fbpx

Morgunmatur – Grískt jógúrt og kókosvatn

HOLLUSTA

Morgunmatur:

Grískt jógúrt
Tveir stevíudropar frá NOW Foods með French Vanilla bragði (uppáhald Röggu Nagla)
Grófir hafrar frá Rapunzel
Chia fræ
CC-Flax
Grænt epli

Með þessu drakk ég hálfan líter af kókosvatni… ég leyfði vatninu að vera í frysti í 20 mínútur áður en ég drakk það. Ég elska kókosvatn – ekki endilega bragðið… það er bara svo hollt og gott.. og hreinsandi & extra gott fyrir appelsínuhúð! Ég þarf að vera duglegri að kaupa mér svoleiðis. Ég versla mitt annað hvort í Bónus eða Nettó. Þetta kókosvatn fékk ég í Bónus, og kostaði um 400 krónur.

Ég var upp í bústað um helgina… og hjálp, ég verð að skola þessu rusli út sem ég borðaði um helgina. Hvernig komst allur þessi ruslmatur fyrir? Ég var nýbúin að borða svaka kvöldmat.. og korteri seinna borðaði ég fimm eða fleiri hraunbita, snakk, rjómaostasósu, Bugles og ídýfu… þetta borðaði ég svo bara alla helgina, með tveggja mínútna millibili. Ég vaknaði á sunnudagsmorguninn eins og soðin bjúga! Úff hvað þetta fer illa með mann.

karen

GEICO - You can do it

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Pattra S.

    19. November 2013

    Ég einmitt ELSKA kókosvatn vegna bragðsins. Ólst upp við það í Taílandi, langbest beint úr kókoshnetunni en afi snilli var með kókostré, þvílíka lúxus :)
    Kaupi líka alltaf þessar fernur hérna út í DK og eigum við að ræða hvað þetta er dýrt!

  2. Dagný

    19. November 2013

    Ég get ekki kókosvatnið í bónus eftir að ég er búin að smakka bæði kókosvatnið í tælenska horninu í kolaportinu og víetnömsku búðinni á Suðurlandsbraut, mæli eindregið með því!! Þetta eru bara allt önnur gæði og bragð! Plús það að það er ódýrara – kókosvatnið er selt þar í lítersfernum og kostar frá 299-599 kr., töluvert ódýrara og á allt öðru kaliberi! Mæli með að þú prófir og finnir muninn – eins og beint úr kókoshnetunni ;)

    • Karen Lind

      19. November 2013

      Frábært – ekki spurning!! Ég beint þangað :) takk!

  3. Sirrý Svöludóttir

    19. November 2013

    Girnó!!!

  4. Adda

    19. November 2013

    Var líka í bústað um helgina-feel your pain! ég er líka bjúga eftir að hafa sigrað nammipoka, bernessósu og nutellakrukku.
    Þetta er girnó! alltaf gaman að sjá matarpóstana frá þér :)

    • Karen Lind

      19. November 2013

      Haha… við erum matarfíklasystur :)

  5. Sigga

    20. November 2013

    Er búin að vera að leita að þessu kókosvatni hér í dk hvar fæst það?

  6. Hildur

    22. November 2013

    gott fyrir appelsínuhúð? hvernig þá ? :)

  7. Hildur

    22. November 2013

    :D takk

  8. þórunn

    25. December 2013

    Hvar færðu þessa dropa og hvað gera þeir fyrir mann :)?