Melkorka Ýrr

NEW IN:

Ég er mikið fyrir yfirhafnir og finnst mér gaman að eiga nokkrar ,,statement” jakka og kápur sem gera það að verkum að poppa upp annars frekar venjulegt outfit.
Fyrr í haust fékk ég virkilega fína og hlýja kápu úr Galleri17. Kápan hefur komið sér afar vel fyrir mig og er hún akkúrat ein af þessum áberandi yfirhöfnum sem hanga á fataslánni. Þrátt fyrir jarðlitina.

Kápan sem umræðir er hermannamunstruð flís kápa (sem útskýrir titilinn á færslunni) frá merkinu Minimum, en Minimum er danskt fatamerki en Maria Kragman bloggari, klæðist gjarnan í flíkum frá þeim og var hún akkúrat manneskjan sem ,,kynnti” mig fyrir fatamerkinu.

Ég tók kápuna í tveimur númerum of stóra, þar sem ég fíla þetta snið mest þegar það er aðeins oversized – gerir kápuna og heildarlúkkið örlítið meira djúsi.

Takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

COLUMBIA X ELLINGSEN

Skrifa Innlegg