fbpx

Rassaæfing nr. 3

ÆFING DAGSINS

Þessi æfing er extra góð! Ég hafði aldrei séð hana & ég verð að segja að hún fer með sigur af hólmi hvað varðar þær rassvöðvaæfingar sem ég hef gert.

Ég er nú ekki með heiti þessa tækis á hreinu en það er m.a. notað í upphýfingar, dýfur og fleira. Með því að hugsa aðeins út fyrir rammann má nota flest tæki á aðra vegu, eins og í þetta skiptið. Eina sem þarf til er annar bekkur og tækið sjálft.

IMG_0513

IMG_0512

IMG_0491

IMG_0507

Líkamsstaða # 1

IMG_0508

Líkamsstaða # 2

IMG_0509

Líkamsstaða # 3

IMG_0510

Líkamsstaða # 4

-Miðið við þá líkamsstöðu að þið standið bein.
-Gætið þess að vera ávallt með kviðinn spenntan og bakið beint.
-Setjið annan fótinn á hreyfanlega púðann.
-Fylgið myndunum frá líkamsstöðu 1-4.
-Þrýstið fætinum niður í neðstu stöðu. Hugið að því að þrýsta púðanum niður með hælnum en ekki táberginu.
-Haldið ykkur í fyrir stuðninginn.
-Til að finna enn meira fyrir æfingunni farið í líkamsstöðu # 1 – eins og efsta myndin sýnir, s.s. fyrir ofan 90°. Auðvitað er misjafnt hve hátt fólk kemst.
-Þyngdin sem við vorum með var mjög hæfileg miðað við 3×15 endurtekningar.

Þið verðið að prófa þessa – hún slær öllum öðrum æfingum út.

karen

Cher á báti

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Bentina

  8. November 2013

  Íris flottust ;)

 2. Tinnarun

  8. November 2013

  Snilld prufa þessa ;-)

 3. Sigga

  11. November 2013

  skemmtilegar æfingar sem þú ert að koma með :) væri líka snilld að fá myndbönd :D

 4. Sara Lind

  11. November 2013

  Getur líka bara sleppt bekknum til þess að hafa þetta einfaldara og stigið upp á tækinu ;) Elska þessa, styrkir, teygir og gott fyrir core líka :)

  • Karen Lind

   11. November 2013

   Já, það er bara of klassískt og okkur fannst það báðum auðveldara. Hér er hægt að setja þyngdir og stýra þessu svolítið eftir því.