér finnst skipta miklu máli að líða vel þegar ég læri, og það vill svo til að mér líður vel í þæginlegum en samt flottum fatnaði – eflaust einhverjir sem tengja. Og fínir tracksuits kæmu sér afar vel fyrir mig, svo ég læt nokkur tracksuits inspo fylgja með á þessum grámyglaða en annars fína þriðjudagskvöldi..
xxx

 

screen-shot-2016-12-20-at-20-56-23

Karin Sveins í mega nice tracksuits frá Stussy

dd0c466f03d144123e7fe8af87c5e058

d8136386ca8c205b171401b96f1f49ba

75da80fed471aedf544b89f4dc845101Vetements x Champion

d7f05031fed2304f9ab36edbd1abf653

 

screen-shot-2016-12-20-at-20-50-01

flott og þæginlegt, fullkomið fyrir djammið

screen-shot-2016-12-20-at-20-50-28

screen-shot-2016-12-20-at-20-51-38

Freja Wewer frekar svöl eins og alltaf


En nóg af íþróttagallapælingum í bili – er farin að spila með vinkonuhópnum mínum
Þangað til næst!

x Melkorka Ýrr 


Instagram: @melkorkayrr

TOPP 10 PLÖTUR 2016

Ég ákvað að taka saman 10 uppáhalds lög sem komu út árið 2016… Þar sem árið er jú alveg að verða búið, en eftir frekari umhugsun vildi ég skipta yfir í að skrifa um topp 10 plötur, þar sem það er gjörsamlega ómögulegt að koma með 10 laga lista sem ég yrði fullkomlega sátt við, því úrvalið er gríðalegt – first world problem, fattiði?
Ég s.s hélt að það yrði auðveldara að gera upp á milli platnanna, það var hinsvegar ekki raunin…

Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu erfitt þetta var, enda kom realese á eftir realese á eftir realese… Kanye, Kendrick, Drake, Chance The Rapper, Lil wayne & 2 Chainz, Rihanna osfrv osfrv…

Að búa til  þennan lista var alls ekki auðvelt eins og ég kom inná áðan en ef þið eruð forvitin um hvaða plötur ég valdi sem top 10 þá megiði endilega halda áfram að lesa..
(ATH: engin sérstök uppröðun)

Chance The Rapper – Coloring Book (mixtape)
screen-shot-2016-12-18-at-2-59-26-pm
Coloring book er 3. Mixtapeið sem hann gefur frá sér, ég gat ekki hætt að hlusta á það þegar það kom út.

Beyonce – Lemonade

beyonce_-_lemonade_official_album_cover
Artwork eftir queen B. Hún gaf út eina geggjaða plötu, rúsinan í pylsuendanum var hinsvegar að hún gaf hana út sem visusal album á tidal – frekar tryllt allt saman svo ekki sé meira sagt.. Þeir sem hafa ekki enn kynnt sér söguna bakvið plötuna geta gert það hér og mæli ég eindregið með því!

J Cole – 4 Your Eyez Only

1480626748_2c6c593bdf4af75c63402e745204faa7
Ég fékk að sjá J cole með berum augum í sumar og var það æðisleg upplifun, ég viðurkenni fúslega að ég vanmat hann algjörlega fyrir þetta performance, enda hafði ég aldrei gefið mér tíma til að kynnast honum almennilega – núna hef ég gert það and its no turning back, platan kom út í byrjun desember og hefur hún verið á repeat síðan

Aron Can – Þekkir stráginn

screen-shot-2016-12-18-at-2-58-59-pm
Allir á Íslandi ættu að þekkja Aron, enda snilldar talent þrátt fyrir ungann aldur, og verðskuldar sæti á þessum lista, enda kom hann mér í gegnum vorprófin í ár og býst ég við því sama þegar ég byrja í prófunum í jan.

Drake – Views

3b385c122fde43a8f39b41ba31280377-1000x1000x1

Mjög nice plata eins og Drake einum er lagið, get hreinlega ekki beðið eftir að sjá hann live í febrúar

Kanye West – The Life Of Pablo

screen-shot-2016-12-18-at-2-59-38-pm
Þetta er engin Dark Twisted Fantasy eða Collage Dropout en virkilega góð plata samt sem áður, uppáhalds lagið mitt á henni þessa stundina er “Fade” og myndbandið er frekar spicy og cool og er Teyana Taylor ekkert eðlilega flott í því…
video-ið er að finna hér

Young Thug – Jeffery

screen-shot-2016-12-18-at-2-58-09-pm
Veit ekki hvað ég skal segja meira en mér finnst þessi plata bara góð.

The Weeknd – Starboy

screen-shot-2016-12-18-at-2-58-22-pm
Weeknd er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum svo auðvitað set ég hann á listann. Ég tel að Weeknd sé að endurfæðast sem listamaður með þessari plötu, allavegana bendir margt til þess í myndböndunum hans, þá sérstaklega Pantherinn sem sést í sumum þeirra, og er ég frekar spennt að sjá hvað hann mun gefa út í framtíðinni ef það reynist rétt hjá mér.

YG – Still Brazy

screen-shot-2016-12-18-at-2-58-40-pm
Mega nice plata eftir YG, en hann varð skotinn í júní 2015, en þá var hann byrjaður á plötunni.
Skotárásin setti sinn svip á hana og kom hún mjög vel út.

Skepta – Konnichiwa

screen-shot-2016-12-18-at-2-59-14-pm
Fyrir utan hversu nettur Skepta er þá er þessi plata masterpiece, love every bit of it og finnst breski hreimurinn setja punktinn yfir i-ið. Konnichiwa er plata ársins að mínu mati..

Ég gæti auðveldlega bætt fleiri plötum við listann en lét þessa upptalningu duga í bili.
Þangað til næst!

x Melkorka