AIRWAVES OFF VENUE X TRIPICAL

Ég er búin að vera frekar fjarverandi hérna inn á upp á síðkastið, og finnst mér ég skulda ykkur nokkrar skemmtilegar færslur, þannig ég má til með að deila með ykkur einu góðu Partý-i sem félagar mínir í Tripical eru að halda núna á föstudaginn – og ykkur er auðvitað boðið!

Þar sem það styttist óðum í  Iceland Airwaves ætlar ferðaskrifstofan Tripical að halda veglega opnunarhátíð til þess að kickstarta tónlistarhátíðinni sjálfri. Partý-ið hjá þeim í Tripical verður í Glerskálanum Höfðatorgi klukkan 17:00 – 22:00, föstudaginn 27.okt.

Dagsskráin er ekki af verri endanum en fram koma:

VALDIMAR GUÐMUNDS
ÚLFUR ÚLFUR
EMMSJÉ GAUTI
YOUNG KARIN
ÁRNY
&

ARI FRANK

Tímasetningin virkar vel fyrir þá sem vilja fá sér einn sitjandi eftirvinnukokteil en á sama tíma hlusta á góða og lifandi tónlist. Það verður auðvitað pláss fyrir þá sem eru súper peppaðir fyrir helginni (og komandi kosningum auðvitað) og vilja dansa sig inn í helgina.

Annars mæli ég hiklaust með því að sækja Off Venue viðburði í tengslum við Airwaves, en sjálf hef  ég aldrei farið á Airwaves, þó mig hefur lengi langað til þess – enda aldrei týmt að sleppa úr skóla.
Annars vona ég að raunin verði önnur í ár þar sem skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa út kvíarnar og sett nokkuð skemmtilegt tveggja daga line up hér á Akureyri, svo það er aldrei að vita nema maður noti tækifærið og sæki hátíðina í ár!

Hér getiði nálgast facebook eventinn á opnunarhátíð Tripical.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst!

X
Melkorka

 

KETILHÚSIÐ

Skrifa Innlegg