Tripp Trapp og Babyshower

BARNAVÖRUR

Við vinkonurnar héldum fyrst babyshower handa vinkonum okkar 2012. Sjálfri finnst mér þetta góð tilbreyting og ekkert nema skemmtilegt fyrir þá konu sem umræðir. Við héldum barnasturtu handa frænku minni sl. föstudag og hana grunaði ekki neitt. Kvöldið heppnaðist ótrúlega vel og eins og sést var veisluborðið ótrúlega bleikt og flott.

Við vinkonurnar erum fimm í vinahóp og þar sem tvær þeirra voru óléttar (og nú önnur þeirra), ákváðum við að gefa hver annarri Tripp Trapp stól með fyrsta barn. Tripp Trapp var hannaður 1972 af Peter Obsvik fyrir STOKKE As. Stóllinn hefur hlotið gífurlegra vinsælda og hefur verið seldur í milljónum eintaka víða um heim. Peter Obsvik sá að syni sínum vantaði stól sem gerði honum kleift að taka þátt í þeim fjölskyldustundum sem áttu sér stað við eldhúsborðið.

c26-B001D1A4IS-2-s

Út frá pælingum Obsvik kviknaði hugmyndin að stól sem yxi með barninu sem fékk svo nafnið Tripp Trapp. Stólinn er hannaður þannig að hann smellpassi að borðum. Bæði sætið og fótskemillinn er stillanlegt svo að stóllinn aðlagast að stærð barnsins og vex þannig með því. Stóllinn er afar klassísk hönnun sem endist í margar kynslóðir.

Screen Shot 2015-03-08 at 6.02.11 PM Screen Shot 2015-03-08 at 6.01.10 PM

Screen Shot 2015-03-08 at 5.57.54 PM

Screen Shot 2015-03-08 at 6.00.37 PM

Screen Shot 2015-03-08 at 6.00.04 PM

Þennan sæta bangsa heklaði vinkona okkar. Hún er svo ótrúlega klár í höndunum að hún fór ekki einu sinni eftir uppskrift. Þetta bangsakrútt var komið á óskalistann hjá ansi mörgum eftir kvöldið.

Screen Shot 2015-03-08 at 6.24.25 PM Screen Shot 2015-03-08 at 6.24.39 PM

 Það er einnig hægt að kaupa ýmsa aukahluti fyrir stólinn:

Ungbarnastól fyrir 0-6 mánaða
Stoppara á stólinn
Plastslá með baki
Púða í sætið
Öryggisfestingar fyrir barn (beisli)

Ef manni þykir liturinn á stólnum orðinn leiðigjarn má auðveldlega mála þá. Ég sit oft í þessum stól hjá systur minni þó svo hann sé stilltur fyrir fimm ára barn. Það er einmitt ástæðan fyrir því að mig langar til að eignast hann. Það er ekki hægt að gera slæm kaup þegar varan er svo klassísk og með mikið notagildi. Ætli þetta spari manni ekki líka pening?

Við keyptum stólana í EPAL Skeifunni: sjá hér.
Eins má finna alla fylgihluti í EPAL en vinkona okkar eignaðist einmitt líka ungbarnastólinn og henni finnst hann algjört æði. Hún hafði orð á því hve gott það væri að hafa dótturina í augnhæð þegar hún situr sjálf við borðið.

Frábær kaup og skemmtileg gjöf fyrir verðandi foreldra. Það er líka góð pæling að vinkonuhópar taki sig saman og gefi eina stóra gjöf saman, eins og við gerðum með Tripp Trapp. Nú er þriðja í hópnum ólétt sem þýðir bara eitt, það þarf fljótlega að fara kaupa annan :)

karenlind

Kardashian Kids

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ingveldur

    11. March 2015

    Yndislegt kvöld!! Þið eruð snillingar <3