Karen Lind

PENZIM – reynslusaga Helgu Kristínar móðursystur minnar

KATIE MÆLIR MEÐ

Mig langar ofsalega til að deila með ykkur reynslusögu af Penzim gelinu.

Þann 18. maí fengum við fjölskyldan sorglegt og átakanlegt símtal. Móðursystir mín og maðurinn hennar höfðu lent í alvarlegu slysi á Snæfellsnesinu. Helga Kristín slapp ótrúlega vel en aftur á móti skarst hún illa í andliti.

Screen Shot 2013-10-09 at 5.23.45 PM

Inga frænka, dóttir Helgu og Helga sjálf. Myndin er tekin fyrir slysið.

Screen Shot 2013-10-09 at 5.23.26 PM

Þessi mynd er einnig tekin fyrir slysið.

Screen Shot 2013-10-09 at 5.10.23 PM

Mynd tekin í september 2013, eftir slysið.

helga-kristin-910x408

Hér að ofan má sjá mynd af Helgu illa leikinni í framan, en hún var tekin þann 19. maí, degi eftir slysið.

Þann örlagaríka dag, 18. maí 2013, lentum við hjónin í alvarlegu bílsslysi á Snæfellsnesinu. Ég skarst illa í andliti, m.a. á kinnbeini, enni og eyra. Verstur var skurðurinn á kinnbeininu, en hann náði alveg inn að kinnbeini. Ég var með umbúðir á sárunum í rúmar tvær vikur.

Lýtalæknirinn sagði mér að það tæki allavega ár fyrir svona mikið sár að gróa og að það væri líklegt að ég þyrfti að fara í lýtaaðgerð að ári liðnu. Þegar sárið var gróið fór ég að bera á mig penzim gelið vegna þess að ég hafði heyrt að penzim væri algjört undra gel fyrir ör og annað slíkt. Nú hef ég borið penzimið á mig daglega í þrjá mánuði og árangurinn er sláandi. Örin eru nánast ósjáanleg og ég mun því ekki þurfa að fara í lýtaaðgerð að ári loknu, þökk sé penzim.

Ég er afar þakklát fyrir að fá að deila minni sögu og mæli svo sannarlega með penzim.

Árangurinn er að mínu mati sláandi. Skurðurinn á kinnbeininu var svo djúpur og það leit út fyrir að hún yrði með ljótt ör í andlitinu. Í dag, rúmum fimm mánuðum síðar, sést varla á henni. Mikið er ég þakklát að hún komst í kynni við Penzimið.

Ég mæli hiklaust með vörunum frá andra.is, en hér má skoða heimasíðu þeirra.

Hér má einnig lesa fleiri reynslusögur.

1384392_10202074626209413_2023819402_n

Nappula by Iittala

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

 1. Lilja Guðný

  9. October 2013

  Án nokkurs vafa besta auglýsing sem Penzim getur fengið! Myndirnar tala algjörlega sínu máli og þetta er allt saman svo ótrúlegt! Go penzim!

 2. Valgerður Björk

  9. October 2013

  Hún er svo ótrúlega falleg hún Helga, pant líta svona út um fimmtugt.. og ég segi það sama og Lilja, fáránlega flott auglýsing fyrir þetta krem!

 3. Heiða Birna

  9. October 2013

  Ótrúlegt! Rosalega falleg hún Helga.

 4. Bára Hlín

  9. October 2013

  Þessi kona er með eina mestu útgeislun sem ég veit um !

  • Karen Lind

   9. October 2013

   Já, það er hárrétt hjá þér… enda þekkt fyrir það.. yndislegust, það er bara þannig :-)

 5. Áslaug Þorgeirs.

  9. October 2013

  Þetta er algjör snilld á fílapennsla líka – Jeps, þetta er eitthvað UNDUR…Frábært að þetta skuli hafa hjálpað henni!

  En eftir þennan lestur þá ætla ég að prufa að smella svona á slitin mín…Sakar ekki að prufa :)

  • Karen Lind

   9. October 2013

   Ekki grunaði mig að þetta virkaði á fílapensla! Best að prófa þetta undraefni!

 6. LV

  9. October 2013

  Ótrúlegur munur, þetta er eitthvað undraefni. Mamma sem er komin á sjötugsaldur og með vel hrukkótta húð lítur mun betur út eftir að hafa notað þetta, fékk semi strekkingu ;) Ég nota þetta á andlit, bleyjurassinn á stráknum mínum og fleira, þetta er skyldueign :)

  -LV

 7. Agata

  10. October 2013

  Keypti annað krem frá þessu merki og krossa bara putta að það virki eins vel. Þvílíkur munur!

  • Karen Lind

   10. October 2013

   Já, þá ZoPure eða Coddoc? Ég hef heyrt gott af því líka, sjálf á ég bæði & hef notað ZoPure í andlitið og Coddoc á meiðsli… :)

   • Agata Kristín

    11. October 2013

    Coddoc :)

 8. Fatou

  11. October 2013

  Algör snilld, hef verið að nota Penzim/ZoPure í rúmt ár og húðin mín hefur aldrei veirð betri auk þess að ég hef ekki þurft að nota rakakrem síðan ég byrjaði að nota þetta – og ég þorna hrikalega upp á veturnar!
  Hef líka skellt þessu á olnbogana mína sem fá stundum Exem og það hjálpar alltaf.
  Sprauta svo Penzim spreyinu upp í mig þegar ég finn fyrir hálsbólgu og hún er yfirleitt farin daginn eftir.. já, það er fátt sem þetta efni lagar ekki. Mæli hiklaust með þessu!

  • Karen Lind

   11. October 2013

   Okay va, þetta eru rosalega goð meðmæli. Eg verð ad eignast thetta ASAP! Og upp i thig, otrulegt!

   Takk fyrir gott komment…!!

   Kv. Karen Lind