fbpx

Nýtt: Motta í stofuna

HEIMILIÐ MITT

Ég svíf um á hamingjuskýi en þau hjá Ásbirni Ólafssyni buðu mér að koma í heimsókn á lagersöluna í Holtagörðum (opið frá 12-18) sem stendur nú yfir en henni lýkur 19. nóvember – sem er eftir þrjá daga. Ég mátti velja mér mottu en mér fannst hálf merkilegt að fá þetta boð því ég hef verið að leita af mottu í stofuna í nokkra mánuði. Ég þáði boðið og rauk af stað og fann fullkomna mottu fyrir stofurýmið (ég sýndi hana á snapchat í gær og fékk ótrúlega jákvæð viðbrögð). Mottan er akkurat það sem ég sá fyrir mér.

Mottan er frá The Rug Republic og er sko ótrúlega vegleg. Hún á að kosta margfalt meira & það sést.. hér erum við að tala um gæða mottu! Eins og þið sjáið vildi ég stóra mottu sem næði undir helming sófans sem og helming stöku sófanna. Þetta kemur svo æðislega út að ég er alsæl og mjög montin með þetta nýja lúkk á stofunni! Mér finnst hún hafa innrammast enn frekar..

Mottan mín heitir Medanos Charcoal og er 290*190cm. Það eru til fleiri litir ásamt ýmis konar öðrum mottum.. margar mjög flottar! Ég mæli með að hafa hraðar hendur og kíkja, það er ekki oft sem svona gersemar bjóðast á svona góðu verði :)

Takk kærlega fyrir mig… mér finnst “nýja” stofan mín algjört æði.


Nýtt í fylgihlutaskápnum

Skrifa Innlegg