Melkorka Ýrr

LAST DAY OF SCHOOL

Það hefur liðið alltof langur tími síðan ég gerði færslu síðast, en ég hef verið á fullu í skólanum og er loksins að klára öll þau verkefni og skil sem ég á eftir í skólanum og þá fer allt í sitt venjulega horf. Annars var ég að klára minn síðasta skóladag við Menntaskólann á Akureyri eftir ágæt 4 ár og er útskrift á næsta leiti.
Í tilefni af síðasta skóladeginum var haldið sparifatakaffi og langar mig til að deila með ykkur dressinu sem ég klæddist við tilefnið, en það var hvít dragt sem ég hef lengi átt í fataskápnum, hef ég oft klæðst henni, þó alltaf í sitthvoru lagi. Til að poppa hana örlítið upp klæddist ég gulu belti við sem mér fannst setja punktinn yfir i-ið.

 

Eyrnalokkana keypti ég í spútnik

Dragtina keypti ég í Rauða krossinu hérna heima fyrir örugglega þremur árum, datt heldur betur í lukkupottin þá og er beltið frá Off-white, fæst það t.d hér.

 

X
Melkorka

GRADUATION PLAYLIST:

Mér finnst svo stutt síðan ég birti síðasta prófartíðarplaylista hérna á blogginu – tíminn er svo sannarlega fljótur að líða…
Þar sem síðasti playlist sem ég birti fyrir síðustu próf fékk svona góðar undirtektir ákvað ég að deila með ykkur nýjasta playlistanum mínum sem ég hef búið til fyrir komandi verkerfna törn hjá undirritaðari. Þó svo að ég fari bara í eitt lokapróf og þá í lok maí er mikið um verkefna skil og stendur lokaritgerðin mín þar upp úr – en henni á ég að skila um mánaðarmótin og er ég orðin vægast spennt að klára hana. En ritgerðaefnið mitt er um Fast Fashion og áhrifin sem sá iðnaður hefur á þau samfélög sem framleiðslan fer fram og svo auðvitað líka hvaða áhrif svona frameiðsla hefur á umhverfið… Gerir það tölvuvert auðveldara og sömuleiðis skemmtilegra að ég geti tvinnað saman lokaritgerðina mína við eitt af mínum mörgum áhugamálum.

En svo ég komi mér aftur að playlistanum þá er hann í svipuðum dúr og sá fyrri sem ég deildi með ykkur, vibe-ið er rólegt og þægilegt og er þetta tónlist sem mér þykir lang best að læra og vinna við.

Vona hann komi einhverjum að jafn góðum notum og mér!
Þangað til næst
X
Melkorka 

Fylgið mér á instagram: @melkorkayrr

HÚÐIN MÍN: FYRIR OG EFTIR

Ég er búin að vera mana mig núna í langan tíma að deila með ykkur þessari færslu, og loksins hef ég ákveðið að láta verða að henni enda get ég ímyndað mér að margir séu í sömu stöðu og ég var.

Ég setti inn myndband á instagram story fyrir einhverju síðan af húðini minni og ástandinu sem hún var í, og fékk ég afar góð viðbrögð – fólk að gefa mér allskyns ráð sem ég gat svo sannarlega tileinkaði mér, annars þótti mér extra vænt um þegar fólk hrósaði mér fyrir að deila vandamálahúðinni minni með fylgjendunum mínum – enda er þetta eitthvað sem margir díla við, en með tilkomu myndvinnsluforritta o.fl. er þetta eitthvað sem maður sér ekki  hvar sem er og á hverjum sem er.

Ég hef verið afar heppin með húðina mína í gegnum árin og aldrei þurft að hafa fyrir henni, svaf oft með makeup og gaf lítinn sem engan tíma í að hugsa um hana, þangað til ég fékk húðsýkingu og varð ástandið svo slæmt um tíma að mig langaði ekki að fara út úr húsi og hefði mig aldrei órað fyrr en þetta gerðist fyrir mig hversu mikið þetta sest á sálina.

Þá byrjaði ég að prufa mig áfram í hinum og þessum vörum, skipta um farða o.þ.h og eftir næstum því hálft ár í að prufa mig áfram er ég loksins búin að finna þær vörur sem henta mér og get þá deilt með þeim sem eru í svipuðum sporum hvað ég gerði til þess að laga húðina.

*Mun ég deila með ykkur fyrir og eftir myndum neðar í færslunni.*

Til að byrja með langar mig til að benda á að matarræði skiptir miklu máli, og þá er sérstaklega mikilvægt að drekka nægt vatn. Svo tók ég eftir því að ennissvæðið skánaði til muna eftir að ég tók flest allar mjólkurvörur úr fæðunni og sá ég mikinn mun eftir aðeins viku.
Einnig fannst mér eplaedik blandað saman við vatn á morgnana minnka bólgurnarnar í andlitinu.

Svo er það auðvitað góð húðumhirða og sömuleiðis næring fyrir húðina.
Það er afar erfitt fyrir manneskju eins og mig sem hugsaði ekkert um húðina að ætla sér að byrja allt í einu á klukkustundar húðumhirðu fyrir svefn, svo ég passaði að fara ekki út í neinar öfgar og reyndi að mynda mér rútínu sem tæki ekki langan tíma og væri þ.a.l einföld og þæginleg.
Svo tek ég 2x í viku góðan tíma til þess að sjá um húðina og þá djúphreinsi ég hana, hvort sem það er með maska eða djúphreinsibursta.

Að kvöldi til:

Skref 1:

Camomile farðahreinsir. Góður fyrir viðkvæma húð þar sem hann svíður ekki og er mjúkur fyrir húðina.

Skref 2:

Djúphreinsandi sápustykki fyrir andlitið, mér finnst það gott af því leitinu til að það þurrkar ekki húðina og mér finnst ég geta notað þetta daglega. Til þess að ná extra mikilli hreinsun nota ég andlitsbursta sem ég fer betur í á eftir. (Guðrún Sorveit fer betur yfir notkun sápunnar í þessaru færslu hér.)

Skref 3.

Aloe tóner sem róar húðina, ég hef notað Tea Tree og E vítamín tónerinn frá The Bodyshop og finnst mér þessi henta mér best. En ég er með venjulega til þurra húð.

Skref 4:

Svo enda ég rútínuna á Oils of life dagkreminu vegna hversu mikil olía er því, hinsvegar ef  húðin mín er extra leiðinleg set ég þykkt og djúsí lag af þessu kremi.

Að morgni til:

 

Skref 1:

Aftur sami tóner og ég set á mig á kvöldin, en það er til þess að taka öll óhreinindi sem hafa komið sér fyrir á húðina yfir nóttina.

Svo set ég Serum, ég á tvennskonar sem hafa gert bæði rosalega góða hluti en þar sem þetta er aðgengilegra ákvað ég að hafa það með í færslunni að þessu sinni.

Og að lokum þetta nærandi andlitsgel – en það finnst mér afar gott í bland við serumin.

 

Ég nota þessa maska til skiptis 2x í viku. Þessi blái er djúphreinsandi og er úr sömu vörulínu og sápustykkið mitt sem ég sýndi ykkur fyrir ofan. Svo er það þessi græni sem er næturmaski, en ég bloggaði um hann hér.

Ég nota þennan andlitsbursta einnig 2x í viku (sömu kvöld og ég nota maskana) en hann nota ég til að djúphreinsa þegar ég er að þríf á mér andlitið uppúr sápustykkinu.
Svo eru það þessar bómullarskífur, en þær eru 100% lífrænar svo það eru engin eiturefni í þeim. Einnig finnst mér vera stór plús við þær að það fer minni vatnsnotkun við ræktunina á þeim og sömuleiðis framleiðsluna heldur en ella, svo þær eru þ.a.l umhverfisvænni kostur!

 

Að lokum eru það þessar tvær vörur, mildur og góður skrúbbur sem ég nota annan hvern dag í sturtunni og svo Tea tree olía sem ég set á bólur og ör fyrir svefn (þegar ég man eftir því)

 

En hér eru myndir af húðinni áður en ég fékk sýkingu.

Með húðsýkingu, og eru þetta með skárstu myndunum sem ég á – hef ennþá ekki í mér að pósta myndum af mér í mínu allra versta ástandi..

Svo núna!!

Ég vona að að þessi færsla geti hjálpað einhverjum! og auðvitað mæli ég líka með því að fara til læknis – en í mínu tilfelli fékk ég krem sem ég fýlaði ekki þar sem það þurrkaði húðina mína svo mikið að ég fann til…

Ef ykkur líkar færslur sem þessar megiði endilega ýta á litla hjartað eða like hnappinn..
Melkorka Ýrr

*Vörurnar fékk ég að gjöf

UPPÁHALDS Á INSTAGRAM:

Ég er oft spurð  hvaðan ég sæki innblástur þegar það kemur að fatavali og fleira. Mér finnst þessi spurning alltaf vera jafn mikill hausverkur þar sem innblásturinn minn kemur allstaðar að, hvort sem það er út á götu, í tímaritum eða jafnvel í tónlistarmyndböndum. Þó er svarið lang oftast það að ég sæki minn innblástur frá fólki sem ég fylgi á samfélagsmiðlum og þá á ég við miðla á borð við pinterest eða instagram.

Instagram er klárlega minn allra uppáhalds miðill og er ég afar virk þar inná bæði að pósta sjálf og svo auðvitað að skoða aðganga hjá öðrum – allstaðar að úr heiminum.
Það er til ógrynni að skemmtilegum aðgöngum á Instagram og get ég ímyndað mér að það geti verið einhverjum afar hugleikið að velja aðganga sem skemmtilegt er að fylgja og höfðar til manns. En eins og ég kom inná áðan þá eru til skrilljón aðgangar en margir eru með eins þemu og stíl, svo það er kannski ekkert endilega skemmtilegt að vera fylgja 10 mismunandi fólki sem á endanum postar mjög líku efni og 10 aðrir notendur..

Annars hef ég sankað að mér hinum og þessum aðgöngum fyrir innblástur og má ég til með að deila með ykkur mínum uppáhalds ,,instagrömmurum”. Suma hef ég verið að fylgja í einhver ár og aðra eitthvað styttra. Annars reyndi ég að hafa listann sem fjölbreyttan þó að flestir af mínum uppáhalds notendum hér fyrir neðan séu frá skandinavíu en það er útaf ég fíla ég það vibe mest..

@annijor

hún er klárlega ein af uppáhalds, en hún er persónuleg og einlæg, bæði hvað varðar það að deila stílnum sínum með fylgjendum sínum eða segja frá sínu daglega lífi. S.s ekki einungis glansmyndir á þessum accounti, sem mér finnst persónulega vera góð tilbreyting inn á milli.

@frejawewer

Freju hef ég fylgst með lengi en hún er með mjög fjölbreyttan og skemmtilegan stíl.

@venedaanastasia

Veneda er dönsk/pólsk stelpa búsett í LA. Ekkert smá mikill töffari og leita ég oft inná hennar aðgang í leit af innblæstri.

@emilyelaineoberg

Emily er búsett í NY og lifir heilbrigðum lífstíl sem hún er dugleg að deila með fylgjendum sínum, auk þess er hún með nice og afslappaðan stíl sem ég fíla mikið.

@matildadjerf

Hana er ég nýbyrjuð að followa en sem komið er fíla ég efnið sem hún postar rosa vel. Kvenlegur, klassískur og sömuleiðis einfaladur stíll sem heillar augað.

@blancamiro

Blöncu er ég eflaust búin að fylgja lengst, en hún og systir mín lærðu saman úti Barcelona og ,,kynnti” hún mig fyrir henni. Ekkert smá mikill töffari og er alltaf frekar extra þegar kemur að litavali.

@_jeanettmadsen

Jeanett og Blanca eiga litegleðina sameiginlegt, en Jeanett er samt sem áður ekki jafn mikill töffari og Blanca þar sem hún klæðist frekar kvenlegum og klassískum flíkum, mjög ólíkar en að sama skapi báðar virkilega flottar!

Listinn gæti auðveldlega verið mun lengri en ég lét þetta duga að sinni, spurning að ég taki næst mína uppáhalds íslensku grammara? Þeir eru a.m.k þónokkrir..

þangað til næst og takk fyrir að lesa!

Melkorka

SÍÐUSTU DAGAR..

Þá er ég ný lent heima á Akureyri eftir nokkra daga fyrir sunnan. Ástæða ferðarinnar að þessu sinni voru fyrirtækjaheimsóknir og háskólakynningar í HR og HÍ með skólanum. Svo súrealiskt hvað það er stutt í útskrift (!!)

Þrátt fyrir að þessar heimsóknir voru það það sem togaði mig í bæinn að þessu sinni náði ég samt sem áður að bralla hina og þessa hluti eins og það að fara á Glamour x HM viðburðinn sem ég bloggaði um daginn. Einnig fórum við stelpurnar á Kareoke kvöld á sæta svíninu á miðvikudaginn, það vakti mikla lukku í hópnum og ef þið hafið ekki ennþá skellt ykkur mæli ég með því enda ótrúlega skemmtilegt vibe hjá Dóru Júlíu og Þórunni Antoníu.

Eftir fyrirtækjaheimsóknirnar á föstudeginum bauð ég Rúbinu í late dining kvöldverð á Tapas barnum Guð minn góður hvað allt smakkaðist vel! fórum við í 6 rétta (+ 2 eftirréttir) samsettan seðil – við þurftum hinsvegar að játa okkur sigraðar fyrir síðasta eftirréttinn :( og er ég enn á bömmer  yfir að hafa ekki náð að klára en við gengum út heldur betur pakksaddar og sælar.

Ég endaði síðan helgina á að vera fyrirsæta í útskriftarverkefni hjá nemanda í Mood makeup school og eru svoleiðis verkefni alltaf jafn skemmtileg.

Mjög góð og vel heppnuð ferð að baki og nice að vera komin heim í rútínu, þó ég hefði viljað fá borgarblíðuna með mér hingað norður…

Föstudagsoutfittið – gamall leðurblazer af mömmu sem ég notaði sem kjól…

<3

Sunnudagstakan..

BTS

Var óvenjulega brún þessa helgi (kannski aðeins of brún) en ég bar á mig nýtt brúnkukrem sem vakti mikla athygli: Bondi sands í litnum ultra dark (fæst m.a á Asos)

Fallegt útsýnið á leiðini heim..

það var ekki meira að þessu sinni,

gleðilegan mánudag og þangað til næst!

x

Melkorka

TEA TREE SVEFNMASKI:

Undanfarnar vikur hefur húðin mín verið virkilega slæm og vegna þess hef ég verið að nota hinar og þessar vörur til þess að draga úr vandamálunum. Ég held að mín húðvandamál séu örlítið rótgrónari en vitlausar húðvörur og loksins er komið að því að ég kíki til læknis sem vonandi getur fundið út hvað  hvað er að.

Vissulega hafa góðar húðvörur og sömuleiðis húðumhirða margt að segja þegar kemur að ástandi húðarinnar. Og í öllu þessu brasi í kringum húðina kynntist ég einum frábærum svefnmaska sem ég get gefið öll mín helstu meðmæli.

Maskinn sem umræðir er Tea Tree svefnmaski frá The Body shop. Er maskinn ekkert smá frískandi og sé ég gríðalegan mun eftir aðeins nokkur skipti. Er húðin mun hreinni og vakna ég alltaf með fersklegri húð, þrátt fyrir að þetta er ekki rakamaski. Varan er mjög kælandi með skemmtilegri gel áferð sem þornar mjög fljótt svo það klínist ekkert í koddaverið.

Annars finnst mér vert að benda á það að eftir fyrstu notkun var húðin mín mjög ,,slæm” en það var vegna þess að maskinn var að ýta öllum óhreinindum út. Svo alls ekki panikka ef þið lendið í samskonar millibilsástandi!

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

P.s mæli með að geyma vöruna í ísskápnum, gefur extra kælandi áhrif..

Draumur í dós!

Þangað til næst,

x

Melkorka

 

 

HM STUDIO S/S 2018

Ég kom í bæinn í gær og fór beinustu leið á viðburð á vegum Glamour og HM í Smáralind. Viðburðurinn var haldinn í kringum Studio línu HM sem var launchað í gær en sýning línunar var haldin samdægurs á tískuvikunni í París og fer hún í almenna sölu í búðum HM í dag (1.mars), sem þýðir að við kúnnarnir sem eru heldur óþolinmóð í að fá flíkurnar í verslanir eftir 6 mánuði eða svo geta keypt sér flíkur strax eftir “frumsýningu” línunnar!

Línan í heild sinni er virkilega mínimalísk en innblástur hennar var fengin frá Japan. Voru nokkrar flíkur sem stóðu upp úr að mínu mati, þá sérstaklega einn rauður kjóll sem er unninn úr endurnýttu Polister.

tók ég nokkrar myndir frá eventinum sem ég leyfi að sjálfsögðu fylgja með…

Rakel Tómasdóttir var á staðnum að mála gesti gærkvöldsins, mjög skemmtileg og öðruvísi viðbót að mínu mati.

Rauði kjóllinn sem mér fannst standa sérstaklega uppúr og er hann unninn úr endurnýttu polister.

Fyrir viðburðinn fórum við nokkur frá Trendnet á Blackbox og snæddum á virkilega góðum pizzum, sem fá öll mín meðmæli!

Þangað til næst,

X

Melkorka

OVERSIZED SNEAKERS?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að síðastliðin misseri hafa strigaskór náð gríðalegum vinsældum hjá tískuunendum og fleirum, og þarf það trend varla að nefna. En nú hafa sneaks sem ég kýs að kalla oversized verið meira áberandi en ella og tek ég því trendi fagnandi enda lengi verið skotin í chunky skóm. Allt frá strigaskóm upp í fínni týpur – sjálf hef ég meresegja leiðst út í svoleiðis öfgar að versla mér sneakers í einu-tveimur nr. of stórum til þess að skórinn verði meiri um sig…

Í þessum tískumánuði hefur þetta trend verið sérstaklega áberandi, bæði á tískupöllunum og í streetwear senunni.. ég ímynda mér að þetta look sé ekki fyrir alla, persónulega fíla ég það í botn. En svo gæti alveg eins verið að þetta hype verði jafn þreytt og Roshe run skórnir sem allir þurftu að eignast á tímabili – hvað haldi þið?

svo næst þegar draumaparið ykkar er einungis til í einu nr. of stóru þá vitiði amk af þessu haha!

Þangað til næst,

X

Melkorka

HUGMYNDIR FYRIR ÚTSKRIFTARDRESS:

Nú fer að styttast í útskriftir og þ.a.m mína eigin, og er ég að sjálfsögðu farin að leita af hinu fullkomna dressi fyrir daginn – enda gott að vera tímanlega í þessum kaupum að mínu mati, þó það yrði afar týpiskt fyrir mig að vera á síðustu stundu með þetta allt saman og yrði það ekki í fyrsta skipti!

Ég er þó að reyna mitt besta að vera frekar snemma í þessu öllu saman og er ég byrjuð að surfa á hinum og þessum fatasíðum. Er ég komin með nokkur dress sem hafa vakið sérstakan áhuga hjá undirritaðari.
Persónulega er ég fyrir eitthvað sem er einfalt, viðráðanlegt í verði og síðast en ekki síst þarf dressið að vera þægilegt – endurspegla eftirfarandi hugmyndir þær kröfur að mínu mati…

Þennan kjól er að finna hér. 

Þennan kjól er að finna hér.

Þetta dress er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér.

Þennan kjól er að finna hér. 

Þennan kjól er að finna hér. 

Jæja, nóg af dress pælingum í bili þó ég
vona þessi færsla nýtist einhverjum, ef ykkur líkar við færslur sem þessar endilega smellið á like eða hjartað! Mér þætti mjög vænt um það.
takk fyrir að lesa!
X
Melkorka 

 

 

 

 

 

 

OUTFIT:

OUTFITTÍSKA

Dress gærdagsins er fullkomið skóladress að mínu mati, þar sem þægindin eru í fyrrirúmi. Því miður er ekki orðið nógu heitt ennþá fyrir stuttermabol og þunnan frakka og er ég klárlega búin að læra af því og mun ég dúna mig upp í úlpum og pelsum þangað til að gráðurnar hækka amk um eina-tvær..

Frakki: Second hand
Bolur: Gosha Rubchinskiy
Skart: Urban Outfitters

Buxur: Centro Akureyri
Skór: Yeezi

X
Melkorka