fbpx

Nýleg kaup

Framkvæmdirnar ganga ágætlega þessa dagana… nú er búið að bora fyrir rafmagni og breyta því öllu svona nokkurn veginn. Þar sem við stækkuðum fjögur hurðargöt þá fóru rafmagnsleiðslur með í leiðinni svo það þurfti að staðsetja það aftur. Enn og aftur, ekki í mínum verkahring eins og svo margt annað. Eins er búið að flota gólf og eitthvað fleira í þeim dúr. Það þarf að bora fyrir nokkrum halogen ljósum sem mér finnst verða að fara upp. Lýsingin þarna var svo random og illa staðsett, og eitt af því sem mér finnst alveg setja punktinn yfir i’ið er falleg lýsing. Ég get alveg sagt ykkur það að mér þykir mjög leiðinlegt að sitja svona á hliðarlínunni og geta lítið gert. Það vantar alla Gyðu Sól í mig!

Aftur á móti hef ég verið iðin við annað, eins og að versla hluti inn á heimilið. Ég keypti svo handahófskenndan hlut um daginn, meðalstórt glerhöfuð sem er holt að innan. Raunverulegur tilgangur þess er að geyma hárkollur, haha. Ég rakst á höfuðið í ROSS sem er svona næstum eins og Marshalls og TjMaxx nema ódýrari. Ég keypti líka marmarabakka á 7$ eða um þúsund krónur ásamt LED kertum með tímastilli. Ég á þegar sex LED kerti en þau eru svo æðisleg að ég varð að bæta í. Það slökknar á þeim eftir fjóra tíma og heimilið er laust við alla mengun og eldhættu. Birtan er líka hlý og raunveruleg.

white-marble-cheese-cutting-board-round-3007256-0-1433155597000

Marmarabakkinn.

Jæja, hvað segiði gott. Haha. Skemmtilega steikt en ég elska þessa styttu!

Annars fór ég í Heimahúsið um daginn og rak þar augun í spegil sem ég ákvað að kaupa á sömu sekúndu. Hann er svo flottur að ég varla hugsaði mig um. Ég var þarna ásamt vinkonu minni sem sagði ekki annað en “keyptu hann” sem ýtti enn frekar undir það að ég tók hann frá. Hann var aðeins dýrari en 7$ marmarabakkinn og glerhöfuðstyttan.. enda mun veglegri. Hann er líka það klassískur að ég sé hann fyrir mér prýða heimilið fram að næstu aldamótum :)

db9e7b9e5d9cccc66b9ae289794e52c6

Hann er um 220cm hár og 80-90 cm breiður. Hann var á 25% afslætti og því rúmum 20 þúsund krónum ódýrari en upphaflegt verð. Hann kom í takmörkuðu upplagi sem mér finnst frábært.13141139_10209232172863606_1353341257_n

.. svo keypti ég þessa veggklukku frá Georg Jensen. Veggklukkurnar frá GJ koma í þremur stærðum (10cm, 15cm og 22cm). Þessi sem ég keypti er 22cm og hún mun fara upp inni í eldhúsi. Valið stóð milli 15cm og 22cm, en það er nú öruggara að sjá ágætlega á klukkuna úr smá fjarlægð svo ég keypti þá stærri. Ég keypti hana á Kastrup í Georg Jensen versluninni.

Svo er ýmislegt annað sem hefur ratað í búðarkerruna – sýni ykkur það síðar.

karenlind

Lemonade

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    3. May 2016

    Ahhhh elska að fylgjast með þessu hjá þér!:) Geggjuð kaup, mikið skemmtilegra en að flota gólf og slíkt haha