Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Voal gardínur að degi til

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Jæja.. ég er ansi viss um að margir hafa beðið eftir þessari færslu því ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir á snapchat um gardínurnar. Ég hef svarað viðkomandi prívat með video-útgáfu svo ef þið hafið einhverjar spurningar og langar að sjá þær “live” þá megiði endilega bæta mér við á snapchat (@karenlind). Svo er líka mjög gaman að fá sendar myndir frá öðrum sem hafa fengið sér gardínurnar í kjölfarið. Voal gardínurnar keypti ég í Z-brautum og gluggatjöldum eftir að hafa gert verðsamanburð í þessum helstu verslunum.  Ég miðaði við saumaskap og efniskostnað, en ekki uppsetningu þar sem það var mjög auðvelt að setja þær upp í okkar tilviki. Þá bæði brautirnar sem og að þræða efninu á þær. Z-brautir og gluggatjöld voru ódýrastir og svo svo leist mér mjög vel á efnið þeirra og því urðu þeir fyrir valinu. Afsakið mig, en þetta kemur svo djöfulli vel út. Þær vefja heimilinu inn í bómul og gera það extra hlýlegt. Ég er búin að vera með þær uppi í nokkra mánuði og ég fæ ennþá alltaf þessa góðu tilfinningu að vakna á morgnana.. þetta er bara of kósí.

Einn helsti kosturinn við að láta sérsauma gardínurnar eru fjöldi vængja. Ég er aðeins með tvo vængi yfir 8 metra glugga, þeir skiptast í miðjum glugga. Ég skoðaði tilbúnar voal gardínur (RL) en þá er hver vængur eitthvað um 1-2 metrar (minnig mig).. ef ég væri með þær gardínur heima þyrfti ég að vera með endalaust marga vængi sem mér finnst ekki smart því það myndast göp inn á milli þeirra. Í öðru lagi er blýþráðurinn mikill kostur… en það er blýþráður neðst á sérsaumuðum gardínum sem þyngir þær og það gerir herslumun get ég sagt ykkur. Þá bæði vegna þyngdaraflsins og gegnumtrekks. Ekki nenni ég að hafa þær á fleygiferð ef útidyrahurðin eða gluggi séu opnuð.

Mig langar til að sýna ykkur þær í dagsbirtu og kvöldbirtu.. svo færslan verður tvískipt. En eins og ég skrifaði um síðast (sjá hér) þá eru tveir hlutir sem mér finnst skipta mjög miklu máli þegar Voal gardínur eru settar upp. Þetta er það sem ég bað um og þessu mæli ég 100% með:

  1. Að þær séu 1 sentímetra frá gólfinu. Mér finnst sérstaklega mikilvægt að gardínurnar sé ca. 1 sentímetra frá gólfi. Það er alls ekki fallegt að hafa þær nokkrum sentímetrum frá gólfi.. það er jafn ljótt að mínu mati og þegar þær liggja á gólfinu. Þessi eini sentímetri er fullkomið bil. Hafa þarf þó í huga að maður þarf að lyfta þeim upp þegar gólfið er ryksugað. Það er kannski eitthvað sem mun pirra suma en það truflar mig ekki.
  2. Að biðja um 150% rykkingu. Starfsmenn mæla jafnvel með 100% rykkingu ef maður hefur ekki sérstakt álit á því hvað maður vil. Því meiri rykking, því hlýlegri verða þær. Þær verða þéttari og það sést ekki jafn mikið inn né út. Mér finnst þær koma betur út við brautina sjálfa, en þegar það er lengra bil milli hjólanna líta þær ekki jafn “djúsí” út. Fyrir vikið er efniskostnaður auðvitað dýrari en mér finnst það algjörlega þess virði.
  3. Að þær teygi sig frá lofthæð niður í gólfhæð. Það hefði verið algjört “waste of space” að láta þær ekki ná til lofts. Að mínu mati er það fallegra, en það fer auðvitað eftir gluggastærð. Ég hefði líka tekið þær alla leið upp í loft þó svo gluggarnir heima væru minni.. ég held það sé meðal annars trikkið til að fá þetta svona kósí.

screen-shot-2017-01-16-at-4-27-52-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-41-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-29-28-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-39-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-28-59-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-51-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-30-26-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-32-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-10-pmscreen-shot-2017-01-16-at-4-29-56-pm screen-shot-2017-01-16-at-4-30-19-pm
Jæja hvað finnst ykkur? Ég fékk mér Voal fyrir þrjá glugga í stofurýminu, svalahurðina þar á meðal. Þær eru dásamlegar og algjörar draumagardínur ef svo má að orði komast. Guðrún Helga í Z-brautum hjálpaði mér, mæli með að heyra í henni ef ykkur langar að skipta um gardínur. Z-brautir og gluggatjöld eru til húsa í Faxafeni 14 í Reykjavík. Færslan er unnin í samstarfi við verslunina :)

karenlind1

Hógvært jólaskraut í ár

FYLGIHLUTIR

Jólin eru í uppáhaldi hjá mér en þessi jólin skreytti ég svo lítið að ég sló persónulegt met. Davíð var búinn að taka upp jólaskrautið.. en mér fannst of mikið að vera með jólaskraut ofan í alla óreiðuna sem fylgdi framkvæmdunum svo jólaskrautskassinn fór aftur niður með öllu dótinu í að sjálfsögðu :) Það er búið að vera of mikil óreiða í langan tíma að mér fannst eitthvað extra óþægilegt að bæta jólaskrauti ofan á allt.. hógværðin varð því fyrir valinu og það var mjög þægilegt. Svo getur vel verið að smekkur okkar sé að breytast.. við vorum alveg æst í jólaskraut á sínum tíma en núna finnst mér voðalega kósí að hafa þetta einfalt. Mér finnst til dæmis alveg nóg að hafa fallega skreytt jólatré og seríur í gluggum…

screen-shot-2016-12-31-at-11-35-47-am screen-shot-2016-12-31-at-11-36-07-am

Hér er allt jólaskrautið.. haha… það var meira að segja allt á sama stað, á eyjunni í eldhúsinu. Ég reyndar setti nokkrar greinar í annan vasa – bara því ég átti fleiri greinar… og já, seríur í stofugluggana og svalahandriðið.

Þessi vasi, Dora Maar vasinn, er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann keypti ég fyrr á árinu. Hann er frá Jonathan Adler sem er bandarískur hönnuður. Hann býr til svo fallega muni, þá sérstaklega postulínsvasana og postulínsfylgihlutina. Ég gaf vinkonu minni kerti frá honum í jólagjöf (sjá hér) en þau eru svo sniðug því skálina má endurnýta sem nammiskál eða eitthvað slíkt. Lyktin af kertinu er líka tryllt!

Eftir á að hyggja hefði ég viljað kaupa stærri týpuna af mínum vasa. Hann er jú mun dýrari og stærri, og hvorugt áðurtalinna var að vinna með mér þá stundina svo sá minni varð fyrir valinu. Ég var sko alls ekki að fara kaupa mér blómavasa, hvað þá að bera hann heim í handfarangri. Einn daginn eignast ég kannski stærri týpuna… :)

Dora Maar Vase lítill fæst hér
Dora Maar Vase stór fæst hér

Ég er enn að leita að hversdagsskrauti í vasann… ég fann ótrúlega fallegt skraut á amazon en hef ekki látið verða að því að panta það. En svo má hann líka alveg standa einn og sér.

karenlind1

Efst á lista..

FYLGIHLUTIR

Hvað langar mig í fyrir þessi jólin? Ég hef satt að segja ekki haft tíma til að hugsa það.. ég er önnum kafin við að sinna barni.. það tekur allan sólarhringinn. Í fyrsta sinn eyði ég til dæmis Þorláksmessu heima í stað þess að rölta um miðbæinn með heitan bolla frá Te & Kaffi.

Ég er búin að öllu fyrir jólin. Listinn var ekki svo langur en það voru aðallega jólagjafir. Ég kýs einföldu leiðina fram yfir allt þessa dagana.. hvernig er að eiga tvö börn.. þrjú börn? Ó my, mömmur eru hetjur :)

En ef það er eitthvað sem er efst á mínum lista þá eru það þessir fallegu Burberry cashmere/leðurhanskar. Ég rak augun í auglýsingu frá GALLERIA Reykjavík á FB þar sem þeir eru til sölu. Það kom mér á óvart að þeir eru ódýrari í GALLERIA heldur en á Burberry vefsíðunni sjálfri.

screen-shot-2016-12-23-at-1-22-34-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-22-57-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-23-17-pm

Tímalausir hanskar sem henta fyrir allan aldurshóp.. ji hvað maður væri kjút með þessa röltandi milli jólaboða. Davíð, blikk blikk!

karenlind1

Jólabókin í ár: ANDLIT eftir Hörpu Kára

FYLGIHLUTIR

Ég kom við í Eymundsson um daginn og rak augun í fjórar bækur sem mig langar í. Ein þeirra var förðunarbókin ANDLIT eftir Hörpu Káradóttur. Bókin er mikið augnkonfekt og það sem er  bónus við hana er hve flott hún er sem “table book”. Forsíða ANDLIT er eitthvað annað, en Anna Jia sem prýðir forsíðuna er framúrskarandi falleg. Ég man eftir því að hafa séð hana ásamt fjölskyldu sinni á flugvelli í Þýskalandi árið 2006.. ég giska á að hún hafi verið sirka 12 ára. Þarna biðum við eftir því að fá að fara um borð og ég horfði á hana, og hugsaði með mér.. “Þessi stelpa á eftir að verða módel”.

Bókin hentar öllum aldurshópum en henni er meðal annars kaflaskipt eftir aldri kvenna. Eins er farið yfir förðunaráhöld, húðumhirðu, öll svæði andlitsins, brúðkaupsförðun, mismunandi “lúkk”, t.d. förðun með gylltu yfirbragði og margt fleira.
screen-shot-2016-12-11-at-3-50-36-pm

screen-shot-2016-12-11-at-3-02-48-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-02-57-pm   screen-shot-2016-12-11-at-3-03-44-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-03-52-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-00-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-09-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-31-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-37-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-44-pmscreen-shot-2016-12-11-at-3-50-50-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-51-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-05-00-pmscreen-shot-2016-12-11-at-3-50-43-pm

screen-shot-2016-12-11-at-3-05-09-pm

Myndirnar eru hrikalega flottar, en Snorri Björns tók þær. Ótrúlega er hann klár. Annars er þetta mjög falleg bók sem lifir, Harpa Kára er algjör förðunarsnillingur.. ég hef lengi vitað af henni og hennar talent! Til hamingju með bókina öll sömul og takk fyrir mig!

Þess má til gamans geta að Björn Bragi kom með tvö eintök fyrir mig upp á Barnaspítala í gær.. ég áttaði mig á því þegar ég var komin út í bíl að ég var með hvoruga bókina með mér. Ég er með brjóstaþoku og það er ekki öfundsvert.. ég gleymi öllu. Ég hljóp inn en þá voru þær enn á sínum stað. Ég gaf Svönu annað eintakið en ég sá að hana dauðlangaði í bókina.

karenlind1

Svartir veggir og bleik handklæði

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐ MITT

Ahhhh! Ég er enn að tannbursta mig inni í þvottahúsi og mála mig fram á gangi.. það síðarnefnda skiptir svo sem ekki máli þar sem ég er nánast hætt að mála mig svona on daily basis. En baðherbergið fer að verða tilbúið á næstu dögum, það veltur allt á handlauginni sem við veljum því þá er hægt að stilla hæð innréttingarinnar og spegilsins. Ég hef ekki fundið þá réttu hingað til.. jú, fann reyndar eina handlaug en hún var svo hrikalega dýr að mér fannst það hálf furðulegt. Handlaugin verður ofan á borðplötunni svo við tökum ekki geymslupláss frá innréttingunni. Það er af skornum skammti þar sem baðherbergið er ekki stórt.

Við ákváðum að halda einum vegg (þrír þeirra eru flísalagðir), en hann heilspörtluðum við og máluðum hvítan til að byrja með. Svo féll ég alveg fyrir þessum ótrúlega dökka lit, en ég rakst á hann á Borðinu á Ægissíðunni og fékk númerið á honum í kjölfarið. Hann er nánast svartur en það má sjá gráan keim í honum.. svo er hann með engu gljástigi (að mig minnir) sem gerir hann alveg sjúklega flottan.

Handklæðin frá Scintilla setja alveg punktinn yfir i-ið en þau sá ég fyrir mér frá byrjun.. á þessum ótrúlega fyrirferðalitlu handklæðasnögum sem ég fékk í Tengi. Handklæðin eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri… og bleiki liturinn er æði. Mig langar í fleiri liti frá þeim til að hafa til skiptana. Flestir litirnir færu vel við.

img_0279 img_0285 img_0286

Loftið er núna hvítt en ég hef ákveðið að mála það í sama lit… það verður frekar dimmt yfir baðherberginu en mig langar að hafa það þannig. Lýsingin verður þá bara aðeins meiri :-) Ég held ég fari í það að mála loftið í dag.. það er að segja ef hún heldur áfram að vera svona vær.
karenlind1