KETILHÚSIÐ

Eftirfarandi myndir tók ég í Ketilhúsinu fyrr í dag, en þar eru tvær mjög áhugaverðar og flottar sýningar, en á sama tíma mjög ólíkar.

Um er að ræða sýninguna ,,Balance-unbalance” eftir Rúrí og ,,Stemmning” eftir Friðgeir Helgason.

,,Rúrí hefur um árabil safnað skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar að gerð en byggja allar á jafnvægi. Vogir og ýmis önnur mælitæki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af þeim heimi sem við þekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki við ójafnvæga afstöðu milli t.d. hagkerfa og vatnsforða jarðar, stríðs og friðar.”

Síðan er ljósmyndasýning Friðgeirs með myndum eftir hann sjáfan sem hann tók bæði á Íslandi og Illinois í USA, tók hann myndirnar á filmu-vél og framkallaði hann þær sjálfur sem gerir þær ennþá skemtilegri fyrir vikið.

Mæli með að kíkja við í Ketilhúsið ef þið eigið leið hjá, frítt inn og tvær skemmtilegar sýningar í gangi!

Þangað til næst og takk fyrir að lesa!
X
Melkorka

 

 

NEW IN:

Skrifa Innlegg