Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Power in pink – gjafaleikur

ÆFINGAFÖT

01010

UA

 Mig langar að gefa tveimur heppnum lesendum skemmtilega gjöf frá Under Armour.

Krabbameinsfélag Íslands beinir árlega sjónum landsmanna að krabbameinum kvenna í októbermánuði, með merki bleiku slaufunnar.

Þar sem október fer að ganga í garð ákvað ég að kaupa tvær ofsalega sætar gjafir frá Under Armour þegar ég fór til Boston um daginn. Yfirleitt eru gjafaleikir styrktir af fyrirtækjum en Power in Pink línan frá Under Armour er ekki seld á Íslandi svo best sem ég veit og því langaði mig mikið til að gleðja einhverja tvo heppna lesendur. Ég stóðst ekki mátið og keypti mér líka.

Ég sýni ykkur mynd af gjöfinni bráðlega. Eina sem þið þurfið að gera er að ýta á “like” á Facebook síðunni minni – hana má finna hér. Ekki er verra ef þið deilið henni líka.

Ég mun gefa gjöfina í októbermánuði, endilega takið þátt!

xxx, ykkar

karen

30 ára afmælispartý

PERSÓNULEGT

m

 Óli Boggi og Nína Björk

mm

 Berglind Óskars og Manuela Ósk

mmm

 Nína og Malla

mo

Manuela og Berglind

Við fögnuðum 30 ára afmæli vinkonu okkar í gær. Ég tók engar myndir, enda var mér eitthvað illt í maganum & hálfslöpp… og stal því þessum af instagram. En mikið var gaman að samgleðjast góðri vinkonu. Auðvitað voru flottar kræsingar á boðstólnum, og áfengið ekki af verri gerðinni. Manuela má eiga það að vera einstaklega flottur gestgjafi!

Takk fyrir mig.. og til hamingju með 30 árin þín.

xxx

karen

Florida

BANDARÍKINPERSÓNULEGT

Ég læt mig dreyma um eina ferð til Florida í október/nóvember.. sérstaklega þegar veðrið er orðið svona hálf crappy.

Hver veit?

Að fá að kíkja aðeins á ömmu búbbís & slaka á.. Við amma erum fínar saman, elskum að hanga í sömu búðunum & gramsa.. svo er amma með húmor á við e-ð óútskýranlegt fyrirbæri, það er ekki verra.

Ég fór til hennar í fyrra.. það besta við ferðina var að vakna eldsnemma, drekka einn kaffibolla og hlaupa svo meðfram strandlengjunni..

27.09.13

PERSÓNULEGT

Við röltum aðeins niður í bæ í kvöld..

.. og hittum skemmtilegt fólk!

Stella er svo sem ágæt..

Þessi fína húfa frá 66° norður var í trendnet-pokanum mínum frá eins árs afmæli síðunnar.

Frrrr…

Eyjólfur Gíslason cutie pie.. þessi lætur mig hlæja út í eitt!

Yndislegu og skemmtilegu Eyjólfur & Ellen Agata á Dolly.

Eyjólfur Gíslason og Margrét Grétars!

 

Rassaæfing nr. 1

ÆFING DAGSINSHREYFING

Við vinkonurnar fórum í ræktina í dag.. ég á klapp skilið, því ég tók hauginn á annað level í allt sumar.

Við gerðum m.a. þessa góðu rassaæfingu, á hallandi bekk.

Krækið fætinum á bekkinn eins og sýnt er á mynd 4. Spennið kviðinn og einbeitið ykkur að því að setja ekki fettu á bakið þegar þið lyftið fætinum í átt að loftinu. Með því að spenna magann vel má koma í veg fyrir að bakið fettist. Ef að fetta myndast enn, þá eruð þið hugsanlega að lyfta fætinum of hátt. Notið spegil við æfinguna til að fylgjast með fettunni.

… svo skiptir líka máli að gera æfingarnar á hæfilegum hraða, það er ekkert gott fyrir mjaðmir og annað að vera í fulle swing! Mitt mottó er allavega að gera æfingarnar rétt, og þá hægari fyrir vikið.

… og auðvitað er hægt að gera þessa æfingu með ýmsum útfærslum.. :-)

Eruði ekki örugglega til í ræktarfærslur?