Við vinkonurnar fórum í ræktina í dag.. ég á klapp skilið, því ég tók hauginn á annað level í allt sumar.
Við gerðum m.a. þessa góðu rassaæfingu, á hallandi bekk.
Krækið fætinum á bekkinn eins og sýnt er á mynd 4. Spennið kviðinn og einbeitið ykkur að því að setja ekki fettu á bakið þegar þið lyftið fætinum í átt að loftinu. Með því að spenna magann vel má koma í veg fyrir að bakið fettist. Ef að fetta myndast enn, þá eruð þið hugsanlega að lyfta fætinum of hátt. Notið spegil við æfinguna til að fylgjast með fettunni.
… svo skiptir líka máli að gera æfingarnar á hæfilegum hraða, það er ekkert gott fyrir mjaðmir og annað að vera í fulle swing! Mitt mottó er allavega að gera æfingarnar rétt, og þá hægari fyrir vikið.
… og auðvitað er hægt að gera þessa æfingu með ýmsum útfærslum.. :-)
Eruði ekki örugglega til í ræktarfærslur?
Skrifa Innlegg