Karen Lind

… rautt eucalyptus

HEIMILIÐ MITT

Mamma var með endalaust af eucalyptus í kringum miðjan tíunda áratug 20. aldar.. hahaha.. nei ég var nú aðeins að grínast með lýsinguna.. en þegar ég var um 10-14 ára var heimilið hlaðið rauðu eucalyptus. Ég spurðist fyrir um þá tegund í nokkrum verslunum hér heima en hún var hvergi til. Vinkona mín bauðst til að kaupa handa mér búnt í NYC sem ég þáði að sjálfsögðu. Ég átti pínu bágt með að þiggja boðið, enda ekkert sérstaklega gaman að þramma um NY yfir sumartímann með blómabúnt!? Sjálfri finnst mér lítið mál að gera öðrum greiða en að þiggja hann er annað mál.

Rauðfjólublái liturinn er extra fallegur og passar vel inn til mín. Mig langaði ekki í grænan því hann myndi einhvern veginn falla of mikið inn í umhverfið þar sem veggirnir eru gráir. Búntið er það stórt að ég kom greinunum fyrir í þremur vösum og nú prýða trjágreinarnar baðherbergið, borðstofuna og eldhúsið.

Stærðin á greinunum er ekkert grín, eflaust rúmur hálfur metri. Ég þyrfti helst að saxa aðeins neðan af greinunum en eins og sjá má á neðstu myndinni er þetta kannski örlítið of langt (“.)..

Ódýr vasi fær makeover

Skrifa Innlegg