Morgunmatur:
Grískt jógúrt
Tveir stevíudropar frá NOW Foods með French Vanilla bragði (uppáhald Röggu Nagla)
Grófir hafrar frá Rapunzel
Chia fræ
CC-Flax
Grænt epli
Með þessu drakk ég hálfan líter af kókosvatni… ég leyfði vatninu að vera í frysti í 20 mínútur áður en ég drakk það. Ég elska kókosvatn – ekki endilega bragðið… það er bara svo hollt og gott.. og hreinsandi & extra gott fyrir appelsínuhúð! Ég þarf að vera duglegri að kaupa mér svoleiðis. Ég versla mitt annað hvort í Bónus eða Nettó. Þetta kókosvatn fékk ég í Bónus, og kostaði um 400 krónur.
Ég var upp í bústað um helgina… og hjálp, ég verð að skola þessu rusli út sem ég borðaði um helgina. Hvernig komst allur þessi ruslmatur fyrir? Ég var nýbúin að borða svaka kvöldmat.. og korteri seinna borðaði ég fimm eða fleiri hraunbita, snakk, rjómaostasósu, Bugles og ídýfu… þetta borðaði ég svo bara alla helgina, með tveggja mínútna millibili. Ég vaknaði á sunnudagsmorguninn eins og soðin bjúga! Úff hvað þetta fer illa með mann.
Skrifa Innlegg