Ég er örugglega eini Íslendingurinn sem hefur farið þrisvar sinnum til Florida á fáeinum dögum. Segi svona… en engu að síður er þetta eflaust mjög sjaldgæft. Um leið og ég lagðist á sólbekkinn varð mér ljóst að ég þarf nauðsynlega á fríi að halda. Skóli, vinna, skóli, vinna… svona hefur þetta verið.
Salat með nachos. Hrikalega gott..
Þessi bólgna eðla drukknaði en var endurlífguð með hjartahnoði. Ég hló mig máttlausa á meðan hjartahnoðinu stóð enda fáranlega absúrt atriði.
Svona vitleysu enda ég alltaf með í innkaupakerrunni. Hlakka til að prófa Pops bökunarformið sem ég fann á 2$. Svo keypti ég te, eins lítið og ég er fyrir te.. en þetta er með einhvers konar tropicalbragði. Hlýtur að vera ágætt :)
Ætlaði ekki að kaupa neitt… en endaði með ýmislegt grams.. ekki gott!
Skrifa Innlegg