Melkorka Ýrr

FKA TWIGS X NIKE

TÓNLIST

Rakst á vægast sagt tryllt myndabnd af FKA Twigs fyrir NIKE, en hún var sömuleiðis að leikstýra myndbandinu, talandi um hæfilekabúnt!
Fyrir þá sem ekki vita er FKA Twigs andlit fyrir Zonal Strength, sem eru nýjar hlaupabuxur frá Nike.
Er ég afar ánægð með Nike þar sem þetta myndband er frekar nýtt og öðruvísi,
svo er hún bara svo eitursvöl!
NJÓTIÐ!!

 

X
Melkorka

COOL KID ANNA JANS

INSTAGRAMTÍSKA

Þar sem ég er sjálf frekar mikill krakki í mér fannst mér tilvalið að hafa einn fastann lið á blogginu sem vísar einmitt í það. Satt best að segja finnst mér svona póstar alltaf jafn skemmtilegir því ég er agalega mikill instaperri og er endalaust að finna mér nýtt spennandi fólk til að followa…

Þegar ég rakst á Instagram accountinn hennar Önnu fyrir svolítlu síðan átti ég erfitt með að trúa því að hún væri íslensk, og hvað þá 17 ára.. Ég hafði aldrei rekist á jafn cool insta-account og hennar. Hún er auðvitað með geggjaðan stíl sem er frekar rómantískur að mínu mati…

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-43

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-08

screen-shot-2017-01-03-at-01-22-26

screen-shot-2017-01-03-at-01-23-49

screen-shot-2017-01-03-at-01-36-21

screen-shot-2017-01-03-at-01-36-45

fyrir áhugasama er @annajansd instagrammið hennar og mæli ég með followi!

X Melkorka Ýrr 

REYKJAVIK FASHION FESTIVAL N°7

REYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFF

Þegar ég sá að RFF yrði í ár var ég heldur betur ánægð þar sem mig hefur lengi langað til að fara að sjá og upplifa stemmninguna sem fylgir viðburðum sem þessum. Því miður var RFF ekki haldið í fyrra, en nú er raunin önnur.. Mér og fleirum til mikillar hamingju!

Fyrir þá sem ekki vita verður
Reykjavík Fashion Festival haldin í Hörpu í mars á þessu ári, en hugmyndin á bakvið hátíðina er að koma íslenskum hönnuðum á kortið alþjóðlega og einnig að þeir öðlist þá virðingu og upphefð sem þeir eiga skilið.

Reykjavík Fashion Festival er kjörið tækifæri fyrir alla þá hönnuði sem vilja koma sér á framfæri með einum eða öðrum hætti.
En umsóknarfrestur fyrir að þátttöku á sýningunni rennur út á miðnætti 7. janúar nk.

 image

image

Nánari upplýsingar um festivalið er að finna hér

Sjálf get ég ekki beðið eftir því að sjá hvað hönnuðir landsins hafa upp á að bjóða og er hreinlega farin að telja niður dagana..

X Melkorka 

KRYDDSÍLDIN MÍN

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!!

Ég veit ekki með ykkur en mér fannst 2016 ansi fljótt að líða og er það frekar surrealist að það sé búið, ekki nóg með það heldur eru tveir dagar liðnir af nýju ári(!!)

Á nýju ári er ég vön að líta til baka og rifja upp stundir sem áttu sér stað á liðnu ári.. Ef yfir heildina er litið átti ég bara nokkuð gott ár og náði að skapa skemmtilegar minningar með fólkinu í kringum mig, og get ég ekki beðið eftir að byrja 2017 almennilega, en hef það á tilfinningunni að það ár verði ekkert síðra en 2016… En ég ákvað að taka saman nokkur moment saman sem standa uppúr og deila þeim með ykkur.

Ég og kærastinn minn fórum í vikuferð til Amsterdam snemma á árinu, var sú ferð virkilega skemmtileg enda mjög falleg borg sem erfitt er að láta sér leiðast í…

Í sumar flutti ég suður og bjó heima hjá Dodda – kærastanum mínum, en hef gert það sl. 2 sumur enda erfitt að vera í fjarsambandi allan ársins hring. Ég átti skemmtilegt sumar og kynntist fullt af fólki, og var í virkilega skemmtilegum vinnum sem gerði sumarið enn betra.

 WIRELESS – toppurinn á árinu, oh lord hvað þetta var gaman, væri til í að hafa þessa festival-ferð árlega.

Ég tók þeirri áskorun að bjóða mig fram í 4.-6. Sæti. Á lista XD í NA- kjördæmi fyrir kosningarnar í haust, er ég afar þakklátt traustinu sem mér var sýnt þegar ég var kosin í 6. Sætið, en ég var ekki alveg að búast við því þar sem ég var aðeins 18 ára. Að vera í framboði var mikil lífsreynsla sem tók ákveðinn toll af félagslífi og náminu. Þrátt fyrir það er ég ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri og er reynslunni ríkari.

Á árinu fékk ég gleðigjafann Roða í hendurnar <3 Fyrir áhugasama á hann sinn eigin instagram aðgang: Rodiithedog

image

Það að hafa fengið að vera partur af trendnet stóð svo sannarlega upp úr á árinu. 16 ára hefði mér aldrei grunað að ég yrði partur af uppáhalds bloggsíðunni minni.

X Melkorka

NEW YEARS

31.des er án efa uppáhalds dagurinn minn yfir hátíðarnar. Þar sem allt jóla stressið ætti að vera yfirstaðið, aðeins að njóta með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat og dressa sig fínt upp. Hversu auðveldur og þæginlegur getur einn dagur orðið? Tjaaa.. A.m.k ef maður er 18 ára og býr ennþá hjá mömmu sinni og pabba, hehe.
Fyrir þessi jól ákvað ég ekkert að vera stressa mig á fötum fyrir hátíðarnar, ég er dugleg að kaupa mér flíkur yfir allt árið um kring svo ég hugsaði með mér að ég hlyti að finna eitthvað sem ég myndi fýla mig í, en núna er ég gjörsamlega glórulaus hvað varðar outfittið fyrir annað kvöld, svo ég hef legið á pinterest sl. daga til að finna inspo og jafnramt til að peppa mig extra mikið fyrir síðasta dag ársins…

djíí er orðin svo spennt, en þið?

                    Vona að morgundagurinn ykkar verði bombtastic!

X Melkorka