Karen Lind

karenlind@trendnet.is

.. föt & fylgihlutir

BARNAVÖRURFYLGIHLUTIR

Ég skrifaði um smekkbuxurnar frá Igló+Indi (sjá hér) um daginn.. þær höfðu samband við mig frá búðinni og vildu endilega gefa mér eitt stykki. Þær eru í stærð 12-18 mánaða og eru enn aðeins of langar á Snædísi en það kemur ekki að sök þegar það er búið að bretta upp á skálmarnar. Þær eru æðislegar, og það sem er sérstaklega gott við þær eru smellurnar á innanverðum skálmunum.. ég á aðrar smekkbuxur án smellna og það þarf því alltaf að klæða hana úr buxunum. Hún var svo sæt í þeim í gær á afmælisdaginn sinn, en í gær var fyrsti afmælisdagurinn hennar.

Annars rakst ég á þessi sætu kanínueyru í Forever21… ég beið í fáranlega langri röð fyrir þau… ég gat hreinlega ekki sleppt þeim en fyrirmyndin hlýtur að vera kanínueyrun frá Maison Michel. Mig langar í fleiri týpur en það er til ógrynni af útgáfum á forever21.com.

Igló+Indí smekkbuxur: fást hér.
Kanínueyru: svipuð fást hér.

… lamparnir

HÖNNUN

Ísland í dag var með tvo ótrúlega áhugaverða þætti um hönnun, fyrri þátturinn var sýndur 5. október (sjá hér) en sá seinni 13. október (sjá hér). Þann 5. október var tekið viðtal við Höllu Báru en sá þáttur fannst mér frábær, svo ekki sé nú minnst á hve flott hún er. Ég sé mig í anda púlla adidas buxur við hvíta skyrtu. Hún var bara alveg með’etta. Ég mæli með að horfa á hann en margt sem hún minntist á hef ómeðvitað tileinkað mér sl. ár… en eitt sem stóð meðal annars upp úr voru punktarnir um lýsingu og lampa. Lýsing af lömpum er nefnilega bara svo miklu fallegri en lýsing af loftljósum. Lamparnir veita ákveðna stemningu.. mikið sem ég er sammála henni. Nú hef ég enn gildari ástæðu til að kaupa fleiri lampa, takk Halla Bára :)

Að gefnu tilefni set ég inn tvo lampa sem eru undurfagrir. Þennan fyrri hef ég séð bregða fyrir í versluninni Casa og á veitingastað á Ítalíu þegar ég fór þangað í september síðastliðnum. Ég er vægast sagt yfir mig hrifin af Atollo lampanum, sérstaklega í þessum brass lit. Fæst hér. Ég veit… hann er dýr.. mjög dýr.

Svo er það þessi fallegi og margbreytilegi Eclipse lampi. Ég sá hann á instagram hjá Hafstore.is og reyndi að sjálfsögðu að vinna hann í instagram-leik en heppnin var með einhverjum öðrum (“.)… svo sá ég hann á snapchat hjá Svönu (@svartahvitu) og hann er gordjöss! Ég hlakka til að sjá hann með berum augum en HAFSTORE verslunin opnar hvað á hverju, þangað til mæli ég með að fylgjast með þeim á instagram.

Ljósakveðjur þennan sunnudaginn…

.. hagstæð og öðruvísi kaup!

HEIMILIÐ MITT

Góða hirðinn heimsæki ég af og til.. yfirleitt geng ég tómhent út en það kemur fyrir að ég finni einn og einn hlut. Í fyrra sumar keypti ég vasann sem sést á myndinni fyrir klink en mér finnst hann alveg outstanding flottur. Hann er veglegur.. frekar þungur og svo lúkkar hann mjög hrár. Önnur hlið vasans, eða sú sem sést hér að neðan er brúnleit en hin hliðin er örlítið út í grátt.. ég sný honum við öðru hvoru upp á tilbreytinguna.

Kertastjakann keypti ég nýlega í Boston.. í Marshalls. Hann er úr nautshorni en endi þess er skorinn af. Það voru tveir stjakar í hillunni og ég sé svo eftir því að hafa ekki gripið hinn með. Ég ákvað að taka bara annan þeirra þar sem mér fannst hann svo massívur… en æ, ég gat nú alveg splæst í hinn líka… hann kostaði nú bara 12$.

Það er fátt skemmtilegra en að gera flott kjarakaup í búðum sem þessum.. Ég elska Marshalls.. eins og þið vitið :)

Óskalisti fyrir heimilið..

HEIMILISVÖRURWANTED

Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilinu.. en mér þykir ekkert meira heillandi en júník heimili þar sem persónulegur stíll skín í gegn. Skemmtilegast finnst mér að kaupa hluti sem sjást ekki víða… og svo finnst mér gaman að taka smá áhættu. Ég tek ekki endilega áhættu í öll kaupum en ég er gígantískur sökker fyrir “POP out” hönnunarvörum sem og öðrum “no name” vörum í bland.

Að skoða óskalista annarra finnst mér mjög skemmtilegt.. það er bara eitthvað skemmtilegt að pæla í stíl annarra og fá hugmyndir. En hér er minn óskalisti þessa stundina. Margt á honum mætti vera á talsvert ákjósanlegra verði fyrir budduna… ehemm… (“.).

1. Poca Vase frá LSA International. Þessi myndi tóna ótrúlega vel inn til mín.. sérstaklega með rauðu eucalyptus greinunum sem ég keypti í sumar (sjá hér). Vasinn fæst hér.
2. Globo lampinn frá Jonathan Adler. Hann kom út í fyrra eða hittiðfyrra.. en um leið og ég sá hann koma inn á síðuna féll ég fyrir honum – hvað þá þegar ég sá hann með berum augum í búðinni. Hann er ennþá fallegri en myndin gefur til kynna. Fæst hér.
3. Brass Atlas Box frá Jonathan Adler. Þið þurfið að skoða myndirnar á síðunni en höfuðið opnast og þá koma þrjár skálar í ljós. Ég elska höfuðstyttur og þessi má alveg verða mín. Fæst hér.
4. Fornasetti kerti. Krukkurnar eða glösin utan um kertin eru eitthvað annað, en ég hef ekki hugmynd um hvort lyktin af þeim sé góð. Fást hér.
5. Diptyque Diffuser. Ég hef haft augastað á þessu ilmglasi sem er eins og stundarglas í laginu. Ilmglasið virkar líka eins og stundarglas, maður einfaldlega snýr því við til að virkja það í eina klukkustund. Svo má fylla á það líka… jiiiiii, mér finnst það hrikalega flott. Fæst hér.
6. Tom Dixon Bump Vase.. þessi er mjög flottur.. og bleikur (frekar líkur einum frá AYTM sem mig langar líka í).

Jæja… hef þetta ekki lengra að þessu sinni. Ég er búin að dúllast í þessu í of langan tíma!

Snapchat: karenlind
Instagram: kaarenlind

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við Heiða Birna skruppum í helgarferð til Mílanó en þar býr vinkona okkar Berglind Óskars (@berglindo – mæli með að fylgja henni á instagram). Það er ótrúlega gott og gaman fyrir sálina að fara í ferð með vinkonum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá dóttur minni & það var nú bara ekkert mál. Ég hef oft heyrt mömmur tala um að þeim finnist það erfitt en ég upplifði það ekki sem betur fer. Það skiptir mig sköpum að ég haldi áfram að vera ég og svona vinkonuferð er hluti af því.

Ég verslaði lítið.. fallegan dúsk á handtöskurnar mínar, pils (ég sem er aldrei í pilsi), belti, skó og sjúklega flottan biker leðurjakka á hreint út sagt fáranlega góðu verði. Ég á einn nú þegar sem kostaði 40 þúsund krónur en þessi er svo miklu flottari og betri í sniðinu, og hann kostaði ekki nema 14 þúsund krónur.. ég skil ekki af hverju hann var svona ódýr.

TAKE ME BACK

Knús á línuna..

instagram @kaarenlind
snapchat @karenlind