fbpx

Tvö ár ♡

PERSÓNULEGT

Í dag eru tvö ár frá því Snædís kom í líf mitt. Að eignast hana var það besta sem hefur komið fyrir mig. Lífið er svo mikið fyllra og fallegra með henni. Við ætlum að halda lítið afmælið fyrir fjölskyldu á næstu dögum og ég hef alveg áttað mig á því að ég er ekki þessi “all in” afmælisveislumamma. Það eru meiri líkur á því að ég fari til tunglsins en að ég hafi þema-afmæli með öllu tilheyrandi. Ég viðurkenni fúslega að ég væri alveg til í að fara í eina bakarísferð og redda málunum þar.

Það er samt ótrúlegt hvað það læðist að manni einhver undarleg pæling.. “það eru allir að þessu, verð ég ekki að gera það líka?”. Instagram sýnir manni svo ótrúlega fallegar myndir af íslenskum barnaafmælum að manni nánast fallast hendur. En ég veit að ég fengi kvíða- og svimakast ef ég ætti að halda slíka veislu fyrir hana.. svo ég slaufa framhjá því og held mig við eitthvað bragðgott en basic :)

Sömu sögu hef ég að segja um afmælisgjöfina. Þar til vitið verður meira verður þetta látlaust, en hún fékk hvolpasveitarviftu (og pening) eða hvað þetta heitir, hahaha. Ekta dót sem fæst við kassann í matvörubúð. Þessi krúttlega gjöf vakti það mikla lukku að henni var ekki sleppt í allan dag. Ég er með frekar lítið af dóti hér heima svo hún þarf ekki mikið til að gleðjast.

Hér er hún mætt upp í rúm.. með tvo bangsana sína sem er haldið mikið upp á. Sérstaklega þann sem hún er með yfir höfðinu.. sá bangsi er barnið mitt líka – ef hann týnist.. þá veit ég ekki hvað gerist! Hún er svo háð honum að það er orðið hálf óþægilegt.

VIGT: Höfuðverk eftir Fríðu Þorleifs

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1