fbpx

Rassaæfing nr. 1

ÆFING DAGSINSHREYFING

Við vinkonurnar fórum í ræktina í dag.. ég á klapp skilið, því ég tók hauginn á annað level í allt sumar.

Við gerðum m.a. þessa góðu rassaæfingu, á hallandi bekk.

Krækið fætinum á bekkinn eins og sýnt er á mynd 4. Spennið kviðinn og einbeitið ykkur að því að setja ekki fettu á bakið þegar þið lyftið fætinum í átt að loftinu. Með því að spenna magann vel má koma í veg fyrir að bakið fettist. Ef að fetta myndast enn, þá eruð þið hugsanlega að lyfta fætinum of hátt. Notið spegil við æfinguna til að fylgjast með fettunni.

… svo skiptir líka máli að gera æfingarnar á hæfilegum hraða, það er ekkert gott fyrir mjaðmir og annað að vera í fulle swing! Mitt mottó er allavega að gera æfingarnar rétt, og þá hægari fyrir vikið.

… og auðvitað er hægt að gera þessa æfingu með ýmsum útfærslum.. :-)

Eruði ekki örugglega til í ræktarfærslur?

Slender sticks frá NOW Foods

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  27. September 2013

  Það er nú eins gott að bekkurinn sé boltaður niður ef ég ætla að prófa þessa æfingu haha :)

  • Karen Lind

   27. September 2013

   Ok, haha! Ég hló upphátt! Þú ert ekki í lagi, ef hann heldur mér – villikettinum sjálfum – þá heldur hann öllu. Ég er út um allt á þessu.

 2. Eyjó

  27. September 2013

  Þetta er alveg semi hæll þarna á myndinni – er það ekki Mrs K?
  … en allavega flott rassaæfing hjá þér! keep it up but.

 3. Sigga

  27. September 2013

  Oh mátt endilega gera oftar svona ræktarfærslur :)

 4. Tinnarun

  28. September 2013

  Glæsilegar, mér líkar svona tilraunastarfsemi meira svona ;-)

 5. Berta

  28. September 2013

  Haha snillingur

 6. Anna

  28. September 2013

  Geðveikir skór! Hvaða týpa er þetta? :)

 7. Halla Björg

  22. October 2013

  Þessi æfing lúkkar :) Hlakka til að prófa næst :) Ég er ánægð með þessar æfingar sem þú ert að sýna!