Rör úr ryðfríu stáli eru aðallega framleidd til að sporna við ofnotkun plaströra. Talið er að um sex billjón plaströr séu notuð á degi hverjum, það er óhugnanleg tala. Í Bandaríkjunum er notað eitthvað um 500 milljón rör daglega en sá fjöldi af rörum gæti fyllt 127 rútur. Ég væri til í að sjá veitingastaði á Íslandi taka sig til og skipta yfir í rörin úr ryðfríu stáli. Eins er líka sniðugt að kaupa nokkur rör fyrir heimilið. Rörin eru á viðráðanlegu verði (t.d á amazon. Innsláttarorð: stainless steel straws) og svo eru þau líka mun smartari en plaströrin.
Rörin úr ryðfríu stáli fást m.a. hér. Mér finnst þau alveg æðisleg, t.d í smoothie, boozt eða fallega kokteila!
Skrifa Innlegg