MILANO

Ég átti skemmtilegt en á sama tíma stutt frí í Mílanó í síðustu viku með Dodda kærastanum mínum, var lítið hægt að gera annað en að borða góðan mat og versla, enda voru verslunargötur hvert sem litið var – og gerðum við Doddi nóg af hvoru tveggja.

Búðargluggarnir voru augnkonfekt sem gerði röltið milli búða bærilegra heldur en ella. Finnst mér ekkert smá glatað að hafa klikkað á því að taka myndir af mínum uppáhalds gluggum til að deila með ykkur. Hinsvegar tókst mér að lauma nokkrum myndum inná instastories hjá Trendnet, eflaust voru einhverjir hérna sem náðu að sjá það og vita þá hvað ég á við. En litríku gluggaskreytingarnar hjá Dolce Gabbana og furðulegu skreytingarnar hjá Vivienne Westwood stóðu upp úr að mínu mati.

En nóg um gluggaskreytingatal í bili. Ég verð að viðurekenna að ég hefði mátt vera duglegri að taka myndir, en síminn minn var með tóm leiðindi og slökkti á sér við minnstu vindkviðu, en ég deili þó með ykkur þeim fáu myndum sem mér tókst að festa á símann. Enda er engin færsla almennileg án einhverra mynda, ekki satt?

Að lokum vil ég benda á Air-bnb gestgjafann okkar hana Stefaníu. Ekkert smá yndisleg kona sem nennti að standa í allskonar basli með okkur Dodda, hvort sem það var að mæta klukkan hálf 2 að nóttu til, til að afhenda okkur lyklana af íbúðinni eða hringja í taxa fyrir okkur, og tala nú ekki um hversu fín íbúðin okkar var, allt ný innréttað og fínt – topp þjónusta sem mér finnst ég knúin til að deila með ykkur, en þið getið nálgast allar upplýsingar um hana hér.

Takk fyrir að lesa!
X
Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr

CURRENT FAVORITES: BODY SHOP

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    9. October 2017

    Svo fínt!!! x