Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Kanada tryllingur

PERSÓNULEGT

Okay, nei.. stönsum nú aðeins hvað það var gaman í Kanada um helgina.

Þetta combo tekur engan enda.. combo as in Karen & Inga – fyrrum Frigid bloggari.. Sum ykkar muna kannski eftir henni en hún er heimsins mesti húmoristi.

Þið þurfið að venjast þessu, en endrum og eins munu koma hryllingsmyndir inn á trendnet af okkur frænkunum. Það er okkar norm þegar við erum saman – og hvorki aldur né grá hár geta breytt því.

Mhmmm… cornbread. Til hvers að setja eitt í kassann þegar það er pláss fyrir þrjú önnur? Sæll, þetta var gott.

Aðeins að skella í MK & Ashley svipinn..

Ég neyddist til að byrgja mig upp af sápum… með nóg af gerviefnum í. Sorry kæri hafsjór, sorry hendur, sorry bara.

Myndataka á móti sól er ekki hægt. Ég reyndi en lamaðist í augunum. Inga aftur á móti rúllaði þessu upp.

Dólgslæti á Target planinu.

Þetta gerðist í Target. Eitt ágætis vídjó var tekið upp..

Við mátuðum þennan hörmulega peysukjól, og spurningin var sem sagt sú – hvor hatturinn færi kjólnum betur, minn eða hennar.

Hvorug uppástungan féll í kramið hjá instagram-vinum.

Svo yndislega sæt.

Pizzapartý á leið út á flugvöll.

Sunnudagsmorgun – 22.09.13

Ég er enn að venjast því að geta labbað niður í miðbæ á innan við 10 mínútum. Nú djóka ég ekki, en mér finnst það meiriháttar lúxus.

Síðastliðinn sunnudag vaknaði ég tiltölulega snemma.. rölti niður í bæ í góðu veðri. Mikið er maður sveltur af góðu veðri ef maður fær sumartilfinningu við 11°. En yfir í alvarlegri málefni, það er ansi notalegt að mæta hamingjusömum túristum, sjá falleg gömul og snyrtileg hús, heyra í öndunum kvaka og sjá laufin á trjánum standa í stað. Ég er ekkert að fara sekta veðurguðinn ef hann leyfir þessu að gerast oftar.

 

 

Þessir miðar leyndust í Trendnet pokanum mínum..

Tvöfaldur espressó & tvöfaldur macchiato.. einn fyrir mig, einn fyrir Davíð. Fyrir vikið labbaði ég miklu hraðar heim & sló persónulegt met, tók þetta á átta mínútum. Djók.

Ég notaði í fyrsta sinn jakka sem ég keypti mér í Boston.. frá Calvin Klein – ekki að það sé aðalatriðið – en ansi fínn, sýni ykkur betri myndir af honum síðar.

Off to Toronto

Sjáumst á þriðjudaginn..

Tímanum verður eytt með þessum laxi.. það er sko aldrei logn þegar við erum að staðnum, ég hálf vorkenni kærasta hennar að ég sé að koma.

Hrossahlátur – eftirhermur – söngur – algjör vitleysa og meira stuð..

GET*EKKI*BEÐIÐ!

2012.

1989.

Boston maraþonið

Langaði að sýna ykkur þessar myndir frá Copley Square í Boston.

Margir hlauparanna skildu eftir hlaupaskóna sína.. en aðrir m.a. bangsa, blóm og kort.

Ég tók þessar myndir ca. 18. júní en um viku síðar var allt fjarlægt.

 

HUGLEIKUR DAGSSON

Það eru sko engin niðurföll í gangi hjá Hugleiki Dagssyni.

Ég held mikið upp á nokkrar teikningar Hugleiks:

Einhvern veginn finnst mér algjört must að syngja lagið í huganum og heyra í furðulega hljóðfærinu til að þetta djókaín sé betra.

Meiri vitleysan. Haha

Nákvæmlega.

Drullugott.

Þessi síðasta á vinninginn.

Ég þakka fyrir fólk eins og Hugleik.. og Jón Gnarr.