Karen Lind

karenlind@trendnet.is

27.09.13

PERSÓNULEGT

Við röltum aðeins niður í bæ í kvöld..

.. og hittum skemmtilegt fólk!

Stella er svo sem ágæt..

Þessi fína húfa frá 66° norður var í trendnet-pokanum mínum frá eins árs afmæli síðunnar.

Frrrr…

Eyjólfur Gíslason cutie pie.. þessi lætur mig hlæja út í eitt!

Yndislegu og skemmtilegu Eyjólfur & Ellen Agata á Dolly.

Eyjólfur Gíslason og Margrét Grétars!

 

Rassaæfing nr. 1

ÆFING DAGSINSHREYFING

Við vinkonurnar fórum í ræktina í dag.. ég á klapp skilið, því ég tók hauginn á annað level í allt sumar.

Við gerðum m.a. þessa góðu rassaæfingu, á hallandi bekk.

Krækið fætinum á bekkinn eins og sýnt er á mynd 4. Spennið kviðinn og einbeitið ykkur að því að setja ekki fettu á bakið þegar þið lyftið fætinum í átt að loftinu. Með því að spenna magann vel má koma í veg fyrir að bakið fettist. Ef að fetta myndast enn, þá eruð þið hugsanlega að lyfta fætinum of hátt. Notið spegil við æfinguna til að fylgjast með fettunni.

… svo skiptir líka máli að gera æfingarnar á hæfilegum hraða, það er ekkert gott fyrir mjaðmir og annað að vera í fulle swing! Mitt mottó er allavega að gera æfingarnar rétt, og þá hægari fyrir vikið.

… og auðvitað er hægt að gera þessa æfingu með ýmsum útfærslum.. :-)

Eruði ekki örugglega til í ræktarfærslur?

Slender sticks frá NOW Foods

HOLLUSTAVÍTAMÍN

Nýtt uppáhalds..

Slender sticks frá NOW.

-Mjög svalandi!
-Með vítamínum
-Kaloríusnautt
-Frískandi!
-Náttúruleg bragðefni
-Engin rotvarnarefni
-Með andoxunarefnum
-Glútenlaust
-Sæta bragðið kemur frá stevíujurtinni

Ég segi allavega ekki nei við andoxunarefnum og vítamínum..

Í hverjum kassa eru 12 bréf. Mælt er með að blanda einu bréfi í 0.5l – 1l. Ég keypti þrjá kassa áðan, en miðað við afsláttinn (25%) í Nettó þá kostar eitt bréf 59 krónur! Vanalega kostar kassinn í kringum 949 krónur en í dag var hann á 712 krónur. Svo heyrði ég að það sé líka sniðugt að blanda þessu út í hreint prótein. Yfirleitt kýs fólk ekki að drekka einungis hreint prótein, svo þetta hentar mjög vel með því.

… og bónusinn er sá að börn mega einnig drekka þetta!

Fæst m.a. í Nettó, Krónunni, Fjarðarkaupum og Lifandi Markaði..

Look-a-like

VITLEYSA

Mér finnst þetta mjög fyndið.

Eftir að hafa gramsað allrækilega í gömlum kössum fann ég þessa selfie sem ég teiknaði í 2. bekk. Ég setti hana á instagram.. & fékk svo rétt í þessu komment frá vinkonu minni um að “ég” svipaði til Vicky Pollard úr Little Britain.

Meiri vitleysan..

Ég er nú bara ansi sammála.