fbpx

COLUMBIA X ELLINGSEN

Um daginn tókum við Doddi þátt í smávegis samfélagsmiðla verkefni með Ellingsen, tilefnið var nýja sendingin sem þau fengu frá útivistarmerkinu Columbia, en um er að ræða eitt stærsta og vinsælasta útivistarmerki heims.
Hugmyndin á bakvið verkefnið fannst mér svo skemmtileg að ég má til með að deila því með ykkur, en slagorðið er gengið í grendinni (e. Hiking in the hood) og á það vel við þar sem location-ið var í næsta ,,hverfi” við okkur þar sem Helgarfell er jú, bara rétt fyrir utan Reykjavík.
Maður þarf neflilega ekki alltaf að keyra fleiri hundruð kílómetra fyrir stórbrotið landslag, enda miklar líkur á því að það er að finna jafn fallegt landslag í næsta nágrenni.
Veðurfarið á Íslandi er margbreytilegt, eins og allir vita. Svo það er mikilvægt að vera vel stakk í búinn hvað varðar klæðnað áður en maður heldur af stað í göngur, en Ellingsen bíður upp á fyrsta flokks útivistarvörur og þekki ég eitthvað af vörunum frá þeim af eigin reynslu og get ég mælt með þeim með góðri samvisku. En Columbia er einungis brot af útivistar-flórunni sem er í boði hjá vinum mínum í Ellingsen.

Niðurstaðan:
Þú getur skotist í Ellingsen á sunnudegi, gengið á Helgafell, fengið þér geggjað íslatte og chia graut á Te og Kaffi
en samt náð helgarsteikinni hjá fam kl.18:00

#hikinginthehood #gengiðígrenndinni

Annars er hér að neðan nokkrar ,,behind the scenes” myndir frá tökunum, Benedikt Bjarna tók myndirnar.

Og að lokum myndbandið sjálft:

https://www.facebook.com/ellingsen.verslun/videos/10155103607773240/

Framleiðandi: Mint ProductionDavíð Arnar Oddgeirsson

Kaffihús: Te og Kaffi

Takk fyrir að lesa!

X

Melkorka

Endilega fylgið mér á Instagram @melkorkayrr og Snapchat: melkorka.yrr

MILANO

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Jara

    10. October 2017

    Wow , ótrulega flott föt og myndbandið ekkert smá flott