Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Off to Toronto

Sjáumst á þriðjudaginn..

Tímanum verður eytt með þessum laxi.. það er sko aldrei logn þegar við erum að staðnum, ég hálf vorkenni kærasta hennar að ég sé að koma.

Hrossahlátur – eftirhermur – söngur – algjör vitleysa og meira stuð..

GET*EKKI*BEÐIÐ!

2012.

1989.

Boston maraþonið

Langaði að sýna ykkur þessar myndir frá Copley Square í Boston.

Margir hlauparanna skildu eftir hlaupaskóna sína.. en aðrir m.a. bangsa, blóm og kort.

Ég tók þessar myndir ca. 18. júní en um viku síðar var allt fjarlægt.

 

HUGLEIKUR DAGSSON

Það eru sko engin niðurföll í gangi hjá Hugleiki Dagssyni.

Ég held mikið upp á nokkrar teikningar Hugleiks:

Einhvern veginn finnst mér algjört must að syngja lagið í huganum og heyra í furðulega hljóðfærinu til að þetta djókaín sé betra.

Meiri vitleysan. Haha

Nákvæmlega.

Drullugott.

Þessi síðasta á vinninginn.

Ég þakka fyrir fólk eins og Hugleik.. og Jón Gnarr.

Neurosleep

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég staldraði stutt við í ársfagnaði Trendnets á Loftinu.. því miður. Ég þarf að mæta til vinnu kl. 6 í fyrramálið.

Þessi drykkur hentar vel þegar ég á morgunflug & næ ekki að sofna. Í honum er m.a. melatonin. Ég drekk eina flösku & verð syfjuð um hálftíma síðar.

Nú sit ég hér í rólegheitum.. á meðan hinir fagna.

What a model.. hmmm..

Drykkurinn fæst reyndar ekki á Íslandi – ég hef alltaf keypt þetta í Bandaríkjunum en það má vel vera að þetta fáist annars staðar.

Góða nótt..

TrendKaren

PERSÓNULEGT

Sæl öll sömul..

Það gleður mig og vonandi ykkur að ég er meðal nýjustu bloggurum trendnet.is. Sum ykkar kannast jafnvel við mig, en ég hef bloggað lengi, bæði einsömul eða með vinkonum. Fyrir ykkur hin sem vitið ekki hver ég er, þá leyfi ég nokkrum punktum að fylgja með um mig.

Nafn: Karen Lind Tómasdóttir
Ár: 1984
Uppalin: Keflavík
Búseta: Vesturbær
Maki: Já
Börn: Nei
Menntun: sálfræði (bs) & mannauðsstjórnun (ms)
Helsta áhersla á Trendnet: Heilsa.. og allt sem mér dettur í hug.
Systkin: Á eldri systur og yngri bróður.

Ég flutti nýlega í Vesturbæinn úr Garðabænum. Það er mögulega besta ákvörðun sem ég hef tekið og er afar ánægð að hafa loksins látið verða af því. Göngutúr niður í bæ tekur mig rétt um 9 mínútur, það er lúxus!

Í vetur mun ég eyða einhverjum tíma innan veggja Háskóla Íslands og leyfa heilafrumunum að njóta sín til fulls.. já, það verður sko sannkölluð árshátíð heilafrumnanna því nú þarf ég að klára mastersritgerðina mína. Með einhverjum óútskýrðum & aðdáunarverðum hætti hefur mér tekist að fresta henni um tvær annir. Ég kenni Candy Crush að hluta til um.

Annars er planið að halda ykkur uppteknum við skemmtileg skrif!

Þar til næst, hafið það gott..