fbpx

Vinningshafi #trendair

UMFJÖLLUN

Jæja, þá er komið að því að draga úr #trendair leiknum okkar í samstarfi við nýju Nike verslunina í Smáralind sem ber nafnið Nike By AIR. Ég vel fyrsta vinningshafann, en Pattra velur annan síðar í kvöld.

Ég var mjög hrifin af þremur myndum en ég varð að gera upp hug minn. Þessi fallega mynd sem má sjá hér að neðan minnir einna helst á listaverk. Hún sýnir líka hve gott við höfum það á Íslandinu góða. Að geta tekið göngutúr eða létt skokk á fallegu sumarkvöldi á Íslandi eru forréttindi. Að geta setist niður í hreint grasið, horft yfir hafið, dregið djúpt inn andann og fyllt lungun af fersku sjávarlofti eru einnig forréttindi og eitthvað sem við eigum að gera ef við höfum tök á því. Þessi mynd er svo falleg að mig langar helst að drífa mig heim frá Kanada og taka einn göngutúr meðfram sjónum. Það er fátt betra :)

Screen Shot 2014-05-14 at 6.39.47 PM

Þessa mynd tók Eyrún Líf @eyrunlif. Þú hefur unnið þér inn Nike Free 4.0 Flyknit skópar frá NIKE AIR versluninni í Smáralind, þá annað hvort í rauðum eða svörtum lit. Vinningshafi er beðinn um að hafa samband við trendnet@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

631053-001-PV

Takk fyrir að lesa Trendnet, kæru lesendur!

Haldið áfram að merkja myndirnar ykkar.. þið eigið ennþá möguleika á að vinna skópar frá NIKE AIR verslun! :-)

Kærar kveðjur,

karenlind

Á ferð og flugi

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Eyrún Líf

    14. May 2014

    Takk fyrir elsku Karen xx
    Ekkert smá flott verðlaun, er alveg í skýjunum!