Karen Lind

karenlind@trendnet.is

… lífið

PERSÓNULEGT

Við litla fjölskyldan fórum í smá sumarfrí til Barcelona um miðjan ágústmánuð. Við vorum í viku en sökum ótrúlega óhentugs brottfarartíma frá hvorum áfangastað voru þetta eiginlega fimm dagar. Enn og aftur staðfestir fríið fyrir mér hve mikilvægt það er að ferðast og sjá heiminn. Snædís þroskaðist um 15 ár og varð þar með 16 ára eftir þessa stuttu viku.

Við vorum í Sitges en valið stóð milli þess að vera þar eða í Barcelona. Allan daginn myndi ég aftur velja Sitges fyrir sumarfrí, en Barcelona fyrir helgarferð með Davíð eða vinum.

Ég pakkaði svo ótrúlega litlu fyrir Snædísi, enda var planið að fara til Barcelona og versla á hana. Þann 15. ágúst fórum við til Barcelona, algjörlega glórulaus um hvað myndi taka á móti okkur. Tóm borg. Allt lokað.. já já, auðvitað var þjóðhátíðardagur. Hversu mikið ég?

Jæja, allt í lagi þá.. þá verður Snædís bara í sömu flíkunum og ég þríf þau í vasknum. Svo var planið að fara að morgni 17. ágúst aftur niður í borg en við sváfum aðeins of lengi og hættum því við. Gæfan fylgdi okkur þann daginn, en eins og flestir vita varð Barcelona borg fyrir hryðjuverkaárás síðar um daginn.

Allt í góðu.. við verðum bara í þessum tveimur dressum sem við tókum með.

En talandi um rútínu. Snædís hefur verið ótrúlega mikið draumabarn frá fæðingu. Ekkert vesen. Aldrei grátur. Sefur vel. Dundar sér sjálf og þarf nánast ekki að láta halda á sér. Ég vil enga glansmynd af barninu en hún er búin að vera of auðveld… TIL ÞESSA!

Hún var svo dekruð í ferðinni, svaf á milli okkar og fleira, að hún breyttist í smá “svín” þegar hún kom heim. Skríðandi á eftir mér um allt kallandi “mamma” með vælutón.. og eina sem hún vildi var að ég héldi á sér. Öll rútína farin en ég fór strax í að “af-sumarfría” barnið og þetta er svona að komast í lag.

Annars tókum við svo fáar myndir enda önnum kafin við annað. Snædís nennir alveg myndatökum en Davíð er bara “Karen, ertu að grínast, ég er búin að taka 15 myndir.. þetta er komið gott” – og þar með er ég þannig séð hætt að nenna að rukka um myndatöku (“.).

Óskalistinn: 600 blaðsíðna Beyoncé “Tablebook”

BEYONCÉ

Nei, hvað höfum við hér! Ef það er eitthvað sem ég þarf að eignast þá er það þessi bók. Bókin heitir “How to make lemonade” en Beyoncé gaf þennan doðrant nýverið út. Í bókinni má sjá myndir frá gerð Lemonade plötunnar og er þá sýnt ítarlega frá öllu sem viðkemur plötunni, þá tísku, stíliseringu, gömlum fjölskyldumyndum og svo mætti lengi telja.. eins leggur hún mikla áherslu á réttindabaráttu blökkumanna í bókinni (sem og plötunni).

Bókin kostar 300$.. en ætli hún lækki ekki eftir einhvern tíma. Ég bíð eftir ágætis tilboði og þá verð ég að eignast bókina, auðvitað. Ég gæti alveg eins átt von á sekt ef ég keypti hana ekki.

Bókina má kaupa hér.

.. smekkbuxur fyrir barnið

BARNAVÖRUR

Ég fór aðeins í Igló+Indi um daginn á Skólavörðustíg. Stelpurnar sem vinna þar eiga hrós skilið, buðust strax til að hjálpa mér inn með vagninn.. og á meðan ég skoðaði fötin léku þær við Snædísi. Nei, þetta er góð þjónusta.. ég veit ekki hversu oft ég hef labbað úr verslun án þess að skoða en núna var lítið mál að virða allt fyrir sér.

Ég keypti tvo pífuboli á hana fyrir næsta sumar, þeir voru á útsölu. Það er nóg til á útsölunni.. en ég rak svo augun í svakalega flottar smekkbuxur hjá þeim sem eru úr nýju línunni. Alveg er ég viss um að þær eigi eftir að seljast vel.. ég kaupi þær næst – ég var óvart búin að kaupa of mikið þennan daginn, þið kannist kannski við það :)

Efnið var svo geggjað.. hafiði ekki komið við bómularefni og bara ahhhmmmm.. langaði að koma lengur við það. Svo las ég aðeins um buxurnar en framleiðsluferlið er til fyrirmyndar. Buxurnar fást hér og eru til í þremur litum.

Annars sá ég líka þessi sett á síðunni þeirra sem eru væntanleg (ég veit þó ekki hvenær).. þau eru líka ótrúlega sæt! Það sést hreinlega á myndunum hve góðar þessar buxur eru. Stroff að neðan og hátt mitti klikkar ekki :)

.. kaup dagsins í Kosti.

KATIE MÆLIR MEÐ

Ég kem af og til við í Kosti en þar get ég alltaf keypt hluti sem mig vantar fyrir heimilið. Fyrir einhverjum árum hefði ég ekki þurft að taka fram að ég keypti vörurnar sjálf, en í dag er það nokkuð nauðsynlegt. Samfélagsmiðlar hafa breyst svo ótrúlega mikið undanfarna mánuði (já, pæliði.. á nokkrum mánuðum hefur svo margt breyst) að allir eru farnir að efast um allt.. kannski ekki skrýtið (“.). En þessi færsla er meira til gamans gerð & hér að neðan má sjá þá hluti sem ég keypti í Kosti.

Ziploc pokar. Ótrúlega basic kaup en samt svo nauðsynlegt að eiga þá. Hins vegar áttaði ég mig ekki á því hve fáir pokar voru í pakkningunni… ég hefði viljað hafa þá mun fleiri, enda afar vel notað á mínu heimili!

Amma og afi voru með Tide frá því ég man eftir mér.. systur mömmu líka. Eiginlega bara öll fjölskyldan eins og hún leggur sig. Ég burðaðist einu sinni með þennan hlunk í handfarangri fyrir mömmu back in the days. Þeir dagar heyra fortíðinni til sem betur fer.

Edik er æði, engin eiturefni og fleira.. en hvað á ég að gera við kanann í mér? Ég verð bara að eiga svona þrifbombu. Gain lyktin toppar auðvitað allt og þetta verður bara að vera til í mínum skápum.

Ég prófaði þessa hringi fyrir Snædísi og hún er afar hrifin. Það eru til nokkrar tegundir.

Ef einhver frá Kosti er að lesa þessa færslu, þá má endilega kaupa stærri umbúðir af þessum uppþvottalegi. Þessi dúlla er sýnishorn (236ml).. þar sem þetta er svo lítið keypti ég sex stykki.

Ég ætla ekki að segja heimsins bestu beyglur (því þær eru í NY), en þetta eru bestu beyglur sem eru í boði á Íslandi. Þær eru djúsííí! Ristaðar, með nóg af smjöri og þá eru allir í toppmálum.

.. nauðsynlegir pokar!

Listerine í stórum umbúðum!

… rautt eucalyptus

HEIMILIÐ MITT

Mamma var með endalaust af eucalyptus í kringum miðjan tíunda áratug 20. aldar.. hahaha.. nei ég var nú aðeins að grínast með lýsinguna.. en þegar ég var um 10-14 ára var heimilið hlaðið rauðu eucalyptus. Ég spurðist fyrir um þá tegund í nokkrum verslunum hér heima en hún var hvergi til. Vinkona mín bauðst til að kaupa handa mér búnt í NYC sem ég þáði að sjálfsögðu. Ég átti pínu bágt með að þiggja boðið, enda ekkert sérstaklega gaman að þramma um NY yfir sumartímann með blómabúnt!? Sjálfri finnst mér lítið mál að gera öðrum greiða en að þiggja hann er annað mál.

Rauðfjólublái liturinn er extra fallegur og passar vel inn til mín. Mig langaði ekki í grænan því hann myndi einhvern veginn falla of mikið inn í umhverfið þar sem veggirnir eru gráir. Búntið er það stórt að ég kom greinunum fyrir í þremur vösum og nú prýða trjágreinarnar baðherbergið, borðstofuna og eldhúsið.

Stærðin á greinunum er ekkert grín, eflaust rúmur hálfur metri. Ég þyrfti helst að saxa aðeins neðan af greinunum en eins og sjá má á neðstu myndinni er þetta kannski örlítið of langt (“.)..