Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Nýtt frá 66°: Drangajökull GORE-TEX

FÖT

Ég rakst á þessa mynd á instragram reikningi sextíuogsex.. en 66° Norður kynntu þessa trylltu parka úlpu til leiks í dag. Ég hef sagt það áður, og segi það aftur.. svartur litur er einn fallegasti liturinn og fer engum (þoli ekki alhæfingar, fæstum á því frekar við) illa. Þessi úlpa er sú fallegasta frá 66° hingað til.. fyrir utan JÖKLA úlpuna sem ég fékk frá þeim síðastliðinn vetur.

screen-shot-2016-12-08-at-9-15-15-pm

screen-shot-2016-12-09-at-12-19-10-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-33-pm screen-shot-2016-12-09-at-12-19-46-pm

Fyrirmynd úlpunnar er einmitt JÖKLA parka nema Drangajökull GORE-TEX er léttari útgáfa af henni.. Sniðið á JÖKLA er frábær og ég elska rykkinguna í mittinu á henni (kvk. sniðinu) og ég fagna því að þessi sé með sama sniði.

Saumar og detailar eru ekki beint áberandi á Drangajökli og úlpan því nokkuð látlaus í útliti en á sama tíma nær hún að vera svo tryllt. Úlpan kemur bæði í kven-og karlmannssniði og mér sýnist hún vera nú þegar fáanleg í útvöldum verslunum á Íslandi.

66° Norður nær alveg að halda manni á tánum og langa bara í meira.. hversu flott er þessi úlpa! Æ, mig “vantar” svo aðra úlpu! Er þetta ekki jólagjöfin í ár?

karenlind1

Forstofa: Fyrir og eftir myndir

FRAMKVÆMDIR

Þið haldið eflaust að ég hafi ákveðið að birta ekki fleiri myndir af framkvæmdunum (þið getið reyndar séð meira á snapchatinu mínu @karenlind). Málið er að við erum enn að bíða eftir því að ákveðnir hlutir klárist og þá get ég sýnt ykkur meira. Það vantar til dæmis enn innréttingu inn á bað.. já.. ég er víst enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi. Eldhúsinnréttingin er við það að klárast, en það er ca. 80% af henni komin upp. Útkoman er frábær að mínu mati og við sjáum ekki eftir því að hafa tekið einn vegg niður.

13647054_10209600464474244_506197345_o

Hér að ofan má sjá forstofuna eins og hún var. Það sem er búið að breyta ef ég horfi á þessa mynd er eftirfarandi (enn vantar gólflista):

Veggir heilspartlaðir.
Málað.

Ofn tekinn og hiti lagður í gólf.
Nýtt rafmagn.
Sólbekkur fjarlægður.
Gluggi málaður hvítur.
Teppi fjarlægt // parketlögn.
Þvottahús flísalagt í sömu flísum og eru á baðherbergi (þær verða einnig lagðar á svalirnar).
Ný hurð á þvottahús.
Handrið pússað upp og svartbæsað og lakkað // járngrind máluð með mattri svartri málningu.
Hurð inn í forstofu fjarlægð og hurðarop stækkað talsvert.

screen-shot-2016-12-06-at-5-48-26-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-48-42-pm screen-shot-2016-12-06-at-5-49-13-pmscreen-shot-2016-12-06-at-5-48-59-pm

Þegar ég sé fyrir myndina átta ég mig enn betur á því hversu rosaleg breytingin er. Núna þegar þetta er búið væri ég alveg til í að gera þetta aftur.. þ.e.a.s. að taka aðra fasteign í gegn. Mér finnst ótrúlega gaman að gera og græja í þessum framkvæmdum.. velja parket, flísar, teikna rými upp á nýtt (aðallega í huganum) ásamt öllu hinu sem fylgir.

img_0500

Ljósið er frá Kubbaljós.is.. það brýtur rýmið skemmtilega upp en við settum þessi ljós bæði á herbergisganginn sem og í eldhúsið. Ég sýni ykkur þau betur síðar.

karenlind1

Nýtt hjá VIGT

ÍSLENSK HÖNNUN

Uppfært:

Í dag kynna þær mæðgur nýjung hjá sér í Grindavík, en það er jólatrésfótur. Það stendur Karen Lind utan á honum.. en þar sem ég er ekki með jólatré í ár mun ég ekki fjárfesta í honum. Engu að síður veit ég að hann mun slá í gegn, enda ótrúlega flottur.. allra flottasti jólatrésfótur sem ég hef séð. Finnst ykkur hann ekki trylltur?

screen-shot-2016-12-10-at-1-46-38-pm

Ég fór í heimsókn í VIGT um daginn, þá aðallega til að kaupa gjöf handa vinkonu minni en þar sem það var “Fjörugur föstudagur” í Grindavík (síðasti föstudagurinn í nóvembermánuði) spurði ég þær hvort ég mætti ekki sýna vörurnar þeirra og verslunina inni á Trendnet snapchat-reikningnum (trendnetis). Mér fannst tilvalið að ná nýta reikninginn okkar á Trendnet því ég hef fengið ótal fyrirspurnir um verslunina eftir að ég fór að skrifa um hana hér. Umfjallanirnar um VIGT eru ekki kostaðar á neinn hátt, ég hef bara skrifað um verslunina því mér þykir hún svo dásamleg – en þær mæðgur hafa tvisvar gefið mér ótrúlega fallegar þakkargjafir. Þær Hulda, Hrefna, Guðfinna og Arna eru svo ótrúlega hlýjar og vinalegar.. algjörar perlur.

Ég er skráð á póstlista hjá þeim eftir að ég keypti altariskertin hjá þeim & fékk því mail með nýjustu vörunum þeirra. Mér líður stundum eins og þær lesi hug minn, en allar vörurnar falla beint í kramið hjá mér. Ég væri sko alveg til í að Hús & Híbýli kíkti heim til þeirra í innlit (mig minnir reyndar að þeir hafi þegar kíkt heim til Örnu).

0b780c45-78c8-4adb-a220-48fbf4d17f32
Hér að ofan má sjá viðbót við ilmlínuna og ber hún heitið OKKAR. Kertið kemur í tveimur ilmum (OKKAR No.1 og 2) og stærðum. Að ofan má sjá minni týpuna í nýjum og ótrúlega smart umbúðum. Lyktin er svo ljúf og “yogaleg”.. hún er satt að segja með ólíkindum góð. Þær gáfu mér OKKAR No.2 ásamt ilmstöngum – ég hlakka til að setja það upp inni á baði.

Hér er lýsing á OKKAR No. 2.

Yfirtónn: Sítrónumynta | Lime | Eucalyptus

Miðtónn: Lavender | Pipar | Greni | Fura

Undirtónn: Sedrusviður | Benzoe

9414072f-9d50-43c3-ac40-03c8dd8f46cd
Nýir púðar í: Rósableikum | Dröppuðum | Gráum

e4f2266e-cb0c-47d9-b548-83b03b1d243e
Hér að ofan má sjá drappaðan og gráan.

15267950_1183176695096399_8178281916764852013_n
Það má sko finna fallega jólagjöf hjá þeim.. hér eru opnunartímarnir í desember.

karenlind1

 

Í uppáhaldi: Snuggle Nest

BARNAVÖRUR

Ég skrifaði um Snuggle nest þegar ég var ófrísk, en mig dauðlangaði að eignast það fyrir dúlluna mína. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun en þetta “rúm” er stórkostlegt ef ég á að lýsa því einhvern veginn. Það smellpassar í vögguna og því finnst mér vaggann extra kósí fyrir hana. Núna er ég til dæmis með rúmið upp á borðstofuborði á meðan ég skrifa þessa færslu, og hún sefur. Eins er það á milli okkar upp í rúmi á nóttunni. Það fer líka með í heimsókn því það er hægt að brjóta það saman og festa með frönskum rennilás. Það nýtist mér og okkur á svo ótrúlega marga vegu að ég get ekki annað en mælt með því. Það veitir mér mikla öryggistilfinningu að hafa hana í nestinu því hún getur ómögulega rúllað sér úr því. Þar sem hliðarveggir rúmsins eru úr neti er auðvelt að anda í gegnum þá, það róar mig líka því hún er eins og ormur og er yfirleitt klesst upp við þá. Svo er líka í boði að hafa upphækkun undir höfðinu sem er mikilvæg (ljósmæðurnar töluðu um það). Og það sem er í allra mesta uppáhaldi hjá henni er “White Noise” hljóðið en það er hægt að spila það á fimm mismunandi hljóðstyrkjum ásamt vögguvísu. White noise eða jafnsuð svæfir hana um leið.. það er hálf ótrúlegt.. augun lygnast aftur og hún er dottin í svefn stuttu síðar. Svo er dýnan vatnsheld og auðvelt er að taka allt efni af bæði dýnunni og rúminu og þrífa það.

screen-shot-2016-12-04-at-3-05-26-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-34-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-45-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-05-57-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-07-07-pm screen-shot-2016-12-04-at-3-07-15-pm

Svo gáfu eigendur Húsgagnaheimilisins okkur þetta teppi frá SKIP*HOP. Þetta er albesta teppið sem við eigum og það eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég væri til í að eiga ca. fjögur svona teppi því ég er hlaupandi út um allt hús að leita af því (brjóstaþokan eða þreytan er að ganga frá mér)… svona án gríns, þá er ég leitandi allan daginn af hlutum þrátt fyrir að heimili mitt sé ekki fullt af dóti.. “hvar er snuðið, hvar er taubleian, hvar er teppið”.. kannist þið við þetta?

En allavega, teppið er mjög létt en hlýtt, það er teygjanlegt og því mjög gott að vefja henni inn í það. Það er þunnt og fyrirferðalítið..  Æ, þetta er svona sama tilfinning og þegar maður á uppáhalds bol sem er úr góðu efni.

Húsgagnaheimilið er troðfullt af vörum fyrir börn.. ég fékk líka skiptiborðið okkar þar sem er líka mjög praktísk lausn því ég vildi alls ekki vera með sér skiptiborð. Sýni ykkur það betur síðar :)

Húsgagnaheimilið á Facebook
Husgogn.is

karenlind1

Munum dagbókin 2017

ÍSLENSK HÖNNUN

Jæja, hver man ekki eftir MUNUM dagbókinni sem ég gaf í fyrra? Svei mér þá – ég sá aðra hverja manneskju með dagbókina, enda þrusu góð og nauðsynleg fyrir fólk sem langar til að skipuleggja sig og framkvæma hlutina. Þið getið lesið ykkur til um dagbókina í þessari færslu – en mér finnst einnig vert að minnast á þær breytingar sem voru gerðar á henni en tekið var mið af ábendingum frá viðskiptavinum.

Kápan er úr ítölsku gæðaefni sem er jafn mjúkt og leður en er 100% “animal free”. Eins er meira pláss í bókinni fyrir skrif. Rauðum dögum hefur verið bætt inn á. Einnig bættu þær við 100 atriða lista (til að fylla út) yfir hluti sem manni langar til að gera á lífsleiðinni. Markmiðasetningin er sett upp með ákveðnum hætti til að auka líkur á að maður nái markmiðum sínum. Matar- og æfingargluggarnir eru á sínum stað.

Svo má til gamans geta að hægt er að spara um 20% ef matarinnkaup eru plönuð fram í tímann. Klárlega eitthvað sem ég þarf að tileinka mér því ég næ engu jafnvægi með þessi matarinnkaup, annað hvort er ísskápurinn tómur eða fullur.. eða þá þannig að ég er að tína út vörur sem eru útrunnar.

15235565_687333934772656_6181466866823374841_o 15240242_10154570809055491_795653251_n

Útgáfufögnuðurinn er milli 17-19 í dag á KEX Hostel, þann 1. desember og bjóða þær stöllur upp á flottan díl á Munum dagbókinni. Hann er eftirfarandi:

Ein bók 3500kr.
Tvær bækur 6000kr.
Þrjár bækur 7500kr.

Nælið ykkur í eintak, eða gefið í jólagjöf.. æðisleg bók sem gefur lífinu lit :)

karenlind1