Melkorka Ýrr

UMHVERFISVÆNN MARKAÐUR @HÓTEL SÖGU

Umhverfisvæni markaðurinn er markaður að mínu skapi sem verður haldinn á Hótel Sögu núna á laugardaginn.

Það er frábært að sjá þennan hóp af fólki, sem eru öll af vilja gerð til þess að bæta umhverfið og vonandi neyslumynstur annara. Á þessum markaði verður hægt að fá allt á milli himins og jarðar, og það frá nokkrum af flottustu verslunum landsins, vörur sem verða fáanlegar eru t.d bambustannburstar, sem eru orðnir afar vinsælir í dag, hægt að kaupa áfyllingu á sjampói (hægt að koma með hvaða ílát sem er fyrir áfyllingu, sápuskeljar án nokkurs plasts, fjölnota túrnærbuxur, stálbox undir nesti ofl..

Ég er sjálf hálfgerður amateur þegar það kemur að umhverfisvænum lífstíl, þó ég sé að sjálfsögðu alltaf að reyna bæta mig í þeim efnum, þannig mér þykir voða næs að geta sótt markað sem þennan, því þarna eru margir vistvænir valkostir samankomnir á einn stað – og þannig myndast tækifæri fyrir fólk í svipaðari stöðu og ég er í, að kynna sér umhverfisvænni kosti – sem maður myndi ekki endilega gera sér grein fyrir að væru til staðar.

Þó ég verði fjarri góðu gamni núna á laugardaginn, vil ég eindregið hvetja sem flesta til að mæta og sjá hvað er í boði á umhverfisvæna markaðinum!

frekari upplýsingar um markaðinn er að finna hér

X

Melkorka

ÉG MÆLI MEÐ: ÁLFABIKAR!

Ég tók eftir því að Organic cup séu að auglýsa hjá okkur á forsíðunni á Trendet eftir ég sá instagram story hjá Elísabetu Gunnars hér  og vildi ég þar með nýta tækifærið og impra á hversu góð fjárfesting þessir bikarar eru.

Það er ekki í fyrsta skipti sem undirrituð bloggar um álfabikar en fyrri færsluna er hægt að nálgast hér.
Ég get ekki lofsamað álfabikarinn nægilega mikið. Mun þægilegri í notkun (kom mér virkilega á óvart) og umhverfisvænni en allar þær tíðarvörur sem ég hef notað í gegnum æfina. Ég hreinlega skil ekki afhverju þessir álfabikarar eru ekki til gefins öllum stelpum sem byrja í kynfræðslu, heldur en túrtappar og dömubindi..

Eins og þessi ágæta auglýsing á forsíðunni okkar sínir er einnig sparnaðarfaktor í notkun álfabikarsins, mun ódýra að kaupa sér einn bikar, þegar lengra er litið.

Magnaðar staðreyndir, sem kannski ekki endilega allir gera sér grein fyrir:

Vona allir fjárfesti síðan í álfabikar! Ég keypti minn (organic cup)  í Apóteki Akureyrar – annars fást þeir líka í Lyfja og Lyfja.is
X
Melkorka

ÓSKALISTI Í SEPTEMBER

Sæl kæru lesendur, það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast og mun ég bæta úr því, nú þegar maður byrjaður að mynda rútínu fyrir haustið og veturinn. Það er einhvernveginn þannig að það gerist ekkert með óskipulagi – og hef ég ekkert verið sú skipulagðasta í sumar..
En nú þegar byrjað er að hausta fer maður aðeins að líta í kringum sig eftir vörum sem hjálpa manni að verjast komandi kulda, með einum eða öðrum hætti.
Af því tilefni hef ég sett saman óskalista septembermánaðar!

Kúrekastígvél – er búin að vera leita af hinum fullkomnu stígvélum núna í einhvern tíma, druma stígvélin væru þó í hvítum lit þó þessi hér fyrir ofan eru einnig mjög fín.
LINK

Þessi fína dúnúlpa frá 66°norður mætti alveg verða mín, til að hlýja manni í kuldanum í haust og vetur.
LINK

Mjög mikilvægt að eiga gott krem þegar húðin byrjar að þorna vegna kulda, þetta hér hefur verið notað á mig fyrir myndatökur og alltaf þótt það mjög næs.
LINK 


Síminn minn er orðin mjög sjúskaður og sama má segja um myndavélina á honum. Þá væri ekki leiðinlegt að eiga eina svona græju – mjög fín myndgæði og afar hentugt að hafa innbyggt bluetooth til að geta sent myndirnar beint í símann.
LINK 

 

Sett frá Mads Norgaard – mætti vel verða mitt.
LINK

Nýlega búin með nákvæmlega eins body lotion, kominn tími á áfyllingu. Enda er líkaminn aldrei eins þurr og á veturna..
Fæst í Body shop.


Melkorka Ýrr 

 

 

MÆLI MEÐ: SECRET SLAVE

Ég byrjaði á nýrri bók í síðustu viku, Secret Slave og var tæpa 3 daga að lesa hana, svo góð var hún.
Ég hef alltaf  verið mikið fyrir sannsögulegar bækur, þá sérstaklega ef þær eru um harmsögur kvenna – mínar uppáhalds bækur eru til að mynda dagbók Önnu Frank og Eyðimerkurblómið (e. Waris). Svo ef þið hafið lesið og fílað þær þá mæli ég sérstaklega með Secret Slave.

Ég átti ótrúlega erfitt með að leggja bókina frá mér, einnig þótti mér afar auðvelt að sjá hlutina fyrir mér og þannig lifa mig inn í bókina að einhverju leiti.  Í enda bókarinnar, hluti sem mér fannst mest spennandi, fann ég hvernig hjartslátturinn minn stigmagnaðist, þó ég vissi nokkurnveginn hvernig bókin endaði – en það hefur aldrei gerst fyrir mig þegar ég les bækur. Svipað rush og þegar maður horfir á spennandi kvikmyndir. Það finnst mér vera staðfesting á að þetta hafi verið virkilega góð bók.

Ég vil auðvitað ekki spilla bókinni fyrir þeim sem vilja lesa hana, en í stuttu máli fjallar hún um enska konu sem var svipt frelsi sínu áðeins 15 ára gömul. Hún var haldin fangi í mörg ár og á þeim tíma var hún notaður sem kynlífsþræll. Fórnarlambið, Anna Ruston skrifar bókina sjálf.

 

Endilega látið mig vita ef þið lesið hana og hvað ykkur fannst!
X
Melkorka

OUTFIT @ TAPASBARINN

Rétt áður en það var lagt af stað til Póllands var pitstoppið tekið á Tapasbarnum – einum af mínum uppáhalds veitingastöðum í Reykjavík.

Ég póstaði mynd af mér á Instagram og fékk nokkrar spurningar um outfittið og þá sérstaklega skónna sem ég klæddist það kvöld.

Bolur: Acne Studios
Buxur: Fendi
Skór: Topshop (London)
Blazer: Rauði krossinn á Akureyri

Ótrúlega afslappað look að mínu mati en skórnir gerir það eitthvað örlítið meira fancy…

X
Melkorka

 

WARSAW, POLLAND

Ég er ný komin heim eftir ótrúlega góða verslunarmannahelgi í Warsaw, höfuðborg Póllands. Ég get ekki mælt meira með þessari borg – ótrúlega hrein, gott andrúmsloft, ódýrt verðlag, gott veður, heillandi arkitektúr og fáir túristar svo eitthvað sé nefnt.
Mér hefur lengi langað til að heimsækja Pólland og loksins varð af þeirri heimsókn og mun ég klárlega fara aftur.
Við vorum ótrúlega heppin með veður, og náðum að nýta fyrsta (og sömuleiðis heitasta) daginn á ströndinni meðfram ánni Vistula sem liggur í gegnum Warsaw.
Annars ætla ég ekki að hafa þessa færslu mikið lengri og ætla leyfa myndunum að tala sínu máli..

Annars ætla ég mér að gera aðra ýtarlegri færslu um hvað ég gerði og staðir sem ég mæli með í Warsaw svo fylgist með!
X
Melkorka

 

LATEST OBSESSION: LIME GRÆNT

 

Lime grænn er búinn að vera ágætlega áberandi í sumar, og mun eflaust springa út þegar það líður á haustið, sjálf tók ég fyrst eftir þessum æpandi lit á tískusýningunni í Köben og þá sérstaklega hjá HAN KJØBENHAVN og varð strax mjög hrifin. Lime græni liturinn er að finna í nánast öllum vefverslunum – lime græn á sundföt, föt, töskur og aðrir fylgihlutir. Svo er liturinn líka notaður sem detail á aðrar flíkur og fylgihluti (eins og má sjá á FP skónnum neðar í færslunni) sem setur punktinn yfir i-ið.

 

Lime grænt bikini er efst á óskalistanum um þessar stundir…

Svo eru það FP skórnir, en þeir fást einmitt í Húrra Reykjavík

Ég keypti mér einmitt bumb bag frá 66 í þessum lit og er með hana á mér ,,as we speak” sé fram á að nota hann bæði sem hversdags og í útihlaupum til að geyma símann ofl…

 

Xx

Melkorka

UPPÁHALDS BUXUR Í RÆKTINA:

Langar að deila með ykkur mínum uppáhalds buxum í ræktina þessa stundina. Nýlega eignaðist ég þessar fínu ræktarbuxur og urðu þær fljótt að mínum uppáhalds. Buxurnar eru eiginlega fullkommar fyrir mitt leiti. Þær eru ekkert smá þægilegar með góðu efni sem heldur vel að, svo eru þær uppháar sem mér finnst skipta höfuð máli þegar það kemur að buxum almennt, og tala nú ekki um hvað maður skítlúkkar í þeim (hehe)

Buxurnar sem um ræðir eru frá Gymshark, mér finnst ég varla þurfa kynna það merki eitthvað frekar þar sem ég sé aðra hverja stelpu á Instagram í ræktarfötum frá þeim og er það ekki að ástæðulausu.
Fyrir utan það að selja þæginleg og flott föt eru þau öll á viðráðanlegu verði.

 

Þær ná vel yfir nafla eins og sést hér

 

Netverslun Gymshark getiði fundið hér

Takk fyrir að lesa

xxx Melkorka

SÍÐUSTU DAGAR…

Jara systir mín kom okkur fjölskyldunni heldur betur  á óvart með nærveru sinni s.l fimmtudag, hún kom til Íslands í tæpt viku stopp eftir að hafa verið að ferðast um Bali og Siri Lanka í þrjá mánuði. En þegar þetta er skrifað er hún lögð á stað til Nice í Frakklandi vegna vinnu.

Fyrir áhugasama þá er Jara ný byrjuð að blogga um ferðalögin sín, þar skrifar hún um reynslu sína á hverjum áfangastað fyrir sig, auk þess deilir hún með lesendum skemmtilegum og gagnlegum tipsum um afþreyingu, húsnæði ofl. Og tala nú ekki um myndirnar sem fylgja færslunum en Ben kærastinn hennar er ekkert smá flinkur ljósmyndari –  fyrir áhugasama er hægt að lesa nánar um ferðalögin hennar og Ben hér.

Þessi færsla átti samt ekki BARA að snúast um Jöru og hennar ferðalög, heldur hef ég (ásamt fjölskyldunni) átt heldur betur góða daga, en þetta er í fyrsta skipti í 3 ár sem við systkinin erum öll á sama stað, sem er auðvitað ótrúlega súrt, en þá metur maður þær stundir sem við náum saman, enn betur.

Á sunnudagskvöldinu fórum við til Dalvíkur, gamla heimabæinn okkar og gengum upp að Kofa, eitthvað sem við gerðum með mömmu þegar við vorum lítil.
Útsýnið yfir Dalvík og nágrenni á leiðinni upp var heldur betur magnað, eina sem hefði getað toppað þetta allt saman var nice sólsetur, þar sem við vorum seint á ferðinni.

 

Í gær (mánudag) gerðum við mamma vel við okkur og fórum í ilmolíu nudd í Aqua Spa, mæli með!

 

Síðan fórum við fjölskyldan í Hof í lunch – kveðjumáltíð fyrir Jöru sem lagði af stað til Frakklands nokkrum klst seinna..

Kjóll – Lindex
Skór – Hertex Akureyri
Gallabuxur – Asos

Takk fyrir að lesa,
X
Melkorka

SVITALYKTAREYÐIR ÁN ÁLS

Fyrir mitt leiti er það afar mikilvægt að nota svitalyktareyði án áls, en það eru u.þ.b tvö ár síðan ég komst af skaðseminni sem ál í svitalyktareyði getur haft í för með sér – rannsóknir hafa sýnt að ef líkaminn safni í sig áli getur það haft skaðleg áhrif á heilann og einnig getur það leitt til brjóstakrabbameins, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur þó verið mér hugleikið að finna svitalyktaeyði sem er með góðri lykt og endist, hingað til hef ég verið að nota einhverja náttúrulega steina og svitalyktaeyði frá dr. organic, ég var ekki nógu ánægð með þá og enda alltaf á því að skipta aftur yfir í þá sem eru með ál, þó með miklum trega og slæmri samvisku.
Ég var þó aldrei búin að tékka á minni uppáhalds snyrtivöruverslun og tryggum samstarfsfélaga the body shop hvort þau væru ekki með einn állausan svitalyktareyði til sölu – því miður þá voru þau ekki með einn slíkan en Lovísa, verslunarstjórinn hérna á Akureyri sagði mér að þau ættu von á svoleiðis vöru, mér til mikillar gleði.

**Vöruna fékk ég að gjöf

Nú loksins eru þeir mættir og er ég nokkuð viss um að ég hafi nælt mér í síðasta eintakið þegar ég fór, en þeir eru fáanlegir í tveimur ilmum – annar er ferskari og léttari (Cherry Blossom) og hinn er örlítið þyngri (Black musk).
Ég get ekki sagt að endingin sé jafn góð á þeim sem ég hef verið að nota sem innihalda ál, en ilmurinn er alls ekki síðri. Svo þessi hefur verið ágætis lending fyrir mig, þó ég þurfi að setja hann á mig 2x á dag.
En ég vil hvetja alla sem lesa þessa færslu að kynna sér skaðsemi áls betur, en það er t.d hægt að gera á vefsíðu heilsuhússins. 

 

X
Melkorka

Fylgið mér á instagram @melkorkayrr