Ég er nýkomin af sýningunni hennar Línu Rutar þar sem hún frumsýndi ný kríli. Nýju krílin eru mun stærri en þau upprunalegu. Þau eru ca. 35 cm að lengd. Stærðarmuninn má sjá hvað best á fyrstu myndinni hér að neðan. Sjálf á ég tvö minni kríli sem munu fara upp í herbergi dóttur minnar sem fer vonandi að láta sjá sig næstu vikurnar. Ég keypti einmitt krílin af henni fyrir að verða kannski 5-6 árum ef ég man rétt. Stóru krílin eru mjög flott og slá hinum eiginlega við.. litirnir eru poppaðir og trylla hvaða vegg sem er. Þau þurfa alveg sinn vegg, eða þannig tel ég að þau njóti sín sem best en smekkur manna er auðvitað misjafn.
Sýningin hennar er staðsett á Vallargötu 14 í Reykjanesbæ. Þeir sem eru utanaðkomandi nota bara google maps til að koma sér á staðinn.
Laugardagur: opið til 21:00
Sunnudagur: 13:00-15:00
Skrifa Innlegg