Karen Lind

karenlind@trendnet.is

Montana vs. EKET

HEIMILIÐ MITT

Montana hillur mega sko alveg verða mínar.. en ég var ekki að fara eyða svo miklum pening í tvær fyrirferðalitlar hillur, sem henta jafnvel bara akkurat núna í þetta rými. Kannski myndi ég kaupa þær fyrir framtíðarhúsnæðið.. kannski bara aldrei… allavega kaupi ég þær alls ekki þegar ég finn svona fínar frá IKEA sem líta nánast eins út. Auðvitað eru gæðin talsvert lakari. En þegar kemur að tveimur saklausum hillum þykir mér algjör óþarfi að eyða 110 þúsund krónum í þær. Ég keypti þessar tvær í IKEA og setti þær í forstofuna. Við geymum lykla í öðrum skápnum.

screen-shot-2017-02-18-at-4-57-05-pmscreen-shot-2017-02-18-at-4-56-36-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-45-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-53-pm

Blómapottinn keypti ég í IKEA, plöntuna í Garðheimum og glerhausinn keypti ég í Bandaríkjunum. Vinur minn hann Eyjó var með mér þegar ég keypti hann. Ég var ólétt og því hélt hann á honum fyrir mig ásamt öðru dóti. Það kom því ekki annað til greina en að skíra glerhausinn Eyjó. Ég rauk að glerhausnum í búðinni.. mér fannst hann geggjaður. Ég er svo sem ekki viss um að Eyjó hafi þótt hann jafn flottur. En mikið sem við hlóum… eflaust var þessi glerhaus búinn að vera til í einhverja mánuði án þess að einhver liti við honum.

Með hurð: fæst hér.
Án hurðar: fæst hér.

karenlind1

Dermapen húðmeðferð

HÚÐ

Hver man ekki eftir Dermapen færslunum sem ég skrifaði fyrir tveimur árum síðan? (sjá færslu 1, færslu 2 og færslu 3).

Síðast höfðu þær hjá Húðfegrun samband við mig… en meðferðin var svo áhrifarík að ég ákvað að heyra í þeim um daginn. Nokkrum dögum síðar var ég mætt á bekkinn & Díana óð af stað. Ég er hrædd við nálar og því vaknaði ég með smá hnút í maganum því ég vissi hvað væri handan við hornið. Auðvitað klikkaði ég á einu.. að setja á mig deyfigelið sem þær mæltu með síðast. Núna var bara að duga eða drepast. Engin deyfing og allt í botn. Ef ég gat fætt barn, þá get ég þetta.. þetta er nú bara ein sneið af þeirri köku.

Þetta er auðvitað vont, en þetta gæti verið svo miklu verra ef meðferðaraðilinn (Díana) væri ekki svona vanur. Hún rumpar þessu af á einhverjum mínútum og talar mann í gegnum þetta. Ég sagði einmitt við Díönu í dag að ef hún væri ekki svona örugg þá gæti þetta verið algjört stórslys, sérstaklega með týpu eins og mig. Ég get dramatíserað allt sem tengist nálum. En ég komst ekki í þann gír í dag því hún var búin að þessu áður en ég vissi af.

Ég setti þetta á snapchat (@karenlind) og ég fékk margar spurningar.. flestar voru eitthvað í þessa áttina “Sejísssushh, hvað ertu að láta gera við þig”? Dermapen meðferðin (microneedling) er MJÖG öflug og örugg húðmeðferð. Þess má einnig geta að meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Það sem meðferðin gerir meðal annars er að vinna á fínum línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, örum, opinni húð, exemhúð og litabreytingum. Ég skal bara segja já takk við öllu framangreindu.

Í upphafi meðferðar setti Díana serum krem með náttúrulegum fjölsykrum á andlitið og þar á eftir fór hún yfir andlitið með Dermapennanum sem ýtir serum kreminu undir húðina. Styrkleikinn fer mest upp í 2,5.. ég man ekki í hverju ég var… allavega ekki í 2,5. En næst ætla ég að vera búin að setja á mig deyfigelið (fæst í apóteki) og þá mun ég biðja hana um að botna tækið.. haha. Meinaða.

En hvaða svæði eru verst? Ennið og svæðið fyrir ofan efri vörina. En með deyfigelinu er þetta bara minnsta mál í heimi. Prófum það næst.. og það er eins gott að ég muni eftir því. Ég hélt nefnilega að ég gæti ekki fengið þessa umtöluðu brjóstaþoku, en jú jú – hún er mætt á blússandi siglingu.

screen-shot-2017-02-10-at-10-59-54-pm

Rétt áður en fjörið hófst. Ég er ómáluð og með engan filter. Smá afgangur af frunsu og einni bólu, jafnvel tveimur. Fæðingarbletturinn (hægra megin á enninu) sést.. en hann lýstist mjög eftir síðustu meðferð.

Fjölsykrurnar bornar á. Þetta er nú bara gott… smá andlitsnudd frá Díönu.

Þarna er hún búin að rúlla yfir hægri kinn, hökuna og eftir vör.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-51-pm
Þar á eftir tók hún vinstri hliðina. Það kemur blóð enda unnið með nálar.

screen-shot-2017-02-10-at-10-58-42-pm

Hér er hún að vinna sérstaklega á fæðingarblettinum. Það var mjög vont!

screen-shot-2017-02-10-at-10-57-57-pm

Búin og vel rauð. Ég hló svo mikið þegar ég kom út í bíl, því andlitið á mér brást við með smá bólguviðbrögðum og ég var eins og ég veit ekki hvað. En ég er þó öll að koma til, ég setti mjög mikið af penzími á mig og það er nú alveg það besta!

Heimasíða Húðfegrunar
Facebook-síða Húðfegrunar

Þær eru komnar með nýja stofu.. sem er mun stærri og flottari en sú sem ég heimsótti síðast (Vegmúli 2).

Ég fer aftur eftir þrjár vikur.. sjáumst þá á snapchat.

karenlind1

Fleiri meðgöngumyndir af Beyoncé

BEYONCÉ

Ég endaði færsluna í gær á þeim orðum að ég hlakkaði til að sjá fleiri myndir af henni. Það rættist heldur betur úr því en hún hlóð inn fleiri myndum úr tvíburamyndatökunni inn á Beyonce.com, ásamt óbirtum myndum frá fyrri meðgöngunni. Já, því hef ég sko beðið eftir. Eflaust muna fleiri eftir ásökununum um að hún hafi fengið staðgöngumóður til að ganga með Blue Ivy. Hún svaraði því að mig minnir einu sinni, í heimildamyndinni sinni.. annars hafði hún ekki mikið fyrir því að leiðrétta kjaftasöguna.

screen-shot-2017-02-02-at-2-53-44-pm

Einfaldar og fallegar myndir. Ég get rétt ímyndað mér að það hafi tekið á að fá slíka ásökun á sig.. enda er meðganga ein mesta fórn sem ég hef upplifað.

screen-shot-2017-02-02-at-3-02-41-pm

screen-shot-2017-02-02-at-3-02-22-pm

Þarna er Tina ófrísk af Beyoncé. Siðirnir eru ólíkir, Beyoncé komin með nafn og ekki fædd.

screen-shot-2017-02-02-at-3-03-31-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-03-44-pm

Einstök fegurð

screen-shot-2017-02-02-at-3-03-06-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-03-17-pm

Litla Jaysína eflaust alsæl að verða stóra systir.

screen-shot-2017-02-02-at-2-55-31-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-02-33-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-16-35-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-16-46-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-17-30-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-17-40-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-18-52-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-19-01-pm

Ef þetta fullnægði ekki Beyoncé skammtinum mínum út árið… og það er bara febrúar. Ég verð að enda þessa færslu á sömu orðum og í gær, ég hlakka til að sjá fleiri óléttumyndir af henni.

karenlind1

 

Beyoncé fjölgar sér

BEYONCÉ

Jiminn… haldiði ekki að drottningin sjálf sé að fjölga sér. Það verður heldur betur fjör hjá þeim hjúunum en þau eiga von á tvíburum. Ekki veit ég hvenær þeir eru væntanlegir í heiminn en ég rakst á þessar dásamlegu fréttir á instagram rétt í þessu.

Það er frekar krúttlegt að sjá hve svipaðar kúlurnar hennar eru, þá þessi og sú frá fyrri meðgöngu.

Spæjarinn ég sé glitta í örið eftir tattúið á efri hluta lærisins… en hún fékk sér tattú þegar hún var um 19 ára minnir mig og tileinkaði það föður sínum. Einhverjum árum síðar lét hún fjarlægja það.

screen-shot-2017-02-01-at-7-03-13-pm

Tvær neðri myndirnar eru frá árinu 2011 þegar hún gekk með Blue Ivy dóttur sína.

Það er mér hins vegar spurn hvernig henni tekst að halda öllu svona leyndu. Hún gerir þetta ítrekað, sem er nokkuð aðdáunarvert. Ég hlakka til að sjá fleiri óléttumyndir af henni!

karenlind1

 

Fljótlegt próteinboost

FÆÐUBÓTAREFNIHEILSUDRYKKIR

Lítill sem enginn tími gefst í að undirbúa flókin mat þessa dagana. Ég gleymdi að borða í margar klukkustundir fyrstu vikurnar eftir að ég átti dóttur mína.. það gengur víst ekki & því ákvað ég að kaupa mér prótein til að einfalda þetta örlítið. Innihaldið er það sama og er notað í því boosti sem ég kaupi mér eftir ræktina og vona ég að það sé í lagi að ég birti það hér. Ég hef svo sem ekki hlutföllin en þau eru svo sem óþörf – maður getur nokkurn veginn sirkað þetta út sjálfur.

Ég fæ mér prótein kannski annan eða þriðja hvern dag. Það hefur engin áhrif á brjóstagjöf hjá mér. En ég er enn með nokkur aukakíló á mér eftir meðgönguna, það er víst raunveruleikinn. Ég nánast hélt að þetta myndi hverfa á no time en það er ekki að gerast, þetta tekur greinilega sinn tíma í mínu tilfelli. Nokkur kíló til eða frá, það er ekki aðalmálið.. ég á hins vegar engin föt fyrir þá stærð sem ég er í núna – ætli ég verði ekki að gefa undan og kaupa mér nokkrar flíkur?

screen-shot-2017-01-25-at-2-50-49-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-40-pm screen-shot-2017-01-25-at-2-51-51-pm

Uppskrift:
1 skeið jarðaberjaprótein
Frosin jarðaber
Hörfræ
Vatn
Klakar

Fyrir mitt leiti er mikilvægt að ég hreyfi mig samhliða próteininntöku. Ég fór sem betur fer fljótt að hreyfa mig eftir meðgönguna, eða ca. þremur vikum. Það var það besta sem ég gerði fyrir sjálfa mig. Ég fann mjög sterkt á meðgöngunni hve heilsan er mér mikilvæg, svo ég var ekki lengi að koma mér í gang því ég hafði saknað hennar afskaplega.

karenlind1