Ég fékk sendan óvæntan pakka heim að dyrum rétt fyrir kvöldmatarleytið. Fimm lakkrísbox frá Johan Bülow.. ég elska þennan lakkrís, svo einfalt er það. Þeir eru vissulega misgóðir en sumar tegundirnar láta mig hreinlega slefa ósjálfrátt (þegar ég tygg þá). Davíð var svo æstur í að smakka lakkrísinn að ég setti smá “leik” í gang. Davíð byrjaði, en hann smakkaði hverja kúluna fyrir sig og raðaði þeim eftir því hver þeirra væri best niður í þá sístu. Svo gerði ég það sama. Röðunin var gjörólík, fyrir utan síðasta sætið.
Davíð (f.v.):
- Dangerously Salty
- Black Snowball Salty & Spicy
- Salty Caramel
- Raspberry Choc
- White Snowball Ginger
Karen Lind (f.v.):
- Salty Caramel
- Raspberry Choc
- Dangerously Salty
- Black Snowball Salty & Spicy
- White Snowball Ginger
Við vorum bæði sammála um að White Snowball Ginger væri sísta bragðið. Hann er svo mikill nammikall að hann féll alveg fyrir sterku kúlunum á meðan ég fíla aðeins vægara og rjómakenndara bragð. Mér finnst Salty Caramel guðdómlega góðar og Raspberry ekki mikið síðri. Þessar sterku kúlur, Dangerously Salty og Black Snowball eru mjög góðar en ég gæti kannski borðað tvær svoleiðis á meðan ég get auðveldlega klárað Salty Caramel! Davíð hins vegar skóflaði nokkrum sterkum í sig á no time.. ég ætla svo að fela boxin, það er engin lygi. Mig langar alveg að eiga þetta í einhvern tíma.. :)
Takk fyrir mig Epal! Skemmtilega góð gjöf!
Skrifa Innlegg