Karen Lind

Í gulu í göngu

Þvílíkt veður. Ég ætlaði að leggja mig með Snædísi en ég er svo tjúnnuð af sterum sem ég er að taka inn að það er eins og ég hafi drukkið óeðilegt magn af koffíni. Ég hef verið með hósta í að verða tíu vikur.. en þetta fæ ég ár hvert, 2-3x á ári meira að segja. Byrjar með kvefi og fer beint í lungun. Við tekur hóstakast og svefnleysi.. en ég lét loks verða af því og pantaði tíma hjá lungnalækni. Biðin eftir lækninum var þess virði en núna veit ég vonandi hvað er að. Ég er á sýklakúr númer tvö ásamt þremur tegundum af sterum og er því vel hype-uð þrátt fyrir nánast engan svefn. Ég sakna þess svo að komast í ræktina – en á stundum sem þessum langar manni hvað mest að fara út að hlaupa og hanga í ræktinni!

Ég mátaði þennan jakka, Staðarfell, í byrjun september.. og er enn að hugsa um hann. Þetta er hlaupajakki (hentar raunar í allt) og úr einhverju ógurlega fínu efni. Engu að síður myndi ég kaupa hann bara út af litnum. Svipað dæmi og með regnkápuna (sjá þessa færslu hér).. svo reyndar held ég á henni eins og glöggir lesendur sjá.

Það er vel hægt að fara í þessum út að hlaupa allan veturinn ef maður er klæddur í gott undirlag.. en það er spurning hvort ég myndi vilja svitna í hann, mögulega yrði hann bara notaður í göngu.

Er þessi ekki samþykktur allan daginn?

.. annar draumavasi frá nytjamarkaði

HEIMILIÐ MITT

Þessi vasi var falinn bakvið stólahrúgu á nytjamarkaði. Bakvið hrúguna situr hann einn upp í stórri hillusamstæðu. Ég nánast hljóp til að ná honum þrátt fyrir að enginn annar hafi verið að eltast við hann. Við erum hreinlega að tala um það að þennan vasa hlýt ég að hafa secret-að til mín. Ég hef verið að leita af vasa með nákvæmlega þessu formi, í túrkíslit en þó með grófri og mislitaðri blágrárri áferð. Hvernig má vera að eitthvað sem ég sá nákvæmlega fyrir mér, með mjög detailuðum hætti.. hafi ratað í hendurnar á mér. Ef ég sæti í sálfræðitíma og myndi kasta þessum pælingum mínum í kennarann yrði mér eflaust hent út.. en mér finnst þetta ótrúleg tilviljun engu að síður.

Er hann ekki einstaklega fagur? Smekkur fólks er greinilega misjafn en ég skil ekki hvernig einhver tímdi að gefa hann til nytjamarkaðar :)

Undur á Íslandi

HÚÐ

Þetta blogg þarf bara að vera lengra en gengur og gerist! En ég og Guðrún Sortveit fórum í heimsókn í höfuðstöðvar BioEffect. Þessi heimsókn hverfur seint úr minni mér en við sátum fyrst fund hjá Hildi og Bryndísi en þær starfa í markaðsdeildinni. Ég þekki Hildi og sú er flott í sínu starfi. Hún á hrós skilið fyrir frábæran fund.. en hún taldi mér trú um að BioEffect droparnir séu mér jafn nauðsynlegir og Omega 3 fitusýrurnar, sem sagt lífsnauðsynlegir! Ég hefði viljað vera “live” á einhverjum samfélagsmiðli svo fleiri gætu fengið að njóta þessara upplýsinga, en allt varðandi BioEffect er stórkostlegt. I aint joking! Ég var hrifin af þessum vörum en núna er ég fan number one! Framleiðslan, innihaldsefnin, virknin, árangurinn af BioEffect, vísindalegu rannsóknirnar… sölustaðir BioEffect, allar stjörnurnar sem nota vörurnar .. þetta er allt “negla”. Ætli það sé ekki bara þannig þegar maður er með svona ótrúlega hreina og öfluga afurð í höndunum.

Eins fórum við í húðgreiningu. Mér leið eins og ég væri á leið í próf, stressið heltók mig. Ég beið eftir hræðilegum niðurstöðum þrátt fyrir að hafa hugsað vel um húðina í langan tíma (notað BioEffect lengi, forðast sólböð, nota sterka vörn, sleppi ljósalömpum og fl.). Fyrstu niðurstöður voru satt að segja mjög fyndnar og alveg í takt við mig.. ég gleymdi s.s. að taka af mér laust púður sem ég setti á augnsvæðið. Púðrið myndar skugga og því mældist ég hrikalega í fyrstu. Sá sem greindi okkur sagði að ég væri nánast við dauðans dyr miðað við þessar niðurstöður.. frábært… en ekta ég.. en svo þreif ég andlitið og augnsvæðið og þá var niðurstaðan allt önnur. Hitt gat bara ekki verið, að ég liti verr út en allar konur á mínum aldri. Sko, allar…. haha. Maður þarf sem sagt að vera ómálaður.

Ég hef verið svo heppin að fá vörur frá BioEffect í nokkur ár. Ég hef oft skrifað um þær hér enda er ég loyal því sem ég fíla. Í gær fengum við ótrúlega veglegan gjafakassa. Þetta er allt svo high-end fallegt.. alveg sér á báti. En við fengum eftirfarandi:

BioEffect bók
EGF + 2A daily treatment – Ný vara. Hún verndar húðina gegn umhverfinu.
EGF EyeSerum + EGF Eye Mask Treatment – eye mask er magnað, I’m telling you!
BioEffect Volcanic Exfoliator – bókstaflega í uppáhaldi til margra ára.
EGF Day Serum – Þetta nota ég ótrúlega mikið (sem betur fer). Set á mig fyrir svefn.

Ég veit að Guðrún ætlar að segja ykkur frá vörunum svo ég leyfi henni að sjá um það.

Takk fyrir mig, I’m one happy camper!

Túristi í eigin landi..

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Fjölskylda mín frá New York kom til Íslands í viku. Ég ákvað að taka þessa viku í mínar hendur og skipuleggja allt frá a-ö. Það var svo gaman og það má segja að allt hafi unnið með okkur. Veðrið var fullkomið.. Við áttum frábæran dag í 101 enda veðrið nánast eins og á sólarströnd. Við gáfum öndunum brauð (ég er eins og barn, en mér finnst það alltaf gaman) og fengum okkur svo pylsu á Bæjarins bestu. Við sáum ótrúlegt sólsetur við Gróttu sem og við Ægissíðuna. Ég sagði þeim að Björk Guðmunds ætti heima á Ægissíðunni… og hvað gerðist þá, auðvitað kom hún út og horfði á sólsetrið við hliðina á okkur. Þeim fannst það auðvitað ótrúlega skrýtið.. að sjá Björk fyrir utan húsið sitt.

Nokkru síðar fórum við þrettán talsins, rúnt um landið.

Þingvellir
Laugarvatn & Laugarvatnshellir
Gullfoss & Geysir
Friðheimar
Kerið

.. og hvaða lakkrís er bestur?

PERSÓNULEGT

Ég fékk sendan óvæntan pakka heim að dyrum rétt fyrir kvöldmatarleytið. Fimm lakkrísbox frá Johan Bülow.. ég elska þennan lakkrís, svo einfalt er það. Þeir eru vissulega misgóðir en sumar tegundirnar láta mig hreinlega slefa ósjálfrátt (þegar ég tygg þá). Davíð var svo æstur í að smakka lakkrísinn að ég setti smá “leik” í gang. Davíð byrjaði, en hann smakkaði hverja kúluna fyrir sig og raðaði þeim eftir því hver þeirra væri best niður í þá sístu. Svo gerði ég það sama. Röðunin var gjörólík, fyrir utan síðasta sætið.

Davíð (f.v.):

  1. Dangerously Salty
  2. Black Snowball Salty & Spicy
  3. Salty Caramel
  4. Raspberry Choc
  5. White Snowball Ginger

Karen Lind (f.v.):

  1. Salty Caramel
  2. Raspberry Choc
  3. Dangerously Salty
  4. Black Snowball Salty & Spicy
  5. White Snowball Ginger

Við vorum bæði sammála um að White Snowball Ginger væri sísta bragðið. Hann er svo mikill nammikall að hann féll alveg fyrir sterku kúlunum á meðan ég fíla aðeins vægara og rjómakenndara bragð. Mér finnst Salty Caramel guðdómlega góðar og Raspberry ekki mikið síðri. Þessar sterku kúlur, Dangerously Salty og Black Snowball eru mjög góðar en ég gæti kannski borðað tvær svoleiðis á meðan ég get auðveldlega klárað Salty Caramel! Davíð hins vegar skóflaði nokkrum sterkum í sig á no time.. ég ætla svo að fela boxin, það er engin lygi. Mig langar alveg að eiga þetta í einhvern tíma.. :)

Takk fyrir mig Epal! Skemmtilega góð gjöf!

.. föt & fylgihlutir

BARNAVÖRURFYLGIHLUTIR

Ég skrifaði um smekkbuxurnar frá Igló+Indi (sjá hér) um daginn.. þær höfðu samband við mig frá búðinni og vildu endilega gefa mér eitt stykki. Þær eru í stærð 12-18 mánaða og eru enn aðeins of langar á Snædísi en það kemur ekki að sök þegar það er búið að bretta upp á skálmarnar. Þær eru æðislegar, og það sem er sérstaklega gott við þær eru smellurnar á innanverðum skálmunum.. ég á aðrar smekkbuxur án smellna og það þarf því alltaf að klæða hana úr buxunum. Hún var svo sæt í þeim í gær á afmælisdaginn sinn, en í gær var fyrsti afmælisdagurinn hennar.

Annars rakst ég á þessi sætu kanínueyru í Forever21… ég beið í fáranlega langri röð fyrir þau… ég gat hreinlega ekki sleppt þeim en fyrirmyndin hlýtur að vera kanínueyrun frá Maison Michel. Mig langar í fleiri týpur en það er til ógrynni af útgáfum á forever21.com.

Igló+Indí smekkbuxur: fást hér.
Kanínueyru: svipuð fást hér.

… lamparnir

HÖNNUN

Ísland í dag var með tvo ótrúlega áhugaverða þætti um hönnun, fyrri þátturinn var sýndur 5. október (sjá hér) en sá seinni 13. október (sjá hér). Þann 5. október var tekið viðtal við Höllu Báru en sá þáttur fannst mér frábær, svo ekki sé nú minnst á hve flott hún er. Ég sé mig í anda púlla adidas buxur við hvíta skyrtu. Hún var bara alveg með’etta. Ég mæli með að horfa á hann en margt sem hún minntist á hef ómeðvitað tileinkað mér sl. ár… en eitt sem stóð meðal annars upp úr voru punktarnir um lýsingu og lampa. Lýsing af lömpum er nefnilega bara svo miklu fallegri en lýsing af loftljósum. Lamparnir veita ákveðna stemningu.. mikið sem ég er sammála henni. Nú hef ég enn gildari ástæðu til að kaupa fleiri lampa, takk Halla Bára :)

Að gefnu tilefni set ég inn tvo lampa sem eru undurfagrir. Þennan fyrri hef ég séð bregða fyrir í versluninni Casa og á veitingastað á Ítalíu þegar ég fór þangað í september síðastliðnum. Ég er vægast sagt yfir mig hrifin af Atollo lampanum, sérstaklega í þessum brass lit. Fæst hér. Ég veit… hann er dýr.. mjög dýr.

Svo er það þessi fallegi og margbreytilegi Eclipse lampi. Ég sá hann á instagram hjá Hafstore.is og reyndi að sjálfsögðu að vinna hann í instagram-leik en heppnin var með einhverjum öðrum (“.)… svo sá ég hann á snapchat hjá Svönu (@svartahvitu) og hann er gordjöss! Ég hlakka til að sjá hann með berum augum en HAFSTORE verslunin opnar hvað á hverju, þangað til mæli ég með að fylgjast með þeim á instagram.

Ljósakveðjur þennan sunnudaginn…

.. hagstæð og öðruvísi kaup!

HEIMILIÐ MITT

Góða hirðinn heimsæki ég af og til.. yfirleitt geng ég tómhent út en það kemur fyrir að ég finni einn og einn hlut. Í fyrra sumar keypti ég vasann sem sést á myndinni fyrir klink en mér finnst hann alveg outstanding flottur. Hann er veglegur.. frekar þungur og svo lúkkar hann mjög hrár. Önnur hlið vasans, eða sú sem sést hér að neðan er brúnleit en hin hliðin er örlítið út í grátt.. ég sný honum við öðru hvoru upp á tilbreytinguna.

Kertastjakann keypti ég nýlega í Boston.. í Marshalls. Hann er úr nautshorni en endi þess er skorinn af. Það voru tveir stjakar í hillunni og ég sé svo eftir því að hafa ekki gripið hinn með. Ég ákvað að taka bara annan þeirra þar sem mér fannst hann svo massívur… en æ, ég gat nú alveg splæst í hinn líka… hann kostaði nú bara 12$.

Það er fátt skemmtilegra en að gera flott kjarakaup í búðum sem þessum.. Ég elska Marshalls.. eins og þið vitið :)

Óskalisti fyrir heimilið..

HEIMILISVÖRURWANTED

Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu.. en mér þykir ekkert meira heillandi en júník heimili þar sem persónulegur stíll skín í gegn. Skemmtilegast finnst mér að kaupa hluti sem sjást ekki víða… og svo finnst mér gaman að taka smá áhættu. Ég tek ekki endilega áhættu í öll kaupum en ég er gígantískur sökker fyrir “POP out” hönnunarvörum sem og öðrum “no name” vörum í bland.

Að skoða óskalista annarra finnst mér mjög skemmtilegt.. það er bara eitthvað skemmtilegt að pæla í stíl annarra og fá hugmyndir. En hér er minn óskalisti þessa stundina. Margt á honum mætti vera á talsvert ákjósanlegra verði fyrir budduna… ehemm… (“.).

1. Poca Vase frá LSA International. Þessi myndi tóna ótrúlega vel inn til mín.. sérstaklega með rauðu eucalyptus greinunum sem ég keypti í sumar (sjá hér). Vasinn fæst hér.
2. Globo lampinn frá Jonathan Adler. Hann kom út í fyrra eða hittiðfyrra.. en um leið og ég sá hann koma inn á síðuna féll ég fyrir honum – hvað þá þegar ég sá hann með berum augum í búðinni. Hann er ennþá fallegri en myndin gefur til kynna. Fæst hér.
3. Brass Atlas Box frá Jonathan Adler. Þið þurfið að skoða myndirnar á síðunni en höfuðið opnast og þá koma þrjár skálar í ljós. Ég elska höfuðstyttur og þessi má alveg verða mín. Fæst hér.
4. Fornasetti kerti. Krukkurnar eða glösin utan um kertin eru eitthvað annað, en ég hef ekki hugmynd um hvort lyktin af þeim sé góð. Fást hér.
5. Diptyque Diffuser. Ég hef haft augastað á þessu ilmglasi sem er eins og stundarglas í laginu. Ilmglasið virkar líka eins og stundarglas, maður einfaldlega snýr því við til að virkja það í eina klukkustund. Svo má fylla á það líka… jiiiiii, mér finnst það hrikalega flott. Fæst hér.
6. Tom Dixon Bump Vase.. þessi er mjög flottur.. og bleikur (frekar líkur einum frá AYTM sem mig langar líka í).

Jæja… hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég er búin að dúllast í þessu í of langan tíma!

Snapchat: karenlind
Instagram: kaarenlind

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við Heiða Birna skruppum í helgarferð til Mílanó en þar býr vinkona okkar Berglind Óskars (@berglindo – mæli með að fylgja henni á instagram). Það er ótrúlega gott og gaman fyrir sálina að fara í ferð með vinkonum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá dóttur minni & það var nú bara ekkert mál. Ég hef oft heyrt mömmur tala um að þeim finnist það erfitt en ég upplifði það ekki sem betur fer. Það skiptir mig sköpum að ég haldi áfram að vera ég og svona vinkonuferð er hluti af því.

Ég verslaði lítið.. fallegan dúsk á handtöskurnar mínar, pils (ég sem er aldrei í pilsi), belti, skó og sjúklega flottan biker leðurjakka á hreint út sagt fáranlega góðu verði. Ég á einn nú þegar sem kostaði 40 þúsund krónur en þessi er svo miklu flottari og betri í sniðinu, og hann kostaði ekki nema 14 þúsund krónur.. ég skil ekki af hverju hann var svona ódýr.

TAKE ME BACK

Knús á línuna..

instagram @kaarenlind
snapchat @karenlind