fbpx

RITUALS KERTI

KATIE MÆLIR MEÐ

Þessi kerti eru æðisleg. Ég fékk annað þeirra í innflutningsgjöf en hitt keypti mamma fyrir mig í London. Þau eru með mismunandi ilm, og nú þekki ég bara til Lavender og Spring Garden en ég mæli hiklaust með því síðarnefnda. Yfirleitt er ég mjög hrifin af lavender, en lyktin af kertinu er eitthvað allt annað en lavender. Hún er of sterk að mínu mati og yfirgnæfir rosalega. Spring Garden var aftur á móti ofsalega góð.. minnir einmitt á vorið og þá góðu tilfinningu sem fylgir því. Bónusinn við kertin eru glösin og ritningin sem rituð er í þau – og það er einmitt ástæðan fyrir því hve hrifin ég er af kertunum… glösin eru vegleg, endurnýtanleg og smart. Nú er ég með sprittkerti í öðru glasinu & það kemur vel út.

A life filled with wonder is a wonderful life.

Hér má skoða heimasíðu Rituals kertanna og hér má sjá yfirlit yfir þær búðir sem selja kertin.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

30 day plank challenge

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Jovana Stefánsdóttir

    5. October 2013

    Ufff mikið væri eg til i svona kerti ekki smá flott!!:)

  2. Adda

    7. October 2013

    ég keypti kerti Fig tree ilm í Þýskalandi og það er SJÚK lykt af því! Mæli með því :)