Karen Lind

Jólakjóll og sokkar ♡

BARNAVÖRUR

Snædís verður aldeilis fín á jólunum.. en ég hef verið að leita af fallegum hnésíðum sokkum á hana án árangurs, en auðvitað sér Linnea fyrir þessum nauðsynjavörum. Linnea setti saman jóladress á Snædísi, en ég treysti henni algjörlega fyrir því. Ég féll fyrir fyrsta kjólnum sem hún sýndi mér en hann er pastelbleikur með örlitlum gylltum detailum. Efnið er þrusu gott en ég finn á mér að þessi kjóll rjúki út. Snædís verður í pastelbleikum sokkum sem ná upp að hnjám & með gyllta stóra slaufu, en Linnea sagði basically “go big or go home“… og ég bara hlýddi. Ég hlakka svo til að setja hana í þetta fallega jóladress.

Ég fór aldeilis ekki tómhent heim, en peysan og buxurnar frá Kongens Slojd eru heavenly.. svei mér þá, maður er að eignast barn á réttum tíma. Það er svo ótrúlega mikið af fallegum barnafötum og vörum í boði að mér finnst úrvalið endalaust.

Kjóll 1 Snædísar jólakjóll
Kjóll 2 (ekki á mynd en hann er eins og Snædísar jólakjóll en án kraga)
Hnésíðir sokkar frá Cóndor
Slaufa frá Milledeux

Peysa frá Kongens Slojd
Buxur frá Kongens Slojd

Takk kærlega fyrir mig Linnea og Lena. Þessi búð er svo ótrúlega falleg að hún er mjög hættuleg fyrir foreldra. Ekki nóg með það að fötin eru æði, þá langar manni líka að decorate-a herbergið hjá barninu upp á nýtt… sem sagt stórhættuleg búð… (“.)


Stofan: Koníakslituð pulla

HEIMILIÐ MITT

Ég er farin að halda að ég secret-i hluti og til mín. Ótrúlegustu hlutir sem ég hef hugsað um hafa komið til mín, eins og þessi pulla. Mig langaði ótrúlega í koníakslitaða pullu sem virtist jafnvel aðeins notuð. Akkurat eins og þessi að neðan. Pulluna fékk ég að gjöf frá BAST í Kringlunni. Ég vel allt af kostgæfni, en áður en ég þáði boðið vildi ég fá að skoða búðina fyrst til að sjá hvort mig raunverulega langaði í samstarf. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Það er ekki hægt að segja já við öllu.. en um leið og ég kom í búðina sá ég að þetta samstarf hentaði mér fullkomlega. Ég sýni ykkur aðra færslu með vörum sem mér þóttu skemmtilegar úr búðinni.. en búðin er drekkhlaðin af ýmis konar vörum. Ég fór þrisvar í hana á tveimur dögum og sá alltaf eitthvað nýtt. Ástæðan fyrir því að ég kom svona oft var að ég var mjög óákveðin um hvað mig langaði í, en valið stóð á milli pullunnar, hnífaparasetts, indverskrar luktar, marmarabrettis, skurðarbrettis, salatskálar, pönnu sem gerir Egg Benedict, rúmfata, rúmteppis og svo mætti lengi telja.. haha… ég er ekki að grínast. Stundum er ekki gott að vera Vog.

Takk fyrir mig BAST! ♡
BAST er staðsett á neðri hæð Kringlunnar hjá Hagkaup.


Jóladagatalið: Mínar uppáhalds vörur

HÖNNUN

Ég nýtti mér svo sannarlega jóladagatal Lumex í ár, en í samstarfi við Lumex eignaðist ég draumagólflampann minn (til margra ára). Ég er í skýjunum þessa stundina.. gólflampinn sem ég hef hugsað um oftar en einu sinni og oftar en hundrað sinnum er orðinn okkar! Við höfum ætlað að kaupa okkur fallegt stofuljós síðan við fluttum inn en ég frekar hef haft ekkert í stað þess að kaupa “tímabundið”. Við vorum því einungis með halogen loftljós, sem eru falleg, en þau fylgja húsinu, ekki okkur.. þið skiljið hvað ég á við :)

Við vildum eignast ljós sem stæðist tímans tönn. Ljós sem passaði við gult sófasett, jafnvel brúna eða græna veggi, fjólublátt teppi, fiskibeinsparket eða marmaraflísar. Fyrir mér er þessi gólflampi algjörlega tímalaus. Hann hentar hvaða stíl sem er, hvaða rými sem er. Ég vel vandlega inn til mín & hef því hugsað þetta gólflampamál alveg til enda. Gólflampinn mun alltaf passa inn til okkar, sama þó við skiptum um sófasett eða lit á veggjum. Þetta er það sem ég hreinlega elska við góða hönnun. Hún lifir & því eru kaupin að mínu mati ekkert nema fjárfesting.

Hér að neðan má sjá jóladagatal Lumex í ár, en það virkar þannig að á hverjum degi fram að jólum er tiltekin vara á afslætti. Ég á nokkrar uppáhalds.. og ég varð smá glöð í hjartanu að sjá rétt í þessu að smávörur eru aftur á 20% afslætti þann 22. desember.

Borðlampar eru á 20% afslætti á morgun, þann 11. desember. Ég er hrikalega skotin í Foscarini Gregg borðlömpunum og  BELL borðlampann frá Tom Dixon. Alveg rúmlega flottur! En ég get ekki sleppt því að minnast á SNOOPY frá Flos. Hann er klárlega í uppáhaldi hjá mér af þeim borðlömpum sem eru til í Lumex. Svartur eða grænn, báðir ofsalega gæjalegir og tilvaldir inn á skrifstofuna mína (sem ég á ekki enn).


Það er ástæða fyrir því að þessi hafa slegið í gegn. Iðnaðarstíllinn á þessum LED skrautperum frá tala er einum of djúsí. Það er hægt að poppa upp ýmis rými með þessum perum.. en það sem er m.a. heillandi við perurnar er að fyrir hverjar 200 seldar skrautperur skuldbindur fyrirtækið sig til að gróðursetja 10 tré. Fyrirtæki að mínu skapi!


Uppáhellt kaffi hlýtur að smakkast guðdómlega með þessu setti frá Tom Dixon. Pant drekka espresso bollann úr þessum sjúku bollum! Ég elska macchiato eða espresso bolla og vil kaffið helst ekki öðruvísi.. þessir bollar eru alveg að hjálpa manni að “lúkka” með bollann :) Svo kemur þetta í mjög fallegri gjafaöskju, en ég er mikill aðdáandi fallegra gjafaaskja.

Hversu rausnarlegur afsláttur af Caboche loftljósinu? Himneskt loftljóst sem mætti fara beint fyrir ofan borðstofuborðið mitt. Ég hafði lengi haft augastað á minnsta Caboche veggljósinu en ég keypti hins vegar HOPE by Luceplan í staðinn. Bjútíful ljós í alla staði ♡

Jæja krakkar. Hér er díllinn. Alveg er ég viss um að þessi gjöf klikki ekki..Púðarnir frá Tom Dixon eru úr flauel- og kasmírblöndu, með einstökum detail sem er koparlitaður rennilás. Litirnir eru geeeeðveikir en ég er hrifnust af sinnepsgula púðanum en myndi aldrei segja nei við hinum. Allur textíll er á 20% afslætti 21. desember.. ég myndi allavega droppa við (snemma) þar sem þó nokkrir hugðust ætla að nýta sér tilboðið af snapchat að dæma en ég sýndi þar aðeins frá nokkrum uppáhaldshlutum um daginn.

Smávörurnar eru aftur á afslætti en ég var mjög glöð að sjá það því þessi flokkur er eflaust vinsælastur fyrir jólin.. hér er um nóg að velja.. sápur, kertastjakar, whiskey glös og karafla, vínglös, bakkar, moscow mule glös, vasar, kerti og ilmstangir og margt fleira.

… tadarammmm! Og loks er það draumagólflampinn sem ég hef hugsað um dálítið oft og velt fyrir mér hvort hann yrði minn einn daginn. Við keyptum hann í vikunni og stofan okkar fór úr NOT yfir í HOT. Ég er að búa til eina djúsí færslu en hann er bara einum of fallegur. Það er góð ástæða fyrir því að við völdum að kaupa hann í Lumex. Segi ykkur betur frá því næstu færslu.

En nú er þessi færsla orðin sú allra lengsta.. ég vona að þið hafið notið góðs af, ég er allavega búin að sitja hér í nokkuð langan tíma að dúllast í henni :)


Gleðjum lítil hjörtu

TILKYNNINGAR

Ég gaf þrjá sæta pakka undir jólatréð í Smáralind í dag. Ég vona að flestir geri slíkt hið sama.. ég á bágt með að ímynda mér Snædísi ekki fá jólagjöf þegar hún eldist og hefur vit fyrir því. Það er svo ömurleg tilhugsun.. ekkert nema tómarúm og tómahljóð. Það má ekkert barn upplifa & ég vona svo innilega að þið getið gefið eitthvað fallegt undir tréð.

Ég var beðin að vekja athygli á þessu málefni og auðvitað vildi ég það. Það besta sem við gerum er að vera vinaleg. Hjálpsöm. Mér finnst þetta frábær leið til að gefa af sér um jólin.. að gleðja lítið hjarta.

Tekið er á móti gjöfum til 21. desember. Merkimiðar og gjafapappír er ókeypis ef þú kýst að pakka á staðnum. Ef þú tekur þátt í ár, máttu endilega ýta á hjartað hér að neðan.. ♡

Babyshower: Hugmynd að gjöf

BARNAVÖRUR

Mér finnst ekkert sniðugra en að gefa eina stór gjöf saman í babyshower. Þá er hægt að kaupa stærri og veglegri gjafir, sem nýtast mun betur heldur en eitthvað úr öllum áttum. Um daginn gáfum við, stór hópur, vinkonu okkar nokkrar vel valdar gjafir úr Petit.is barnafataversluninni. Við lögðum í púkk og ég sá um að velja. Það var svo margt fallegt í boði að það var ekki erfitt að klára peninginn en ég reyndi að kaupa það sem mig langaði hvað mest í. Það má segja að vinkona mín hafi aldeilis dottið í lukkupottinn með þessa gjöf.

Petit opnaði nýja verslun í Ármúla og ég verð að segja að sjón er sögu ríkari. Ótrúlega vel heppnuð verslun sem er með sinn einstaka brag á öllu!

Hér er það sem við keyptum:


Barnaleikmotta í gráu – mér finnst þessi litur henta ótrúlega vel, ég er til að mynda með Snædísar inni í eldhúsi og hún fellur vel í umhverfið.

Brjóstagjafaljós. Algjör nauðsyn! Ég notaði sjálf LED kerti en hefði viljað eiga ljós.. af þessu ljósi kemur hlý birta sem rétt lýsir upp dimmt svæði og er því ómissandi hluti af brjóstagjöfinni á næturnar.

Veggskreyting: Bangsahöfuð á vegg. Það er til fjölbreytt úrval af þessum æðislegu böngsum.

Þett stafaljósabox þekkja eflaust margir.. :)

Ótrúlega fallegur órói yfir rúmið frá Kongens Slojd.

Fyrsta bók barnsins sem ég notaði óspart og svo matarstell frá Design Letters.

Veifur í dásamlega fallegum litum! Ég er með svona í Snædísar herbergi… ótrúlega flott!

Musli ullarföt og Joha draumahúfa sem öll kríli verða að eiga :)

Algjört draumahandklæði frá Musli með hettu. Það er ótrúlega þykkt og mjúkt.

Örlítið jólaskraut

HEIMILIÐ MITT

.. ég er svo sem ekki mikið fyrir að skreyta inni hjá mér en aftur á móti finnst mér æðislegt þegar hús eru skreytt utandyra… Fallegast þykir mér að setja óendanlega mikið af seríu á eitt tré, eins og sést gjarnan í miðbænum. Ég er mjög hrifin af hvítri seríu og finnst fátt jólalegra.

Ég keypti nokkrar greinar í gær og skellti í vasa.. ótrúlega einfalt en minnir mann samt á að jólin eru handan hornsins. Svo kemur í ljós hvor vinni slaginn, meira jólaskraut eða ekki? ..ég vil minna en Davíð meira :)

Efsta mynd

Vasi: Dora Maar
Stórt kerti: Ikea
Jólatré: Söstrene Grene
Salt og piparskálar: Dora Maar
Marmarabakki: Marshalls
Greni: Bónus

Neðsta mynd:

Bakki: VIGT
Kerti: Altariskerti VIGT
Glerkrukka: Undan Yankee Candle kerti


Kviknar..

Í dag kl. 17 er útgáfupartý Kviknar (Kaffi Laukalækur) sem ég skrifaði um hér um daginn.. en þessi bók er svo yndisleg eins og þið sjáið hér að neðan. Í henni eru allar spurningar sem þú spyrð sjálfa þig þegar þú ert ófrísk. Sumum langar að spyrja ákveðinna spurninga en þora því ekki, og þar af leiðandi er þessi bók alveg tilvalin. Það má segja að hún sé eins og handbók en þó auðlesin og í senn einföld sem gerir hana líka heillandi. Það á að vera gaman að lesa um allt ferlið, frá getnaði til sængurlegu.

Hér eru örfá dæmi um nokkra fræðslumola og spurningar sem mér finnst frábærar!

Hvað er belgjalosun?
Hvað er að vera hagstæð?
Hver eru einkennin þegar ég er að fara af stað?
Hvað er áhættumeðganga?
Hver er munurinn á samdráttum, fyrirvaraverkjum og hríðum?
Hvaða vítamín á ég að taka?
Af hverju fæ ég sinadrátt?
Af hverju morgunógleði?
Af hverju fæ ég æði fyrir ákveðnum mat?
Hvernig á ég að anda (í fæðingunni) til að slaka á?
Hvað er dreypi/dripp?
Get ég rifnað í klofinu? Þarf að klippa mig og sauma?
Hvernig fer keisari fram?
Kúka ég í fæðingunni?

Þessi bók er æðisleg.. og hún er algjör nauðsyn að mínu mati.


Trylltir lampar..

HÖNNUN

Ég sá svo fallegan lampa hjá Svönu í þessari færslu, sjá hér… og degi síðar sá ég hann auglýstan á Facebook hjá AFF concept store í Ármúla en hann fæst hér.

Mér finnst hann ótrúlega flottur, eiginlega meira en það. Mér finnst hann trylltur!

Persónulega finnst mér svarti flottari en hann passar eflaust ekki í öll rými en þá kemur hvíti sterkur til leiks. Lampinn er sniðinn inn til mín.. mig langar í hann helst í gær eða fyrradag.

 

Og svo eru það þessir sem eru frá Carl Johan líka, en mér finnst þeir ótrúlega flottir líka. Handblásið gler og marmari, ansi veglegur! Ég er ekki alveg jafn hugfangin af þessum og þeim efsta en engu að síður mjög flottur! Ég er ekki viss hvar hann fæst og viðurkenni fúslega að hafa ekki kannað það.

Svo er ég með þessa elsku á heilanum (þið verðið að afsaka lélegar myndir, eina sem er í boði), mushroom lamp frá Kosta Boda eftir Monicu Backström.. en það er ástæða fyrir því að mig dauðlangar í hann. Þetta er eitt af því fáa sem ég man að foreldrar mínir voru með á æskuheimili mínu, eða þar til ég var sex ára. Þá skildu þau.. ekkert nema gott og blessað við það. En þessi lampi prýddi heimilið. Hann er einstaklega fallegur og birtan svo mjúk og hlý. Þeir eru ekki auðfengnir, en ég hef gert dauðaleit af honum á bæði internetinu sem og í verslunum.. mig langar ótrúlega í einn, þá helst hvítan með fölbleiku mynstri sem er varla sjáanlegt (þannig var þeirra lampi). Ég held enn í vonina.

Jólatrésstandur? Aðeins einn kemur til greina

HÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Já, aðeins einn jólatrésstandur að mínu mati kemur til greina. Ég ýki ekki en ég man ekki til þess að hafa séð flottan stand áður. Enginn standur hefur gripið athygli mína sérstaklega – en í fyrra gerðist það. Mæðgunum (eða vinkonum mínum, ég kýs að kalla þær það) í VIGT tókst að hanna hinn fullkomna jólatrésstand. Hann kom út í fyrra en þá var hann aðeins til í hör en í ár hafa þær aldeilis bætt við flóruna, en nú eru þeir einnig til í velúr. Ég veit hreinlega ekki hvaða litur er í uppáhaldi.. þeir eru allir ótrúlega sjarmerandi.

 

Ég þarf að fara heimsækja þær í VIGT og vera mögulega með Instastory á Trendnet, þá get ég sýnt ykkur þá “live”. Annars mæli ég alltaf með ferð til þeirra.. en verslunin er svo falleg. Þær mæðgur halda í concept VIGT bæði inni í versluninni (auðvitað) sem og fyrir utan hana.. en húsið er málað í fallegum dökkum lit og svo er allt umhverfið um kring ótrúlega hrátt.

Jólatrésstandurinn fæst hér.


Apríl Skór?

SKÓR

Undanfarna daga hafa ótrúlega falleg skópör verið að poppa upp á facebook hjá mér.. ég varð svo forvitin að ég sendi þeim nokkrar línur – og svarið sem ég fékk var ekki af verri endanum og stóðst allar mínar væntingar (af myndunum að dæma).

Skóverslunin Apríl er sem sagt að opna í næstu viku á Garðatorgi 4, Garðabæ.. og er ný viðbót við lífsstílsverslunina Maí sem við þekkjum flest. Apríl verður með vefverslun www.aprilskor.is og mun senda frítt á pósthús um land allt!

Verslunin verður með breitt úrval af hágæða skóm á konur og segjast þau hafa fengið ótrúleg viðbrögð við kynningunni á facebook en fólk virðist vera jafn spennt og ég. Gífurleg mengun fylgir tískuiðnaðinum (sem er m.a. ástæða þess að ég hef keypt mér minna af fötum síðastliðin ár en vandaðri fyrir vikið) en Apríl mun selja tvö merki sem leggja kapp á að vera eins sjálfbær og mögulegt er (t.d. litunaraðferðir án króms, endurnýta skinn og nota endurunna skókassa). Það má alls ekki ofnota orðið “ég elska” því þá missir það marks, en það á við í þessu tilviki.. ég elska þessa breytingu sem er að ryðja sér til rúms. Við erum að verða meðvitaðri og það er bara hægt að fagna því.

Jii.. ég slefa yfir nokkrum pörum þarna! Svo eru þessir bláu og svörtu með loðinu eitthvað annað!