Mig langaði að segja ykkur frá POP UP markaði Míní Lúx á morgun, en það er ný barnafatavefverslun (fyrir stráka og stelpur) sem opnar bráðlega. Það má segja að þetta sé algjör lúxus vefverslun en flíkurnar eru ótrúlega fallegar. Ég rakst á þau á instagram og áttaði mig svo á að ég þekki stelpuna sem er með þetta. Mér finnst því extra gaman að segja frá þessu.
POP UP markaðurinn er í Café Atlanta, Hlíðarsmára 3 í Kópavogi (fyrir aftan Smáralind) frá klukkan 12-16 á morgun og sunnudag. Sjón er sögu ríkari en myndirnar segja líka ansi mikið.
Ahh, þessar flíkur eru svo hrikalega fallegar.. úlpurnar og húfurnar, slárnar.. ég bilast yfir þessu öllu!
Ég hlakka svakalega til að fylgjast með þessari vefverslun. Við fyrstu sýn lofar þetta ansi góðu :)
Skrifa Innlegg